Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 399  —  1. mál.
Nefndarálitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.    Störf nefndarinnar við afgreiðslu frumvarpsins hafa verið með hefðbundnum hætti. Nefndin hóf störf 20. september sl. og átti viðtöl við fulltrúa sveitarfélaga sem gerðu henni grein fyrir erindum sínum. Þá hefur nefndin kallað fyrir fulltrúa ráðuneyta og einstakra stofnana.
    Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. þingskapa getur fjárlaganefnd vísað til annarra fastanefnda þeim þáttum fjárlagafrumvarpsins sem fjalla um málefnasvið þeirra. Með bréfi dags. 15. október sl. óskaði nefndin eftir álitum fastanefnda þingsins um frumvarp til fjárlaga, þ.e. þá þætti er varða málefnasvið einstakra nefnda. Nefndirnar hafa skilað álitum og eru þau birt sem fylgiskjöl með nefndarálitinu eins og fyrir er mælt í þingsköpum.
    Frá því að nefndin hóf störf við afgreiðslu frumvarpsins hefur hún haldið 31 fund og átt viðtöl við fjölmarga aðila.
    Nefndin hefur lokið afgreiðslu flestra þeirra erinda sem henni bárust, svo sem skiptingu fjárfestingarliða. Breytingartillögur þær sem eru til umfjöllunar við 2. umræðu nema samtals 2.277,6 m.kr. til hækkunar á sundurliðun 2.
    Meiri hluti nefndarinnar þakkar fulltrúum stjórnarandstöðunnar í nefndinni fyrir mjög gott samstarf. Þá hefur nefndin notið aðstoðar Ríkisendurskoðunar og fjármálaráðuneytis. Einnig hafa einstök ráðuneyti veitt nefndinni upplýsingar og aðstoð.
    Eins og venja er bíða 3. umræðu afgreiðsla á tekjuhlið frumvarpsins, B-hluti og heimildir skv. 7. gr. Auk þess bíða 3. umræðu ýmis viðfangsefni sem nefndin hefur enn til umfjöllunar.


SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR


01 Forsætisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild forsætisráðuneytis verði aukin um 276 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.25
Vesturfarasetrið á Hofsósi. Gerð er tillaga um 3 m.kr. tímabundna hækkun á fjárveitingum til að styrkja frekar starfsemi setursins.
        1.90
Ýmis verkefni. Lagt er til að veitt verði 7 m.kr. tímabundið framlag með það að markmiði að auka öryggi rafrænna upplýsinga sem ráðuneytin búa yfir. Fjárveitingin yrði til viðbótar 5 m.kr. framlagi á lið 996 Íslenska upplýsingasamfélagið sem ætlað er til að efla öryggi upplýsinga hjá Stjórnarráðinu.
203     Fasteignir Stjórnarráðsins.
        6.25
Nýbygging á Stjórnarráðsreit. Lagt er til að 250 m.kr. fjárveiting til framkvæmda við húsbyggingar fyrir ráðuneyti verði flutt til forsætisráðuneytis af lið 09-981 Ýmsar fasteignir hjá fjármálaráðuneyti, enda fer forsætisráðuneytið með mál sem varða ráðstöfun skrifstofuhúsa fyrir ráðuneytin í heild samkvæmt auglýsingu um Stjórnarráð Íslands.
902     Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.
        6.01
Nýframkvæmdir. Gerð er tillaga um 12 m.kr. tímabundið framlag til að koma upp nauðsynlegum búnaði til sýningahalds í fræðslumiðstöðinni á Hakinu þannig að unnt verði að opna gestastofuna á árinu 2002. Með bréfi forsætisráðuneytisins í janúar sl. var heimilað að halda áfram framkvæmdum við fræðslumiðstöðina en þeim hafði verið frestað um eitt ár. Byggingu hússins á að ljúka á þessu ári og verður það þá fullfrágengið með snyrtingum og gestastofu. Tillagan féll niður fyrir misgáning við frágang fjárlagafrumvarpsins.
             Þá er gerð tillaga um 4 m.kr. tímabundið framlag til að koma upp snyrtiaðstöðu í tengslum við þjónustumiðstöðina á Leirunum. Núverandi aðstaða er óviðunandi auk þess sem engar snyrtingar eru opnar á Þingvöllum þegar þjónustumiðstöðin er lokuð á veturna. Fyrirhugað er að reisa aðstöðuna í tveimur áföngum og að sótt verði um 2,5 m.kr. fjárveitingu til seinni áfanga á árinu 2003. Tillagan féll niður fyrir misgáning við frágang fjárlagafrumvarpsins.

02 Menntamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði aukin um 706,6 m.kr.
201     Háskóli Íslands.
        5.50
Fasteignir. Lagt er til að útgjöld til viðhalds verði lækkuð í samræmi við endurskoðaða framkvæmdaáætlun Háskóla Íslands. Í áætluninni er gert ráð fyrir að skólinn fái 60 m.kr. af lið 02-269-5.21 Háskóla- og vísindastofnanir, viðhald og stofnkostnaður.
        6.50
Byggingarframkvæmdir og tækjakaup. Lagt er til að fjárveiting til framkvæmda hækki um 313 m.kr. frá fjárlagafrumvarpi og nemi 518 m.kr. í samræmi við endurskoðaða áætlun skólans um framkvæmdir og tækjakaup. Auknar framkvæmdir verða fjármagnaðar með lántöku Happdrættis Háskóla Íslands.
208     Örnefnastofnun Íslands.
        1.01 Örnefnastofnun Íslands. Gerð er tillaga um tímabundna 1 m.kr. fjárveitingu til útgáfu mynda með örnefnamerkingum í samvinnu Örnefnastofnunar og IWW ehf.
228     Listaháskóli Íslands.
        1.01
Listaháskóli Íslands. Lögð er til 30 m.kr. hækkun á framlagi vegna fyrirhugaðs samnings við skólann til viðbótar 30 m.kr. hækkun sem áætlað er fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Við gerð frumvarpsins var ákveðið að áætla ekki fyrir hlutdeild Reykjavíkurborgar í myndlistarnámi á sama hátt og í fjárlögum fyrri ára, en Listaháskólinn tók við kennslunni af Myndlista- og handíðaskólanum haustið 1999. Hefur Reykjavíkurborg gert ágreining um greiðsluþátttöku frá þeim tíma, en hún var áætluð 51 m.kr. á ári. Tillagan felur í sér að ríkissjóður auki framlag sitt til skólans enda takist ekki samningar um að Reykjavíkurborg leggi skólanum til fé.
                       Þá er lagt til að framsetningu fjárlagaliðarins verði breytt til samræmis við framsetningu fjárreiðna annarra einkaskóla sem fá greiðslur úr ríkissjóði. Samkvæmt því lækka útgjöld um 12,7 m.kr. þar sem jafnháar sértekjur falla niður.
269     Háskóla- og vísindastofnanir, viðhald og stofnkostnaður.
        5.21
Viðhald og 6.21 Stofnkostnaður. Lagt er til að færðar verði 30 m.kr. af viðfangsefni fyrir stofnkostnað á fjárlagaliðnum yfir á viðfangsefni fyrir viðhald í samræmi við sundurliðun fjárveitinga í greinargerð fjárlagafrumvarps.
299     Háskóla- og rannsóknastarfsemi.
        1.73
Reykjavíkurakademían. Gerð er tillaga um að veita Reykjavíkurakademíunni 7 m.kr. tímabundna fjárveitingu.
318     Framhaldsskólar, stofnkostnaður.
        6.95
Tæki og búnaður, óskipt. Lögð er til 8 m.kr. hækkun liðar en sundurliðun hans er sýnd í sérstökum yfirlitum III með breytingartillögum meiri hlutans.
451     Símenntun og fjarkennsla. Lögð er til alls 12 m.kr. hækkun á liðnum til rekstrar símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni. Framlag til hverrar stöðvar hækkar um 1,5 m.kr. og færist á eftirtalin viðfangsefni: 1.21 Símenntunarstöð á Vesturlandi, 1.22 Fræðslumiðstöð Vestfjarða, 1.23 Farskóli Norðurlands vestra, 1.24 Símenntunarstöð Eyjafjarðar, 1.25 Fræðslumiðstöð Þingeyinga, 1.26 Fræðslunet Austurlands, 1.27 Fræðslunet Suðurlands og 1.28 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
872     Lánasjóður íslenskra námsmanna.
        1.01
Lánasjóður íslenskra námsmanna. Lagt er til að framlag hækki um 133 m.kr. og skýrist það af tvennu. Annars vegar er um að ræða 91 m.kr. hækkun í samræmi við endurskoðaða áætlun um útlán sjóðsins sem gerir ráð fyrir að lánþegum í námi erlendis fjölgi um 3% milli ára í stað 2% eins og fjárlagafrumvarpið byggist á og að lánþegum í námi innan lands fjölgi um 10% en ekki um 2% samkvæmt frumvarpinu. Hins vegar eru 42 m.kr. vegna áætlaðra gengisbreytinga.
902     Þjóðminjasafn Íslands.
        1.01
Þjóðminjasafn Íslands. Gerð er tillaga um 6 m.kr. tímabundna hækkun á framlagi til safnsins vegna fjarvinnsluverkefna. Skráningarverkefni hafa síðustu tvö ár verið unnin í fjarvinnslu fyrir safnið á Húsavík og Hvammstanga. Góð reynsla er af þessu fyrirkomulagi og hafa fleiri fyrirtæki sýnt áhuga á að taka að sér fjarvinnslu.
        1.10
Byggða- og minjasöfn. Gerðar eru tillögur um sex tímabundnar fjárveitingar til byggða- og minjasafna og nema þær 29 m.kr. Í fyrsta lagi er lögð til tímabundin 8 m.kr. fjárveiting til að halda áfram rannsóknum og kynningu á Gásakaupstað. Verkefnið hófst sumarið 2001 og er á vegum Minjasafnsins og Þjóðminjasafns Íslands. Það felur í sér fornleifarannsókn, sagnfræðirannsókn, náttúrufarsrannsókn og kynningu. Í öðru lagi er lögð til 7 m.kr. tímabundin fjárveiting til endurbyggingar Norska hússins í Stykkishólmi en næsta ár verða 170 ár liðin frá byggingu þess. Í þriðja lagi er lagt til 7 m.kr. tímabundið framlag til áframhaldandi uppbyggingar Vatneyrarbúðar á Patreksfirði. Í fjórða lagi er gerð tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag til undirbúnings safnahúss í Garðinum en þar er gert ráð fyrir að verði m.a. sérhæft sjóminjasafn. Í fimmta lagi er lögð til 2 m.kr. tímabundin fjárveiting til bátasafns í Stykkishólmi. Loks er í sjötta lagi gerð tillaga um að veita 2 m.kr. tímabundið framlag til að standa undir kostnaði við frágang umhverfis Glaumbæ í Skagafirði.
        6.41
Samgöngusafn Íslands í Skógum undir Eyjafjöllum. Lagt er til að 7 m.kr. tímabundið framlag verði veitt til að standa straum af byggingarkostnaði safnsins.
        6.42 Endurbygging Kútters Sigurfara. Gerð er tillaga um 4 m.kr. tímabundna fjárveitingu til áframhaldandi viðhalds og endurbyggingar á Kútter Sigurfara sem er eini kútterinn úr þilskipastóli 19. aldar sem varðveittur er á Íslandi.
919     Söfn, ýmis framlög. Lagt er til að framlög til safna á þessum lið hækki alls um 76 m.kr.
        1.10
Listasafn ASÍ. Lagt er til að framlag til safnsins verði hækkað um 1 m.kr. til að styrkja frekar rekstur þess.
        1.12
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Lagt er til að framlag til safnsins hækki um 1 m.kr. til að styrkja frekar starf þess.
        1.41
Galdrasýning á Ströndum. Lögð er til 7 m.kr. tímabundin fjárveiting til uppbyggingar Galdrasýningar á Ströndum.
        6.22
Sögusetrið á Hvolsvelli. Lögð er 7 m.kr. tímabundin fjárveiting til frekari uppbyggingar setursins.
        6.23
Hvalamiðstöð á Húsavík. Lögð er til tímabundin 7 m.kr. fjárveiting til áframhaldandi uppbyggingar á húsnæði miðstöðvarinnar.
        6.26
Endurbygging vélbátsins Blátinds, Vestmannaeyjum. Lögð er til 4 m.kr. tímabundin fjárveiting til að greiða skuldir af endurbyggingu vélbátsins Blátinds í Vestmannaeyjum. Henni lauk í júní sl. og var báturinn þá afhentur menningarmálanefnd Vestmannaeyja til varðveislu og sýningar.
        6.28
Sögusafnið í Reykjavík. Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundið framlag til áframhaldandi stuðnings við uppbyggingu Sögusafnsins. Eftir stuðning Orkuveitu Reykjavíkur og fjárlaganefndar hefur Nýsköpunarsjóður ákveðið að styrkja það og er gert ráð fyrir að stofnað verði hlutafélag um safnið. Fyrirhugað er að safnið verði opnað næsta sumar.
        6.29
Endurbygging á Brydebúð. Lögð er til 3 m.kr. tímabundin fjárveiting til uppbyggingar Brydebúðar sem unnið hefur verið að.
        6.32
Sjóminjasafn Íslands. Gerð er tillaga um 1 m.kr. tímabundna fjárveitingu til frekari viðgerða á flutninga- og uppskipunarbátnum Friðþjófi sem er um 100 ára gamall.
        6.35
Endurbygging Tryggvaskála á Selfossi. Lögð er til 4 m.kr. tímabundin fjárveiting til framkvæmda við endurbyggingu Tryggvaskála.
        6.36
Síldarminjasafnið á Siglufirði. Lagt er til að safninu verði veittur 7 m.kr. tímabundinn styrkur til að byggja bátaskemmu og setja þar upp sýningu á bátum og bryggjum síldarhafnarinnar.
        6.38
Safnahús í Neðstakaupstað á Ísafirði. Lögð er til tímabundin 6 m.kr. fjárveiting til byggingar safnahúss í Neðstakaupstað.
        6.39
Viðgerð á eikarbátnum Sædísi, Ísafirði. Lagt er til að veitt verði 3,5 m.kr. tímabundið framlag til að gera við eikarbátinn Sædísi sem smíðaður var á Ísafirði 1938.
        6.40
Viðgerð á vélbátnum Gesti, Ísafirði. Lögð er til 3,5 m.kr. tímabundin fjárveiting til að gera við vélbátinn Gest sem líklega er elsti vélbátur sem nú er til í landinu.
        6.41
Safnahús í Búðardal. Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundið framlag til stuðnings við uppbyggingu safnahúss í Búðardal en þar stendur til að endurbyggja gamla kaupfélagshúsið.
        6.43
Kjarvalsstofa á Borgarfirði eystri. Lagt er til 4 m.kr. tímabundið framlag til uppbyggingar svokallaðrar Kjarvalsstofu á Borgarfirði eystra. Viðfangsefni hennar verða þrjú, þ.e. ævi og list Jóhannesar Kjarvals, byggðasaga Borgarfjarðar, Víkna og Loðmundarfjarðar og loks þjóðtrú, þjóðsögur, álfar og huldufólk í Borgarfirði.
        6.44
Saltfisksetur Íslands í Grindavík. Lögð er til 3 m.kr. tímabundin fjárveiting til undirbúnings Saltfiskseturs Íslands í Grindavík.
969     Menningarstofnanir, viðhald og stofnkostnaður.
        6.92
Kaupvangur á Vopnafirði. Lagt er til 7 m.kr. tímabundið framlag til að ljúka 1. áfanga innanhússviðgerða í Kaupvangi.
        6.93
Duushúsin í Reykjanesbæ. Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundið framlag vegna endurbóta á Duushúsunum.
979     Húsafriðunarsjóður.
        6.10
Húsafriðunarsjóður. Hér er lögð til 17 m.kr. hækkun fjárveitingar sem skiptist á sex tiltekin verkefni og er fjárveitingin tímabundin til þeirra allra. Í fyrsta lagi er gerð tillaga um 7 m.kr. fjárveitingu til viðgerða á gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði sem mun verða nýtt sem safnahús. Þar verður bæjar- og héraðsbókasafn, listasafn og héraðsskjalasafn. Þá er gerð tillaga um 4 m.kr. fjárveitingu til endurbóta á Syðstabæjarhúsinu í Hrísey. Í þriðja lagi er lögð til 2 m.kr. fjárveiting til endurbóta á Pakkhúsinu í Borgarbyggð. Í fjórða lagi er 2 m.kr. fjárveiting til endurbyggingar gamla kaupfélagshússins á Breiðdalsvík. Þá er í fimmta lagi 1 m.kr. fjárveiting til að endurhlaða Hraunsrétt í Aðaldal sem var upprunalega hlaðin á árunum 1836–38 og er með stærstu réttum á landinu og mjög sérstök. Loks er í sjötta lagi lögð til 1 m.kr. fjárveiting til að ljúka viðgerðum á gömlum beituskúr á Grenivík sem minnir á gamla tíð og gamla atvinnuhætti.
983     Ýmis fræðistörf.
        1.23
Hið íslenska bókmenntafélag. Lögð er til 3 m.kr. hækkun á fjárveitingum til félagsins sem nema þá 4 m.kr. eins og í fjárlögum þessa árs.
988     Æskulýðsmál.
        1.12
Ungmennafélag Íslands. Lagt er til að fjárveitingar til Ungmennafélags Íslands hækki um 25 m.kr. til að efla starf hreyfingarinnar. Til stendur m.a. að koma upp þjónustumiðstöðvum víðs vegar um landið.
        1.13
Bandalag íslenskra skáta. Lagt er til að rekstrarstyrkur Bandalags íslenskra skáta hækki um 3 m.kr. tímabundið fyrir landsmót skáta 2002 sem haldið verður í Útilífsmiðstöð skáta að Hömrum við Akureyri.
        1.17
Landssamband KFUM og KFUK. Lagt er til að veitt verði 4 m.kr. tímabundin hækkun á framlagi svo að KFUM og KFUK í Reykjavík geti víkkað út starfsemi sína.
        1.90
Æskulýðsmál. Lögð er til 4,9 m.kr. hækkun safnliðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum III með breytingartillögum meiri hlutans.
989     Ýmis íþróttamál.
        1.14
Íþróttasamband fatlaðra. Lagt er til að fjárveiting til sambandsins hækki um 4 m.kr. vegna stöðugt aukins umfangs starfsemi þess.
        1.17
Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri. Gerð er tillaga um 0,8 m.kr. hækkun til eflingar starfsemi miðstöðvarinnar.
        1.21
Skáksamband Íslands. Lagt er til að framlag hækki tímabundið um 2 m.kr. Starfsemi sambandsins eykst stöðugt en helstu verkefni þess eru: skólaskák, kvennaskák, þátttaka í mótum erlendis, þátttaka í heimsmeistaramótum, Evrópumótum og ólympíumótum og efling skákiðkunar á landsbyggðinni.
        1.23
Landsmót ungmennafélaga í Stykkishólmi. Lögð er til 5 m.kr. tímabundin hækkun á liðnum til stuðnings við undirbúning unglingalandsmóts UMFÍ árið 2002 í Stykkishólmi.
        1.24
Frjálsíþróttavöllur á Ísafirði, landsmót ungmennafélaga 2004. Lagt er til að Ísafjarðarbæ verði veitt 10 m.kr. tímabundið framlag til mannvirkjagerðar fyrir landsmót UMFÍ 2004.
        6.54
Gaddstaðir, reiðskemma. Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundið framlag til undirbúnings á uppbyggingu aðstöðu fyrir hestamenn á Gaddstaðaflötum.
         6.56 Skíðamannvirki í Skarðsdal, Siglufirði. Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundna fjárveitingu til byggingar skíðamannvirkja í Skarðsdal.
999     Ýmislegt.
        1.90
Ýmis framlög. Lagt er til að safnliðurinn hækki um 17,9 m.kr. og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum III með breytingartillögum meiri hlutans.

