Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1151, 120. löggjafarþing 313. mál: tóbaksvarnir (aldursmörk, munntóbak, reyklaus svæði o.fl.).
Lög nr. 101 14. júní 1996.

Lög um breytingu á lögum nr. 74/1984, um tóbaksvarnir.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „skráð sé aðvörun“ í 1. mgr. kemur: skráðar séu viðvaranir.
 2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Sígarettupakka skal merkja sérstaklega með upplýsingum um tjöru- og nikótíninnihald.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
 1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þrátt fyrir það er Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins heimilt að gefa út verðskrá fyrir tóbak og birta skrá yfir skaðleg efni í tóbaksvörum.
 2. Við 2. mgr. bætist: og í myndskreytingu á varningi.
 3. 3. mgr. orðast svo:
 4.      Með auglýsingum er í lögum þessum m.a. átt við:
  1. hvers konar tilkynningar til almennings eða sérstakra markhópa, þar á meðal útstillingar í gluggum verslana, hvers konar skilti og svipaðan búnað,
  2. alla notkun hefðbundinna tóbaksvörumerkja (heita og auðkenna) eða hluta þeirra; undanskildar eru þó vörur sem framleiddar eru undir slíkum merkjum, enda gilda auglýsingatakmarkanir laganna um þær að öðru leyti,
  3. hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir nema ljóst sé að hún miði beinlínis að því að koma á framfæri upplýsingum sem draga úr skaðsemi tóbaksneyslu,
  4. dreifingu vörusýna til neytenda.3. gr.

     8. gr. laganna orðast svo:

      8.1.    Tóbak má hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára. Bann þetta skal auglýst með áberandi hætti þar sem tóbak er selt. Leiki vafi á um aldur kaupandans getur sala því aðeins farið fram að hann sýni með skilríkjum fram á að hann sé orðinn 18 ára.

      8.2.    Bannað er að flytja inn, framleiða og selja leikföng eða sælgæti sem er eftirlíking af sígarettum, vindlum eða reykjarpípum eða er ætlað að minna á tóbak með öðrum hætti, svo sem myndskreytingu.

      8.3.    Bannað er að selja tóbak úr sjálfsölum.

      8.4.    Ekki er heimilt að selja sígarettur í minna magni en heilum 20 stykkja pökkum.

      8.5.    Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.

      8.6.    Ekki má selja tóbak í skólum, stofnunum fyrir börn og unglinga eða á heilbrigðisstofnunum.


4. gr.

     3. málsl. fyrri málsgreinar 9. gr. laganna orðast svo: Á þeim veitingastöðum þar sem megináhersla er lögð á kaffiveitingar og matsölu skulu þó ávallt vera reyklaus svæði, ekki síðri en þau svæði þar sem reykingar eru leyfðar, og tryggja skal að aðgangur að þeim liggi ekki um reykingasvæði.

5. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:

      10.1.    Tóbaksreykingar eru með öllu óheimilar:
 1. Í grunnskólum, á leikskólum, hvers konar dagvistum barna og í húsakynnum sem eru fyrst og fremst ætluð til félags-, íþrótta- og tómstundastarfa barna og unglinga.
 2. Á opinberum samkomum innan húss sem einkum eru ætlaðar börnum eða unglingum.
 3. Í framhaldsskólum og sérskólum.
 4. Á heilsugæslustöðvum, á læknastofum og öðrum stöðum þar sem veitt er heilbrigðisþjónusta. Það á þó ekki við íbúðarherbergi vistmanna á hjúkrunar- og dvalarheimilum en þar er þó skylt að gefa þeim sem ekki reykja kost á reyklausum íbúðarherbergjum.
 5. Á sjúkrahúsum. Þó má leyfa reykingar sjúklinga í vissum tilvikum. Ráðherra setur reglugerð þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd undanþágunnar.

 6.     10.2.    Forstöðumenn allra annarra opinberra stofnana en um getur í 1. mgr. skulu í samráði við starfsfólk gera áætlun um bann við reykingum innan viðkomandi stofnunar sem kemur til framkvæmda eigi síðar en fyrir lok ársins 2000. Innan sérhverrar stofnunar skal þó heimilt að gera ráð fyrir afdrepi þar sem reykingar eru heimilaðar.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „um skaðsemi tóbaksneyslu“ í 1. mgr. kemur: í því skyni að draga úr tóbaksneyslu.
 2. Í stað orðsins „ríkisfjölmiðlum“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: fjölmiðlum.
 3. 2. mgr. orðast svo:
 4.      Fræðsla um áhrif tóbaksneyslu og leiðir til að draga úr henni skal veitt á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum.


7. gr.

     15. gr. laganna orðast svo:

      15.1.    Skylt er að verja a.m.k. 0,7% af brúttósölu tóbaks til tóbaksvarnastarfs.

      15.2.    Tóbaksvarnanefnd ráðstafar fénu í samráði við ráðherra.


8. gr.

     18. gr. laganna orðast svo:

      18.1.    Heilbrigðisnefndir, Vinnueftirlit ríkisins, Siglingastofnun Íslands og Flugmálastjórn hafa, eftir því sem við á, eftirlit með því að virt séu ákvæði III. kafla laga þessara í samræmi við þau lög sem gilda um þessar stofnanir.

      18.2.    Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd eftirlitsins.


9. gr.

     Í stað orðanna „2. og 3. mgr.“ í 3. mgr. 19. gr. laganna kemur: 2.–6. mgr.

10. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1996. Þó skal 5. efnismgr. 3. gr. ekki öðlast gildi fyrr en 1. febrúar 1997.

Samþykkt á Alþingi 3. júní 1996.