Ferill 681. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1097  —  681. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um flugmálaáætlun árið 2002.

(Lögð fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001–2002.)


    Alþingi ályktar að framkvæmdum í flugmálum og rekstri flugvalla skuli hagað samkvæmt eftirfarandi flugmálaáætlun fyrir árið 2002.

I. ÁÆTLUN UM FJÁRÖFLUN OG GJÖLD (Fjárhæðir í millj. kr.)

Flugmálaáætlun 2002
TEKJUR OG FRAMLÖG
Markaðar tekjur
Flugvallagjald
721,0
Framlög úr ríkissjóði
740,8
Ríkistekjur
111,8
Sértekjur
Tekjur af alþjóðaflugþjónustu
1.340,2
Aðrar sértekjur
227,7
TEKJUR OG FRAMLÖG ALLS
3.141,5
Viðskiptahreyfingar
Frestun framkvæmda
-68,0
Lántökur
331,0
Afborganir lána
0,0
Viðskiptahreyfingar samtals
263,0
TIL RÁÐSTÖFUNAR ALLS
3.404,5
GJÖLD
Rekstur og þjónusta
Yfirstjórn
219,8
Eftirlit og öryggismál
115,7
Flugvallaþjónusta
532,1
Flugumferðar- og leiðsöguþjónusta innan lands
289,2
Alþjóðaflugþjónusta
1.440,6
Minjar og saga
0,0
Rekstur samtals
2.597,4
Viðhald og styrkir
Viðhaldssjóðir
17,0
Viðhald og styrkir samtals
17,0
Stofnkostnaður
Flugvellir
664,8
Önnur mannvirki, búnaður og verkefni
125,3
Stofnkostnaður samtals
790,1
GJÖLD ALLS
3.404,5

II. FLOKKUN FLUGVALLA


2.1 Flokkur I.

    Eftirfarandi áætlunarflugvellir eru flokkaðir í flokk I: Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöllur.

2.2 Flokkur II.
    Eftirfarandi áætlunarflugvellir eru flokkaðir í flokk II: Vestmannaeyja-, Ísafjarðar-, Hornafjarðar-, Sauðárkróks-, Bíldudals- og Þórshafnarflugvöllur.

2.3 Flokkur III.
    Eftirfarandi áætlunarflugvellir eru flokkaðir í flokk III: Grímseyjar-, Vopnafjarðar-, Gjögur-, Þingeyrar- og Bakkaflugvöllur.

2.4 Flokkur IV.
    Eftirfarandi þjónustuflugvellir eru flokkaðir í flokk IV: Húsavíkur-, Kópaskers-, Norðfjarðar-, Patreksfjarðar-, Raufarhafnar-, Reykjahlíðar-, Rifs- og Siglufjarðarflugvöllur.

2.5 Flokkur V.
    Eftirfarandi kennslu- og æfingaflugvellir eru flokkaðir í flokk V: Blönduós-, Flúða-, Hellu-, Húsafells-, Sandskeiðs-, Selfoss-, Stóra-Kropps-, Tungubakka- og Stykkishólmsflugvöllur.

2.6 Flokkur VI.
    Eftirfarandi flugvellir og lendingarstaðir eru flokkaðir í flokk VI: Arngerðareyri, Álftaver, Breiðdalsvík, Borgarnes, Borgarfjörður eystri, Búðardalur, Dagverðará, Djúpivogur, Fagurhólsmýri, Fáskrúðsfjörður, Forsæti, Geysir, Gunnarsholt, Grímsstaðir, Grundarfjörður, Herðubreiðarlindir, Hólmavík, Hrauneyjafoss, Hveravellir, Hvolsvöllur, Ingjaldssandur, Kaldármelar, Kerlingarfjöll, Kirkjubæjarklaustur, Króksstaðamelar, Melgerðismelar, Múlakot, Nýidalur, Reykhólar, Reykjanes, Sandá, Skálavatn, Skógarsandur, Sprengisandur, Svínafell, Vík og Þórsmörk.