03 Utanríkisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild utanríkisráðuneytis verði aukin um 135,9 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.19
Ráðstefnur. Gerð er tillaga um 60 m.kr. tímabundið framlag, til viðbótar við framlagið sem þegar hefur verið sótt um, vegna vorfundar utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, NATO, og samstarfsríkja þess. Fundurinn verður haldinn á Íslandi vorið 2002, en slíkur fundur var síðast haldinn á Íslandi árið 1987. Samkvæmt þeim kostnaðaráætlunum sem liggja fyrir nú verður kostnaður ráðuneytisins vegna fundarins um 260 m.kr. Er þá ekki talinn með kostnaður við löggæslu sem færist hjá dómsmálaráðuneytinu.
        1.23
Mannréttindaskrifstofa Íslands. Lögð er til 2 m.kr. hækkun fjárveitinga til Mannréttindaskrifstofu Íslands.
201     Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli.
        1.10
Tollgæsla á Keflavíkurflugvelli. Gerð er tillaga um 69,1 m.kr. tímabundið framlag í eitt ár vegna aukins eftirlits í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sl. Á þessu stigi er ekkert sem bendir til þess að slakað verði á þeim kröfun sem gerðar hafa verið um öryggisráðstafanir á millilandaflugvöllum. Gert er ráð fyrir að ráðnir verði tveir til þrír menn sem verði á vakt allan sólarhringinn og nauðsynlegum viðbótarkostnaði vegna þeirra auk þjálfunar.
211     Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli.
        1.01
Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli. Gerð er tillaga um 24,8 m.kr. tímabundið framlag vegna aukins kostnaðar í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Jafnframt er lagt til að auknum útgjöldum verði mætt með breytingu á viðskiptahreyfingu á stofnuninni. Kostnaðurinn felst aðallega í hertri öryggisgæslu, aukinni vopna- og farangursleit ásamt aukinni sprengjuleit í flugvélum.
390     Þróunarsamvinnustofnun Íslands.
        1.11
Þróunaraðstoð. Lagt er til að hækkun á framlagi til þróunarmála, sem í frumvarpinu var áætluð 50 m.kr., verði lækkuð um 20 m.kr., það er að hækkun umfram gengisbreytingar verði 30 m.kr. í stað 50 m.kr. Á móti hefur verið lagt til að framlag árið 2001 hækki um 100 m.kr. í frumvarpi til fjáraukalaga.

04 Landbúnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild landbúnaðarráðuneytis verði lækkuð um 0,5 m.kr.
211     Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
        1.01
Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Lögð er til 6 m.kr. hækkun liðarins og er fjárveitingin ætluð verkefninu Nytjaland.
271     Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal.
        1.01
Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal. Lögð er til 12 m.kr. hækkun á fjárveitingum til skólans svo að unnt sé að ráða fleiri sérfræðinga til starfa en umsvif skólans hafa aukist í samræmi við þau lög sem skólinn starfar eftir og ný námskrá var samþykkt árið 2000 sem gerir ráð fyrir lengingu námsins á öllum brautum.
311     Landgræðsla ríkisins.
        1.01
Landgræðsla ríkisins. Farið er fram á að 49 m.kr. tímabundnar sértekjur sem voru færðar vegna átaks um landgræðslu og skógrækt verði felldar niður. Átakinu er lokið og lækka tekjur og gjöld um sömu fjárhæð þannig að framlög úr ríkissjóði til landgræðslu verða óbreytt. Þá er jafnframt farið fram á 33 m.kr. millifærslu af rekstrarlið yfir á stofnkostnað vegna lagningar hitaveitu. Fyrirhugað er að verkið taki þrjú ár og kosti um 90 m.kr.
         6.01 Tæki og búnaður. Framangreind millifærsla af rekstrarlið hækkar stofnkostnaðarliðinn um 33 m.kr.
321     Skógrækt ríkisins.
        1.10
Rannsóknastöðin Mógilsá. Lögð er til 15 m.kr. tímabundin hækkun á liðnum og er fjárveitingin ætluð til rannsókna á kolefnisbindingu vegna nýskógræktar og kolefnislosun vegna skógareyðingar.
801     Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu.
        1.01
Beinar greiðslur til bænda. Lagt er til að framlag vegna beingreiðslna hækki um 10 m.kr. í samræmi við nýlega ákvörðun um hækkun á grundvallarverði mjólkur. Nýtt verð er 76,02 kr. á lítra en beingreiðsluframlag ríkissjóðs miðast við 47,1% af grundvallarverði.
        1.02
Lífeyrissjóður bænda. Lögð er til 0,4 m.kr. hækkun til Lífeyrissjóðs bænda í samræmi við verðlagshækkun mjólkur, en framlag ríkissjóðs til lífeyrissjóðsins miðast við 4% mótframlag.
805     Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu.
        1.30
Uppkaup á greiðslumarki. Lögð er til 57 m.kr. lækkun framlaga til uppkaupa á greiðslumarki sauðfjár. Gert hafði verið ráð fyrir kaupum á 10.000 ærgildum, en tilboð bárust aðeins í um 8.000 ærgildi.
811     Bændasamtök Íslands.
        1.01
Leiðbeiningastarfsemi, landsþjónusta. Lögð er til 5,2 m.kr. hækkun í samræmi við ákvæði um endurskoðun á launaliðum samnings við Bændasamtökin um leiðbeiningarþjónustu.
        1.92
Leiðbeiningastarfsemi, héraðsþjónusta. Lögð er til 3,4 m.kr. hækkun í samræmi við ákvæði um endurskoðun á launaliðum samnings við Bændasamtökin um héraðsráðunauta.
        1.96
Búfjárrækt. Lögð er til 58 m.kr. millifærsla af stofnkostnaði búfjárræktar yfir á rekstrarliði þar sem megnið af kostnaðinum á viðfanginu eru laun. Jafnframt er hér lögð til 4,5 m.kr. hækkun í samræmi við ákvæði um endurskoðun á launaliðum samnings við Bændasamtökin um leiðbeiningar við búfjárrækt.
        6.95
Búfjárrækt. Þessi liður lækkar um 58 m.kr. í samræmi við framangreinda millifærslu af stofnkostnaðarlið búfjárræktar yfir á rekstur.

05 Sjávarútvegsráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild sjávarútvegsráðuneytis verði aukin um 11 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.21
Fiskifélag Íslands, sjóvinnukennsla. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til hafrannsóknarskipsins Drafnar sem nýtt er sem skólaskip.
        1.90
Ýmislegt. Gerð er tillaga um að veita sérstakan tímabundinn 6 m.kr. styrk til verkefnis með það að markmiði að meta samkeppnishæfni þorskeldis á Íslandi, að afla og miðla upplýsingum um þorskeldi og að móta stefnu í rannsókna- og þróunarvinnu. Verkefnið er samstarfsverkefni sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri, Hafrannsóknastofnunarinnar og sjávarútvegsfyrirtækja.
202     Hafrannsóknastofnunin. Gerð er tillaga um að 15,5 m.kr. verði millifærðar af stofnkostnaðarviðfangsefnum Hafrannsóknastofnunarinnar á rekstrarlið vegna leiðréttingar á framsetningu frumvarpsins. Þannig hækkar viðfangsefnið 1.01 Almenn starfsemi um 15,5 m.kr. Viðfangsefnið 1.30 Rannsóknaskip lækkar um 6 m.kr., 5.31 Viðhald rannsóknaskipa lækkar um 7 m.kr., 6.31 Tæki og búnaður í skip lækkar um 1,4 m.kr. og loks lækkar 6.90 Tæki og búnaður deilda og útibúa um 1,1 m.kr.

06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild dóms- og kirkjumálaráðuneytis verði aukin um 80,5 m.kr.
101     Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Yfirstjórn. Gerð er tillaga um að millifærð verði til aðalskrifstofu 8,2 m.kr. fjárheimild af fjárlagaliðnum 06-397 Schengen-samstarf til að standa undir launakostnaði og öðrum starfskostnaði starfsmanns vegna Schengen-samstarfsins. Undanfarin ár hefur sérstakur starfsmaður unnið að undirbúningi að þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu. Þessum undirbúningsþætti er að mestu lokið og hverfur starfsmaðurinn til sinna fyrri starfa en ýmis verkefni vegna samstarfsins færast til aðalskrifstofu ráðuneytisins.
303     Ríkislögreglustjóri.
        1.01
Ríkislögreglustjóri. Lagt er til að veitt verði 4,4 m.kr. viðbótarfjárveiting til embættis ríkislögreglustjóra vegna aukins ferðakostnaðar en mjög hefur færst í vöxt að lögreglumenn fylgi útlendingum sem vísað er frá Íslandi til erlendra landa. Slíkum ferðum fylgir jafnframt talsverður dvalarkostnaður.
             Jafnframt er lagt til að millifærð verði 1,8 m.kr. fjárheimild til embættis ríkislögreglustjóra af fjárlagaliðnum 06-397 Schengen-samstarf til að standa undir auknum ferðakostnaði. Með því að Ísland er orðið virkur þátttakandi í Schengen-samstarfinu hefur embætti ríkislögreglustjóra verið falið að sinna þátttöku í nokkrum sérhæfðum vinnunefndum, svo sem vinnunefnd er fjallar um starfsemi SIRENE-skrifstofanna, fölsuð skilríki, fíkniefni o.fl.
390     Ýmis löggæslu- og öryggismál.
        1.10
Ýmis löggæslukostnaður. Lagt er til að veitt verði 50 m.kr. tímabundið viðbótarframlag til aukinnar löggæslu í tengslum við fyrirhugaðan ráðherrafund NATO hér á landi í maí á næsta ári. Viðbótarkostnaður löggæsluembætta er einkum vegna aukavakta og yfirvinnu lögreglumanna við öryggisgæslu fundardagana, um 30 m.kr., undirbúnings, þjálfunar, ferða og uppihalds, um 10 m.kr., og nokkurra búnaðarkaupa, um 10 m.kr. Auk lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu er fyrirhugað að lögreglumenn frá embættum víðs vegar á landinu komi að gæslunni ráðstefnudagana 13.–15. maí. Gert er ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið hafi yfirumsjón með undirbúningi og skipulagningu þessa viðbúnaðar hjá ríkislögreglustjóra og öðrum embættum.
             Einnig er gerð tillaga um 12 m.kr. framlag til vopnaleitar vegna millilandaflugs frá innanlandsflugvöllum en eftirlit þetta er afleiðing hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og aukinnar spennu á alþjóðavettvangi í kjölfar þess. Á þessu stigi er áætlað að eftirlitið muni kosta um 12 m.kr. á ársgrundvelli. Ekki liggur endanlega fyrir hvernig fjárhæðin skiptist milli embætta en ljóst er að stærsti hlutinn mun renna til lögreglunnar í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að fjárheimildin verði færð til viðkomandi embætta þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.
395     Landhelgisgæsla Íslands.
        1.90
Landhelgisgæsla Íslands. Lagt er til að framlag til Landhelgisgæslu Íslands verði hækkað um 6,8 m.kr. vegna aukins kostnaðar við vátryggingar flugfara á grundvelli útboðs um tryggingarnar. Ekki hefur hins vegar verið tekin endanleg afstaða til tilboða enda er útboðinu nýlokið og er hér því um áætlaða fjárhæð að ræða.
397     Schengen-samstarf.
        1.01
Schengen-samstarf. Lagt er til að millifærðar verði 10 m.kr. af liðnum, sbr. framangreindar skýringar, annars vegar á lið 06-101 um 8,2 m.kr. millifærslu til aðalskrifstofu og hins vegar á lið 06-303 um 1,8 m.kr. millifærslu til embættis ríkislögreglustjóra.
432     Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum.
        1.20
Löggæsla. Gerð er tillaga um 2 m.kr. tímabundið framlag vegna reynsluverkefnis í skipulögðum fíkniefnaleitum.
701     Þjóðkirkjan.
        1.01
Biskup Íslands. Lagt er til að veitt verði 5,3 m.kr. fjárveiting til að standa straum af kostnaði við að fjölga prestsembættum um eitt á grundvelli lagaákvæða um að fjölga beri embættum í hvert sinn sem meðlimum þjóðkirkjunnar fjölgar um 5.000. Á grundvelli núverandi talna yfir fjölda í þjóðkirkjunni og reynslu undanfarinna ára þykir næsta víst að fjöldi meðlima muni hafa náð því marki í lok þessa árs. Tölur til staðfestingar frá Hagstofu Íslands munu hins vegar ekki liggja fyrir í tæka tíð fyrir lokaafgreiðslu fjárlaga næsta árs. Fjárhæðin tekur mið af nánari útfærslu í samningi ríkis og kirkju frá 1998 og er ætlað að standa undir launum, embættiskostnaði, námsleyfum o.fl.

