Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 424. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 550  —  424. mál.
Tillaga til þingsályktunarum staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002 frá 25. júní 2002, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/ EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002 frá 25. júní 2002, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/34/EB frá 22. júní 2000, um breytingu á tilskipun ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/ EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna
    Ákvörðun þessi kallar á lagabreytingar hér á landi og var tekin af sameiginlegu EES- nefndinni með stjórnskipulegum fyrirvara af Íslands hálfu. Í tillögu þessari er gerð nánari grein fyrir því hvað felst í slíkum fyrirvara, sbr. 103. gr. EES-samningsins. Jafnframt er gerð grein fyrir efni þeirrar tilskipunar sem hér um ræðir. Gerð þessi felur ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast.
    Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðinni sjálfri.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingar á viðaukum eða bókunum við EES-samninginn eru þjóðréttarsamningar. Samkvæmt samningnum er ekki gert ráð fyrir því að í ákvörðunum sé kveðið á um að gildistaka þeirra gagnvart aðildarríkjunum sé háð staðfestingu þeirra heima fyrir. Þær verða með öðrum orðum skuldbindandi fyrir aðildarríkin um leið og þær hafa verið teknar nema eitthvert aðildarríkjanna beiti heimild í 103. gr. EES- samningsins til að gera fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Hafa ríkin sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum. Með þessu er vísað til nauðsynlegs atbeina þjóðþinga aðildarríkjanna og af hálfu Íslands hefur fyrirvara þessum því einungis verið beitt þegar ljóst er að ákvörðun kallar á lagabreytingar. Almennt hefur ekki verið leitað sérstaks samþykkis Alþingis áður en stjórnskipulegum fyrirvara er aflétt heldur látið við það sitja að Alþingi hafi samþykkt nauðsynlegar lagabreytingar vegna innleiðingar ákvarðana. Þetta felur í sér nokkurt frávik frá almennri meðferð vegna staðfestingar þjóðréttarsamninga þar sem atbeina Alþingis er krafist en á sér skýringar í sérstöðu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar meðal þjóðréttarsamninga. Hins vegar hafa nokkrir ókostir fylgt þessu fyrirkomulagi. Má þar helst nefna annars vegar að nokkuð mismunandi er með hvaða hætti það hefur komið fram í lagafrumvörpum hvernig þau tengjast tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES- nefndarinnar og hins vegar að með þessari aðferð hefur skort á að Alþingi hafi verið gefinn kostur á að taka beina afstöðu til staðfestingar einstakra ákvarðana nefndarinnar. Í vissum tilvikum hafa ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar kveðið á um að bætt sé við EES- samninginn tiltekinni EB-gerð sem ekki öðlast gildi innan Evrópusambandsins fyrr en einhverjum missirum eða jafnvel árum seinna. Samkvæmt EES-samningnum er Ísland skuldbundið til að taka endanlega afstöðu til þess hvort slík gerð verði hluti samningsins innan sex mánaða frá töku ákvörðunarinnar í sameiginlegu EES-nefndinni en hefur sama svigrúm og önnur aðildarríki samningsins til að innleiða viðkomandi gerð í landsrétt. Fram að þessu hefði eina leiðin verið sú að setja lög til innleiðingar þessara gerða innan sex mánaða frestsins en þau lög hefðu þá að sjálfsögðu ekki þurft að taka gildi fyrr en á ætluðum gildistökudegi gerðarinnar. Þetta er mjög óheppileg leið þar sem við undirbúning slíkrar lagasetningar er oft og tíðum horft til fordæma erlendis frá en þar er að jafnaði ekki hugað að slíkri lagasetningu fyrr en nær dregur gildistöku viðkomandi gerðar. Að þessari leið slepptri er eina leiðin til að virða samningsskuldbindingar Íslands að leita sérstaks samþykkis Alþingis í formi þingsályktunar.
    Að öllu þessu virtu hefur almenn meðferð þeirra ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem Ísland hefur gert stjórnskipulegan fyrirvara verið færð til samræmis við meðferð þjóðréttarsamninga. Í því felst að almennt er leitað sérstaklega eftir samþykki Alþingis til staðfestingar sérhverri ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem stjórnskipulegur fyrirvari hefur verið gerður við. Slíks samþykkis er leitað í formi þingsályktunar en viðeigandi ráðuneyti munu samhliða undirbúa nauðsynleg frumvörp til lagabreytinga. Jafnframt hefur þeirri föstu vinnureglu verið komið á, með vísan til 24. gr. laga um þingsköp Alþingis, að haft verði samráð við utanríkismálanefnd um efni þessara ákvarðana meðan þær eru á undirbúningsstigi.

3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/ EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.
    Tilskipunin hefur þann megintilgang að einfalda framkvæmd tilskipana um þetta efni, samræma ákvæði um sömu efnisþætti sem voru settir fram með með mismunandi hætti í ólíkum tilskipunum og skýra frekar atriði sem þóttu óljós. Tilskipunin á að vera komin til framkvæmda í aðildarríkjunum fyrir 1. janúar 2003.
    Aðdragandi málsins var sá að í skýrslu sem framkvæmdastjórnin sendi Evrópuþinginu og ráðinu um framkvæmd tilskipunar 89/48/EBE í febrúar 1996 er vikið að nokkrum atriðum sem æskilegt væri að kveða á um í tilskipuninni til þess að einfalda framkvæmd hennar. Í kjölfarið fór fram ítarleg athugun á almennu tilskipununum tveimur, þ.e. 89/48/EBE og 92/51/EBE, auk annarra tilskipana um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum og starfsréttindum sem leiddi til þess að gefin var út tilskipun 2001/19/EB.
    Þessi nýja tilskipun breytir eftirtöldum tilskipunum: Tilskipunum 89/48/EBE og 92/51/ EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á menntun og prófskírteinum og auk þess tilskipunum 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/ 154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE um hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæður, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna. Tilskipanirnar falla undir svið fjögurra ráðuneyta, þ.e. menntamálaráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis. Breytingum sem gera þarf á löggjöf og reglugerðum vegna upptöku tilskipunarinnar eru tilgreindar hér á eftir fyrir hvert ráðuneyti um sig, en landbúnaðarráðuneyti taldi ekki þörf neinna breytinga.

Áhrif tilskipunarinnar á sviði menntamálaráðuneytis.
    Helstu breytingar sem felast í þessari nýju tilskipun og varða tilskipanir 89/48/EBE og 92/51/EBE eru eftirfarandi:
          Hugtakinu „lögvernduð menntun og þjálfun“ er bætt inn í tilskipun 89/48/EBE en þetta hugtak er nú þegar skilgreint í tilskipun 92/51/EBE.
          Ef í ljós kemur að umtalsverður munur er á menntun og þjálfun þess sem sækir um viðurkenningu og þeim kröfum sem gerðar eru í gistiríkinu gat gistiríkið krafist þess að umsækjandi tæki aðlögunartíma eða gengist undir próf í þeim þáttum sem ekki fólust í upphaflegu námi og þjálfun umsækjanda. Með tilskipun 2001/19/EB er aðildarríkjunum gert skylt að kanna að hve miklu leyti starfreynsla viðkomandi, eftir að að hann lauk námi og tilskyldri starfsþjálfun, getur komið í stað þess sem talið var á vanta í upphaflegu námi og þjálfun.
          Stefna skal að því auka og einfalda samhæfingu í framkvæmd almennu tilskipananna, þ.e. tilskipana 89/48/EBE og 92/51/EBE, m.a. með því að gefa hópi tengiliða, sem starfar samkvæmt ákvæðum í tilskipun 89/48/EBE, tækifæri til að fjalla um tiltekin mál sem framkvæmdastjórnin vísar til hópsins og varða almennu tilskipanirnar.
    Þar sem tilskipunin breytir efnislega tilskipunum 89/48/EBE og 92/51/EBE þarf að breyta lögum nr. 83/1993 um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum á þann veg að númer tilskipunarinnar komi fram í 1. gr. laganna og verður frumvarp lagt fram á yfirstandandi þingi til þess.
    Tilskipunin felur ekki í sér nýjar kvaðir fyrir Ísland enda miðar hún fyrst og fremst að því að auka skýrleika í framsetningu og framkvæmd áðurnefndra tveggja tilskipana.