III. SUNDURLIÐUN FRAMKVÆMDA

2002
VIÐHALD
3.1
Viðhaldssjóðir (malbik, klæðing, málning)
17,0
STOFNKOSTNAÐUR
3.2 Reykjavíkurflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
529,9
2. Byggingar
65,6
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður
18,5
614,0
3.3 Akureyrarflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
0,0
2. Byggingar
20,4
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður
5,5
25,9
3.4 Bakkaflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
1,5
2. Byggingar
0,0
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður
0,0
1,5
3.5 Ísafjarðarflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
0,7
2. Byggingar
10,0
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður
0,0
10,7
3.6 Þingeyrarflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
2,0
2. Byggingar
0,0
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður
0,0
2,0
3.7 Hornafjarðarflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
0,8
2. Byggingar
0,0
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður
0,0
0,8
3.8 Þórshafnarflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
0,5
2. Byggingar
0,0
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður
1,7
2,2
3.9 Gjögurflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
0,0
2. Byggingar
0,5
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður
0,0
0,5
3.10 Siglufjarðarflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
0,0
2. Byggingar
0,5
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður
0,0
0,5
3.11 Æfingaflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
2,7
2. Byggingar
0,0
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður
0,0
2,7
3.12
Aðrir flugvellir og lendingarstaðir
4,0
3.13
Flugumferðar- og leiðsögubúnaður
34,7
3.14
Til leiðréttingar brýnna verkefna
12,5
3.15
Tækjasjóður
42,9
3.16
Stjórnunarkostnaður
15,0
3.17
Flugvernd, vopnaleit
20,2
125,3
FLUGMÁLAÁÆTLUN SAMTALS
807,1



Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.



Inngangur.
    Greinargerð þessi fjallar um endurskoðun og tillögur til nýframkvæmda á flugmálaáætlun fyrir árið 2002. Þeim framkvæmdum sem hér er fjallað um má skipta í tvo flokka, annars vegar viðhaldsframkvæmdir og hins vegar nýframkvæmdir. Til viðhaldsframkvæmda teljast aðeins meiri háttar framkvæmdir eins og slitlagsyfirlög á flugbrautir og hlöð, málun flugbrauta, endurbygging bygginga, endurnýjun tækjabúnaðar o.þ.h. Allur annar viðhaldskostnaður er færður á rekstur viðkomandi viðfangsefna. Endurnýjun slitlags og málun flugbrauta eru ekki tilgreind fyrir einstaka flugvelli, heldur er ráðgerð meðalnýting á malbiksslitlagi 18 ár, á klæðingarslitlagi átta ár og málningu þrjú til fjögur ár. Síðan er ráðgert á hverju ári viðhald og endunýjun slitlags og málningar í hlutfalli við þessa nýtingu. Allir flugvellir með slitlagi eru metnir árlega og slitlag og málning endurnýjuð þar sem mest er þörfin. Auk framkvæmda sem eru tengdar einstökum flugvöllum eru einnig áætlaðar framkvæmdir sem tengjast fjarskiptum og flugleiðsögu yfir Íslandi.
Framkvæmdaverkefni flugvalla.
    Flokkun flugvalla í sex flokka hefur verið gerð til að stuðla að markvissri forgangsröðun verkefna. Fyrir hvern flokk, I–VI, eru skilgreindar mismunandi kröfur um eftirfarandi þætti sem verður að uppfylla:
          Flugbrautir.
          Öryggissvæði.
          Hlöð.
          Bílastæði.
          Flugturn.
          Flugstöð.
          Tækjageymsla.
          Sandgeymsla.
          Slökkvi- og björgunarbúnaður.
          Snjóhreinsibúnaður.
          Flugleiðsögubúnaður.
          Fjarskiptabúnaður.
          Veðurmælibúnaður.
          Flugbrautarljós.
          Hlaðlýsing.
          Raforkudreifikerfi.
    Einstökum flugvöllum er skipað í viðeigandi flokka og færð rök fyrir flokkuninni. Rökin eru m.a. byggð á umferð síðustu ár, umferðarspá fyrir næstu ár, byggðarlegri stöðu flugvallarins og landslagi umhverfis flugvöllinn.