07 Félagsmálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild félagsmálaráðuneytis verði lækkuð um 27,2 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.25
Aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Lagt er til að hækkað verði framlag til nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum um 0,5 m.kr.
        1.90
Ýmislegt. Tillaga er gerð um 2 m.kr. millifærslu á framlagi af liðnum til verkefnisins „Upplýsingamiðlun í allra þágu: aðlögun tölva að þörfum fatlaðra“ undir liðnum 996-6.51 Íslenska upplýsingasamfélagið en mótframlag þetta féll niður í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2002.
400    Barnaverndarstofa.
        1.20
Heimili fyrir börn og unglinga. Lögð er til 13 m.kr. hækkun liðarins og er fjárveitingin ætluð til að greiða fyrir nýjum þjónustusamningi við meðferðarheimilið Árbót.
700     Málefni fatlaðra.
        1.90
Ýmis verkefni. Lagt er til að liðurinn hækki tímabundið um 2 m.kr. og er fjárveitingin ætluð foreldrum tveggja alvarlega veikra barna til að gera þeim unnt að annast þau.
701     Málefni fatlaðra, Reykjavík.
        1.01
Almennur rekstur. Farið er fram á 16,8 m.kr. fjárveitingu til greiðslu á húsaleigu sambýla í eigu Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar og skrifstofuaðstöðu fyrir svæðisskrifstofuna. Félagsmálaráðuneytið hefur í vaxandi mæli leitað eftir húsnæði til leigu fyrir sambýli í stað þess að byggja eða kaupa húsnæði.
703     Málefni fatlaðra, Vesturlandi.
        1.30
Dagvist og verndaðir vinnustaðir. Gerð er tillaga um 2,5 m.kr. tímabundna hækkun á liðnum og er fjárveitingin ætluð Fjöliðjunni á Vesturlandi.
705     Málefni fatlaðra, Norðurlandi vestra.
        1.86
Samningur við Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra. Lögð er til 7,5 m.kr. hækkun á launalið vegna úrskurðar Félagsdóms nr. 9/2001 um viðurkenningu þess að Byggðasamlagi um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra hafi borið að greiða starfsmönnum sem þess óskuðu laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags ríkisstofnana.
707     Málefni fatlaðra, Austurlandi.
        1.01
Almennur rekstur. Lögð er til 7,5 m.kr. hækkun á launalið vegna úrsagnar starfsmanna úr Verkalýðsfélagi Fljótsdalshéraðs og inngöngu í Starfsmannafélag ríkisstofnana.
711     Styrktarfélag vangefinna.
        1.01
Styrktarfélag vangefinna. Gerð er tillaga um 20 m.kr. viðbótarfjárveitingu til Styrktarfélags vangefinna vegna aðkallandi viðhalds á húseignum félagsins. Í tengslum við samning sem gerður var við félagið fyrr á árinu var gerð úttekt á viðhaldsþörf á húseignum þess. Niðurstaða þeirrar úttektar var að um 70 m.kr. þurfi til endurbóta og viðhalds á húseignum Styrktarfélags vangefinna. Gert er ráð fyrir jafnhárri viðbótarfjárveitingu í breytingartillögu við 2. umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2001.
795     Framkvæmdasjóður fatlaðra.
        6.01
Framkvæmdasjóður fatlaðra. Gerð er tillaga um viðbótarfjárheimild í Framkvæmdasjóð fatlaðra að fjárhæð 70 m.kr. Á sjóðnum hvíla skuldbindingar vegna framkvæmda og samninga og fyrirséð er að halli verður á starfsemi hans í lok ársins.
981     Vinnumál.
        1.81
Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO. Gerð er tillaga um 3 m.kr. viðbótarfjárveitingu vegna hækkunar árgjalds félagsmálaráðuneytisins til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO.
984
     Atvinnuleysistryggingasjóður.
        1.41
Framlög og styrkir. Tímabundið framlag sem veitt var til Atvinnuleysistryggingasjóðs í kjölfar samkomulags milli aðila vinnumarkaðarins í mars 2000 er lækkað um 51 m.kr. Samkomulagið var gert í þeim tilgangi að treysta stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og gefa þeim kost á að efla og endurnýja þekkingu sína og gera þá hæfari til að takast á við ný verkefni. Samhliða þessu samkomulagi gerðu forvígismenn atvinnurekenda og félagsmálaráðherra samkomulag um 104 m.kr. framlag úr Atvinnuleysistryggingasjóði á árinu 2001, 53 m.kr. árið 2002 og 43 m.kr. árið 2003 eða alls 200 m.kr. Framlagið lækkar því um 51 m.kr. milli áranna 2001 og 2002.
989     Fæðingarorlof.
        1.11
Fæðingarorlofssjóður. Lagt er til að fjárveiting verði lækkuð um 150 m.kr. vegna endurskoðunar í ljósi þróunar á árinu.
996     Íslenska upplýsingasamfélagið.
        6.51
Íslenska upplýsingasamfélagið. Gerð er tillaga um tvær millifærslur til verkefnisins „Upplýsingamiðlun í allra þágu: aðlögun tölva að þörfum fatlaðra“ á þessum lið sem þannig hækkar um 4 m.kr. Er þar annars vegar um 2 m.kr. millifærslu af liðnum 999-1.60 að ræða og hins vegar 2 m.kr. af liðnum 190-1.90 en mótframlag þetta féll niður í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2002.
999     Félagsmál, ýmis starfsemi.
        1.31
Félagasamtök, styrkir. Gerð er tillaga um 2 m.kr. viðbótarfjárveitingu vegna styrks til Vímulausrar æsku til reksturs Foreldrahúss. Í maí 1999 var undirritaður þjónustusamningur milli félagsmálaráðuneytis og Vímulausrar æsku um tilraunaverkefni til tveggja ára vegna reksturs Foreldrahúss. Samningurinn rann úr gildi í lok maí sl. Það er mat ráðuneytisins að mikilvægt verði að styrkja þessa starfsemi áfram á einn eða annan hátt.
         1.34 Geysir, vinnumiðlun fyrir geðfatlaða. Lögð er til 4 m.kr. hækkun á framlagi til Klúbbsins Geysis vegna aukinna umsvifa.
        1.36
Félagið Geðhjálp. Lögð er til 5 m.kr. fjárveiting til Geðhjálpar. Fjárveitingunni er ætlað að styrkja félagið í að auka þjónustu við fólk með geðraskanir og aðstandendur þess.
        1.43
Krossgötur, endurhæfingarheimili. Gerð er tillaga um hækkun fjárveitingar um 10 m.kr. til að styrkja rekstur endurhæfingarheimilisins.
        1.44
Byrgið, líknarfélag. Lagt er til að framlag til reksturs Byrgisins hækki um 10 m.kr. Byrgið er líknarfélag sem rekur endurhæfingarsambýli í Rockville.
        1.60
Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna. Sem fyrr greinir er tillaga gerð um 2 m.kr. millifærslu á framlagi af liðnum til verkefnisins „Upplýsingamiðlun í allra þágu: aðlögun tölva að þörfum fatlaðra“ undir liðnum 996-6.51 Íslenska upplýsingasamfélagið en mótframlag þetta féll niður í fjárlagafrumvarpinu.

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verði aukin um 107,1 m.kr.
101     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Yfirstjórn. Á fjárlögum ársins 1998 var samþykkt 2,2 m.kr. fjárveiting til aðalskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins. Gert var ráð fyrir að fénu yrði varið til útgáfu- og kynningarstarfsemi í tengslum við ný lög um réttindi sjúklinga. Þegar því starfi var lokið var fjárveitingin nýtt til aukinnar túlkaþjónustu í samræmi við lögin um réttindi sjúklinga. Áformað er að flytja fjárveitinguna til stofnana og er þeim ætlað að standa straum af kostnaði við túlkaþjónustu sem þær panta.
201
     Tryggingastofnun ríkisins.
        1.01
Tryggingastofnun ríkisins. Farið er fram á 32,5 m.kr. framlag til að endurgera stærsta tölvukerfi Tryggingastofnunar, þ.e. greiðslukerfi lífeyristrygginga. Miklar endurbætur þyrfti að gera á núverandi greiðslukerfi, Tryggva, á næstu árum og þykir sýnt að hagkvæmara er að smíða nýtt kerfi. Að mati sérfræðinga er heildarkostnaður við endurgerð kerfisins metinn til 260,5 m.kr. með þarfagreiningu og útboði á kerfisgerð, en það er sú leið sem mælt er með að verði farin. Í áætluðum heildarkostnaði við endurgerð kerfisins er rekstrarkostnaður við núverandi greiðslukerfi næstu tvö árin, 2002 og 2003, að fjárhæð 32 m.kr. hvort ár, en litið er svo á að sú fjárveiting sé innifalin í rekstrarframlagi Tryggingastofnunar nú. Gert er ráð fyrir að 116,5 m.kr. falli til á næsta ári, 81 m.kr. á árinu 2003 og 21 m.kr. á árunum 2004–2006. Ráðuneytið hefur í hyggju að ráðstafa 26 m.kr. í ár og á næsta ári af sérstakri fjárveitingu ráðuneytisins, Tryggingastofnun leggur til 32 m.kr. í samræmi við það sem áður sagði og standa þá eftir 32,5 m.kr. á næsta ári, 81 m.kr. árið 2003, þar af er gert ráð fyrir að Tryggingastofnun leggi til 32 m.kr. og því sé nauðsynlegt viðbótarframlag að fjárhæð 49 m.kr. og 21 m.kr. árin 2004–2006.
203
     Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.
        1.15
Umönnunarbætur. Lögð er til 15 m.kr. lækkun á framlagi í samræmi við endurskoðaða spá um útgjöld á árinu 2001.
        1.31
Endurhæfingarlífeyrir. Lögð er til 10 m.kr. lækkun á framlagi í samræmi við endurskoðaða spá um útgjöld á árinu 2001.
        1.35
Barnalífeyrir vegna menntunar. Lagt er til að lækka framlag um 5 m.kr. í samræmi við endurskoðaða spá um útgjöld á árinu 2001.
        1.41
Heimilisuppbót. Lögð er til 30 m.kr. lækkun á framlagi í samræmi við endurskoðaða spá um útgjöld Tryggingastofnunar á árinu 2001.
        1.51
Uppbætur. Lögð er til 30 m.kr. lækkun á framlagi í samræmi við endurskoðaða spá um útgjöld á árinu 2001.
        1.55
Bifreiðakaupastyrkir. Farið er fram á 40 m.kr. hækkun á framlagi til bifreiðakaupa í samræmi við endurskoðaða áætlun um útgjöld árið 2001. Gengisbreytingar hafa áhrif á þennan lið, en ein af úthlutunarreglum stofnunarinnar kveður á um heimild hennar til þess að styrkja sem samsvarar 50% eða 60% af kaupverði bifreiðar og enginn hámarksfjöldi styrkja tilgreindur. Að öðru leyti eru reglur Tryggingastofnunar um úthlutun háðar ákveðnum fjölda styrkja miðað við tiltekna fjárhæð í hverjum flokki.
204     Lífeyristryggingar.
        1.21
Tekjutrygging ellilífeyrisþega. Lögð er til 160 m.kr. lækkun á framlagi í samræmi við endurskoðaða spá um útgjöld á árinu 2001.
        1.25
Tekjutrygging örorkulífeyrisþega. Lögð er til 82 m.kr. lækkun á framlagi í samræmi við endurskoðaða spá um útgjöld á árinu 2001.
        1.26
Tekjutryggingarauki. Lögð er til 28 m.kr. lækkun á framlagi í samræmi endurskoðaða spá um útgjöld á árinu 2001.
206     Sjúkratryggingar.
        1.11
Lækniskostnaður. Farið er fram á 100 m.kr. hækkun á framlagi til lækniskostnaðar. Í samræmi við endurskoðaða spá um útgjöld sjúkratrygginga er gert ráð fyrir að lækniskostnaður verði 100 m.kr. umfram fjárveitingar á þessu ári.
        1.15
Lyf. Samtals er farið fram á 200 m.kr. hækkun á framlagi til að mæta auknum útgjöldum vegna greiðsluþátttöku almannatrygginga í lyfjum. Gert er ráð fyrir að 167 m.kr. falli á sjúkratryggingar og 33 m.kr. á Landspítala – háskólasjúkrahús, en á árinu voru fluttar greiðslur til sjúkrahússins frá Tryggingastofnun til að greiða fyrir svokölluð S-merkt lyf, en Tryggingastofnun greiddi áður fyrir lyfin.
        1.91
Annað. Á fjárlögum ársins 1998 var samþykkt 6,6 m.kr. fjárveiting til sjúkratrygginga til að mæta kostnaði við túlkaþjónustu í samræmi við lög um réttindi sjúklinga. Tryggingastofnun gerði athugasemdir við áformaða fjárveitingu þar sem ekki er sérþekking hjá stofnuninni til að veita túlkunarþjónustu fyrir heyrnarlausa og nýbúa. Ráðuneytið hefur greitt fyrir þjónustuna undanfarin ár. Áformað er að flytja fjárveitinguna til stofnana og er þeim ætlað að standa straum af kostnaði við túlkaþjónustu sem þær nota.
370     Sjúkrahús með fjölþætta starfsemi.
        1.01
Sjúkrahús með fjölþætta starfsemi. Lögð er til 8,8 m.kr. hækkun á liðnum. Fjárveiting er annars vegar millifærð af 206-1.91 Annað, 6,6 m.kr., og hins vegar af aðalskrifstofu ráðuneytisins, 101-1.01 Yfirstjórn, 2,2 m.kr., í samræmi við skýringar þar um kostnað við túlkaþjónustu.
373     Landspítali – háskólasjúkrahús.
        1.01
Landspítali – háskólasjúkrahús. Farið er fram á að sértekjur lækki um 100 m.kr. til samræmis við minni sértekjur en jafnframt lækki rekstrargjöld um sömu fjárhæð. Vegna sameiningar Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala falla niður sértekjur og útgjöld af viðskiptum þeirra í milli þar sem um innri viðskipti deilda er að ræða.
379     Sjúkrahús, óskipt.
        1.01
Óskipt framlag til reksturs sjúkrahúsa. Lagt er til að framlag verði lækkað um 21,6 m.kr. til að mæta viðbótarkostnaði við leiðréttingu á framlögum til hjúkrunarheimila sem miðast við að umönnunarkostnaður taki mið af hjúkrunarþyngd.
385     Framkvæmdasjóður aldraðra.
        1.01
Kostnaður skv. 3.–5. tölul. 12. gr. laga um málefni aldraðra og 6.01 Stofnkostnaður og endurbætur. Lagt er til að framlag til liðarins hækki um 88,9 m.kr. Í þingbyrjun var lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir 88,9 m.kr. hækkun framlags í sjóðinn og hefur það verið samþykkt sem lög og kemur hækkunin til framkvæmda á árinu 2002. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2002 var hins vegar gert ráð fyrir óbreyttu gjaldi í sjóðinn. Af fjárveitingunni fara 47 m.kr. á viðfangsefni 1.01 og er jafnframt gerð tillaga um breytt heiti, Rekstur stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Þá fara 41,9 m.kr. á viðfangsefnið 6.01 Stofnkostnaður og endurbætur.
399     Heilbrigðismál, ýmis starfsemi.
        1.42
Kostnaður samkvæmt lögum um farsóttir, sóttvarnir og ónæmi. Lagt er til að veitt verði 20 m.kr. framlag til fjölþættra sýklavarna. Gert er ráð fyrir að gera þurfi m.a. nokkrar endurbætur á húsnæði Landspítala – háskólasjúkrahúss, kaupa meira bóluefni, efla bráðameðferð og auka fræðslu meðal heilbrigðisstarfsmanna.
        1.53
Tóbaksvarnir. Farið er fram á 7,7 m.kr. hækkun framlags til tóbaksvarna. Í samræmi við breytingu á lögum nr. 101/1996, um tóbaksvarnir, sem tók gildi 1. ágúst 2001 skal verja a.m.k. 0,9% af brúttósölu tóbaks til tóbaksvarna í stað 0,7% samkvæmt eldri ákvæðum.
        1.58 Krýsuvíkurskóli, vist- og meðferðarheimili. Lögð er til 5 m.kr. hækkun á fjárveitingum til að styrkja rekstur meðferðarheimilisins.

