Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1342, 127. löggjafarþing 587. mál: eiturefni og hættuleg efni (EES-reglur, ósoneyðandi efni).
Lög nr. 68 3. maí 2002.

Lög um breytingu á lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 29. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Ráðherra getur í reglugerð að fengnum tillögum Hollustuverndar ríkisins bannað innflutning og framleiðslu eiturefna og hættulegra efna sem haft geta skaðleg áhrif á umhverfið. Ráðherra getur heimilað Hollustuvernd ríkisins að veita tímabundnar undanþágur frá slíku banni í því skyni að draga smám saman úr innflutningi og framleiðslu efnisins og kveðið þar á um hvaða skilyrðum slík undanþága skuli háð.
     Við veitingu innflutnings- og framleiðsluleyfa skv. 3. mgr. er heimilt að taka mið af markaðshlutdeild umsækjanda undanfarin fimm ár. Þegar stefnt er að algeru banni við innflutningi og framleiðslu efnis er heimilt að hafna umsókn aðila sem hefur ekki flutt inn eða framleitt efnið áður.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 2002.