Flokkur I.
    Í þessum flokki eru flugvellir sem þjóna innanlandsflugumferð á flugvélum af stærðunum Fokker 50 og ATR42 eða sambærilegum flugvélum. Einnig eiga flugvellir í þessum flokki að geta þjónað a.m.k sem varaflugvellir fyrir þotuflugumferð í stærðarflokkum Boeing 757 eða sambærilegum flugvélum. Mannvirki eins og flugbrautir, flughlöð, flugstöðvar, bílastæði o.þ.h. eiga að geta þjónað a.m.k. einni fullhlaðinni þotu til viðbótar við hefðbundna umferð. Tækjabúnaður skal þannig samsettur að bilun í einu tæki valdi ekki truflun á rekstri flugvallarins. Þetta á við um raforkukerfi, rafeindakerfi og tækjabúnað. Allur búnaður á flugvellinum, bæði aðflugstæki og ljósabúnaður, skal uppfylla kröfur sem gerðar eru til flugvalla með CAT I nákvæmnisaðflug. Gerð er krafa til þess að hægt sé að opna flugbraut á innan við 30 mínútum miðað við 10 sm jafnfallna snjóþekju. Þá er miðað við að snjór sé ruddur og honum sópað í garða við brautarkanta. Gerð er krafa um að hægt sé að ryðja og blása öllum snjó út fyrir flugbrautarljós á innan við fjórum klukkustundum.

Flokkur II.
    Í þessum flokki eru flugvellir sem þjóna innanlandsflugumferð á flugvélum af stærðunum Fokker 50 og ATR42 eða öðrum sambærilegum flugvélum. Mannvirki eins og flugbrautir, flughlöð, flugstöðvar, bílastæði o.þ.h. eiga að geta annað a.m.k. tveimur flugvélum í þessum stærðarflokki samtímis. Búnaður flugvallarins skal þannig samsettur að allur búnaður sem er í notkun í aðflugi flugvélar skal uppfylla það skilyrði að bilun í einu tæki valdi ekki röskun á aðfluginu. Hins vegar er ekki gerð krafa til þess að allur búnaður sem er nauðsynlegur til að opna flugbraut uppfylli þetta skilyrði. Fyrir flugvelli í þessum flokki er gerð krafa um a.m.k. grunnaðflugsbúnað (Non Precision Approach). Slík aðflug geta byggst á hringvitum (NDB) eða GPS-leiðsögu.

Flokkur III.
    Í þessum flokki eru flugvellir sem þjóna innanlandsflugumferð á 19 farþega flugvélum, t.d. Dornier 228 eða sambærilegum flugvélum. Mannvirki eins og flugbrautir, flughlöð, flugstöðvar, bílastæði o.þ.h. eiga að geta annað a.m.k. einni flugvél í þessum stærðarflokki. Búnaður flugvallarins skal þannig samsettur að allur búnaður sem er í notkun í aðflugi flugvélar skal uppfylla það skilyrði að bilun í einu tæki valdi ekki röskun á aðfluginu. Hins vegar er ekki gerð krafa til þess að allur búnaður sem er nauðsynlegur til að opna flugbraut uppfylli þetta skilyrði. Fyrir flugvelli í þessum flokki er gerð krafa um a.m.k. grunnaðflugsbúnað (Non Precision Approach). Slík aðflug geta byggst á hringvitum (NDB) eða GPS-leiðsögu.

Flokkur IV.
    Í þessum flokki eru þjónustuflugvellir sem þjóna minnstu flugvélunum. Á þessa flugvelli er ekki flogið reglubundið áætlunarflug en þeir eiga að vera með flugvallarstjórn og mannaðir þegar þeir þjóna leigu- eða áætlunarflugi.

Flokkur V.
    Í þessum flokki eru æfinga- og kennsluflugvellir sem þjóna minnstu flugvélunum. Flugvellirnir eru án flugvallarstjórnar en þá á að vera hægt að manna þegar á þarf að halda.

Flokkur VI.
    Í þessum flokki eru sjúkraflugvellir og aðrir lendingarstaðir sem þjóna minnstu flugvélunum. Flugvellirnir eru án flugvallarstjórnar og ekki mannaðir.

