Ferill 675. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Nr. 10/127.

Þskj. 1296  —  675. mál.


Þingsályktun

um aðild að alþjóðasamþykkt um viðmiðanir fyrir menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafna fiskiskipa.


    Alþingi ályktar að heimila að Ísland gerist aðili að alþjóðasamþykkt um viðmiðanir fyrir menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafna fiskiskipa sem gerð var í Lundúnum 7. júlí 1995.

Samþykkt á Alþingi 20. apríl 2002.