Hjúkrunarheimili og daggjaldastofnanir.
    Lagt er til að framlög til nokkurra hjúkrunarheimila og daggjaldastofnana breytist til leiðréttingar á framlögum og til aðlögunar að nýju greiðslukerfi fyrir hjúkrunarheimili sem tekið verður í notkun í áföngum. Styrkja þarf rekstrargrunn einstakra heimila og hækka eða lækka framlög til annarra til að laga þau að framlagi þar sem umönnunarkostnaður tekur mið af hjúkrunarþyngd. Breytingar á framlögum til einstakra heimila eru eftirfarandi:
                                       M.kr.
409
     Hjúkrunarheimilið Skjól.
        1.01
Hjúkrunarheimilið Skjól          5,0
410     Hjúkrunarheimilið Eir.
        1.01
Hjúkrunarheimilið Eir          5,0
413     Hjúkrunarheimilið Droplaugarstöðum.
        1.01
Hjúkrunarheimilið Droplaugarstöðum          5,0
421     Víðines.
        1.01
Víðines          21,6
495     Daggjaldastofnanir.
        1.11
Seljahlíð, Reykjavík          -2,4
        1.15
Dalbær, Dalvík          12,1
        1.21
Höfði, Akranesi          14,2
        1.23
Hraunbúðir, Vestmannaeyjum          7,1
        1.25
Barmahlíð, Reykhólum          13,3
        1.27
Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi          -0,9
        1.29
Fellaskjól, Grundarfirði          13,9
        1.33
Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi          0,7
        1.35
Jaðar, Ólafsvík          -0,2
        1.37
Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri          -2,0
        1.41
Hrafnista, Reykjavík          63,9
        1.43
Hrafnista, Hafnarfirði          35,3
        1.45
Grund, Reykjavík          31,1
        1.47
Ás/Ásbyrgi, Hveragerði          5,5
        1.49
Kumbaravogur, Stokkseyri          -2,8
        1.63
Hlíðabær, Reykjavík          0,8
        1.65
Lindargata, Reykjavík          -0,8
        1.67
MS-félag Íslands, Reykjavík          3,0
        1.83
Uppsalir, Fáskrúðsfirði          -2,6
        1.85
Fríðuhús, Reykjavík          3,6

        1.95
Framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Lagt er til að sértekjur hækki um 47 m.kr. Í þingbyrjun var lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir 88,9 m.kr. hækkun framlags í sjóðinn og hefur það verið samþykkt sem lög og kemur hækkunin til framkvæmda á árinu 2002. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2002 var hins vegar gert ráð fyrir óbreyttu gjaldi í sjóðinn.
             Í fjárlagafrumvarpi láðist að færa 62,5 m.kr. innheimtar tekjur í Framkvæmdasjóð aldraðra til daggjaldastofnana í hærra daggjaldi og er lagt til að þau mistök verði leiðrétt.
        1.98
Óskipt framlag til breytinga á daggjöldum. Lagt er til að framlög til viðfangsefnisins hækki um 8,2 m.kr. til leiðréttingar á framlögum og til aðlögunar að nýju greiðslukerfi fyrir hjúkrunarheimili sem tekið verður í notkun í áföngum. Styrkja þarf rekstrargrunn einstakra heimila og hækka eða lækka framlög til annarra til að laga þau að framlagi þar sem umönnunarkostnaður tekur mið af hjúkrunarþyngd.
420 Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið.
        1.01 Sjúkrastofnanir SÁÁ. Ekki er gerð tillaga um hækkun á liðnum en lögð er áhersla á að rekstur göngudeildar SÁÁ á Akureyri verði tryggður á þessum lið með a.m.k. 10 m.kr.
499     Hjúkrunarheimili.
        1.01
Almennur rekstur. Lagt er til að 106,5 m.kr. verði færðar af liðnum til að leiðrétta daggjaldataxta hjúkrunarheimila og til aðlögunar að nýju greiðslukerfi fyrir hjúkrunarheimili sem tekið verður í notkun í áföngum. Styrkja þarf rekstrargrunn einstakra heimila og hækka eða lækka framlög til annarra til að laga þau að framlagi þar sem umönnunarkostnaður tekur mið af hjúkrunarþyngd.
715     St. Franciskusspítali, Stykkishólmi.
        1.11
Sjúkrasvið. Gerð er tillaga um 6 m.kr. hækkun á fjárveitingum til St. Franciskusspítala, Stykkishólmi svo að unnt verði að ráða tvo sjúkraþjálfara í fullt starf.

09 Fjármálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild fjármálaráðuneytis verði aukin um 729,1 m.kr.
103     Ríkisbókhald.
        1.48
Innheimtuskilakerfi og 1.49 Forsendukerfi innheimtugagna. Í frumvarpinu eru fjárveitingar vegna rekstrar og stofnkostnaðar fjármálatölvukerfa ríkisins fluttar af sameiginlegum lið til viðkomandi stofnana sem bera ábyrgð á umsjón með þeim. Fyrir misgáning var fjárveiting vegna innheimtuskilakerfa annars vegar og forsendukerfis innheimtugagna hins vegar færð til embættis tollstjórans í Reykjavík en hún átti að færast til Ríkisbókhalds. Gerð er tillaga um að leiðrétta þetta með því að færa 16,2 m.kr. fjárveitingu á viðfangsefni 1.48 og 16 m.kr. á viðfangsefni 1.49 og fella niður jafnháa fjárheimild á viðfangsefni 262-1.41 Innheimtuskilakerfi og 262-1.43 Forsendukerfi innheimtugagna á lið tollstjórans í Reykjavík.
262     Tollstjórinn í Reykjavík.
        1.41
Innheimtuskilakerfi og 1.43 Forsendukerfi innheimtugagna. Í samræmi við framangreinda skýringu lækkar fjárveiting til innheimtuskilakerfis um 16,2 m.kr. og fjárveiting til forsendukerfis innheimtugagna um 16 m.kr.
381     Lífeyrisskuldbindingar, eftirlaun. Í samræmi við endurskoðun á áætlun um breytingar á gjaldfærðum lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs árið 2002 er lagt til að fjárheimild eftirtalinna viðfangsefna lækki frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu um alls 624 m.kr.
                                       M.kr.
         1.01 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins          -529,0
        1.02
Lífeyrissjóður alþingismanna          -13,0
        1.03
Lífeyrissjóður ráðherra          -2,0
        1.04
Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga          -46,0
        1.06
Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands          -10,0
        1.07
Eftirlaun fyrrum bankastjóra Útvegsbanka Íslands          -1,0
        1.08
Eftirlaun hæstaréttardómara          -4,0
        1.09
Lífeyrissjóðir sveitarfélaga vegna samrekstrarstofnana          -18,0
        1.91
Aðrar lífeyrisskuldbindingar og eftirlaun          -1,0

821
     Vaxtabætur.
        1.11
Vaxtabætur. Lagt er til að fjárheimild til greiðslu vaxtabóta hækki um 500 m.kr. Við lokafrágang frumvarpsins voru framreikningar um þróun útgjaldanna á árinu 2002 ekki nægilega langt á veg komnir til að unnt væri að leggja til breytingar á fjárheimildum. Frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram hefur verið unnið frekar að þeirri áætlun og er nú talið að vaxtabætur á næsta ári verði í kringum 4.400 m.kr.
981     Ýmsar fasteignir ríkissjóðs.
        6.05
Stjórnarráðsbyggingar. Lagt er til að fjárveiting til framkvæmda við húsbyggingar fyrir ráðuneyti verði flutt á nýjan fjárlagalið hjá forsætisráðuneyti, 01-203 Fasteignir Stjórnarráðsins, enda fer forsætisráðuneytið með mál sem varða ráðstöfun skrifstofuhúsa fyrir ráðuneytin í heild samkvæmt auglýsingu um Stjórnarráð Íslands. Lækkar því þessi liður um 250 m.kr.
989     Launa- og verðlagsmál.
        1.90
Launa- og verðlagsmál. Lögð er til 1.036,9 m.kr. hækkun á launa- og verðlagslið frumvarpsins sem byggist á endurmati í samræmi við endurskoðaða verðbólguspá Seðlabanka Íslands. Bankinn gerir nú ráð fyrir 6,6% hækkun milli áranna 2000 og 2001 og 5,9% hækkun milli áranna 2001 og 2002 í stað 6,4% og tæplega 5%, eins og reiknað var með í frumvarpinu miðað við fyrri spá. Þá hefur verið gerður nákvæmari útreikningur á áhrifum af breyttu gengi íslensku krónunnar. Breyttar forsendur um almennar verðlagshækkanir hafa í för með sér um 615 m.kr. hækkun á almennum rekstrargjöldum stofnana og verkefna og um 420 m.kr. hækkun á bótum almannatrygginga. Þessi hækkun á verðlagi frumvarpsins tekur til flestra viðfangsefna en til hagræðis er tillaga um heildarfjárheimildina flutt á þessum lið fremur en á einstökum viðfangsefnum. Skipting fjárheimildarinnar á einstök viðfangsefni fjárlaga er sýnd í sérstökum yfirlitum I með breytingartillögum meiri hlutans.
             Jafnframt er lagt til að fjárheimild liðarins hækki um 66,2 m.kr. Fjárheimildin er ætluð til að mæta auknum launakostnaði hjá stofnunum fatlaðra og Barnaverndarstofu í kjölfar hækkunar á vaktaálagi en þessi þáttur kjarasamninganna hafði ekki verið metinn sérstaklega í forsendum frumvarpsins. Skipting fjárheimildarinnar á einstakar stofnanir er sýnd í sérstökum yfirlitum II með breytingartillögum meiri hlutans.

10 Samgönguráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild samgönguráðuneytis verði aukin um 44,8 m.kr.
101     Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Yfirstjórn. Lagt er til að felldar verði niður 2 m.kr. vegna úrskurðarnefndar í póst- og fjarskiptamálum. Nefndin hefur fengið eigið viðfangsefni í fjárlögum og fjárveiting vegna hennar færð á það viðfangsefni.
190
     Ýmis verkefni.
        1.29
Almannavarna- og björgunarskóli á Gufuskálum. Gerð er tillaga um 2 m.kr. tímabundna fjárveitingu til uppbyggingar rústabjörgunaraðstöðu að Gufuskálum.
        1.42
Gestastofur, söfn og markaðsstarf. Gerð er tillaga um að veita Samgönguminjasafninu Ystafelli í Ljósavatnshreppi 3 m.kr. tímabundinn styrk til uppbyggingar safnsins.
        1.49
Aldamótabærinn Seyðisfjörður, húsahótel. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundna fjárveitingu til verkefnisins Aldamótabærinn Seyðisfjörður til endurbyggingar húsa sem síðan verða nýtt sem hótel.
        1.90
Ýmislegt. Gerð er tillaga um að veita Björgunarfélagi Ísafjarðar tímabundinn 2 m.kr. styrk til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Þá er lagt er til að Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri verði veittur tímabundinn 1 m.kr. styrkur til að koma nýju húsnæði sveitarinnar í nothæft ástand.
211     Vegagerðin.
        1.13
Styrkir til innanlandsflugs. Farið er fram á að veitt verði 30 m.kr. framlag til að styrkja innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2001 er samsvarandi tillaga um 12 m.kr. styrk, en ætlunin er að gera bráðabirgðasamning í samvinnu samgönguráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Tryggingastofnunar um áætlunarflug og sjúkraflug. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefnt verði að því að bjóða flugleiðina út og er gert ráð fyrir að útboðsferlið taki u.þ.b. þrjá mánuði. Að því loknu, og á grundvelli tilboða, er áætlað að gera samning við flugrekanda um rekstur áætlunarflugs á flugleiðinni ásamt sjúkraflugi.
335     Siglingastofnun Íslands.
        6.74
Lendingabætur. Lagt er til að liðurinn hækki um 0,8 m.kr. og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum III með breytingartillögum meiri hlutans.
651     Ferðamálaráð.
        1.11
Ferðamálasamtök landshluta. Lögð er til 3 m.kr. hækkun á liðnum og er fjárveitingin ætluð upplýsingamiðstöð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

11 Iðnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild iðnaðarráðuneytis verði aukin um 4 m.kr.
299     Iðja og iðnaður, framlög.
        1.50
Nýsköpun og markaðsmál. Lögð er til 4 m.kr. tímabundin hækkun á þessum lið í þeim tilgangi að styrkja starfsemi Fagráðs textíliðnaðarins við eflingu framleiðslu íslenskrar ullarvöru.

13 Hagstofa Íslands

        Lagt er til að fjárheimild Hagstofu Íslands verði óbreytt.
101     Hagstofa Íslands, aðalskrifstofa.
        1.01
Yfirstjórn. Lagt er til að niður falli 7 m.kr. mótframlag Hagstofunnar til verkefnis á vegum íslenska upplýsingasamfélagsins um gagnaöflun, hagskýrslugerð og miðlun upplýsinga um hagnýtingu upplýsingatækni. Verkefnið var fært til Hagstofunnar frá forsætisráðuneytinu og við það miðað að til þess yrði veitt 8 m.kr. Ekki stóð til að Hagstofan legði sérstakt mótframlag til verkefnisins.
        1.50
Þjóðskráin. Lögð er til 1 m.kr. lækkun á mótframlagi Hagstofunnar til verkefnis á vegum íslenska upplýsingasamfélagsins um rafræn samskipti og þjónustu til samræmis við lækkun á framlagi upplýsingasamfélagsins.
996     Íslenska upplýsingasamfélagið.
        6.51
Íslenska upplýsingasamfélagið. Í samræmi við framangreindar breytingar á lið aðalskrifstofu lækkar þessi liður um 8 m.kr.

14 Umhverfisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild umhverfisráðuneytis verði aukin um 110,3 m.kr.
101     Umhverfisráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Yfirstjórn. Gerð er tillaga um 2,3 m.kr. fjárveitingu vegna hækkunar húsaleigu. Fyrri húsaleigusamningur um Vonarstræti 4, sem gerður var árið 1990, rennur út nú í lok árs 2001. Endurnýja þurfti því leigusamninginn við Reykjavíkurborg, eiganda húsnæðisins, og húsaleigan hækkaði. Stefnt er að því að aðalskrifstofa ráðuneytisins flytjist í nýtt húsnæði í lok árs 2004.
190     Ýmis verkefni.
        1.10
Fastanefndir. Gerð er tillaga um að 6 m.kr. fjárveiting vegna nefndar um sorpflokkun verði millifærð af viðfanginu 1.23 Ýmis umhverfisverkefni yfir á viðfangsefni 1.10 Fastanefndir.
        1.12 Samvinnunefnd um miðhálendið. Lögð er til 6,5 m.kr. fjárveiting til samvinnunefndar um miðhálendið og er um nýtt viðfangsefni að ræða. Umfang nefndarinnar er það mikið að rétt þykir að hún hafi sérstakt viðfangsefni í fjárlögum. 5 m.kr. af fjárveitingunni eru millifærðar af viðfanginu 1.23 Ýmis umhverfisverkefni.
         1.23 Ýmis umhverfisverkefni. Gerð er tillaga um breytingar sem lækka liðinn um 9 m.kr. Annars vegar er gerð tillaga um 2 m.kr. aukið framlag til Staðardagskrár, sem er sérstök umhverfisáætlun sveitarfélaga um úrbætur í umhverfismálum, og annarra verkefna. Hins vegar er tillaga um 11 m.kr. millifærslu af liðnum á tvö framangreind viðfangsefni, 6 m.kr. á 1.10 Fastanefndir og 5 m.kr. á 1.12 Samvinnunefnd um miðhálendið.
        1.51 Þjóðgarður Vatnajökuls, undirbúningur. Lagt er til að fjárveiting til undirbúnings að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verði alls 3 m.kr. Hluti fjárins, 2,8 m.kr., er millifærður af viðfangi 1.57 Þjóðgarður á Snæfellsnesi, undirbúningur, yfir á þetta viðfang sem er nýtt.
         1.54 Rannsóknastöð að Kvískerjum. Lagt er til að framlag til rannsóknastöðvar að Kvískerjum lækki um 4,6 m.kr. Inneign hefur safnast á viðfanginu og ekki er talin þörf á frekara fjármagni til að ríkissjóður geti staðið við sínar upphaflegu skuldbindingar þegar að því kemur að ráðist verði í framkvæmdir.
        1.56
Vernd Breiðafjarðar. Lagt er til að veitt verði 2 m.kr. fjárveiting til framkvæmdar verndaráætlunar samkvæmt lögum nr. 54/1995. Fyrir liggur tillaga Breiðafjarðarnefndar um verndaráætlun sem nauðsynlegt er að ýta úr vör á næsta ári.
        1.57
Þjóðgarður á Snæfellsnesi, undirbúningur. Lagt er til að 2,8 m.kr. verði millifærðar af þessum lið á framangreint nýtt viðfang, 1.51 Þjóðgarður Vatnajökuls, undirbúningur.
        1.61
Úrskurðarnefnd um skipulags- og byggingarmál. Lögð er til 2,9 m.kr. hækkun á framlagi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna aukins umfangs.
        1.90
Ýmis verkefni. Gerð er tillaga um 4 m.kr. framlag til að styrkja ýmis náttúruverndarsamtök.
205     Náttúruvernd ríkisins.
        1.10
Þjóðgarðar og friðlýst svæði og 6.01 Tæki og búnaður. Lagt er til að þær 10 m.kr. sem ætlaðar eru til uppbyggingar og starfrækslu hins nýja þjóðgarðs á Snæfellsnesi verði færðar af stofnkostnaðarviðfanginu 6.01 Tæki og búnaður yfir á rekstrarviðfangið 1.10 Þjóðgarðar og friðlýst svæði.
281     Styrkir til fráveitna sveitarfélaga.
        6.51
Styrkir til fráveitna sveitarfélaga. Lagt er til að veitt verði 100 m.kr. tímabundin fjárveiting til fráveituframkvæmda sveitarfélaga þannig að heildarfjárveiting til þeirra mála árið 2002 verði 220 m.kr. Um er að ræða fjármuni sem koma til greiðslu ári eftir að framkvæmdir eiga sér stað. Í fjárlögum ársins 2001 er 120 m.kr. varið til þessara mála, en þar af eru 20 m.kr. vegna endurgreiðslu á 1/ 5 hluta skerðingar á fjárveitingu ársins 2000. Á vegum Reykjavíkurborgar er nú unnið að fráveituframkvæmdum fyrir ríflega 1 milljarð kr. auk framkvæmda annarra sveitarfélaga víðs vegar um land.
401     Náttúrufræðistofnun Íslands.
        1.01
Yfirstjórn og 1.02 Setur í Reykjavík. Til að leiðrétta skekkju sem var í fjárlagagerð fyrir árið 2001 er lagt til að 28 m.kr. tilfærsla milli launa og sértekna verði millifærð af viðfangi 1.01 Yfirstjórn yfir á viðfang 1.02 Setur í Reykjavík.