Viðhaldsverkefni.
    Í þessari flugmálaáætlun eru einungis 17 millj. kr. til ráðstöfunar úr viðhaldssjóðum en undir eðlilegum kringumstæðum þurfa að vera 50–60 millj. kr. til ráðstöfunar ár hvert. Stærstu þættir viðhaldsverkefna eru tengdir malbiki, klæðingu og málningu á flugbrautum. Gert er ráð fyrir að meðalendingartími malbiks sé 18 ár ef útlögn hefur tekist vel og undirbygging er góð. Á 18 ára fresti er lagt nýtt 4 sm yfirlag. Milli þess sem yfirlög eru lögð verður að fara fram eftirfarandi viðhald: Á þriggja ára fresti fer fram holufylling og sprunguviðgerð. Á þriggja ára fresti er yfirsprautað með bindiefni. Heildarmagn malbikaðs yfirborðs í lok árs 2001 er um 470.000 m2. Gert er ráð fyrir að meðalendingartími klæðingar sé átta ár ef útlögn hefur tekist vel og undirbygging er í lagi. Ekki er gert ráð fyrir viðhaldi milli þess sem yfirlagnir fara fram. Axlir á snúningssvæðum brautarenda skal yfirleggja á fjögurra ára fresti. Í báðum tilvikum skal yfirleggja með einföldu slitlagi. Heildarmagn klæðingar í lok árs 2001 er um 551.000 m2. Gert er ráð fyrir að mála skuli flugbrautir á þriggja ára fresti. Vegna yfirlagsviðhalds er lagt til að malbikaðar flugbrautir verði málaðar á þriggja ára fresti, en brautir með klæðingu á fjögurra ára fresti. Heildarmagn málaðra flata í lok árs 1999 er um 71.000 m2.

Framkvæmdir á einstökum flugvöllum.
    Eftirfarandi er lýsing á framkvæmdum sem fram koma í fylgiskjali með tillögunni.

Reykjavíkurflugvöllur.
    Framkvæmdir við endurbætur Reykjavíkurflugvallar hófust í október 1999 og miðað er við að þeim ljúki árið 2003. Framkvæmdir sem boðnar voru út og áætlað var að lyki í júlí 2002 eru endurbætur á flugbrautum, ný akbraut og endurbætur á eldri akbrautum, endurbætur á öryggissvæðum flugbrauta, nýtt afvötnunarkerfi, endurnýjun á öllum flugbrautar- og aðflugshallaljósum ásamt rörakerfi fyrir alla rafstrengi, ný fjarlægðar- og leiðbeiningaskilti við allar brautir, ný málning á öllum brautum. Annað sem verður unnið við er girðing, sjósetningaraðstaða fyrir björgunarbát, lokafrágangur ljósa og skilta ásamt uppsetningu veðurmælibúnaðar.
    Vegna þess hversu mikið verðlag hefur hækkað á samningstímanum er ljóst að ekki verður unnt að ljúka þessum framkvæmdum í samræmi við gerða samninga. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að framkvæmdirnar kostuðu 1.520 millj. kr. Nú þegar hafa verið greiddar rúmlega 93 millj. kr. í verðbætur til verktaka og má búast við að þessar greiðslur fari í 115– 120 millj. kr. í verklok. Heildarverkkostnaður er nú áætlaður liðlega 1.600 millj. kr. Því vantar um 80 millj. kr. upp á að hægt sé að standa við samninginn við verktakann á árinu 2002.

Flugbrautir og akbrautir.
    Endurbyggingu flugbrauta er lokið, nema efra malbikslag vantar á austurenda brautar 13-31.

Girðing.
    Undanfarin ár hefur verið unnið við endurgerð mannheldrar tveggja metra hárrar girðingar umhverfis flugvöllinn, alls er girðingin 7.200 m og eftir er að endurnýja 2.100 m. Nú hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, umhverfissvið, gefið út starfsleyfi fyrir völlinn og er þar krafa um að lokið verði við að girða völlinn fyrir október 2002 og koma á virkri stjórnun hliða þannig að óviðkomandi komist ekki inn á völlinn. Þetta er einnig í samræmi við hertar alþjóðaöryggisreglur flugvalla. Gert er ráð fyrir að öll hlið verði aðgangsstýrð á rafrænan hátt og þannig hægt að sjá hverjir eru inni á vellinum á hverjum tíma. Áætlaður kostnaður við girðinguna er 34 millj. kr.

Sjósetningaraðstaða fyrir björgunarbát.
    Mikil umræða hefur farið fram um björgunarbátamál vallarins og núverandi áætlanir gera ráð fyrir að komið verði upp sjósetningaraðstöðu fyrir bát við suðurenda brautar 01-19, beint út í Skerjafjörð. Í þessu skyni gæti þurft að byggja bátahús og frá því braut niður í sjó sem gæti kostað allt að 20 millj. kr. Gert er ráð fyrir að helmingur þessa fjármagns verði til reiðu á árinu 2002.

