Ferill 599. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Nr. 14/127.

Þskj. 1311  —  599. mál.


Þingsályktun

um stefnumótun um aukið umferðaröryggi.


    Alþingi ályktar að á næstu ellefu árum, eða fyrir lok ársins 2012, skuli stefnt að fækkun banaslysa og annarra alvarlegra umferðarslysa um 40% miðað við fjölda slysa árin 2000 og 2001. Þessu takmarki verði náð með sameiginlegu átaki ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja, áhugahópa um umferðaröryggismál og alls almennings. Dómsmálaráðherra kynni Alþingi í byrjun hvers árs stöðu umferðaröryggismála og hvernig miðar í átt að settu marki. Starfs- og framkvæmdaáætlun verði endurskoðuð árlega.

Samþykkt á Alþingi 20. apríl 2002.