Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1339, 127. löggjafarþing 596. mál: samkeppnislög (EES-reglur, ríkisaðstoð).
Lög nr. 54 2. maí 2002.

Lög um breyting á samkeppnislögum, nr. 8/1993, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „settar eru í“ í 1. mgr. kemur: bókun 3 og.
  2. Á eftir orðunum „á sviði“ í 1. mgr. kemur: ríkisaðstoðar og.


2. gr.

     3. mgr. 47. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Verði að afturkalla ákvörðun um ríkisaðstoð eða annan fjárhagsstuðning úr opinberum sjóðum vegna ákvæða samningsins um Evrópska efnahagssvæðið skulu stjórnvöld, að undangenginni ákvörðun eftirlitsstofnunar EFTA um endurgreiðslu, gera ráðstafanir til þess að endurheimta aðstoðina frá þiggjanda hennar. Þiggjanda aðstoðar ber að greiða vexti, sem eftirlitsstofnun EFTA ákveður, af fjárhæð þeirri sem hann er endurkrafinn um. Vextir skulu reiknaðir frá þeim degi er þiggjanda var fengin aðstoðin til umráða og fram til þess dags að hún er endurgreidd. Afturköllun samkvæmt málsgrein þessari skapar sveitarfélagi eða ríkissjóði ekki skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem ákvörðun beinist að eða telja sig að öðru leyti bíða tjón af afturkölluninni.

3. gr.

     2. málsl. 48. gr. laganna verður svohljóðandi: Fjármálaráðherra er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd reglna EES-samningsins um ríkisaðstoð til aðila hér á landi.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 2002.