Ferill 458. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Nr. 20/127.

Þskj. 1320  —  458. mál.


Þingsályktun

um að koma á fót vestnorrænni samráðsnefnd um nýtingu náttúruauðlinda.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni, í samvinnu við landstjórnir Færeyja og Grænlands, að koma á fót níu manna samráðsnefnd um nýtingu náttúruauðlinda. Nefndina skipi þrír fulltrúar frá hverju vestnorrænu landanna.

Samþykkt á Alþingi 20. apríl 2002.