Ferill 54. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Nr. 33/127.

Þskj. 1481  —  54. mál.


Þingsályktun

um undirbúningsvinnu fyrir virkjun Hvalár í Ófeigsfirði.


    Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að láta gera nauðsynlegar forathuganir til þess að hægt sé að meta hagkvæmni mögulegrar virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði. Stefnt verði að því að nauðsynlegum rannsóknum í þágu verkefnisins verði lokið fyrir haustið 2003.

Samþykkt á Alþingi 3. maí 2002.