Afréttamálefni, fjallskil o.fl.

Þriðjudaginn 12. mars 2002, kl. 15:51:32 (6052)

2002-03-12 15:51:32# 127. lþ. 95.11 fundur 593. mál: #A afréttamálefni, fjallskil o.fl.# (ítala o.fl.) frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 127. lþ.

[15:51]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Bara rétt í lokin. Ég er ekki alveg sammála hv. 1. þm. Suðurl. um að frv. sem slíkt taki nægilega vel á þessum málum. Ég tel að landbn. hafi mjög mikið verk að vinna við að kynna sér sjónarmið um sjálfbæra landnýtingu og sérstaklega kannski um áhrif foks og jarðvegseyðingar. Ég held að frv. um landgræðslu taki þar ekki nægilega vel á málum og að það sé alveg tilefni fyrir landbn. að kalla til það fólk sem hefur besta og yfirgripsmesta þekkingu í þessum efnum. Ég er sannfærð um að landbn. á eftir svo gott sem að setjast á háskólabekk í þessum efnum og fara af kostgæfni yfir þessi mál til hlítar. (Gripið fram í: Það munum við gera.)