Áhrif tilskipunarinnar á sviði iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis.
    Vegna upptöku tilskipunar 2001/19/EB frá 14. maí 2001, sem snertir viðurkenningu á starfsréttindum ýmissa stétta á grundvelli almennra tilskipana og tilskipana um einstakar stéttir, í íslenskan rétt var þegar á 127. löggjafarþingi 2001–2002 gerð breyting á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum. Var frumvarp þar að lútandi, sem varð að lögum nr. 69/2002, samið í iðnaðarráðuneytinu. Nánar tiltekið þurfti í frumvarpinu að vísa í breytingar á tilskipun 85/384/ EBE, sem er um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum á grundvelli ákveðinnar menntunar og starfsþjálfunar, og tilskipun 89/48/EBE, sem varðar starfsréttindi arkitekta, svo og taka af tvímæli um skyldu til rökstuðnings vegna synjunar á leyfi til að bera starfsheitið arkitekt og um rétt til að leita til dómstóla vegna synjunarinnar og ef ákvörðun um slíkt leyfi væri ekki tekin innan tilsetts frests. Þetta bætir réttarstöðu arkitekta í EES-ríkjum.
    Sé litið á einstök ákvæði tilskipunar 85/384/EBE sést að í 11. gr. hennar eru gerðar breytingar, sbr. 1. tölul. 4. gr. framangreindra laga. Er þar m.a. kveðið á um athugun ríkja á vissum skírteinum arkitekta um hæfni, svo og ákvarðanatöku um leyfi til að bera starfsheitið arkitekt þar innan þriggja mánaða eftir að umsókn hefur verið lögð fram með fullnægjandi gögnum. Í 6. gr. a í tilskipuninni er síðan kveðið á um að rökstyðja þurfi synjun og jafnframt að viðkomandi umsækjandi geti leitað til dómstóla samkvæmt landslögum ef umsókn er synjað eða henni ekki svarað innan tilsetts frests, sbr. 6. gr. tilskipunarinnar eins og henni hefur verið breytt.

Áhrif tilskipunarinnar á sviði heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.
    Með reglugerð nr. 244/1994 voru sett ákvæði um framkvæmd á staðfestingu starfsleyfa samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins sem hafa verið teknar inn í EES-samninginn. Tilskipanir Evrópusambandsins varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, ljósmæðra, lyfjafræðinga og lækna voru birtar sem fylgskjöl með reglugerð nr. 244/1994. Breytingar á fyrrgreindum tilskipunum hafa jafnframt verið birtar sem fylgiskjöl með breytingu á reglugerðinni. Tilskipun nr. 2001/19/EBE er nánari útfærsla og samræming á þeirri framkvæmd og túlkun sem verið hefur á staðfestingu starfsleyfa þeirra starfsgreina sem tilskipunin fjallar um. Tilskipun 2001/19/EBE ásamt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002 frá 25. júní 2002 verða innleiddar og birtar sem fylgiskjöl með breytingum á reglugerð nr. 244/1994.
    Samkvæmt tilskipuninni er gert ráð fyrir að efni hennar komi til framkvæmda á EES- svæðinu eigi síðar en 1. janúar 2003.


Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR
nr. 84/2002

frá 25. júní 2002

um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginnSAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR,

með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eins og hann var aðlagaður með bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist hér á eftir samningurinn, einkum 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     1)      VII. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2001 frá 18. maí 2001 ( 1 ).

     2)      Í orðsendingu sinni til Evrópuþingsins og ráðsins um SLIM-framtaksverkefnið skuldbatt framkvæmdastjórnin sig til að leggja fram tillögur sem miða að því að einfalda uppfærslu skránna yfir prófskírteini sem viðurkenna má sjálfkrafa. Tilskipun ráðsins 93/16/ EBE frá 5. apríl 1993 um að greiða fyrir frjálsum flutningum lækna og um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum þeirra, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi ( 2 ) kveður á um einfaldaða málsmeðferð þegar um er að ræða prófskírteini heimilislækna. Reynslan hefur sýnt að málsmeðferðin býður upp á fullnægjandi réttaröryggi. Æskilegt er að víkka hana út þannig að hún taki til prófskírteina hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, lyfjafræðinga og lækna.

     3)      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/ 433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna ( 3 ) skal felld inn í samninginn.

     4)      Ákveðnir aðlögunarliðir, sem kveðið er á um í kafla XI.D.I í I. viðauka við lögin um aðildarskilmála lýðveldisins Austurríkis, lýðveldisins Finnlands og konungsríkisins Svíþjóðar og aðlögun að sáttmálunum sem Evrópusambandið byggir á ( 4 ) skulu felldir inn í samninginn.

ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:

1. gr.


Eftirfarandi bætist við í 1. lið (tilskipun ráðsins 89/48/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

,, eins og henni var breytt með:

–     32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

2. gr.


Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á lið 1a (tilskipun ráðsins 92/51/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

,,1.     Eftirfarandi undirlið skal skotið inn á milli fyrsta og annars undirliðar:

,,–         1 94 N: Lögum um aðildarskilmála lýðveldisins Austurríkis, lýðveldisins Finnlands og konungsríkisins Svíþjóðar og aðlögun að sáttmálunum sem Evrópusambandið byggir á (Stjtíð. EB C 241, 29.8.1994, bls. 21, eins og þau voru aðlöguð með Stjtíð. EB L 1, 1.1.1995, bls. 1),

     2.      Eftirfarandi undirliður bætist við:

,,–          32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

3. gr.


Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á 4. lið (tilskipun ráðsins 93/16/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

     1.      Eftirfarandi undirliður bætist við:

,,–         32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

     2.      Texti aðlögunarliðar a) falli brott.
     3.      Eftirfarandi komi í stað aðlögunarliðar b):

,,Efni eftirfarandi skrár yfir heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í læknisfræði í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES bætist við viðauka A við tilskipunina:

Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð Vottorð sem fylgir vitnisburði
Ísland Lækningaleyfi Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og önnur heiti sem veitt eru í öðru ríki og þessi tilskipun gildir um og talin eru upp í þessum viðauka Vottorð um hagnýta þjálfun sem gefið er út af þar til bærum yfirvöldum
Norge Vitnemål for fullført grad candidata/candidatus medicinae, stytt form cand.med. Medisinsk universitetsfakultet Bekreftelse på praktisk tjeneste som lege utstedt av kompetent offentlig myndighet


     4.      Eftirfarandi komi í stað aðlögunarliðar c):

,,Efni eftirfarandi skrár yfir heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í sérgreinum læknisfræði í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES bætist við viðauka B við tilskipunina:

Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð Vottorð sem fylgir vitnisburði
Ísland
Sérfræðileyfi Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og önnur heiti sem veitt eru í öðru ríki og þessi tilskipun gildir um og talin eru upp í þessum viðauka Þar til bær yfirvöld Vottorð um hagnýta þjálfun sem gefið er út af þar til bærum yfirvöldum
Norge Spesialistgodkjenning Den norske lægeforening ihht. delegert myndighet


     5.      Eftirfarandi komi í stað aðlögunarliðar d):

,,Efni eftirfarandi skrár yfir heiti náms í sérgreinum læknisfræði í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES bætist við viðauka C við tilskipunina:

Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Svæfingalækningar

Lágmarkslengd náms: 3 ár

Ísland Svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði
Liechtenstein Anästhesiologie
Norge Anestesiologi

Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Almennar skurðlækningar

Lágmarkslengd náms: 5 ár

Ísland Skurðlækningar
Liechtenstein Chirurgie
Norge Generell kirurgi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Taugaskurðlækningar

Lágmarkslengd náms: 5 ár

Ísland Taugaskurðlækningar
Liechtenstein Neurochirurgie
Norge Nevrokirurgi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Fæðinga- og kvenlækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Fæðingar- og kvenlækningar
Liechtenstein Gynäkologie und Geburtshilfe
Norge Fødselshjelp og kvinnesykdommer
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Lyflækningar

Lágmarkslengd náms: 5 ár

Ísland Lyflækningar
Liechtenstein Innere Medizin
Norge Indremedisin
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Augnlækningar

Lágmarkslengd náms: 3 ár

Ísland Augnlækningar
Liechtenstein Augenheilkunde
Norge Øyesykdommer
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Háls-, nef- og eyrnalækningar

Lágmarkslengd náms: 3 ár

Ísland Háls-, nef- og eyrnalækningar
Liechtenstein Hals-, Nasen- und Ohrenkrankheiten
Norge Øre-nese-halssykdommer
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Barnalækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Barnalækningar
Liechtenstein Kinderheilkunde
Norge Barnesykdommer
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Lungnalækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Lungnalækningar
Liechtenstein Pneumologie
Norge Lungesykdommer
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Þvagfæralækningar

Lágmarkslengd náms: 5 ár

Ísland Þvagfæraskurðlækningar
Liechtenstein Urologie
Norge Urologi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Bæklunarskurðlækningar

Lágmarkslengd náms: 5 ár

Ísland Bæklunarskurðlækningar
Liechtenstein Orthopädische Chirurgie
Norge Ortopedisk kirurgiLand Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Líffærameinafræði

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Vefjameinafræði
Liechtenstein Pathologie
Norge Patologi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Taugalækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Taugalækningar
Liechtenstein Neurologie
Norge Nevrologi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Geðlækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Geðlækningar
Liechtenstein Psychiatrie und Psychotherapie
Norge Psykiatri
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Geislagreining

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Geislagreining
Liechtenstein Medizinische Radiologie/Radiodiagnostik
Norge Radiologi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Geislameðferð

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland
Liechtenstein Medizinische Radiologie/Radio-Onkologie
Norge
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð
Örveru- og gerlafræði

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Sýklafræði
Liechtenstein
Norge Medisinsk mikrobiologi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Lífefnafræði

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Klínísk lífefnafræði
Liechtenstein
Norge Klinisk kjemi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Ónæmisfræði

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Ónæmisfræði
Liechtenstein Allergologie und klinische Immunologie
Norge Immunologi og transfusjonsmedisin
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Lýtalækningar

Lágmarkslengd náms: 5 ár

Ísland Lýtalækningar
Liechtenstein Plastische- und Wiederherstellungschirurgie
Norge Plastikkirurgi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Brjóstholsskurðlækningar

Lágmarkslengd náms: 5 ár

Ísland Brjóstholsskurðlækningar
Liechtenstein Herz- und thorakale Gefässchirurgie
Norge Thoraxkirurgi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Barnaskurðlækningar

Lágmarkslengd náms: 5 ár

Ísland Barnaskurðlækningar
Liechtenstein Kinderchirurgie
Norge Barnekirurgi

Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Æðaskurðlækningar

Lágmarkslengd náms: 5 ár

Ísland Æðaskurðlækningar
Liechtenstein
Norge Karkirurgi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Hjartalækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Hjartalækningar
Liechtenstein Kardiologie
Norge Hjertesykdommer
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Meltingarfæralækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Meltingarlækningar
Liechtenstein Gastroenterologie
Norge Fordøyelsessykdommer
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Gigtarlækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Gigtarlækningar
Liechtenstein Rheumatologie
Norge Revmatologi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Blóðmeinafræði

Lágmarkslengd náms: 3 ár

Ísland Blóðmeinafræði
Liechtenstein Hämatologie
Norge Blodsykdommer

Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Efnaskipta- og innkirtlalækningar

Lágmarkslengd náms: 3 ár

Ísland      Efnaskipta- og innkirtlalækningar
Liechtenstein Endokrinologie-Diabetologie
Norge Endokrinologi

Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Orku- og endurhæfingarlækningar

Lágmarkslengd náms: 3 ár

Ísland Orku- og endurhæfingarlækningar
Liechtenstein Physikalische Medizin und Rehabilitation
Norge Fysikalsk medisin og rehabilitering
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Húð- og kynsjúkdómalækningar

Lágmarkslengd náms: 3 ár

Ísland Húð- og kynsjúkdómalækningar
Liechtenstein Dermatologie und Venereologie
Norge Hudsykdommer og veneriske sykdommer
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Geislalækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Geislalækningar
Liechtenstein
Norge
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Hitabeltissjúkdómafræði

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland
Liechtenstein Tropenmedizin
Norge
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Barnageðlækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Barna- og unglingageðlækningar
Liechtenstein Kinder- und Jugendpsychiatrie und -psychotherapie
Norge Barne- og ungdomspsykiatri
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Öldrunarlækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Öldrunarlækningar
Liechtenstein Geriatrie
Norge Geriatri
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Nýrnalækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Nýrnalækningar
Liechtenstein Nephrologie
Norge Nyresykdommer
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Smitsjúkdómar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Smitsjúkdómar
Liechtenstein Infektiologie
Norge Infeksjonssykdommer
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Félagslækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Félagslækningar
Liechtenstein Prävention und Gesundheitswesen
Norge Samfunnsmedisin
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Lyfjafræði (lækna)

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Lyfjafræði
Liechtenstein Klinische Pharmakologie und Toxikologie
Norge Klinisk farmakologi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Atvinnusjúkdómalækningar

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Atvinnulækningar
Liechtenstein Arbeitsmedizin
Norge Arbeidsmedisin
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Ofnæmislækningar

Lágmarkslengd náms: 3 ár

Ísland Ofnæmislækningar
Liechtenstein Allergologie und klinische Immunologie
Norge
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Meltingarfæraskurðlækningar

Lágmarkslengd náms: 5 ár

Ísland
Liechtenstein
Norge Gastroenterologisk kirurgi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Geislalæknisfræði

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Ísótópagreining
Liechtenstein Nuklearmedizin
Norge Nukleærmedisin
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Klínísk taugalífeðlisfræði

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland Klínísk taugalífeðlisfræði
Liechtenstein
Norge Klinisk nevrofysiologi
Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð

Tann-, munn- og kjálkaskurðlækningar (undirstöðunám í læknisfræði og tannlækningum)

Lágmarkslengd náms: 4 ár

Ísland
Liechtenstein Kiefer- und Gesichtschirurgie
Norge Kjevekirurgi og munnhulesykdommer


     6.      Texti aðlögunarliðar e) falli brott.

4. gr.


