Ferill 565. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 983  —  565. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Króatíu.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kjartan Jóhannsson og Magnús K. Hannesson frá utanríkisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á samningi milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og lýðveldisins Króatíu sem undirritaður var í Vaduz 21. júní 2001.
    Fríverslunarsamningur þessi er gerður í framhaldi af samstarfsyfirlýsingu EFTA-ríkjanna og Króatíu sem undirrituð var í Zürich 19. júní 2000 og er hluti af viðleitni EFTA-ríkjanna til að styðja við lýðræðislega þróun og efnahagslegar framfarir í Króatíu og á Balkanskaga í heild.
    Þórunn Sveinbjarnardóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 12. mars 2002.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Einar K. Guðfinnsson.


Jónína Bjartmarz.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Magnús Stefánsson.


Rannveig Guðmundsdóttir.



Steingrímur J. Sigfússon.