19 Vaxtagjöld ríkissjóðs

        Lagt er til að fjárheimild til vaxtagjalda ríkissjóðs verði aukin um 100 m.kr.
801     Vaxtagjöld ríkissjóðs.
        1.10
Vaxtagjöld ríkissjóðs. Í samræmi við endurskoðaða áætlun er gert ráð fyrir að gjaldfærð vaxtagjöld ríkissjóðs árið 2002 verði 100 m.kr. hærri en áætlað var í frumvarpinu. Skýrist það einkum af breytingum á gengi krónunnar, en á móti hafa vextir á erlendum mörkuðum lækkað.

    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar hafa verið hér að framan og gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 25. nóv. 2001.Ólafur Örn Haraldsson,


form., frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.


Kristján Pálsson.Ísólfur Gylfi Pálmason.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Tómas Ingi Olrich.Drífa Hjartardóttir.
Fylgiskjal I.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (02 Menntamálaráðuneyti).

Frá meiri hluta menntamálanefndar.    Nefndin hefur fjallað um þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 15. október 2001.
    Á fund nefndarinnar komu Örlygur Geirsson, Gísli Þór Magnússon og Auður B. Árnadóttir frá menntamálaráðuneyti, Leifur Eysteinsson frá fjármálaráðuneyti, Þorsteinn Þorsteinsson og Már Vilhjálmsson frá Skólameistarafélagi Íslands, Þóra Sigurðardóttir og Valgerður Bergsdóttir frá Myndlistaskólanum í Reykjavík, Páll Skúlason og Ingjaldur Hannibalsson frá Háskóla Íslands, Margrét Hallgrímsdóttir og Anna Guðný Ásgeirsdóttir frá Þjóðminjasafni Íslands, Kristín Huld Sigurðardóttir frá Fornleifavernd ríkisins, Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Hannes Gíslason frá Námsgagnastofnun Íslands, Stefán Baldursson og Guðrún Guðmundsdóttir frá Þjóðleikhúsinu, Markús Örn Antonsson og Guðmundur Gylfason frá Ríkisútvarpinu og Þröstur Ólafsson frá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
    Hækkun innritunargjalda við Háskóla Íslands var rædd í nefndinni. Samkvæmt lögum um Háskóla Íslands, nr. 41/1999, á gjaldið að standa undir kostnaði við innritun nemenda. Samkvæmt upplýsingum frá menntamála- og fjármálaráðuneyti hefur gjaldið verið nánast óbreytt síðastliðinn áratug. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 40% hækkun gjaldsins og fram kom hjá fulltrúum ráðuneytanna að hér sé um eðlilega hækkun að ræða miðað við vísitölu neysluverðs á sama tíma.
    Enn hefur ekki verið lokið við gerð samnings um fjármögnun rannsókna við Háskóla Íslands. Fram kom í máli fulltrúa Háskólans að eðlilegt væri að fjárveitingar til rannsókna yrðu sem jafnastar fjárveitingum til kennslu jafnframt því sem árangurstenging yrði viðhöfð í rannsóknum. Meiri hlutinn ítrekar mat sitt frá fyrra ári um nauðsyn þess að samningum um framlög til rannsókna í háskólum verði lokið eins fljótt og kostur er. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verðbætur á kennslukostnað við Háskóla Íslands verði 12,1% á milli áranna 2001 og 2002 en verðbætur á rannsóknakostnað verði 6,6%. Meiri hlutinn bendir á að skoða þurfi þennan þátt í ljósi þess að langmesti kostnaður við rannsóknir er launakostnaður.
    Reiknilíkan framhaldsskóla var rætt í nefndinni. Unnið er að endurskoðun á því í menntamálaráðuneytinu. Meiri hlutinn leggur áherslu á að þeirri endurskoðun ljúki sem fyrst og bendir á nauðsyn þess að hugað verði að sérstöðu hvers framhaldsskóla í þeirri vinnu.
    Meiri hlutinn bendir á nauðsyn þess að gerð þjónustusamnings við Myndlistaskólanum í Reykjavík vegna reksturs fornámsdeildar verði hraðað eftir föngum.
    Varðandi Þjóðminjasafn Íslands telur meiri hlutinn brýnt að hægt verði að opna safnið og fagna þannig 100 ára afmæli þess 24. febrúar 2003.
    Á 126. löggjafarþingi voru lögð fram fjögur samhliða frumvörp, til þjóðminjalaga, safnalaga, laga um húsafriðun og laga um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa. Með frumvörpunum, og síðar lögfestingu þeirra, var þágildandi þjóðminjalögum, nr. 88/1989, skipt upp og lagt til að sérlög giltu um hvern framangreindan þátt. Í nefndaráliti menntamálanefndar um frumvarp til þjóðminjalaga kom fram að nefndin teldi eðlilegt að Fornleifavernd ríkisins yrði í sama húsi og Þjóðminjasafn Íslands og húsafriðunarnefnd til að gæta fyllstu hagkvæmni í rekstri og jafnframt að stofnanirnar gerðu með sér samning um sameiginlega skrifstofuþjónustu og fjármálaumsýslu þrátt fyrir stjórnsýslulegan aðskilnað. Að athuguðu máli hefur komið í ljós að ef fjármálastjóri Þjóðminjasafns Íslands á einnig að sinna störfum fyrir Fornleifavernd ríkisins muni hann sitja báðum megin við borðið þar sem eitt hlutverka Fornleifaverndarinnar er að bjóða út verkefni vegna fornleifarannsókna og leiðbeina framkvæmdaraðilum um kostnaðaráætlun, útboð og framkvæmd rannsóknarverkefna. Þjóðminjasafn Íslands mun aftur á móti stunda fornleifarannsóknir og mun því væntanlega vera ein þeirra stofnana sem tekur þátt í útboðum vegna þeirra. Í ljósi þessa telur meiri hlutinn eðlilegt að hugað verði að því hvort bæta þurfi við stöðugildi fjármálafulltrúa hjá Fornleifavernd ríkisins.
    Þá telur meiri hlutinn brýnt að tryggt sé nægilegt fjármagn í nýstofnaðan safnasjóð skv. 10. gr. safnalaga, nr. 106/2001, og fornleifasjóð skv. 24. gr. þjóðminjalaga, nr. 107/2001.
    Að lokum ræddi nefndin fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins. Við umræður í nefndinni kom fram að um 450 millj. kr. vantar til þess að stofnunin geti haldið úti sambærilegum rekstri og verið hefur. Meiri hlutinn telur að huga þurfi að tengslum Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna lífeyrisskuldbindinga.
    Ólafur Örn Haraldsson ritar undir álitið með þeim fyrirvara að hann á sæti í fjárlaganefnd.

Sigríður A. Þórðardóttir, form.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
Ólafur Örn Haraldsson, með fyrirvara.
Sigríður Ingvarsdóttir.
Kjartan Ólafsson.
Kristinn H. Gunnarsson.Fylgiskjal II.

Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (02 Menntamálaráðuneyti).

Frá minni hluta menntamálanefndar.    Minni hluti nefndarinnar leggst gegn því að innritunargjöld í ríkisháskólum séu hækkuð. Samkvæmt t.d. lögum um Háskóla Íslands, nr. 41/1999, má fjárhæð innritunargjalda nema allt að 25.000 kr. og það var andi laganna að ekki mætti innheimta nema fyrir raunkostnaði við innritun. Minni hlutinn telur að ekki hafi verið sýnt fram á að raunkostnaður við innritun nemenda hafi hækkað tilsvarandi við það sem lagt er til í fjárlagafrumvarpinu. Minni hlutinn telur að með hagræðingu eigi að vera hægt að láta innritunargjöldin nægja fyrir raunkostnaði.
    Þeir ríkisreknu háskólar sem búa við reiknilíkanið sem tekið var upp fyrir fáum árum eru margir í vanda staddir. Til þess eru ýmsar ástæður, svo sem þær að í upphaflegri útgáfu líkansins var ekki hugað nægilega að fjölbreytileika skólanna og reynt var að steypa þá alla í sama mótið. Forsendur voru allt of naumar, t.d. hvað snertir umfang kennslu, framlög til stjórnkerfis og stoðstarfsemi. Þá hefur það gerst á þessu ári að launaliður líkansins hefur ekki fylgt umsömdum launahækkunum. Hér virðist vanta um 5% og sú hundraðstala er fljót að verða að nokkrum tugum milljóna króna, jafnvel í minni skólum, og skólarnir mega einfaldlega ekki við þess konar áföllum. Menn eru búnir að standa í niðurskurði árum saman til að reyna að ná endum saman og þar er ekki á bætandi. Minni hlutinn telur algjörlega nauðsynlegt að róttæk endurskoðun á reiknilíkani framhaldsskóla fari fram tafarlaust.
    Hvað kennslusamninga við háskóla varðar álítur minni hlutinn að þá þurfi að endurskoða og gera ráð fyrir hærri framlögum á hvern nemanda í háskólum sem ekki innheimta skólagjöld. Það er t.d. ljóst að Háskóli Íslands þarf að halda úti kennslu í mjög fámennum og fjárhagslega óhagkvæmum deildum sem einkareknir háskólar sneiða hjá.
    Minni hlutinn gagnrýnir það að ekki skuli enn lokið gerð samnings um fjármögnun til rannsókna í háskólum og tekur hvað það varðar undir álit meiri hluta nefndarinnar. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að ekki skuli vera samræmi milli verðbóta á kennslukostnaði og verðbóta á rannsóknarkostnaði í frumvarpinu. Það verður að leiðrétta.
    Það er álit minni hlutans að nauðsynlegt sé að taka á málum Þjóðminjasafnsins og Fornleifaverndar ríkisins m.a. vegna þess nýja rekstrarumhverfis sem ný lög búa þessum stofnunum. Þannig tekur minni hlutinn undir þá beiðni Fornleifaverndar ríkisins og Þjóðminjasafns að nauðsynlegt sé að aðskilja embætti fjármálastjóra stofnananna tveggja, enda ófært að fjármálastjóri Þjóðminjasafns þurfi að semja við sjálfan sig vegna tilboða í verk sem Fornleifaverndin býður út. Ef til stendur að opna Þjóðminjasafnið á tilsettum tíma vantar 120 millj. kr. til nýrrar grunnsýningar safnsins að mati forsvarsmanna þess því samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er einungis fjármagnaður kjarninn í starfseminni en engir fjármunir ætlaðir til nýrrar grunnsýningar. Minni hlutinn tekur undir þessi sjónarmið.
    Tekið er undir það í áliti meiri hlutans að nauðsynlegt sé að hraða eftir föngum samningi um rekstur fornámsdeildar við Myndlistaskólann í Reykjavík. Minni hlutinn telur að ganga þurfi frá samningnum nú þegar svo að starfsemi fornámsdeildar raskist ekki á næsta skólaári. Þá er einnig nauðsynlegt að ganga frá samningi við Listaháskóla Íslands og ekki síður við Tækniskóla Íslands en dregist hefur úr hömlu að ganga tryggilega frá framsæknum samningi sem síðarnefndi skólinn getur starfað eftir.
    Minni hlutinn bendir á nauðsyn þess að leysa fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins tafarlaust. Stofnunina vantar 400–500 millj. kr. á næsta ári til að hún geti starfað eðlilega og sinnt sínu lögboðna hlutverki. Sértekjukrafa sem gerð er á stofnunina í fjárlagafrumvarpinu er óraunhæf og hana verður að lækka um 75–100 millj. kr. Þá verður einnig að taka til skoðunar lífeyrisskuldbindingar sem hvíla á stofnuninni. Nú þegar Menningarsjóður útvarpsstöðva hefur verið lagður niður og aðrar stofnanir þurfa ekki lengur að greiða lögbundið framlag til hans heldur Ríkisútvarpið áfram að greiða 25% af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitarinnar eða samkvæmt áætlun fyrir næsta ár 103 millj. kr. Undir þann rekstur þarf að skjóta öðrum stoðum.
    Þá vill minni hlutinn að málefni Námsgagnastofnunar verði skoðuð sérstaklega og framlag til hennar hækkað um 40 millj. kr. Enda er slíkt nauðsynlegt ef stofnunin á að geta sinnt lögboðnu hlutverki sínu.
    Að lokum gagnrýnir minni hlutinn niðurskurð á safnliðum frumvarpsins og þá tilhneigingu að auka það hlutfall sem ráðherra hefur til úthlutunar án milligöngu Alþingis.

Sigríður Jóhannesdóttir.
Einar Már Sigurðarson.
Kolbrún Halldórsdóttir, með fyrirvara.Fylgiskjal III.

Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (03 Utanríkisráðuneyti).

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar


    Utanríkismálanefnd hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. þingskapa og bréf fjárlaganefndar frá 15. október 2001.
    Nefndin fékk á sinn fund Sverri Hauk Gunnlaugsson, Pétur Ásgeirsson og Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur frá utanríkisráðuneyti.
    Gert er ráð fyrir að fjárlagarammi utanríkisráðuneytisins hækki um 927 millj. kr. miðað við fjárlög fyrir árið 2001 og vega gengisbreytingar og hækkun launakostnaðar nokkuð þungt, auk þess sem sendiráðum hefur verið fjölgað. Hluti af aukinni fjárþörf skýrist einnig af tímabundnu framlagi að fjárhæð 170 millj. kr. vegna utanríkisráðherrafundar NATO og aðildarríkja þess sem haldinn verður á Íslandi á næsta ári. Á fundi nefndarinnar kom fram hjá fulltrúum utanríkisráðuneytis að reikna mætti með að heildarkostnaður við ráðstefnuna gæti þó numið allt að 250 millj. kr., m.a. vegna almennra kostnaðarhækkana.
    Meiri hlutinn minnir á mikilvægi þess að málefni utanríkisþjónustunnar séu í stöðugri endurskoðun, m.a. með það fyrir augum að nýta takmarkaðan mannafla og fjármagn sem best.
    Meiri hlutinn vekur athygli fjárlaganefndar á að kostnaður við öryggis- og löggæslu í tengslum við NATO-ráðstefnuna er ekki innifalinn í fjárlagatillögum ráðuneytisins, enda telur utanríkisráðuneytið að dómsmálaráðuneytið eigi að bera þann kostnað. Þá vekur meiri hlutinn athygli fjárlaganefndar á því að aukinn kostnaður við öryggis- og löggæslu á Keflavíkurflugvelli vegna hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september sl. er ekki heldur innifalinn í fjárlagatillögum ráðuneytisins en sérstök beiðni um viðbótarfjárframlag mun verða lögð fram síðar. Gera verður ráð fyrir að um verulegar fjárhæðir verði að ræða.
    Að lokum minnir meiri hlutinn á erindi nefndarinnar frá 15. nóvember 2000 til fjárlaganefndar um styrkveitingu til íslenskukennslu við Háskólann í Moskvu að fjárhæð 400.000 kr. og er erindið birt sem fylgiskjal með álitinu.
    Að öðru leyti sér meiri hluti utanríkismálanefndar ekki ástæðu til að gera athugasemdir við fjárlagafrumvarpið.
    Rannveig Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Þórunn Sveinbjarnardóttir ritar undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 13. nóv. 2001.