Texti 7. liðar (skrá 90/C 268/02) falli brott.

5. gr.


Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á 8. lið (tilskipun ráðsins 77/452/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

     1.      Eftirfarandi undirliður bætist við:

,,–         32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

     2.      Orðin ,,offentlig godkjent“ undir fyrirsögninni ,,í Noregi“ í aðlögunarlið a) falli brott.

     3.      Eftirfarandi komi í stað aðlögunarliðar b):

,,Efni eftirfarandi skrár yfir heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga (í almennri hjúkrun) í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES bætist við viðaukann við tilskipunina:

Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð Vottorð sem fylgir vitnisburði
Ísland 1. B.Sc. í hjúkrunarfræði
2. B.Sc. í hjúkrunarfræði
3. Hjúkrunarpróf
1. Háskóli Íslands
2. Háskólinn á Akureyri
3. Hjúkrunarskóli Íslands
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og önnur heiti sem veitt eru í öðru ríki og þessi tilskipun gildir um og talin eru upp í þessum viðauka
Norge Vitnemål for bestått sykepleierutdanning Høgskole


6. gr.


Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á 9. lið (tilskipun ráðsins 77/453/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

,,–         32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

7. gr.


Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á 10. lið (tilskipun ráðsins 78/686/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

     1.      Eftirfarandi undirliður bætist við:

,,–         32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

     2.      Eftirfarandi komi í stað aðlögunarliðar b):

,,Efni eftirfarandi skrár yfir heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í tannlækningum í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES bætist við viðaukann við tilskipunina:


Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð Vottorð sem fylgir vitnisburði
Ísland Próf frá tannlæknadeild Háskóla Íslands Tannlæknadeild Háskóla Íslands
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og önnur heiti sem veitt eru í öðru ríki og þessi tilskipun gildir um og talin upp í þessum viðauka
Norge Vitnemål for fullført grad candidata/candidatus odontologiae, stytt form: cand.odont. Odontologisk universitetsfakultet


     3.      Eftirfarandi komi í stað aðlögunarliðar c):

,,Efni eftirfarandi skrár yfir heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í sérgreinum tannlækninga í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES bætist við viðauka B við tilskipunina:

1.    Tannréttingar


Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð Vottorð sem fylgir vitnisburði
Ísland
Liechtenstein
Norge Bevis for gjennomgått spesialistutdanning i kjeveortopedi Odontologisk universitetsfakultet


8. gr.


Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á 11. lið (tilskipun ráðsins 78/687/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

,,eins og henni var breytt með:

          32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

9. gr.


Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á 12. lið (tilskipun ráðsins 78/1026/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

     1.      Eftirfarandi undirliður bætist við:

,,–         32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

     2.      Eftirfarandi komi í stað aðlögunarliðarins:

,,Efni eftirfarandi skrár yfir heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í dýralækningum í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES bætist við viðaukann við tilskipunina:

Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð Vottorð sem fylgir vitnisburði
Ísland Prófskírteini, vottorð og önnur heiti sem veitt eru í öðru ríki og þessi tilskipun gildir um og talin eru upp í þessum viðauka ásamt vottorði um hagnýta þjálfun sem gefið er út af þar til bærum yfirvöldum
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og önnur heiti sem veitt eru í öðru ríki og þessi tilskipun gildir um og talin eru upp í þessum viðauka ásamt vottorði um hagnýta þjálfun sem gefið er út af þar til bærum yfirvöldum
Norge Vitnemål for fullført grad candidata/candidatus medicinae veterinariae, stytt form: cand.med.vet. Norges veterinærhøgskole


10. gr.


Eftirfarandi undirliður bætist við í 13. lið (tilskipun ráðsins 78/1027/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

,,–         32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

11. gr.


Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á 14. lið (tilskipun ráðsins 80/154/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

     1.      Eftirfarandi undirliður bætist við:

,,–         32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

     2.      Eftirfarandi komi í stað aðlögunarliðar b):

,,Efni eftirfarandi skrár yfir heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurfræðum í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES bætist við viðaukann við tilskipunina:

Land Heiti vitnisburðar Stofnun sem veitir vitnisburð Vottorð sem fylgir vitnisburði
Ísland 1. Embættispróf í ljósmóðurfræði
2. Próf í ljósmæðrafræðum
1. Háskóli Íslands
2. Ljósmæðraskóli Íslands
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og önnur heiti sem veitt eru í öðru ríki og þessi tilskipun gildir um og talin upp í þessum viðauka
Norge Vitnemål for bestått jordmorutdanning Høgskole


12. gr.


Eftirfarandi undirliður bætist við í 15. lið (tilskipun ráðsins 80/155/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

,,–         32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

13. gr.


Eftirfarandi bætist við í 16. lið (tilskipun ráðsins 85/432/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

,,eins og henni var breytt með:

          32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

14. gr.


Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á 17. lið (tilskipun ráðsins 85/433/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

     1.      Eftirfarandi undirliður bætist við:

,,–        32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“
    
     2.      Eftirfarandi komi í stað aðlögunarliðar a):

,,Efni eftirfarandi skrár yfir heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES bætist við viðaukann við tilskipunina:

Land Heiti vitnisburðar Vottorð sem fylgir vitnisburði
Ísland Próf í lyfjafræði Háskóli Íslands
Liechtenstein

Prófskírteini, vottorð og önnur heiti sem veitt eru í öðru ríki og þessi tilskipun gildir um og talin upp í þessum viðauka

Prófskírteini, vottorð og önnur heiti sem veitt eru í öðru ríki og þessi tilskipun gildir um og talin eru upp í þessum viðauka ásamt vottorði um hagnýta þjálfun sem gefið er út af þar til bærum yfirvöldum
Norge Vitnemål for fullført grad candidata/candidatus
pharmaciae, stytt: cand.pharm.
Universitetsfakultet


15. gr.


Eftirfarandi undirliður bætist við í 18. lið (tilskipun ráðsins 85/384/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

,,–         32001 L 0019: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).“

16. gr.


Texti 19. liðar (skrá 89/C 205/06) falli brott.

17. gr.


Texti tilskipunar 2001/19/EB og aðlögunarliðanna við tilskipun 92/51/EBE í kafla XI.D.I, 93/16/EBE í kafla XI.D.III.1, 77/452/EBE í kafla XI.D.III.2, 78/686/EBE í kafla XI.D.III.3, 78/678/EBE í kafla XI.D.III.3, 78/1026/EBE í kafla XI.D.III.4, 80/154/EBE í kafla XI.D.III.5, 85/433/EBE í kafla XI.D.III.6, 85/384/EBE í kafla XI.D.IV við I. viðauka við lögin um aðildarskilmála lýðveldisins Austurríkis, lýðveldisins Finnlands og konungsríkisins Svíþjóðar og aðlögun að sáttmálunum sem Evrópusambandið byggir á, á íslensku og norsku, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópubandalaganna, telst fullgiltur.

18. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi hinn 26. júní 2002, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi verið sendar sameiginlegu EES-nefndinni( * ).

19. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild og EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópubandalaganna.

Gjört í Brussel 25. júní 2002.

    Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar
    Formaður

    P. Westerlund

    Ritarar
    sameiginlegu EES-nefndarinnar
    
    P.K. Mannes    M. Brinkmann


Fylgiskjal II.TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2001/19/EB
frá 14. maí 2001

um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna

(Texti sem varðar EES)evrópuþingið og ráð evrópusambandsins hafa,

með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 40. gr., 1. mgr. 47. gr., fyrsta og þriðja málslið 2. mgr. 47. gr. og 55. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 2 ),

í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 3 ), á grundvelli sameiginlegs texta sáttanefndarinnar frá 15. janúar 2001,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)    Þann 16. febrúar 1996 lagði framkvæmdastjórnin fyrir Evrópuþingið og ráðið skýrslu sína um framkvæmd almenna kerfisins til viðurkenningar á prófskírteinum á æðra skólastigi samkvæmt 13. gr. tilskipunar ráðsins 89/48/EBE frá 21. desember 1988 um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum, sem veitt eru að lokinni sérfræðimenntun og starfsþjálfun á æðra skólastigi, sem staðið hefur að minnsta kosti í þrjú ár ( 4 ). Í þessari skýrslu skuldbatt framkvæmda stjórnin sig til að kanna möguleika á að fella inn í þá tilskipun kvöð um að þegar umsóknir um viðurkennin gu eru skoðaðar verði að taka til greina reynslu sem aflað er að fengnu viðkomandi prófskírteini, möguleikann á að innleiða hugtakið „lögvernduð menntun og þjálfun“. Framkvæmdastjór nin skuldbatt sig einnig til að kanna tilhögun varðandi hlutverk samræmingarhópsins, sem komið var á fót með 2. mgr. 9. gr. tilskipunar 89/48/EBE, til að tryggja aukið samræmi í framkvæmd og túlkun tilskipunarinnar.

2)    Hugtakið „lögvernduð menntun og þjálfun“, sem innleitt var með tilskipun ráðsins 92/51/EBE frá 18. júní 1992 um annað almennt kerfi til viðurkenningar á starfsmenntun og starfsþjálfun til viðbótar tilskipun 89/48/EBE ( 1 ), (báðar tilskipanirnar nefnast hér á eftir „tilskipanir um almennt kerfi“) skal víkkað út svo það taki til upphaflega almenna kerfisins og skal byggt á sömu grundvallarreglum þar sem sömu reglur skulu gilda um það. Aðildarríkjunum skal í sjálfsvald sett hvaða aðferðir þau nota til að skilgreina hvaða starfsgreinar skuli falla undir lögverndaða menntun og þjálfun.

3)    Samkvæmt tilskipununum um almennt kerfi er gistiaðildarríkinu heimilt að fara fram á, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, að umsækjandinn geri ráðstafanir til úrbóta, einkum þar sem verulegur munur er á fræðilegri og/eða verklegri menntun og þjálfun sem farið hefur fram og þeirrar sem prófskírteinið, sem krafist er í gistiaðildarríkinu, svarar til. Samkvæmt 39. og 43. gr. sáttmálans og í samræmi við túlkun dómstóls Evrópubandalaganna ( 2 ) skal gistiaðildarríkið meta hvort starfsreynsla er fullnægjandi til að geta fært sönnur á að hlutaðeigandi búi yfir þeirri þekkingu sem á vantaði. Til frekari glöggvunar og til að tryggja einstaklingum, sem vilja starfa við starfsgrein sína í öðru aðildarríki, réttaröryggi er æskilegt að fella inn í tilskipanirnar um almennt kerfi þá kvöð að gistiaðildarríkið þurfi að kanna hvort starfsreynsla, sem umsækjandi hefur aflað sér eftir að hann hlaut prófskírteini sitt/sín, falli undir framangreint.

4)    Bæta skal og einfalda samræmingarmálsmeðferðina, sem kveðið er á um í tilskipununum um almennt kerfi, með því að gera samræmingarhópnum kleift að samþykkja og birta álit um vandamál sem framkvæmdastjórnin vísar til hans og tengjast framkvæmd almenna kerfisins.

5)    Í orðsendingu sinni til Evrópuþings ins og ráðsins um SLIM-framt aksverkefnið skuldbatt framkvæmdastjórnin sig til að leggja fram tillögur sem miða að því að einfalda uppfærslu skránna yfir prófskírteini sem viðurkenna má sjálfkrafa. Tilskipun ráðsins 93/16/EBE frá 5. apríl 1993 um að greiða fyrir frjálsum flutningum lækna og um gagnkvæma viðurkennin gu á prófskírteinu m þeirra, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi ( 3 ) kveður á um einfaldaða málsmeðferð þegar um er að ræða prófskírteini heimilislækna. Reynslan hefur sýnt að málsmeðferðin býður upp á fullnægjandi réttaröryggi. Æskilegt er að víkka hana út þannig að hún taki til prófskírteina hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, lyfjafræðinga og lækna eins og um getur í tilskipunum ráðsins 77/452/EBE ( 1 ), 77/453/EBE ( 2 ), 78/686/EBE ( 3 ), 78/687/EBE ( 4 ), 78/1026/EBE ( 5 ), 78/1027/EBE ( 6 ), 80/154/EBE ( 7 ), 80/155/EBE ( 8 ), 85/432/EBE ( 9 ), 85/433/EBE ( 10 ) og 93/16/EBE (nefnast hér á eftir „starfsgreinatilskipanir“), hverri um sig.

6)    Samkvæmt fordæmisrétti dómstóls Evrópubandalaganna, er þess ekki krafist að aðildarríkin viðurkenni prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem vottar ekki nám í einu af aðildarríkjum bandalagsins ( 11 ). Aðildarríkin skulu þó taka tillit til starfsreynslu sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur aflað sér í öðru aðildarríki ( 12 ). Með tilliti til þessa skal mælt fyrir um það í starfsgreinatilskipunum að viðurkenning aðildarríkis á prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi, sem gefinn er út til hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, tannlæknis, dýralæknis, ljósmóður, arkitekts, lyfjafræðings eða læknis við lok menntunar og þjálfunar í þriðja landi og starfsreynslu sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur aflað í aðildarríki, sé þáttur innan bandalagsins sem hin aðildarríkin skulu kanna.

7)    Fastsetja skal tímabilið, sem aðildarríkin hafa til að taka ákvörðun um umsóknir um viðurkenningar á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi sem hjúkrunarfræðingar í almennri hjúkrun, tannlæknar, dýralæknar, ljósmæður, arkitektar, lyfjafræðingar eða læknar afla sér í þriðja landi.

8)    Símenntun hefur öðlast sérstakt mikilvægi á sviði læknisfræði vegna örra framfara á sviði tækni og vísinda. Það er aðildarríkjanna að ákveða hvernig ber að tryggja, með viðeigandi símenntun eftir námslok, að læknar haldi við þekkingu sinni á framförum í læknisfræði. Núverandi kerfi gagnkvæmrar viðurkenningar prófskírteina verður áfram óbreytt.

9)    Brýnt er að umsækjandi hafi áfrýjunarrétt samkvæmt innlendum lögum ef umsókn hans er hafnað eða ef ákvörðun næst ekki innan þess tíma sem mælt er fyrir um. Aðildarríkin skulu rökstyðja ástæðurnar fyrir slíkum ákvörðunum varðandi viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga eða lækna. Ákveði aðildarríki að viðurkenna prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi er því í sjálfsvald sett hvort það rökstyður ákvörðun sína.

