Ferill 38. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Nr. 38/127.

Þskj. 1486  —  38. mál.


Þingsályktun

um samráð stjórnvalda við frjáls félagasamtök.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er geri úttekt á stöðu frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála á Íslandi. Jafnframt skili nefndin tillögum til ríkisstjórnarinnar um það hvernig samskiptum stjórnvalda við slík samtök verði best háttað með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt alþjóðasamningi sem undirritaður var í Árósum 23.–25. júní 1998.

Samþykkt á Alþingi 3. maí 2002.