Ferill 744. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Nr. 36/126.

Þskj. 1506  —  744. mál.


Þingsályktun

um áhrif lækkunar á endurgreiðslu virðisaukaskatts.


    Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að gangast fyrir sérstakri úttekt á áhrifum lækkunar á endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 100% í 60% til byggjenda íbúðarhúsnæðis vegna vinnu manna á byggingarstað og til eigenda íbúðarhúsnæðis vegna viðhaldsvinnu. Í úttekt þessari verði m.a. lagt mat á hvort lækkun endurgreiðslunnar hafi aukið tekjur ríkissjóðs eins og vonast var til, hvort og/eða hversu mikið svört atvinnustarfsemi á þessu sviði hafi aukist og hvort ástæða sé til þess að hækka endurgreiðsluhlutfallið á nýjan leik og bæta aðgang að endurgreiðslunum.
    Stefnt skal að því að niðurstöður verði lagðar fyrir Alþingi á næsta þingi.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 2001.