10)    Til að sanngirni sé gætt skulu gerðar bráðabirgðaráðstafanir varðandi tiltekna tannlækna á Ítalíu sem hafa hlotið prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi á sviði læknisfræði sem veitt eru á Ítalíu vegna háskólanáms í læknisfræði sem hafið er eftir þann dag sem mælt er fyrir um í 19. gr. 78/686/ EBE.

11)    Í 15. gr. tilskipunar 85/384/EBE ( 1 ) er kveðið á um undanþágu meðan á bráðabirgðafresti stendur sem nú er útrunninn. Fella ber brott þetta atkvæði.

12)    Gera skal skýran greinarmun í 24. gr. tilskipunar 85/384/EBE milli þeirra formsatriða sem gæta ber að þegar um er að ræða staðfesturétt og þeirra sem gæta ber að þegar um er að ræða þjónustustarf semi, en þannig er rétturinn til að veita þjónustu sem arkitekt gerður skilvirkari.

13)    Til að jafnræðis sé gætt í málsmeðferð skal kveðið á um bráðabirgðar áðstafanir að því er varðar tiltekna handhafa prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði sem veittur er á Ítalíu við lok náms sem er ekki í fullu samræmi við tilskipun 85/432/EBE.

14)    Æskilegt er að víkka út gildissvið gagnkvæmra r viðurkenningar á prófskírteinu m, vottorðum og öðrum vitnisburði á formlegri menntun og hæfi í lyfjafræði til að auðveldara sé að neyta staðfesturéttar milli Grikklands og annarra aðildarríkja. Því ber að fella brott undanþáguna sem kveðið er á um í 3. gr. tilskipunar 85/433/EBE.

15)    Í skýrslu sinni um sérnám í heimilislækningum, sem kveðið er á um í IV. bálki tilskipunar 93/16/ EBE, mælti framkvæmdastjórnin með því að kröfur sem gilda um hlutanám í heimilislækningum verði lagaðar að þeim sem gilda um aðra sérfræðilækna.

16)    Breyta ber tilskipununum um almennt kerfi og starfsgreinatilskipununum.

samþykkt tilskipun þessa:

1. þáttur

breytingar á tilskipununum um almennt kerfi

1. gr.

Tilskipun 89/48/EBE er breytt sem hér segir:

1)    Ákvæðum 1. gr. er breytt sem hér segir:
    a)    Í stað annars undirliðar a-liðar komi eftirfarandi:
             „–    sem sanna að handhafi hafi á fullnægjandi hátt lokið æðra námi sem staðið hefur í minnst þrjú ár eða samsvarandi tíma, hafi verið um hlutanám að ræða við háskóla eða æðri menntastofnun eða aðra stofnun á jafngildu stigi og hafi eftir atvikum lokið starfsþjálfun sem krafist er til viðbótar náminu, og“

    b)    eftirfarandi liður bætist við:

              „d)    lögvernduð menntun og þjálfun: sérhver menntun og þjálfun sem:
                   –    er sérstaklega sniðin að iðkun ákveðinnar starfsgreinar, og
                   –    sem tekur til náms á æðra skólastigi sem staðið hefur í minnst þrjú ár eða samsvarandi tíma, hafi verið um hlutanám að ræða, við háskóla eða æðri menntastofnun eða aðra stofnun á jafngildu stigi og hafi eftir atvikum lokið starfsþjálfun, starfsreynslutíma eða verklegri reynslu sem krafist er til viðbótar námi á æðra skólastigi. Uppbygging og námskröfur slíkrar starfsþjálfunar, starfsreynslu eða verklegrar reynslu ákvarðast af lögum og stjórnsýslufyrirmælum viðkomandi aðildarríkis eða eru undir eftirliti eða viðurkennd af yfirvaldi sem er tilnefnt í því skyni.“;

2)    eftirfarandi undirgrein bætist við á eftir fyrstu undirgrein í b-lið 3. gr.:

    „Ekki er þó heimilt að krefjast tveggja ára starfsreynslu sem um getur í fyrstu undirgrein þegar prófskírteini umsækjanda, eitt eða fleiri, sem um getur í þessum lið voru gefin til staðfestingar á lögverndaðri menntun og þjálfun.“;

3)    eftirfarandi undirgrein bætist við á eftir fyrstu undirgrein í b-lið 1. mgr. 4. gr.:

    „Hyggist gistiaðildarrí kið krefjast þess að umsækjandi ljúki aðlögunartí ma eða taki hæfnispróf verður það fyrst að kanna hvort þekking sú sem umsækjandi hefur aflað sér með starfsreynslu sinni nái fyllilega eða að hluta til yfir þann verulega mismun sem um getur í fyrstu undirgrein.“;

4)    eftirfarandi liðir bætast við 6. gr.:

    „5.     Ef gistiaðildarríki krefst vottorðs um fjárhagsstöðu til að hefja eða stunda starf innan lögverndaðrar starfsgreinar skal það telja vottorð sem gefin eru út af bönkum í heimaríki eða aðildarríkinu, sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, jafngild þeim sem gefin eru út á yfirráðasvæði þess.

    6. Ef lögbært yfirvald gistiaðildarríkis gerir þá kröfu til eigin ríkisborgara, sem sækjast eftir að hefja og stunda lögverndaða starfsemi, að þeir leggi fram sönnun þess að þeir séu tryggðir fyrir þeirri fjárhagslegu áhættu sem fylgir ábyrgð á atvinnustarfseminni skal gistiaðildarríkið samþykkja vottorð gefin út af vátryggingafélögum annarra aðildarríkja og telja þau jafngild þeim sem gefin eru út á yfirráðasvæði þess. Slík vottorð skulu fela í sér yfirlýsingu um að vátryggjandinn hafi farið að þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru í gistiaðildarríkinu að því er varðar skilmála og umfang vátryggingarinnar. Þau má ekki leggja fram síðar en þremur mánuðum eftir útgáfudag þeirra.“;

5)    í stað fyrsta undirliðar annarrar undirgreinar í 2. mgr. 9. gr. komi:

    „–    til að auðvelda framkvæmd þessarar tilskipunar, einkum með því að samþykkja og birta álit um vandamál sem framkvæmdastjórnin vísar til hans,“.

2. gr.


Tilskipun 92/51/EBE er breytt sem hér segir:

1)    eftirfarandi undirgrein bætist við á eftir fyrstu undirgrein í b-lið 1. mgr. 4. gr.:

    „Hyggist gistiaðildarríkið krefjast þess að umsækjandi ljúki aðlögunartíma eða taki hæfnispróf verður það fyrst að kanna hvort þekking sú sem umsækjandi hefur aflað sér með starfsreynslu sinni nái fyllilega eða að hluta til yfir þann verulega mismun sem um getur í fyrstu undirgrein.“;

2)    eftirfarandi málsgrein bætist við á eftir annarri undirgrein í 5. gr.:

    „Hyggist gistiaðildarrí kið krefjast þess að umsækjandi ljúki aðlögunartí ma eða taki hæfnispróf verður það fyrst að kanna hvort þekking sú sem umsækjandi hefur aflað sér með starfsreynslu sinni nái fyllilega eða að hluta til yfir þann verulega mismun sem er á prófskírteini nu og vottorðinu.“;

3)    eftirfarandi undirgrein bætist við á eftir fyrstu undirgrein í a-lið 7. gr.:

    „Hyggist gistiaðildarrí kið krefjast þess að umsækjandi ljúki aðlögunartí ma eða taki hæfnispróf verður það fyrst að kanna hvort þekking sú sem umsækjandi hefur aflað sér með starfsreynslu sinni nái fyllilega eða að hluta til yfir þann verulega mismun sem um getur í fyrstu undirgrein.“;

4)    eftirfarandi liðir bætist við 10. gr.:

    „5.     Ef gistiaðildarríki krefst vottorðs um fjárhagsstöðu til að hefja eða stunda starf innan lögverndaðrar starfsgreinar skal það telja vottorð sem gefin eru út af bönkum í heimaríki eða aðildarríkinu sem rétthafinn kemur frá jafngild þeim sem gefin eru út á yfirráðasvæði þess.