Tómas Ingi Olrich, form.
Kristján Pálsson.
Magnús Stefánsson.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, með fyrirvara.
Árni R. Árnason.
Einar K. Guðfinnsson.
Jónína Bjartmarz.

Fskj.

Erindi utanríkismálanefndar til fjárlaganefndar.


    Dagana 4.–8. október sl. fór sendinefnd frá utanríkismálanefnd í opinbera heimsókn til Rússlands í boði utanríkismálanefndar Dúmunnar. Í ferð sinni til Moskvu var Moskvuháskóli heimsóttur og hittu menn þar að máli nemendur í hugvísindadeild skólans sem leggja stund á íslenskunám og kennara þeirra.
    Utanríkismálanefnd vill koma þeirri ósk á framfæri við fjárlaganefnd að leitað verði leiða til að styrkja þá nemendur sem stunda íslenskunám með kaupum á tölvubúnaði sem nýst gæti þeim við námið. Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Íslands í Moskvu kostar Pentium III tölva, prentari og viðeigandi búnaður í Moskvu í dag um $ 3.700–4.000 dali, eða um 350.000 íslenskar krónur.
    Nefndin beinir því til fjárlaganefndar að Alþingi verði gert kleift að efla aðstöðu þeirra sem stunda íslenskunám í Moskvuháskóla með því að færa hugvísindadeild háskólans að gjöf 350.000 kr. til tölvukaupa.

Alþingi, 15. nóv. 2000.


Tómas Ingi Olrich, form.
Lára Margrét Ragnarsdóttir.
Jónína Bjartmarz.
Árni R. Árnason.
Sighvatur Björgvinsson.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Steingrímur J. Sigfússon.Fylgiskjal IV.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (03 Utanríkisráðuneyti).

Frá minni hluta utanríkismálanefndar.    Minni hlutinn vekur athygli á því að útgjöld utanríkisráðuneytis hafa aukist umtalsvert á síðustu árum. Sumpart er þar um að ræða aukna starfsemi í utanríkisþjónustunni, tilkomu aukins alþjóðasamstarfs og nýrra verkefna, lítillega aukin framlög til þróunarsamvinnu o.fl. sem óumflýjanlegt og brýnt er að sinna. Ný útgjaldatilefni verður þó að meta hverju sinni með hliðsjón af því hvernig takmörkuðum fjármunum verður best varið. Þannig hefur mörgum brugðið í brún þegar kostnaður vegna nýs sendiráðs í Japan kom í ljós. Ekki einasta er fasteignaverð svimandi hátt í Tókýó heldur kemur á daginn að standsetning húsnæðis, og ýmis búnaður í það, er óheyrilega kostnaðarsöm. Síðan bætist við gríðarmikill árlegur rekstrarkostnaður þannig að þetta eina sendiráð kemur til með að kosta svipað og tvö sendiráð á Norðurlöndunum eða rúmlega það. Minni hlutinn tekur fram að hann hefur stutt það að utanríkisþjónustan væri efld og Íslendingar yrðu að gæta hagsmuna sinna á alþjóðavettvangi og kosta þar nokkru til. Þetta gildir einnig um opnun nýrra sendiráða, t.d. í Kanada og Afríku. Hitt er annað að þegar í ljós kom hversu gríðarlegur kostnaður yrði samfara opnun sendiráðs í Japan hefði e.t.v. átt að endurskoða þá ákvörðun eða leita leiða til þess að ná þessum kostnaði niður, t.d. með því að fara í samstarf við aðrar Norðurlandaþjóðir um rekstur þess. Af öðrum nýtilkomnum útgjaldatilefnum sem augljóslega hleypa upp kostnaði á vegum utanríkisráðuneytisins er nærtækt að nefna aðild okkar að Schengen-samstarfinu en ljóst er nú að sú aðild reynist ærið dýru verði keypt. Kemur það ekki síst fram í kostnaði við rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem nánar verður vikið að síðar.
    Ef litið er á útgjaldaþróun til utanríkismála á fimm ára tímabili frá og með árinu 1998 til og með talna sem nú liggja fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2002 er þróunin í milljörðum króna og sem hlutfall utanríkisráðuneytis af heildarútgjöldum eftirfarandi:
Heildarútgjöld ríkissjóðs M.kr. Útgjöld utanríkisráðuneytis M.kr. Hlutfall
1998 165.677 1998 2.916 1,76%
1999 182.376 1999 3.185 1,75%
2000 193.159 2000 3.778 1,96%
2001 219.164 2001 4.084 1,86%
2002 (frumvarp) 239.296 2002 (frumvarp) 5.012 2,09%
    Minni hlutinn gerir sérstaklega athugasemdir við eftirfarandi atriði:
     1.      Utanríkisráðherrafundur NATO. Minni hlutinn telur að þeim gríðarlegu fjármunum sem fara munu í að halda utanríkisráðherrafund NATO hér á landi á næsta ári væri betur varið í önnur verkefni, t.d. til hækkunar á framlögum til þróunarsamvinnu eða annarra þarfra málefna á vegum ríkisins. Nú er upplýst að kostnaður sem fellur á utanríkisráðuneytið verður allt að 250 millj. kr. og hefur áætlaður kostnaður hækkað um fleiri tugi milljóna á nokkrum vikum. Alls óvíst er þó að öll kurl séu komin til grafar og þessi tala gæti því allt eins átt eftir að hækka enn frekar. Upplýst var í nefndinni að kostnaður vegna öryggis og löggæslu er fyrir utan þetta og á enn eftir að gera ráð fyrir honum í fjárlagatillögum. Ljóst er að sá kostnaður verður gríðarlegur og bætir ástand heimsmála ekki úr skák í þeim efnum. Minni hlutinn vekur athygli á því hvernig ákvarðanir sem leiða af sér hundruð milljóna króna í ríkisútgjöld ber að í tilvikum eins og þessum. Það er ráðherra sem býður á fundi erlendis að Ísland taki að sér að halda fund eða standa fyrir atburðum af þessu tagi. Síðan er komið heim og leitað til fjárveitingavaldsins sem stendur frammi fyrir tveimur kostum: að borga reikninginn eða valda ráherra, landi og þjóð þeim álitshnekki að afturkalla boðið. Minni hlutinn er þeirrar skoðunar að þegar um er að ræða jafnkostnaðarsamt fyrirtæki og margnefndur NATO-fundur er ætti að hafa um þetta samráð fyrir fram og áður en boðist er til að taka slíkt að sér.
     2.      Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Hlutafélag var stofnað um rekstur flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli sem yfirtók reksturinn frá og með 1. október 2000. Samkvæmt upplýsingum sem að lokum bárust frá utanríkisráðuneyti voru langtímaskuldir fyrirtækisins í lok júní sl. samkvæmt fyrsta árshlutareikningi félagsins rétt tæpir 6 milljarðar kr. Til viðbótar eru skammtímaskuldir upp á um 460 millj. kr. auk lífeyrisskuldbindinga upp á um hálfan milljarð króna. Rekstrartekjur höfðu aukist óverulega á milli ára eða úr 1.881.471.205 kr. á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2000 í 1.932.860.099 kr. á sama tímabili þessa árs. Ljóst er því að hugmyndir um stórauknar tekjur vegna aukinna umsvifa og meiri leigutekna og veltu hafa ekki gengið eftir. Ef litið er til afkomunnar á sama tímabili, þ.e. janúar til júní í ár, syrtir heldur betur í álinn. Rekstrartap er upp á litlar 580 millj. kr. og hefur þó verið tekjufærður skattafrádráttur sem nemur rúmlega 220 millj. kr. sem að sjálfsögðu er sýnd veiði en ekki gefin eins og árar í rekstri fyrirtækisins. Tap fyrir skatta er þannig yfir 800 millj. kr. Vissulega er ljóst að gengisfall krónunnar ræður miklu um þessa hörmulegu afkomu, en fjármagnsliðir eru neikvæðir upp á rúmlega 1.100 millj. kr. Samkvæmt fjárlögum ársins í ár var gert ráð fyrir að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. endurfjármagnaði öll áhvílandi lán sín hjá ríkissjóði. Nú er upplýst að hætt hafi verið við þetta og meira að segja farið fram á sérstaka ríkisábyrgð á endurfjármögnun þess láns sem fellur í gjalddaga í desember nk. Jafnframt hafi verið ákveðið að endurfjármögnun annarra lána fari ekki fram fyrr en á gjalddaga lánanna í hverju tilviki og verður væntanlega flutt breytingartillaga við fjárlagafrumvarpið þar að lútandi. Hugmyndir um að hið nýja hlutafélag yrði fjárhagslega sjálfstæður aðili sem sæi um fjármögnun fjárfestinga og eldri lána á sjálfstæðum forsendum hafa því runnið út í sandinn og vaknar þá á nýjan leik sú spurning hvað áunnist hafi með hlutafélagavæðingunni úr því að hlutafélagið kemst hvorki lönd né strönd án sérstakrar ríkisábyrgðar og stuðnings ríkisins. Ekki fengust upplýsingar um rekstrarhorfur flugstöðvarinnar í ljósi breyttra aðstæðna og er þá átt við þann samdrátt í flugumferð sem nú blasir við og ekki liggur heldur neitt fyrir hvernig takast eigi á við vaxandi rekstrarefiðleika mjög margra leigutaka í flugstöðinni sem fréttir hafa borist af að undanförnu. Þá er enn ónefndur sá þáttur sem minni hlutinn óttast að eigi eftir að valda miklum erfiðleikum á komandi missirum og verða ávísun á stóraukin útgjöld ríkisins og það er aðild okkar að Schengen-samstarfinu. Ljóst er að tilkoma Schengen-samstarfsins þýðir umtalsvert óhagræði og viðbótarkostnað fyrir flugrekstrar- og þjónustuaðila í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ekki fengust neinar upplýsingar um hvernig til stæði að reyna að taka á þessum vanda og er óhjákvæmilegt að gagnrýna það að ekki skuli liggja fyrir greinarbetri upplýsingar um stöðu mála þegar líður að lokum fjárlagavinnu fyrir árið 2002.
     3.      Óskað var sérstaklega eftir upplýsingum um hvernig framlög Íslendinga til þróunarmála hefðu þróast að undanförnu og í hvað stefndi í þeim efnum á næsta ári. Upplýst er, og veldur vonbrigðum, að tölur í fjárlagafrumvarpi muni þýða að framlög til þróunarsamvinnu haldast óbreytt sem hlutfall af landsframleiðslu á árinu 2002 miðað við árið 2001 eða 0,12% af landsframleiðslu. Rétt er að minna á að yfirlýst markmið aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna er að þróuð ríki verji 0,7% af landsframleiðslu, þ.e. opinberir aðilar, og vonast er til að aðrir, svo sem hjálparstofnanir, samtök og einstaklingar, verji 0,3% af landsframleiðslu þannig að heildarframlög þróaðra ríkja verði að lágmarki 1% af landsframleiðslu. Samkvæmt stefnumótun í ríkisstjórn á fyrra kjörtímabili var ætlunin að hækka framlög Íslendinga og þar með hlutfall af landsframleiðslu í áföngum á næstu árum. Þegar litið er yfir nokkur síðustu ár og horft til næsta árs kemur í ljós að sáralítið hefur áunnist í þeim efnum. Þannig var framlag Íslands til þróunarsamvinnu 0,10% af landsframleiðslu bæði árið 1995 og aftur árið 1997 svo dæmi sé tekið, en þetta hlutfall verður eins og áður sagði 0,12% af landsframleiðslu árin 2001 og 2002. Hlutfallið hefur því aðeins þokast upp um 0,02% miðað það sem var fyrir 5–7 árum. Þetta þýðir að upphæðin þyrfti nærfellt að sexfaldast til að ná hinum alþjóðlegu viðmiðunarmörkum sem til að mynda önnur Norðurlönd hafa flest uppfyllt fyrir löngu eða langleiðina það.
    Með vísan til þess sérstaklega sem að framan greinir og í ljósi almennrar útgjaldaþróunar til málefna á verksviði utanríkisráðuneytisins undanfarin ár telur minni hlutinn að ástæða sé til að málefni ráðuneytisins verði yfirfarin sérstaklega nú í tengslum við fjárlagagerðina og höfð til nánari skoðunar á komandi mánuðum.

Alþingi, 19. nóv. 2001.


Steingrímur J. Sigfússon.Fylgiskjal V.

Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (04 Landbúnaðarráðuneyti).

Frá landbúnaðarnefnd.    Landbúnaðarnefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar farið yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 15. október 2001.
    Nefndin fékk á sinn fund Guðmund Sigþórsson og Ingimar Jóhannsson frá landbúnaðarráðuneyti og skýrðu þeir þá liði frumvarpsins sem varða ráðuneytið og stofnanir þess.
    Á fund nefndarinnar vegna skiptingar safnliða kom stjórn Rangárbakka, hestamiðstöðvar Suðurlands ehf., vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar mótssvæðisins á Gaddstaðaflötum. Að mati landbúnaðarnefndar er verkefnið svo umfangsmikið að það rúmast ekki innan skiptingar safnliðar og vísar nefndin erindinu því aftur til fjárlaganefndar. Vekur nefndin aftur á móti athygli á nauðsyn þess að móta heildstæða stefnu um framtíðarskipan og uppbyggingu mótssvæða sem geta hýst landsmót hestamanna og fleiri verkefni í ferðaþjónustu tengd íslenska hestinum.
    Þá vekur     nefndin athygli á að þörf er á áframhaldandi stuðningi við landshlutabundin skógræktarverkefni og mælir nefndin með frekari fjárveitingu til þessa.
    Við afgreiðslu málsins voru fjarverandi Einar Oddur Kristjánsson, Kristinn H. Gunnarsson og Jónína Bjartmarz.

Alþingi, 15. nóv. 2001.Drífa Hjartardóttir, form.
Guðjón Guðmundsson.
Gunnar Pálsson.
Karl V. Matthíasson.
Sigríður Jóhannesdóttir.
Sigríður Ingvarsdóttir.


Fylgiskjal VI.

Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (05 Sjávarútvegsráðuneyti).

Frá sjávarútvegsnefnd.    Nefndin hefur að beiðni fjárlaganefndar farið yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 15. október 2001.
    Nefndin fékk á sinn fund Þorstein Geirsson frá sjávarútvegsráðuneyti, Þórð Ásgeirsson og Gylfa Ástbjartsson frá Fiskistofu, Jóhann Sigurjónsson og Vigni Thoroddsen frá Hafrannsóknastofnuninni og Kristján B. Ólafsson og Jón Heiðar Ríkharðsson frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
    Í máli fulltrúa sjávarútvegsráðuneytis kom fram að helstu breytingar á aðalskrifstofu ráðuneytisins verði vegna ráðningar starfsmanns í nýtt stöðugildi í kjölfar aukinnar alþjóðasamvinnu sem vaxið hefur hratt á undanförnum árum. Þá bendir ráðuneytið á að framlag til Kvótaþings fellur niður þar sem Kvótaþing hefur verið lagt af. Nefndin vekur athygli á því að í frumvarpinu eru felldir út fjárlagaliðir í gildandi fjárlögum undir fjárlagaliðnum Ýmis verkefni. Gerir nefndin tillögu um að tryggðar verði fjárveitingar til þess að áfram verði hægt að stunda sjóvinnukennslu og að 7 millj. kr. verði veittar til áframhaldandi undirbúnings kalkþörungavinnslu í Arnarfirði og Húnaflóa, en rannsóknir lofa mjög góðu.
    Nauðsynlegt er að áfram verði í fjárlögum næsta árs 20 millj. kr. fjárveiting til rannsókna á áhrifum veiðarfæra á vistkerfi sjávar og hafsbotns. Minnt er á að fjárveiting í frumvarpinu vegna endurbóta á hafrannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni dugir einungis fyrir um helmingi endurbóta og þarf því að gera ráð fyrir fjárveitingu til þeirra á árinu 2003. Þá vill nefndin vekja athygli á því að ef úthaldsdögum hafrannsóknarskipa yrði fjölgað úr 170 í 220 mundi kostnaður á úthaldsdag lækka um 15%.
    Fulltrúar Fiskistofu vöktu athygli á því að rekstur stofnunarinnar hefur gengið vel undanfarin ár en á árinu 2003 mun stofnunin verða komin í verulega fjárþörf ef svo fer sem horfir. Ljóst er að ýmsar lagabreytingar sem gerðar hafa verið og hafa falið í sér aukið eftirlit og breytta framkvæmd þess hafa kallað á aukin útgjöld í rekstri stofnunarinnar. Sértekjur stofnunarinnar standa undir hluta af rekstrarkostnaði stofnunarinnar en annað er greitt úr ríkissjóði. Við ákvörðun á útgjaldaaukandi verkefnum þarf því að taka afstöðu til þess hvort greiða beri fyrir þau með auknum sértekjum eða með fjárveitingum úr ríkissjóði.
    Rekstur Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins hefur verið þungur undanfarin ár. Tekjur stofnunarinnar af rannsóknastarfsemi eru nú óvissari en oft áður sökum fyrirhugaðra breytinga á Rannís. Enn fremur eru miklar breytingar fyrirhugaðar á næstu rammaáætlun ESB, bæði varðandi þau svið sem verða opin fyrir umsóknum, sem og formi og stærð verkefna. Í máli fulltrúa stofnunarinnar kom fram að til að hægt verði að stunda og stýra rannsóknum sem leitt geti til aukins verðmætis sjávarfangs sé nauðsynlegt að styrkja starfsemi stofnunarinnar frá því sem nú er. Í því sambandi gegni útibú stofnunarinnar lykilhlutverki og nauðsynlegt sé að hægt verði að starfrækja þau sem sérhæfðar og sjálfstæðar rannsóknastöðvar í stað þess að nýta þau eingöngu sem þjónustuútibú. Nefndin leggur því til að fjárveiting til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins verði hækkuð um 15 millj. kr. vegna þessa. Er það í samræmi við tillögur nefndarinnar frá því í fyrra sem lutu að því að styrkja í senn rannsóknarstarf stofnunarinnar og efla þjónustu hennar á landsbyggðinni sem skiptir miklu máli fyrir fiskvinnsluna.
    Jóhann Ársælsson og Svanfríður Jónasdóttir skrifa undir álitið með fyrirvara.
    Við afgreiðslu málsins voru fjarverandi Vilhjálmur Egilsson, Kristinn H. Gunnarsson, Hjálmar Árnason og Guðjón A. Kristjánsson.