Flugstöð.
    Á árinu 2002 eru til ráðstöfunar 5,6 millj. kr. frá árinu 2001 til undirbúnings að byggingu flugstöðvar.

Flugleiðsögubúnaður.
    Reykjavíkurflugvöllur er með aðflugsstefnu- og aðflugshallasendum og markvitum (ILS) fyrir aðflug inn á flugbraut 19. Aðflug inn á flugbraut 13 er byggt á aðflugsstefnusendi (LLZ). Inn á aðrar brautir er aðflug byggt á hringvitum (NDB). Báðir aðflugsstefnusendarnir eru orðnir mjög gamlir. Aðflugsstefnusendirinn fyrir braut 19 er frá árinu 1978 og sendirinn á braut 13 er frá árinu 1981. Á flugmálaáætlun fyrir árin 2000–2003 var ráðgert að endurnýja aðflugstefnusendinn á flugbraut 19 á árinu 2001. Í lok ársins 2001 voru kaup á þessum stefnusendi boðin út og er ráðgert að uppsetningu ljúki vorið 2002. Samhliða því sem búnaðurinn verður endurnýjaður verður hann fluttur inn á flugvallarsvæðið og nýtur því þeirrar verndar sem þar er, en núverandi búnaður er staðsettur í Kársnesi í Kópavogi. Þéttari byggð og aukin umferð umhverfis þennan búnað er áhyggjuefni.

Flugbrautarljós.
    Samhliða endurnýjun flug- og akstursbrauta á Reykjavíkurflugvelli hefur verið unnið að endurnýjun flugbrautarljósa. Í árslok 2001 var endurnýjun flugbrautaljósa á flugbrautum 01/19 og 13/31 lokið.

Akureyrarflugvöllur.
Flugturn.
    Nú er unnið að því að endurnýja búnað í flugturninum á Akureyrarflugvelli. Lokið er við að endurnýja raforkudreifingu, veðurmælikerfi hefur verið endurnýjað og fjarskiptastjórnkerfi var sett upp í lok ársins 2001. Á árinu 2002 er ráðgert að ljúka þessum framkvæmdum sem aðallega snúa að því að skipta út stjórnborði í flugturninum og bæta vinnuaðstöðu.

Flugstöð.
    Flugstöðvarbyggingin hefur verið byggð í þremur áföngum. Fyrsti áfangi, 894 m2, var byggður 1961, annar áfangi, 400 m2, var byggður árið 1970 og þriðji áfangi, 415 m2, var tekinn í notkun í maí 1996. Samtals er því flugstöðin ásamt flugturni um 1.709 m2. Á árunum 1999 og 2000 var unnið við ýmsan frágang og viðbætur á þessum síðasta byggingaráfanga og mun þeim lagfæringum ljúka árið 2002. Um er að ræða lagfæringar í brottfararsal og endurnýjun á kaffiteríu. Byggð var 21 m2 glerbygging út úr austurhlið brottfararsalar og aðkomugangur úr gleri að komusal. Einnig voru breytingar gerðar á norðurhluta flugstöðvarinnar. Þá var sett upp nýtt færiband og skjáupplýsingakerfi fyrir farþega auk annara lagfæringa á eldri áföngum. Áætlaður kostnaður er um 90 millj. kr. Frá árinu 2001 eru 6,5 millj. kr. til ráðstöfunar á árinu 2002 til að ljúka framkvæmdum í norðurenda sem var seinkað vegna óvissu um fyrirkomulag vegna vopnaleitar.

Deiliskipulag og hönnun vélageymslu.
    Deiliskipulag hefur ekki verið gert fyrir flugvöllinn og verður nú ekki lengur komist hjá því, bæði vegna fyrirhugaðrar byggingar véla- og sandgeymslu og fyrirhugaðrar slökkvistöðvar og ekki síst þar sem komið er að því að girða völlinn í samræmi við nútímaöryggiskröfur. Gert er ráð fyrir að verja 3 millj. kr. í þennan lið á árinu 2002.

Girðing.
    Nauðsynlegt er að endurbæta girðingu við suðurenda brautar þar sem fjölfarinn göngustígur liggur fyrir endann. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði 2,5 millj. kr.

