Orð forseta Íslands um Evrópusambandið

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 10:52:38 (7568)

2002-04-17 10:52:38# 127. lþ. 119.91 fundur 504#B orð forseta Íslands um Evrópusambandið# (aths. um störf þingsins), ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 127. lþ.

[10:52]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Ég hygg að það megi ráða af orðræðum manna hér að forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hafi stigið skref sem leiðir til pólitískra deilna og álitamála í þinginu og sennilega meðal þjóðarinnar. Það að tveir hv. þm., Kristján Pálsson og Steingrímur J. Sigfússon, hafa mælt því bót að forseti Íslands hafi tekið þessi skref sýnir að hér er farið inn á pólitískt svið sem mun leiða til pólitískra álitaefna. Ég vil því taka undir þau ummæli sem komu fram með svo skýrum hætti hjá hæstv. utanrrh. að ég tel óheppilegt að forseti Íslands stígi þessi skref inn á pólitískt svið, hvet til þess að menn hafi skýrar skoðanir á slíku og hæstv. forseti Íslands sýni hófsemi á þessu sviði.