Ferill 459. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Nr. 21/127.

Þskj. 1321  —  459. mál.


Þingsályktun

um alþjóðlega ráðstefnu um sjálfbæra þróun og nýtingu lífríkis á Vestur-Norðurlöndum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni, í samvinnu við landstjórnir Færeyja og Grænlands, að halda alþjóðlega ráðstefnu um sjálfbæra þróun og nýtingu lífríkis á Vestur-Norðurlöndum. Tilgangur með ráðstefnuhaldinu væri að efna til opinnar og gagnrýnnar umræðu á milli sem flestra fylkinga um þessi málefni og ráðstefnugestir kæmu úr mismunandi áttum, þar yrðu fulltrúar stjórnmálamanna, vísindamanna, leikmanna og ólíkra hagsmunasamtaka, svo sem dýra- og náttúruverndarsamtaka.

Samþykkt á Alþingi 20. apríl 2002.