Alþingi, 15. nóv. 2001.Einar K. Guðfinnsson, form.


Árni R. Árnason.


Guðmundur Hallvarðsson.


Jóhann Ársælsson, með fyrirvara.


Svanfríður Jónasdóttir, með fyrirvara.
Fylgiskjal VII.


Álit

um frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti).

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 15. október 2001.
    Á fund nefndarinnar komu Skarphéðinn B. Steinarsson og Óðinn Helgi Jónsson frá forsætisráðuneyti, Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri og Ásdís Ingibjargardóttir frá dómsmálaráðuneyti, Haraldur Johannessen og Þórir Oddsson frá ríkislögreglustjóra, Böðvar Bragason, Geir Jón Þórisson, Hörður Jóhannesson og Sólmundur Jónsson frá lögreglustjóranum í Reykjavík og Tryggvi Gunnarsson og Róbert Spanó frá umboðsmanni Alþingis.
    Á fundum sínum ræddi nefndin þá fjárlagaliði sem snúa að löggæslumálum. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að fjárveiting til lögreglustjórans í Reykjavík hækkar að raungildi um 9 millj. kr. til að fjölga lögreglumönnum um tvo. Í ljósi umræðu um löggæslumál á höfuðborgarsvæðinu telur nefndin nauðsynlegt að gerð sé úttekt á því hversu mörg stöðugildi lögreglustjórinn í Reykjavík þurfi til að halda uppi löggæslu og afköstum í rannsóknum lögreglumála.
    Þá var ræddur löggæslukostnaður vegna utanríkisráðherrafundar NATO og samstarfsríkja þess sem fyrirhugað er að halda á Íslandi á næsta ári. Í fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir þeim kostnaði af hálfu dómsmálaráðuneytis eða utanríkisráðuneytis. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins mun ráðuneytið gera tillögu um að kostnaðurinn verði færður í fjárlög við 2. umræðu um frumvarpið. Nefndin hefur áður lýst yfir þeirri skoðun sinni að athuga þurfi sérstaklega vel fyrirkomulag fjárveitinga til opinberra heimsókna svo að kostnaður við þær teljist ekki óvænt til rekstrarfjár lögreglu.
    Nefndin ræddi einnig ítarlega beiðni embættis forseta Íslands til forsætisráðuneytisins um að ónýtt fjárheimild sem ætluð var til bifreiðakaupa í fjárlögum fyrir árið 2000 að upphæð 6,5 millj. kr. yrði notuð til annarra viðfangsefna í rekstri embættisins. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu mun ráðuneytið gera tillögu um þessa millifærslu við 2. umræðu fjáraukalagafrumvarps. Nefndin telur að heimild til slíkrar millifærslu geti reynst vafasamt fordæmi.
    Í máli umboðsmanns Alþingis kom fram vilji hans til að auka þátttöku umboðsmanns og starfsmanna hans í fræðslu um stjórnsýslurétt og skyld málefni. Hann kvað hins vegar embættið hvorki hafa til þess nægilegan mannskap né fjármagn. Nefndin telur að þörfin á slíkri fræðslu sé veruleg og því um verðugt verkefni að ræða auk þess sem það muni geta haft í för með sér sparnað í rekstri embættisins til lengri tíma. Nefndin leggur því til að aukið fjárframlag verði tímabundið veitt umboðsmanni Alþingis til að sinna því verki.
     Að lokum bendir nefndin á að hún hefur ekki til ráðstöfunar eiginlegan safnlið eins og flestar aðrar nefndir þingsins. Telur hún slíkt fyrirkomulag óeðlilegt þar sem erindum á hennar málefnasviðum er vísað til annarra nefnda. Leggur nefndin til að fjárlaganefnd taki þetta til skoðunar.

Alþingi, 19. nóv. 2001.

Þorgerður K. Gunnarsdóttir, form.
Jónína Bjartmarz.
Ásta Möller.
Kjartan Ólafsson.
Lúðvík Bergvinsson, með fyrirvara.
Guðrún Ögmundsdóttir, með fyrirvara.Fylgiskjal VIII.


Álit

um frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (07 Félagsmálaráðuneyti).

Frá félagsmálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 15. október 2001.
    Á fund nefndarinnar komu Berglind Ásgeirsdóttir, Húnbogi Þorsteinsson, Sturlaugur Tómasson og Garðar Jónsson frá félagsmálaráðuneyti, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður og Þórður Skúlason framkvæmdastjóri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Stefán J. Hreiðarsson forstöðumaður og Petrína Þorsteinsdóttir frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
    
Nefndin fór yfir einstaka liði frumvarpsins en ræddi auk þess sérstaklega málefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.
    Forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar greindi frá því að fjárhagsstaða stöðvarinnar hefði verið slæm síðustu ár. Orsakir vandans væru fyrst og fremst aukin þörf og eftirspurn eftir þjónustu stöðvarinnar. Nefndin beinir því til fjárlaganefndar að huga að stöðu stöðvarinnar með tilliti til þess.
    Samkvæmt frumvarpinu lækka útgjöld til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 658 millj. kr. milli ára. Í máli formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga kom fram að töluvert fjármagn vantar í sjóðinn vegna breytinga á álagningarstofni fasteigna, útvíkkunar á grunni húsaleigubóta með lögum nr. 52/2001 og einsetningar skóla. Þá greindi formaður frá því að sérstakt framlag að fjárhæð 700 millj. kr. sem nú sé fellt niður hefði styrkt stöðu sveitarfélaganna á síðustu þremur árum og taldi hann að ástæða væri til að huga að stöðu sveitarfélaganna með tilliti til fólksfækkunar. Einnig kemur fram í máli fulltrúa Sambandsins að engan veginn sé ljóst hvernig ríkið ætli að koma að lausn vanda sveitarfélaganna vegna húsnæðismála og þær aðgerðir sem fram komi í frumvarpinu dugi ekki til. Bendir nefndin í því sambandi m.a. á skýrslu samráðsnefndar félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsnæðismál sveitarfélaganna frá 1. mars 2001. Þá gerði formaður grein fyrir greiðslum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna til Innheimtustofnunar sveitarfélaganna en árið 2000 greiddi sjóðurinn 517 millj. kr. til stofnunarinnar. Nefndin telur eðlilegt að Innheimtustofnun verði flutt yfir til ríkisins þar sem Tryggingarstofnun ríkisins ákveður í raun útgjöld Innheimtustofnunar.
    Í sérstöku erindi Þroskahjálpar til nefndarinnar frá 1. nóvember sl. er bent á að í frumvarpinu sé ekki farið eftir tillögum nefnda félagsmálaráðherra um biðlista vegna búsetu. Nefndin bendir á að huga beri að þeirri þörf sem er fyrir hendi en framlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra helst óbreytt frá fyrra ári. Nú þegar hætt hefur verið við fyrirhugaða yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga lítur nefndin svo á að skoða þurfi betur framlag til sjóðsins í því ljósi.
    Hvað varðar skiptingu safnliða tekur nefndin eftirfarandi fram: Nefndin gerir þá tillögu að fjárveiting Geðhjálpar verði hækkuð um 500 þús. kr. til uppbyggingar á tengla- eða stuðningsmannakerfi. Þá kemur fram í erindi Sjálfsbjargar að félagið hafi verið rekið með miklu tapi síðustu ár og þá fyrst og fremst vegna húsaleigugjalda auk þess sem tekjur þess hafi dregist verulega saman. Þar sem nefndin getur einungis orðið við erindi Sjálfsbjargar að litlu leyti leggur hún til að mál félagsins verði skoðuð heildstætt af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Hið sama er að segja um erindi Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Nefndin leggur til að gengið verði frá þjónustusamningum hið fyrsta við Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla vegna reksturs sumardvalarstaðar fyrir nemendur skólans og við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra vegna uppbyggingar í Reykjadal. Einnig telur nefndin að annaðhvort eigi að gera þjónustusamning við Íslenska ættleiðingu eða gera ráð fyrir fjárframlagi til félagsins í föstum liðum fjárlagafrumvarpsins þar sem félagið hefur fengið auknar skyldur vegna löggildingar dómsmálaráðherra samkvæmt lögum nr. 130/1999, um ættleiðingar. Þá vísar nefndin erindi Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK) aftur til fjárlaganefndar með þeim tilmælum að erindinu verði komið á framfæri við dóms- og kirkjumálaráðuneyti þar sem nefndin telur starfsemi félagsins ekki vera á sviði félagsmálanefndar. Einnig er erindi Dalabyggðar á safnlið 07-999-190 og BSRB á safnlið 07-981-190 vísað aftur til fjárlaganefndar og lagt til að þau verði lögð fyrir félagsmálaráðuneytið til afgreiðslu. Hvað varðar erindi Ólafs Snorrasonar og Jennýjar Steingrímsdóttur á safnlið 07-999-190 vísar nefndin því til fjárlaganefndar og leggur jafnframt til að erindið verði fært undir lið 07-701-101 og hann um leið hækkaður um sem nemur 2 millj. kr. og jafnframt að gerður verði þjónustusamningur við þau. Loks telur nefndin ástæðu til að taka fram að ekki sé rétt að til hennar sé vísað erindum sem varða töluverðar fjárhæðir vegna stofnunar félagasamtaka eða áforma þeirra um stærri verkefni nema óskað sé eftir áliti hennar um verkefnin sem slík.
    Arnbjörg Sveinsdóttir og Drífa Hjartardóttir skrifa undir álit þetta með fyrirvara þar sem þær eiga sæti í fjárlaganefnd.
    Kristján Pálsson og Ásta R. Jóhannesdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. nóv. 2001.Arnbjörg Sveinsdóttir,

form., með fyrirvara.


Magnús Stefánsson.
Jónína Bjartmarz.
Drífa Hjartardóttir, með fyrirvara.
Guðrún Ögmundsdóttir, með fyrirvara.
Steingrímur J. Steingrímsson, með fyrirvara.Fylgiskjal IX.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti).

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.    Heilbrigðis- og trygginganefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar fjallað um þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 15. október 2001.
    Nefndin fékk á sinn fund Svanhvíti Jakobsdóttur og Hrönn Ottósdóttur frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Karl Steinar Guðnason og Ingibjörgu Þorsteinsdóttur frá Tryggingastofnun ríkisins, Magnús Pétursson og Önnu Stefánsdóttur frá Landspítala – Háskólasjúkrahúsi og Sigurð Guðmundsson, Harald Briem og Þórarinn Gunnarsson frá landlæknisembættinu.
    Í frumvarpinu kemur fram að útgjöld til málaflokksins hækka um 9,3 milljarða kr., eða um 12% frá fjárlögum ársins 2001. Af þessari upphæð eru 3.336,8 millj. kr. vegna launa- og verðlagshækkanna. Framlag til neyslu- og rekstrartilfærslna hækkar um 5.829,9 millj. kr. Vegur þar þyngst 1.869 millj. kr. hækkun til tryggingamála og þar af má rekja 1.600 millj. kr. til lagabreytinga um hækkun á greiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega sem tóku gildi á árinu. Þá hækkar framlag til rekstrar sjúkrastofnana um 447 millj. kr. sem skýrist að mestu af heilsársrekstri nýs hjúkrunarheimilis, Sóltúns í Reykjavík.
    Nefndin leggur áherslu á að gætt verði ýtrasta aðhalds í rekstri heilbrigðiskerfisins og leitað verði leiða til hagræðingar, m.a. með skipulagsbreytingum. Liður í þeirri viðleitni er að styrkja heilsugæsluna þannig að hún verði fær um að sinna þeirri grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu sem henni er ætlað, m.a. samkvæmt heilbrigðisáætlun til árisins 2010. Markmiðum heilbrigðisáætlunar verður ekki náð nema tryggt sé að fólk eigi jafnan og greiðan aðgang að heilsugæsluþjónustu. Sýnt hefur verið fram á að vel starfhæf heilsugæsla leiðir til minni ásóknar í sjúkrahúsþjónustu, sem og aðra heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sem aftur leiðir til lækkunar á heildarútgjöldum til heilbrigðisþjónustu.Talið hefur verið að 80–85% íbúa hvers lands gætu fengið þörf sinni fyrir heilbrigðisþjónustu fullnægt innan heilsugæslunnar ef næg þjónusta stæði til boða en hún er jafnan ódýrara úrræði en sambærileg þjónusta á sjúkrahúsum eða hjá sérgreinalæknum. Efling heilsugæslunnar svo að hún fái sinnt grunnþjónustu fyrir alla landsmenn, eins og hún er skilgreind í 19. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, er að mati nefndarinnar sá þáttur sem er líklegastur til að skila þjóðfélaginu mestu í þessu sambandi um leið og það mundi styðja flest markmið heilbrigðisáætlunarinnar.
    Þörfin fyrir úrbætur og aukna heilsugæsluþjónustu er langmest í Reykjavík og nágrenni, m.a. vegna fólksfjölgunar á undanförnum árum, og leggur nefndin ríka áherslu á að brýnni þörf íbúa á þessu svæði fyrir eflda og bætta þjónustu verði mætt. Samkvæmt upplýsingum nefndarinnar þyrfti að auka framlög um 100 millj. kr. til að mæta þörfinni.
    Þá leggur nefndin áherslu á nokkur önnur brýn viðfangsefni.
    Hér er í fyrsta lagi um að ræða þá óeðlilegu bið sem nú er eftir heyrnartækjum. Mikilvægt er að stytta biðtíma og leggur nefndin til að fjárframlög verði aukin til að hægt sé að veita heyrnarskertum ásættanlega þjónustu.
    Í öðru lagi vekur nefndin athygli á brýnni þörf fyrir fjölgun bæklunaraðgerða þar sem tafir í þeim efnum valda ekki bara sjúklingum þjáningum og tekjutapi heldur eru biðlistarnir mjög kostnaðarsamir fyrir þjóðfélagið allt.
    Í þriðja lagi leggur nefndin til að gert verði átak í uppbyggingu á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða en eitt af átta forgangsverkefnum heilbrigðisáætlunar er að stytta bið eftir vistun á hjúkrunarheimili niður í 90 daga fyrir þá sem eru í brýnni þörf.
    Katrín Feldsted, Ólafur Örn Haraldsson og Margrét Frímannsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málssins. Ásta R. Jóhannesdóttir og Steingrímur J. Sigfússon skrifa undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 16. nóv. 2001.

Jónína Bjartmarz, form.
Lára Margrét Ragnarsdóttir.
Ásta Möller.
Tómas Ingi Olrich.
Ásta R. Jóhannesdóttir, með fyrirvara.
Steingrímur J. Sigfússon, með fyrirvara .


