Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 16:17:04 (1969)

2001-11-27 16:17:04# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[16:17]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er óþarft að fara frekari orðum um það verklag sem hér er um fjárlagafrv. Allir vita að það er verið að vinna að þessum tillögum. 2. umr. var ekki frestað, tillögurnar eru væntanlegar og verða fyrst kynntar í fjárln. eins og vera ber.

Ég vil hins vegar láta það koma fram að ég þóttist vera að skjóta skildi fyrir góðan liðsmann í fjárlaganefndinni, hv. þm. Jón Bjarnason, þegar mér þótti formaður flokks hans gera hlut hans lítinn, að hann hefði ekki haft burði til þess að óska eftir að 2. umr. væri frestað ef svo mikið lægi við. En svo mátti skilja af ræðu hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar hér fyrr í dag.