Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:52:50 (2861)

2001-12-08 15:52:50# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:52]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Við teljum alveg eðlilegt að fresta þessum framkvæmdum við vestnorræna menningarhúsið í Kaupmannahöfn á þessu útgjaldaári. Það er ósætti um framkvæmdina við húsfriðunarfólk í Kaupmannahöfn og því er alveg eðlilegt að fresta þessari útgjaldatillögu og fella hana alveg niður að sinni. Það er það sem um er að ræða og þarna er hægt að spara og því gerum við þá tillögu og gefum þessa ábendingu.