Flugleiðsögubúnaður.
    Grunnaðflug að braut 19 byggist á hringvitum (NDB), en síðan tekur við nákvæmnisaðflug byggt á aðflugsstefnusendi (LLZ) og fjarlægðarmæli (DME). Einnig er veitt ratsjáraðflugsþjónusta inn á braut 01. Inn á braut 01 er aðeins grunnaðflug sem byggist á hringvitum (NDB). Ekki er talið að hringvitarnir þarfnist endurnýjunar á árunum 2000–2003. Hins vegar þarfnast aðflugsstefnusendirinn og fjarlægðarmælirinn endurnýjunar.
    Aðflugsratsjáin er staðsett á flugvellinum. Ratsjáin er orðin 27 ára gömul, en árið 1988 var úrvinnslubúnaður hennar endurnýjaður með breyttri skiparatsjá. Nokkur vandi er á að tryggja fullan rekstur ratsjárinnar, sérstaklega í mikilli úrkomu. Við slíkar aðstæður er erfitt að greina í sundur endurkast frá flugvél og endurkast frá úrkomuskýjum. Á undanförnum tveimur árum hafa verið kannaðir möguleikar á að endurnýja ratsjána með nýrri eða notaðri aðflugsratsjá. Kostnaður við slíka framkvæmd er 100–250 millj. kr. Á árinu 2002 er ráðgert að vinna áfram við að kanna aðrar mögulegar leiðir til úrlausnar. Nú er unnið að því að hanna nýtt aðflug sem byggist á aðflugsstefnu- og aðflugshallasendum auk fjarlægðarmælis. Líklegt er að niðurstaða þessara athugana fáist á árinu 2003.

Flugbrautarljós.
    Á undanförnum árum hefur verið unnið að uppbyggingu og endurbyggingu flugbrautarljósa á Akureyrarflugvelli. Á árinu 2002 er ráðgert að endurnýja ljósker meðfram flugbrautinni og endurnýja aðflugshallaljós.

Ísafjarðarflugvöllur.
Flugturn.
    Núverandi turn þarfnast gagngerrar endurnýjunar og talið heppilegri kostur að byggja nýjan turn áfastan við véla- og tækjageymslu og hefur tillaga þegar verið hönnuð. Gert er ráð fyrir að ráðast í byggingu turnsins árið 2002 og ljúka henni árið 2003. Heildarkostnaður er áætlaður 15 millj. kr og verður framkvæmt fyrir 10 millj. kr. árið 2002.

Sjóvarnargarður.
    Núverandi sjóvarnargarður er farinn að gefa sig og á nokkrum stöðum verður að framkvæma bráðabirgðaviðgerð sem er áætluð sumarið 2002 og kostar 0,7 millj. kr.

Hornafjarðarflugvöllur.
Öryggissvæði.
    Árið 2001 var unnið við jöfnun öryggissvæða og átti sáningu einnig að ljúka en vegna anna verktaka, sem eru bændur nærliggjandi jarða, tókst ekki að sá og mun það verða framkvæmt sumarið 2002 og kostnaður verður 0,8 millj. kr.

Þórshafnarflugvöllur (Syðralón).
Öryggissvæði.
    Árið 2001 voru hafnar framkvæmdir við lagfæringu öryggissvæðis og þeim líkur vorið 2002. Kostnaður verður 0,5 millj. kr.

Gjögurflugvöllur.
Sandgeymsla.
    Byggð verður ný 150 m3 sandgeymsla. Ráðgert er að framkvæmdir eigi sér stað árin 2002 og 2003. Áætlaður kostnaður er 2 millj. kr. sem skiptist í 0,5 millj. kr. árið 2002 og 1,5 millj. kr. 2003.

Bakkaflugvöllur.
Flugbrautir.
    Austur–vestur flugbrautin ásamt flughlaði og tengibraut var endurbyggð árið 2001 og yfirborð klætt með tvöfaldri klæðingu. Einnig var sett rörakerfi fyrir væntanleg aðflugshallaljós og kaplar lagðir. Ráðgert var að styrkja norður–suðurbraut, sem er grasbraut, með því að setja í hana fíngerða malaða möl sem féll til við framkvæmdina, en vegna veðurs og annarra aðstæðna tókst það ekki í lok framkvæmdanna 2001 og er það ráðgert snemma sumars 2002. Áætlaður kostnaður er 1,5 millj. kr.

Þingeyrarflugvöllur.
Flugbraut.
    Til umræðu hefur verið að lengja flugbrautina um allt að 300 m, en það er nokkrum annmörkum háð, aðallega vegna flutnings þjóðvega sem liggja fast við báða enda brautarinnar. Ákveðið er að láta hanna þessa lengingu til að geta metið kosti. Áætlaður kostnaður er 2 millj. kr. á árinu 2002.

