Ferill 605. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1405  —  605. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Frá minni hluta félagsmálanefndar.



         Það er að sjálfsögðu fagnaðarefni að loksins standi til að lögleiða meginreglur vinnutímatilskipana Evrópusambandsins og tilskipunar um vinnuvernd barna og unglinga. Mjög er hins vegar miður að slíkt skuli ekki takast í góðu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Ágreiningur er um útfærslu ýmissa ákvæða tilskipananna og ljóst virðist að „lágmarks“ hugsunarháttur er alls ráðandi af hálfu stjórnvalda og með velþóknun atvinnurekenda.
    Þetta birtist í því að leitast er við að tryggja aðeins lágmarksréttindi starfsmanna eins og óhjákvæmilegt er til að ákvæði tilskipananna séu virt og jafnvel gætir tilhneigingar til að túlka réttindaákvæði þröngt. Þetta sést t.d. á ákvæðum frumvarpsins um hvíldartíma og skilgreiningar í því sambandi sem eru algerlega ófullnægjandi.
    Annað meginefni þessa frumvarps er svo sú tillaga að fella út úr lögunum meginákvæði núgildandi laga um heilsuvernd starfsmanna. Þessi tillaga er fráleit að mati minni hlutans enda hefur þessu verið harðlega mótmælt af samtökum launamanna eins og Alþýðusambandi Íslands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
    Minni hlutinn telur óhjákvæmilegt að vinna þetta frumvarp betur og því vænlegast að fresta afgreiðslu þess ef ekki næst samstaða um að gera á því verulegar lagfæringar.
    Til vara mun minni hlutinn flytja nokkrar breytingartillögur sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali en þær munu færa til betri vegar nokkra helstu ágalla málsins. Í fyrsta lagi er lagt til að sett verði inn í 1. gr. laganna ákvæði sem taka af tvímæli um að þegar talað er um öruggt heilsusamlegt starfsumhverfi sem m.a. sé í samræmi við félagslega þróun, þá sé einnig átt við að tryggja beri að starfsmenn sæti ekki einelti eða kynferðislegu áreiti á vinnustað né sé þeim mismunað á grundvelli kynferðis, litarháttar, aldurs o.s.frv. Í öðru lagi er lagt til að sett verði í lög afdráttarlaust ákvæði sem skilgreinir hugtakið „hvíldartími“ þannig að réttur starfsmanns til eðlilegrar hvíldar skerðist ekki úr hófi vegna rúmrar skilgreiningar á hugtakinu. Í þriðja lagi er lagt til að læknar í starfsnámi verði ekki undanþegnir IX. kafla laganna. Í fjórða lagi er lagt til að undanþáguákvæði 4. mgr. c-liðar 9. gr. falli niður þar sem það rýrir mjög gildi þess sem sagt er um samkomulag um styttingu lágmarkshvíldartíma, sbr. 1. mgr. sama liðar (11 klst. samfelld hvíld) og að orðalag verði styrkt hvað það snertir að starfsmaður skuli fá hvíld svo fljótt sem við verður komið að aflokinni vinnulotu. Í fimmta lagi er lagt til að 66. gr. laganna um heilsuvernd falli ekki brott. Í sjötta og síðasta lagi er lagt til að í ákvæði til bráðabirgða komi fyrirmæli til félagsmálaráðherra þess efnis að leggja skuli fyrir næsta þing endurskoðuð ákvæði um heilsuvernd starfsmanna, þar sem byggt verði á niðurstöðum nefndar sem stjórn Vinnueftirlitsins skipaði og skilaði af sér í júní 1999.

Alþingi, 26. apríl 2002.



Steingrímur J. Sigfússon.


Fylgiskjal I.


Bréf frá Læknafélagi Íslands
(móttekið 9. apríl 2002)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Fylgiskjal II.


Umsögn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um frumvarp til laga um breytingu
á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

(4. apríl 2002)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.






Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fylgiskjal III.



Umsögn Alþýðusambands Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum
nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

(15. mars 2002)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.