Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1331  —  192. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um könnun á sjóðandi lághitasvæðum.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Orkustofnun, Orkuveitu Húsavíkur, Eyþingi og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
    Tillagan miðar að því að iðnaðarráðherra verði falið að beita sér fyrir samvinnu við sveitarfélög og Byggðastofnun um könnun á svæðum með sjóðandi lághita. Aðalmarkmið rannsóknanna verði að finna ný sjóðandi lághitasvæði.
    Nefndin bendir á að með nýrri hitaveitutækni er hægt að framleiða raforku á sjóðandi lághitasvæðum en hingað til hafa slík svæði einkum verið nýtt til hefðbundinnar upphitunar húsa og ylræktar.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Bryndís Hlöðversdóttir og Kjartan Ólafsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 17. apríl 2002.


Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Ásta Möller.


Pétur H. Blöndal.



Svanfríður Jónasdóttir.


Helga Guðrún Jónasdóttir.


Árni Steinar Jóhannsson.



Ísólfur Gylfi Pálmason.