Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Nr. 35/127.

Þskj. 1483  —  192. mál.


Þingsályktun

um könnun á sjóðandi lághitasvæðum.


    Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að beita sér fyrir samvinnu við sveitarfélög og Byggðastofnun um könnun á svæðum með sjóðandi lághita. Rannsóknirnar beinist að því að finna ný sjóðandi lághitasvæði en einnig skal bent á leiðir til að nýta betur orku þegar þekktra svæða í krafti nýrrar tækni.

Samþykkt á Alþingi 3. maí 2002.