    6. Ef lögbært yfirvald gistiaðildarríkis gerir þá kröfu til eigin ríkisborgara, sem sækjast eftir að hefja eða stunda lögverndaða starfsemi, að þeir leggi fram sönnun þess að þeir séu tryggðir fyrir þeirri fjárhagslegu áhættu sem fylgir ábyrgð á atvinnustarfseminni skal gistiaðildarríkið samþykkja vottorð gefin út af vátryggingafélögum annarra aðildarríkja og telja þau jafngild þeim sem gefin eru út á yfirráðasvæði þess. Slík vottorð skulu fela í sér yfirlýsingu um að vátryggjandinn hafi farið að þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru í gistiaðildarríkinu að því er varðar skilmála og umfang vátryggingarinnar. Þau má ekki leggja fram síðar en þremur mánuðum eftir útgáfudag þeirra.“;

5)    í stað fyrsta undirliðar annarrar undirgreinar í 2. mgr. 13. gr. komi:

„–    til að auðvelda framkvæmd þessarar tilskipunar, einkum með því að samþykkja og birta álit um vandamál sem framkvæmdastjórnin vísar til hans.“;

6)     eftirfarandi málsgrein bætist við 15. gr.:

    „8.     Breytingar, sem gerðar eru á skránum yfir nám sem koma fram í viðaukum C og D á grundvelli málsmeðferðarinnar sem mælt er fyrir um hér að framan, skulu taka gildi þegar í stað á þeim degi sem framkvæmdastjórnin ákveður.“

2. þáttur


breytingar á starfsgreinatilskipunum


Þáttur 2.1


Hjúkrunarfræðingar í almennri hjúkrun


3. gr.


Tilskipun 77/452/EBE er hér með breytt sem hér segir:

1)     (Gildir aðeins um grísku útgáfuna).

2)    Í 2. gr. komi orðin „sem skráð eru í viðaukanum“ í stað orðanna „sem skráð eru í 3. gr.“

3)     Ákvæði 3. gr. falli brott.

4)    Litið skal á tilvísanir í 3. gr. sem tilvísanir í viðaukann.

5)     (Gildir aðeins um grísku útgáfuna).

6)     Eftirfarandi greinar bætist við:

„18. gr. a

Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um þau lög og stjórnsýslufyrirmæli sem þau samþykkja um veitingu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til. Framkvæmdastjórnin skal birta viðeigandi auglýsingu í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna, þar sem talin eru upp þau heiti, sem aðildarríkin samþykkja fyrir viðkomandi menntun og hæfi og, þar sem við á, samsvarandi starfsheiti.

18. gr. b

Svari prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ríkisborgara aðildarríkja á því sviði, sem tilskipun þessi nær til, ekki til þeirra heita sem skráð eru fyrir það aðildarríki í þessari tilskipun, skal sérhvert aðildarríki viðurkenna sem nægilega sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem þessi aðildarríki veita og þar sem með fylgir vottorð gefið út af lögbæru yfirvaldi eða stofnunum. Slíkt vottorð skal fela í sér yfirlýsingu um að viðkomandi prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi hafi verið veittur að lokinni menntun og þjálfun sem samræmist ákvæðum þessarar tilskipunar og aðildarríkið, sem veitir hann, telji hann jafngildan þeim heitum sem skráð eru þar.

18. gr. c

Aðildarríkin skulu kanna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi á því sviði, sem tilskipun þessi nær til, sem handhafi hefur hlotið utan Evrópusambandsins, hafi þessi prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi verið viðurkennd í aðildarríki, ásamt þjálfun og/eða starfsreynslu sem aflað er í aðildarríki. Aðildarríkið skal taka ákvörðun innan þriggja mánaða frá þeim degi er umsækjandi leggur fram umsókn sína ásamt öllum fylgiskjölum.

18. gr. d

Hafni aðildarríki umsókn skal það rökstyðja á tilhlýðilegan hátt ákvörðun sína um viðurkenningu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til.

Umsækjendur skulu hafa áfrýjunarrétt frammi fyrir dómstólum samkvæmt landslögum. Sá áfrýjunarréttur skal á sama hátt gilda hafi ákvörðun ekki verið tekin innan tilskilins tíma.“

7)    Viðaukinn, sem birtist í I. viðauka við þessa tilskipun, bætist við.

4. gr.


Í 1. mgr. 1. gr. tilskipunar 77/453/EBE komi orðin „eins og tilgreint er í viðauka við tilskipun 77/452/ EBE“ í stað orðanna „eins og tilgreint er í 3. gr. tilskipunar 77/452/EBE“.

Þáttur 2.2


Tannlæknar


5. gr.


Tilskipun 78/686/EBE er hér með breytt sem hér segir:

1)    Í 2. gr. komi orðin „skráð í viðauka A“ í stað orðanna „skráð í 3. gr.“

2)     Ákvæði 3. gr. falli brott.

3)     Í stað heitis III. kafla komi:

    „Prófskírtein i, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi í sérgreinum tannlækninga“.

4)     Í stað 4. gr. komi:

    „ 4. gr.

    Sérhverju aðildarríki, með ákvæði í lögum eða stjórnsýslufyrirmæ lum á þessu sviði, ber að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi tannlækna, sem sérhæfa sig í tannréttingu m og tannskurðlækningum, sem önnur aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkjan na í samræmi við 2. og 3. gr. tilskipunar 78/687/EBE og eru skráð í viðauka B, með því að láta hið sama gilda um slík prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi á yfirráðasvæði sínu og þau sem aðildarríkið sjálft veitir.“

5)     Ákvæði 5. gr. falli brott.

6)     Ákvæði 6. gr. er breytt sem hér segir:

    a)     eftirfarandi undirgrein bætist við 2. mgr.:

             „Það skal einnig taka tillit til hvers konar starfsreynslu, viðbótarþjálfunar og símenntunar á sviði tannlækninga sem þeir búa yfir.“;

    b)     í stað 3. gr. komi:

             „3. Lögbær yfirvöld eða stofnanir gistiaðildarríkis skulu, eftir að hafa metið inntak og lengd sérnáms hlutaðeigandi einstaklings á grundvelli prófskírteina, vottorða eða annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi, sem hafa verið lögð fram, og að teknu tilliti til hvers konar starfsreynslu, viðbótarþjálfunar og símenntunar á sviði tannlækninga, sem hann býr yfir, tilkynna honum um viðbótarnámstímabil, sem krafist er, svo og þau svið sem námið skal taka til.“;

    c)     eftirfarandi málsgrein bætist við:

             „4. Aðildarríkið skal taka ákvörðun innan fjögurra mánaða frá þeim degi er umsækjandi leggur fram umsókn sína ásamt öllum fylgiskjölum.“

7)    Í 19. gr. verða undirgreinarnar tvær að 1. mgr. og eftirfarandi mgr. bætist við:

