Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:37:21 (2885)

2001-12-08 16:37:21# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:37]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Sú aðgerð sem hér er á ferð er bókhaldsleikfimi eða svokallaðar ,,fiff``-tillögur, settar fram til að fylla út markmið um jákvæða greiðslustöðu ríkissjóðs, sem sagt að núllstilla fjárlagafrv. hæstv. fjmrh. Þessi reiknibrella stenst engan veginn. Þess vegna segjum við nei.