Siglufjarðarflugvöllur.
Flugstöð/Flugturn.
    Flugstöðin á Siglufjarðarflugvelli er nægilega stór og uppfyllir kröfur flokks III. Flugturninn er sambyggður ofan á flugstöðinni. Á árinu 2002 eru ráðgerðar minni háttar viðhaldsframkvæmdir á byggingunni.

Tækjageymsla.
    Tækjageymslan á Siglufjarðarflugvelli uppfyllir skilyrði flokks III. Á árinu 2002 eru ráðgerðar minni háttar viðhaldsframkvæmdir á byggingunni.

Æfingaflugvöllur.
    Reiknað er með að verja 2,7 millj. kr. í undirbúning að byggingu æfingaflugvallar á árinu.

Flugumferðar- og flugleiðsögukerfi.
    Eftirfarandi er lýsing á framkvæmdum sem fram koma í fylgiskjali með tillögunni.
    Flugleiðsögukerfi að einstökum flugvöllum eru nú flokkuð með viðeigandi flugvelli, en leiðarflugsaga sem og þau kerfi sem eru sameiginleg öllum flugvöllum eru flokkuð hér. Þessi verkefni eru tengd gervihnattaleiðasögu, flugprófanabúnaði og veðurupplýsingakerfum. Einnig eru hér rannsóknarverkefni, kostnaður vegna hlutdeildar Íslands í verkefnum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar auk liðar til að koma til móts við aðkallandi verkefni sem upp geta komið.

Flugstjórnarmiðstöð.
    Af þessum lið er greiddur hlutur Íslands í framkvæmdum Alþjóðaflugþjónustunnar.

Upplýsingakerfi.
    Á árinu verður haldið áfram að setja upp búnað til að safna saman veðurupplýsingum á flugvöllum og að byggja upp miðlægt tölvukerfi fyrir öryggisupplýsingar til flugmanna.

Flugprófanabúnaður.
    Í Beechcraft King Air flugvél Flugmálastjórnar er komið fyrir flugprófanabúnaði sem notaður er til að prófa aðflugsbúnað á öllum flugvöllum á Íslandi, auk flugvalla á Grænlandi og í Færeyjum. Þessi búnaður er nú kominn mjög til ára sinna (síðan 1979). Móttakarar og úrvinnslubúnaður er orðinn úr sér genginn og ekki af nýjustu gerð. Áætlað er að endurnýjun búnaðarins muni kosta um 250 millj. kr. Ráðgert er að vinna að vali búnaðarins á árinu 2002.

GPS/WAAS/NAAN/ADS/LAAS.
    Þessi liður greiðir kostnað Flugmálastjórnar vegna gervihnattaleiðsögu og aðflugshönnunar.

Rannsóknarverkefni.
    Af þessum lið eru ýmis rannsóknarverkefni greidd. Þau verkefni sem þegar eru þekkt og unnið verður að á árinu 2002 eru ýmsar hávaðamælingar, hönnun kerfis til að hafa eftirlit með aðflugshalla á Reykjavíkurflugvelli og athuganir í veðurfarslíkönum.

Ýmis verkefni.
    Undir þennan lið falla ýmis ófyrirséð verkefni sem upp koma á áætlunartímabilinu. Algengt er að búnaður sem ekki var ráðgert að endurnýja á tímabilinu bili þannig að viðgerð verði ekki komið við og endurnýjun sé nauðsynleg.

Annar kostnaður.
    Undir þennan lið falla sjóður til leiðréttinga og ófyrirséðra verkefna, tækjasjóður og stjórnunarkostnaður. Einnig eru þarna undir listskreytingar og flugvernd/vopnaleit. Alls er ráðgert að veita 90,6 millj. kr. til þessa liðar á árinu 2002.

Leiðréttingar og ófyrirséð verkefni.
    Allar kostnaðaráætlanir í flugmálaáætlun eru gerðar með +/-30% skekkjumörkum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt að ekki er ráðlegt að hafa undir 20 millj. kr. til leiðréttingar á ári. Þessi upphæð er aðeins 2–3% af ráðstöfunarfé til framkvæmda.