Fylgiskjal X.

Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (10 Samgönguráðuneyti).

Frá meiri hluta samgöngunefndar.    Samgöngunefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar fjallað um þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 15. október 2001.
    Nefndin fékk á sinn fund Jóhann Guðmundsson, Ragnhildi Hjaltadóttur, Halldór S. Kristjánsson og Odd Einarsson frá samgönguráðuneyti, Helga Hallgrímsson og Jón Rögnvaldsson frá Vegagerðinni, Þorgeir Pálsson flugmálastjóra, Kristján Helgason frá Siglingastofnun Íslands og Magnús Finnsson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þá komu á fund nefndarinnar Páll H. Hannesson og Steingrímur Ólafsson fyrir hönd stjórnar söfnunarsjóðs vegna óháðrar rannsóknar á flugslysinu í Skerjafirði.
    Í frumvarpinu kemur fram hækkun á heildartekjum og gjöldum samgönguráðuneytisins vegna breyttrar framsetningar á samgönguáætlunum þar sem sýnd eru innbyrðis viðskipti milli deilda Vegagerðarinnar. Rekstrargjöld ráðuneytisins hækka um 171 millj. kr. og munar þar mest um 75 millj. kr. millifærslu af tilfærsluviðfangsefni Ferðamálaráðs á nýtt rekstrarviðfangsefni ráðsins og millifærslu á 30 millj. kr. framlagi af framkvæmdum við flugvelli á rekstur Flugmálastjórnar vegna aukins eftirlits með flugöryggi.
    Viðhalds- og stofnkostnaður hækkar um 479,6 millj. kr. og verður 12.606,1 millj. kr. Stærsta breytingin er 437 millj. kr. hækkun til vegamála.
    Í útgjaldaramma er gert ráð fyrir lækkun útgjalda með frestun eða lækkun á fyrirhuguðum framkvæmdum eða öðrum stofnkostnaði sem nemur 1.610 millj. kr.
    Nefndin fjallaði um skiptingu á safnlið 10-190-1.12, Vetrarsamgöngur og vöruflutningar. Skipting þessa liðar hefur verið í nokkuð föstum skorðum undanfarin ár. Meiri hlutinn leggur til að gerðar verði nokkrar breytingar frá því sem verið hefur. Lagt er til að framlag til sérleyfishafa að upphæð 1.780 þús. kr. verði fellt niður. Vegagerðin gerir sérstaka þjónustusamninga við sérleyfishafa og er við það miðað að framlög, sem þar er samið um, komi að öllu leyti í stað þessa fjárframlags. Þá er ekki gerð tillaga um stofnstyrki að þessu sinni, enda hafa nefndinni ekki borist erindi um slíka styrki. Ásamt þessu eru almennir styrkir skornir niður af ýmsum ástæðum. Nefndin mælist til þess að því fé sem stendur eftir óskipt af liðnum verði ráðstafað af samgönguráðherra að fenginni umsögn Vegagerðarinnar. Við skiptingu skal við það miðað að upphæðinni sé skipt niður á þau byggðarlög þar sem sérstakir erfiðleikar eru í vetrarsamgöngum og þörf er talin á viðbót við snjómokstur.
    Meiri hlutinn leggur til að veitt verði fé í nýtt viðfangsefni sem nefnist „Gagnagrunnur vegna leigubifreiðamála“ undir liðnum 10-190 Ýmis verkefni. Um er að ræða stofnkostnað við gagnagrunn sem áætlað er að setja á lagginar samkvæmt frumvarpi til laga um leigubifreiðar sem nú liggur fyrir þinginu. Fjárveiting þessi er nauðsynleg þar sem ekki getur talist rétt að núverandi atvinnuleyfishafar beri þann stofnkostnað sem nauðsynlegur reynist vegna breytinga á stjórnsýslu leigubifreiðamála. Gera verður ráð fyrir þessu framlagi í tvö ár til viðbótar en það fer þó eftir því hver raunkostnaður verður.
    Meiri hlutinn tekur ekki afstöðu til nokkurra erinda og vísar þeim aftur til fjárlaganefndar þar sem þau rúmast ekki undir þeim safnlið sem nefndin fjallaði um. Um er að ræða erindi stjórnar söfnunar vegna flugslyssins í Skerjafirði, erindi frá Ferðaþjónustu bænda vegna verkefnisins „Færum heiminn heim í hlað – Netvæðing ferðaþjónustu í dreifbýli“ og erindi frá Hrauneyjum ehf. vegna Hálendismiðstöðvar.
    Arnbjörg Sveinsdóttir skrifar undir álitið með fyrirvara vegna setu í fjárlaganefnd.

Alþingi, 15. nóv. 2001.

Guðmundur Hallvarðsson, form.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
Arnbjörg Sveinsdóttir, með fyrirvara.
Sigríður Ingvarsdóttir.
Magnús Stefánsson.
Einar K. Guðfinnsson.Fylgiskjal XI.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (10 Samgönguráðuneyti).

Frá 1. minni hluta samgöngunefndar.    Fyrsti minni hluti samgöngunefndar hefur ýmsar athugasemdir við þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði nefndarinnar.
    Í fyrsta lagi mótmælir 1. minni hluti áformuðum niðurskurði á fjárframlögum til vegamála samkvæmt gildandi vegáætlun. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu nemur niðurskurðurinn 1.461millj. kr. frá vegáætlun. Ekki liggja fyrir tillögur um hvar niðurskurðinum er ætlað að koma niður, en eðlilegt hefði verið að sú ákvörðun væri tekin samhliða niðurskurðinum.
    Fyrsti minni hluti leggur áherslu á að þeim fjármunum sem þegar hefur verið gert ráð fyrir til málaflokksins verði ráðstafað þar, enda næg verkefni. Má nefna brýna þörf á auknu fjármagni til vegaframkvæmda á Norðausturlandi og Vestfjörðum. Þá er afar brýnt að auka framlög til safn- og tengivega og styrkvega eða vega sem í daglegu tali eru kallaðir „sveitavegir“. Framlög til stofnkostnaðar og viðhalds þessara vega hafa hlutfallslega rýrnað þegar litið er á framlög til vegamála í heild. Akstur skólabarna og sókn til vinnu utan bús krefst úrbóta á vegakerfi sveitanna. Byggðaröskunin er alvarlegasta ógnun í efnahagsbúskap þjóðarinnar. Betri vegir og stytting vegalengda milli staða eykur samkeppnishæfni búsetunnar og styrkja hana um allt land og því eru samgöngubætur og aukið öryggi á þjóðvegunum forgangsmál.
    Í öðru lagi telur 1. minni hluti brýna þörf á því að endurskoða reglur um úthlutun fjármuna til hafnarframkvæmda. Sumar hafnir eru í þeirri stöðu að þeim er ófært að ráðast í framkvæmdir þar sem þær hafa ekki ráð á því mótframlagi sem þeim er gert að greiða miðað við núverandi reglur. Bág fjárhagsstaða hafnarsjóða má ekki leiða til þess að íbúum og fyrirtækjum í einstökum sveitarfélögum á landinu sé mismunað að þessu leyti. Nauðsynlegt er að gera sérstaka úttekt á hversu alvarleg þessi staðreynd er fyrir einstök sveitarfélög. Þá er mikilvægt að áætluð framlög til stofnframkvæmda sem fram koma í áætlunum sem samþykktar eru á Alþingi séu verðbættar til að verðlagsbreytingar komi ekki niður á framkvæmdum.
    Í þriðja lagi mótmælir 1. minni hluti sérstaklega fyrirhugaðri fjárveitingu til stórskipahafnar í Reyðarfirði. Nauðsyn þessarar framkvæmdar veltur á því hvort álver verður byggt í Reyðarfirði eða ekki, en um það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin og því ótímabært að ráðstafa fé í framkvæmdina. Þessum fjármunum væri betur varið til hafnargerðar þar sem þörfin liggur fyrir, en ljóst er að hún er víða brýn. Má þar nefna staði þar sem atvinnulíf er í hættu vegna þess að hafnirnar geta ekki tekið á móti skipum með eðlilegum hætti til löndunar og útskipunar.
    Í fjórða lagi er mótmælt skerðingu á fjármagni til sjóvarnargarða og til hafnabótasjóðs. Hér er um lítinn sparnaðarávinning að ræða fyrir ríkissjóð þar sem upphæðirnar eru litlar en verkin sem sjóðirnir styrkja hafa mikla þýðingu fyrir hlutaðeigandi. Þá er eðlilegt að þessi stofnframlög séu verðbætt á fjárlögum.
    Í fimmta lagi er frestun á framkvæmdum við innanlandsflugvelli mótmælt. Bitnar þessi frestun m.a. á framkvæmdum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Hornafirði og Ísafirði. Frekar hefði átt að horfa til þess að aðstaða til innanlandsflugs yrði styrkt og bætt. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp til laga um loftferðir þar sem gerðar eru auknar kröfur til flugvalla og flugvéla. Innanlandsflug á undir högg að sækja. Óeðlilegt verður að teljast að á sama tíma og til stendur að auka kröfur á þessu sviði er áformað að fresta ýmsum nauðsynlegum framkvæmdum á flugvöllum landsins.
    Þá er mótmælt því að skipting á liðnum 10-190-1.12 vetrarsamgöngur og vöruflutningar sé færð frá nefndinni að meginhluta og yfir til samgönguráðherra. Sömuleiðis hefði samgöngunefnd átt að skipta liðnum 1.42 Gestastofur, söfn og markaðsstarf, 14 millj. kr. Almenna reglan á að vera sú að þingið skipti safnliðum en ekki ráðherra.
    Að lokum sér 1. minni hluti ástæðu til að fagna niðurfellingu leiðarflugsgjalda sem fól í sér óréttlátta og íþyngjandi gjaldtöku fyrir alla flugumferð í landinu.

Alþingi, 19. nóv. 2001.

Jón Bjarnason.Fylgiskjal XII.

Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (11 Iðnaðarráðuneyti).

Frá iðnaðarnefnd.    Iðnaðarnefnd hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 15. október sl.
    Nefndin fékk á sinn fund Þorgeir Örlygsson, Kristmund Halldórsson og Kristján Skarphéðinsson frá iðnaðarráðuneyti og skýrðu þeir þá liði frumvarpsins sem varða ráðuneytið og stofnanir þess. Þá komu á fund nefndarinnar Smári Sigurðsson og Karl Friðriksson frá Iðntæknistofnun, Hákon Ólafsson frá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Kristján Jónsson og Eiríkur Briem frá Rafmagnsveitum ríkisins, Jakob Björnsson frá Orkusjóði og Ásta Valdimarsdóttir frá Einkaleyfastofunni. Einnig bárust nefndinni skriflegar athugasemdir frá Þorkatli Helgasyni hjá Orkustofnun.
    Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að iðnaðarráðuneyti verði gert kleift að sinna öllum þeim mikilvægu verkefnum sem því hafa verið falin. Bent er á m.a. breytingu á raforkulögum, hafsbotnsrannsóknir, kolvetnisleit, byggðamál, nýja orkugjafa og aðra mikilvæga þætti nýsköpunar í atvinnulífi. Nefndin hvetur til þess að framlög til iðnaðarráðuneytis verði aukin um sem nemur tveimur stöðugildum.
    Nefndin leggur til að strax verði hafin vinna við endurskoðun á fjármögnun rannsóknastofnana á vegum iðnaðarráðuneytis, sbr. skýrslu ráðuneytisins um hlutverk rannsóknastofnana iðnaðarráðuneytisins í eflingu rannsókna, nýsköpunar og atvinnuþróunar. Nýsköpun og framfarir byggjast á rannsóknum og frumkvöðlastarfi. Nefndin telur að of hafi verið saumað að rannsóknastofnunum ráðuneytisins, þ.e. Iðntæknistofnun, Orkustofnun og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, og á því verði að finna skjóta lausn.
    Í ljósi þess að verið er að kanna þann möguleika að Rafmagnsveitur ríkisins festi kaup á Rafveitu Sauðárkróks bendir nefndin á að eðlilegt væri að heimild til þeirra kaupa væri í fjárlagafrumvarpi. Jafnframt bendir nefndin á að mikil þörf er á lántökuheimild til handa fyrirtækinu, en gert er ráð fyrir rúmlega 400 millj. kr. halla á rekstri þess án þess að gert sé ráð fyrir að honum verði mætt með láni eða annarri fjármögnun.
    Loks bendir nefndin á mikilvægi þess að lokið verði við áætlunargerð varðandi þrífösun á rafmagni í dreifbýli og fjármagn veitt til þess að unnt verði að byrja á því verkefni. Með þróun í landbúnaði undanfarin ár hafa bú stækkað og tækjakostur aukist og nú er svo komið að skortur á þrífösun háir rekstri þeirra.
    Árni Steinar Jóhannsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Hjálmar Árnason, formaður nefndarinnar, var einnig fjarverandi við afgreiðslu málsins, en er samþykkur áliti þessu.
    Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar undir álitið með þeim fyrirvara að hann á sæti í fjárlaganefnd.

Alþingi, 15. nóv. 2001.Guðjón Guðmundsson.


Bryndís Hlöðversdóttir.


Svanfríður Jónasdóttir.


Kjartan Ólafsson.


Árni R. Árnason.


Ísólfur Gylfi Pálmason, með fyrirvara.
Fylgiskjal XIII.

Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 (14 Umhverfisráðuneyti).

Frá umhverfisnefnd.    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 15. október 2001.
    Á fund nefndarinnar komu Þórður H. Ólafsson frá umhverfisráðuneyti, Árni Bragason frá Náttúruvernd ríkisins, Davíð Egilsson og Þórey Guðmundsdóttir frá Hollustuvernd ríkisins, Stefán Thors frá Skipulagsstofnun og Lárus Svanlaugsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Í frumvarpinu kemur fram að rekstrargjöld umhverfisráðuneytisins hækka um 87,9 millj. kr. frá fjárlögum ársins 2001. Auk launa- og verðlagshækkana munar þar mest um 13,9 millj. kr. framlag til Hollustuverndar ríkisins. Sú hækkun skýrist að mestu leyti af 10 millj. kr. hækkun vegna fyrirhugaðs flutnings stofnunarinnar í nýtt húsnæði. Í máli fulltrúa Hollustuverndar kom fram að leiðrétta þurfi fjárlagafrumvarpið vegna eldri skuldbindinga og jafnframt vanti stofnunina nú 55 millj. kr. til að standa við ýmsar skuldbindingar sínar sem falla undir forgangsmál. Stofnunin hefur fengið aukin verkefni sem tengjast Evrópska efnahagssvæðinu en mjög skortir á að stofnunin hafi fjárhagslegan grundvöll til að geta sinnt þessum verkefnum. Nefndin telur nauðsynlegt að kannað verði hvernig unnt verði að mæta þessum þörfum.
    Útgjöld Náttúruverndar ríkisins hækka um 15,9 millj. kr. milli ára en þar af eru 8,4 millj. kr. vegna launa- og verðlagshækkana. Fulltrúi stofnunarinnar hefur hins vegar farið fram á um 100 millj. kr. aukafjárveitingu til ýmissa nauðsynlegra verkefna. Nefndin telur brýnt að stofnuninni verði gert kleift að sinna sem flestum þessara verkefna. Þá leggur nefndin sérstaka áherslu á að auka þyrfti fjárheimildir til þjóðgarðsins á Snæfellsnesi þannig að mögulegt verði að byggja upp starfsemi og aðstöðu þjóðgarðsins eins og vera ber. Þjóðgarðurinn var stofnaður sl. sumar og telur nefndin að þær 10 millj. kr. sem hann á að fá samkvæmt frumvarpinu dugi engan veginn til þessa.
    Málefni Skipulagsstofnunar voru einnig rædd á fundi nefndarinnar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 5,5 millj. kr. hækkun á útgjöldum stofnunarinnar en fulltrúi hennar hefur farið fram á 11,7 millj. kr. hækkun, m.a. vegna aukins rekstrarkostnaðar og annarra skuldbindinga. Nefndin leggur áherslu á að þess verði gætt að Skipulagssjóður hafi fjárhagslega burði til þess að ná því setta markmiði að aðalskipulagsgerð fyrir öll sveitarfélög í landinu verði lokið árið 2008.
    Þórunn Sveinbjarnardóttir, Gunnar Birgisson og Ísólfur Gylfi Pálmason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. nóv. 2001.Magnús Stefánsson, form.


Kristján Pálsson.


Katrín Fjeldsted.


Jóhann Ársælsson, með fyrirvara.


Drífa Snædal, með fyrirvara.


Ásta Möller,     með fyrirvara.