Ferill 186. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1467  —  186. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um úttekt á umfangi skattsvika, skattsniðgöngu og dulinni efnahagsstarfsemi.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, ríkislögreglustjóranum, Samtökum iðnaðarins, skattstjóranum í Reykjavík og skattrannsóknarstjóra ríkisins.
    Nefndin tekur undir nauðsyn þess að fram fari úttekt á umfangi skattsvika, skattsniðgöngu og dulinni efnahagsstarfsemi, en slík úttekt fór síðast fram fyrir tíu árum. Nefndin leggur jafnframt til að framangreind atriði verði könnuð eftir landsvæðum.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svohljóðandi

BREYTINGU:


    Eftirfarandi breytingar verða á tillögugreininni:
     1.      Á eftir orðinu „atvinnugreinum“ í síðari málslið 1. mgr. komi: landsvæðum.
     2.      Í stað orðanna „fyrir árslok 2002“ í 3. mgr. komi: fyrir 1. júlí 2003.

    Hjálmar Árnason, Einar K. Guðfinnsson og Gunnar Birgisson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 2. maí 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Kristinn H. Gunnarsson.



Össur Skarphéðinsson.


Sigríður A. Þórðardóttir.


Ögmundur Jónasson.