Stjórnunarkostnaður.
    Undir stjórnunarkostnað fellur allur kostnaður við umsýslu verkefna, þ.m.t. áætlanagerð, bókhald og eftirlit. Reynsla undanfarinna ára sýnir að hæfilegt er að gera ráð fyrir 15 millj. kr. á árinu til þessa verkliðar.

Tækjasjóður.
    Þetta er í annað sinn sem flugmálaáætlun hefur tækjasjóð sem fjármagnar tæki til snjóruðnings og slökkvibúnað á flugvelli. Áætlað matsverð þess búnaðar sem nú er á flugvöllum er um 700 millj. kr. Eðlilegt er talið að gera ráð fyrir um 10% endurnýjun, þ.e. um 70 millj. kr., en á árinu 2002 er einungis gert ráð fyrir 42,9 millj. kr. Á árinu verður fjármagni úr tækjasjóði ráðstafað til kaupa á slökkvibifreið og björgunarbáti fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Flugvernd/vopnaleit.
    Á árinu er gert ráð fyrir kaupum á vopnaleitarbúnaði og aðstöðu vegna leitar á farþegum og í handfarangri að upphæð 20,2 millj. kr. á áætlunarflugvöllum þaðan sem millilandaflug er stundað. Ekki er í þessari áætlun gert ráð fyrir fjármagni til kaupa á vopnaleitarbúnaði vegna innanlandsflugs né til leitar í lestarfarangri en niðurstaða Evrópusambandsins um kröfur til slíks búnaðar mun væntanlega liggja fyrir síðar á þessu ári.



Fylgiskjal.


Flugmálaáætlun fyrir árið 2002. Sundurliðun verkefna.


Liðir Verk í vinnslu frá 2001
Heimild frá 2001
2002
Viðhaldssjóðir    
Yfirborðsviðhald (klæðing, malbik, málning)   17.000.000
Samtals   17.000.000
Reykjavík    
Flugbrautarsamningur 459.100.000 65.800.000
Fegrun svæða og umhverfis 5.000.000  
Aðflugsbúnaður, braut 19 18.500.000  
Flugvernd, flugvallargirðing   34.000.000
Björgunarbátur, sjósetning   10.000.000
Flugstöð 5.600.000  
Flugturn 16.000.000  
Samtals 504.200.000 109.800.000
Akureyri    
Flugstöð 6.500.000  
Flugvernd, girðing 2.500.000  
Turnviðgerðir 5.400.000  
Aðflugs og öryggisbúnaður 5.500.000  
Deiliskipulag og hönnun tækjageymslu   3.000.000
Flugminjasafn   3.000.000
Samtals 19.900.000 6.000.000
Bakki    
Flugbraut 1.500.000  
Samtals 1.500.000 0
Ísafjörður    
Flugturn   10.000.000
Sjóvarnargarður 700.000  
Samtals 700.000 10.000.000
Þingeyri    
Lenging brautar, hönnun   2.000.000
Samtals 0 2.000.000
Hornafjörður    
Öryggissvæði, uppgræðsla 800.000  
Samtals 800.000 0
Þórshöfn    
Aðflugs og öryggisbúnaður 1.700.000  
Öryggissvæði 500.000  
Samtals 2.200.000 0
Gjögur    
Sandgeymsla   500.000
Samtals 0 500.000
Siglufjörður    
Flugstöð/tækjageymsla 300.000 200.000
Samtals 300.000 200.000
Æfingaflugvöllur 2.700.000  
Samtals 2.700.000 0
Aðrir flugvellir og lendingarstaðir   4.000.000
Samtals 0 4.000.000
Flugumferðar- og leiðsögubúnaður    
Flugstjórnarmiðstöð   5.000.000
Upplýsingakerfi   6.000.000
GPS/WAAS/NAAN/ADS/Aðflugsbúnaður 2.300.000  
Flugprófunarbúnaður 6.000.000  
Rannsóknarverkefni   3.000.000
Ýmis verkefni, flugleiðsaga og öryggisbúnaður   12.400.000
Samtals 8.300.000 26.400.000
Annar kostnaður    
Til leiðréttingar og ófyrirséðra verkefna   12.500.000
Tækjasjóður   42.900.000
Stjórnunarkostnaður   15.000.000
Flugvernd, vopnaleit 20.200.000  
Samtals 20.200.000 70.400.000
  560.800.000 246.300.000
Ráðstöfunarfé alls

807.100.000