    „2.     Aðildarríkin skulu viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í læknisfræði sem gefin eru út á Ítalíu til fólks sem hóf háskólanám í læknisfræði á tímabilinu 28. janúar 1980 til 31. desember 1984 og sem með fylgir vottorð, gefið út af lögbærum yfirvöldum á Ítalíu, með yfirlýsingu um eftirfarandi:

    –    að viðkomandi hafi staðist hæfnispróf fyrir sérfræðinga sem lögbær yfirvöld á Ítalíu halda til að komast að raun um hvort þeir búa yfir sambærilegri þekkingu og hæfni og þeir sem hafa prófskírteini sem skráð eru fyrir Ítalíu í viðauka A;

    –     a ð þ e i r h a f i r a u n v e r u l e g a s t u n d a ð á Í t a l í u, á l ö g l e g a n h á t t o g a ð aðalstarfi, þá starfsemi sem tiltekin er í 5. gr. tilskipunar 78/687/EBE í a.m.k. þrjú ár samfleytt á fimm næstliðnum árum fyrir útgáfu skírteinisins;

    –    og að þeir hafi leyfi til að stunda eða stundi raunverulega, á löglegan hátt og að aðalstarfi, þá starfsemi sem tiltekin er í 5. gr. tilskipunar 78/687/EBE með sömu skilyrðum og þeir sem hafa hlotið prófskírteinin sem skráð eru fyrir Ítalíu í viðauka A við þessa tilskipun.

    Krafan um að taka hæfnispróf, sem um getur í fyrstu undirgrein, skal felld niður þegar um er að ræða einstaklinga sem hafa lokið á fullnægjandi hátt a.m.k. þriggja ára námi sem lögbær yfirvöld viðurkenna sem jafngilt því námi sem um getur í 1. gr. tilskipunar 78/687/EBE.“

8)    Litið skal á tilvísanir í 3. gr. sem tilvísanir í viðauka A og tilvísanir í 5. gr. sem tilvísanir í viðauka B.

9)     Eftirfarandi greinar bætist við:

23. gr. a

Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um þau lög og stjórnsýslufyrirmæli sem þau samþykkja um veitingu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til. Framkvæmdastjórnin skal birta viðeigandi auglýsingu í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna, þar sem talin eru upp þau heiti, sem aðildarríkin samþykkja fyrir viðkomandi menntun og hæfi og, þar sem við á, samsvarandi starfsheiti.

23. gr. b

Svari prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ríkisborgara aðildarríkja á því sviði, sem tilskipun þessi nær til, ekki til þeirra heita sem skráð eru fyrir það aðildarríki í þessari tilskipun, skal sérhvert aðildarríki viðurkenna sem nægilega sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem þessi aðildarríki veita og þar sem með fylgir vottorð gefið út af lögbæru yfirvaldi eða stofnunum. Slíkt vottorð skal fela í sér yfirlýsingu um að viðkomandi prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi hafi verið veittur að lokinni menntun og þjálfun sem samræmist ákvæðum þessarar tilskipunar og aðildarríkið, sem veitir hann, telji hann jafngildan þeim heitum sem skráð eru þar.

23. gr. c

Aðildarríkin skulu kanna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi á því sviði, sem tilskipun þessi nær til, sem handhafi hefur hlotið utan Evrópusambandsins, hafi þessi prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi verið viðurkennd í aðildarríki, ásamt þjálfun og/eða starfsreynslu sem aflað er í aðildarríki. Aðildarríkið skal taka ákvörðun innan þriggja mánaða frá þeim degi er umsækjandi leggur fram umsókn sína ásamt öllum fylgiskjölum.

23. gr. d

Hafni aðildarríki umsókn skal það rökstyðja á tilhlýðilegan hátt ákvörðun sína um viðurkenningu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til.

Umsækjandi skal hafa áfrýjunarrétt frammi fyrir dómstólum samkvæmt landslögum. Sá áfrýjunarréttur skal á sama hátt gilda hafi ákvörðun ekki verið tekin innan tilskilins tíma.“

10)    Viðauki A og B, sem birtast í II. viðauka við þessa tilskipun, bætist við.

6. gr.


Í 1. mgr. 1. gr. tilskipunar 78/687/EBE komi orðin „sem um getur í viðauka A við þá tilskipun“ í stað orðanna „sem um getur í 3. gr. sömu tilskipunar“.

Þáttur 2.3


Dýralæknar


7. gr.


Tilskipun 78/1026/EBE er hér með breytt sem hér segir:

1)    Í 2. gr. komi orðin „í viðauka“ í stað orðanna „í 3. gr.“

2)     Ákvæði 3. gr. falli brott.

3)    Litið skal á tilvísanir í 3. gr. sem tilvísanir í viðaukann.

4)     Eftirfarandi greinar bætist við:

    „17. gr. a

    Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um þau lög og stjórnsýslufyrirmæli sem þau samþykkja um veitingu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til. Framkvæmdastjórnin skal birta viðeigandi auglýsingu í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna, þar sem talin eru upp þau heiti, sem aðildarríkin samþykkja fyrir viðkomandi menntun og hæfi og, þar sem við á, samsvarandi starfsheiti.

     17. gr. b

    Svari prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ríkisborgara aðildarríkja á því sviði, sem tilskipun þessi nær til, ekki til þeirra heita sem skráð eru fyrir það aðildarríki í þessari tilskipun, skal sérhvert aðildarríki viðurkenna sem nægilega sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem þessi aðildarríki veita og þar sem með fylgir vottorð gefið út af lögbæru yfirvaldi eða stofnunum. Slíkt vottorð skal fela í sér yfirlýsingu um að viðkomandi prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi hafi verið veittur að lokinni menntun og þjálfun sem samræmist ákvæðum þessarar tilskipunar og aðildarríkið, sem veitir hann, telji hann jafngildan þeim heitum sem skráð eru þar.

    17. gr. c

    Aðildarríkin skulu kanna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi á því sviði, sem tilskipun þessi nær til, sem handhafi hefur hlotið utan Evrópusambandsins, hafi þessi prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi verið viðurkennd í aðildarríki, ásamt þjálfun og/eða starfsreynslu sem aflað er í aðildarríki. Aðildarríkið skal taka ákvörðun innan þriggja mánaða frá þeim degi er umsækjandi leggur fram umsókn sína ásamt öllum fylgiskjölum.

     17. gr. d

    Hafni aðildarríki umsókn skal það rökstyðja á tilhlýðilegan hátt ákvörðun sína um viðurkenningu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til.

    Umsækjandi skal hafa áfrýjunarrétt frammi fyrir dómstólum samkvæmt landslögum. Sá áfrýjunarréttur skal á sama hátt gilda hafi ákvörðun ekki verið tekin innan tilskilins tíma.“

5)    Viðaukinn, sem birtist í III. viðauka við þessa tilskipun, bætist við.

8. gr.


Í 1. mgr. 1. gr. tilskipunar 78/1027/EBE komi orðin „sem um getur í viðauka við tilskipun 78/1026/EBE“ í stað orðanna „sem um getur í 3. gr. tilskipunar 78/1026/EBE“.

Þáttur 2.4


Ljósmæður


9. gr.


Tilskipun 80/154/EEC er hér með breytt sem hér segir:

1)    Í 1. mgr. 2. gr. komi orðin „skráð eru í viðauka“ í stað orðanna „skráð eru í 3. gr.“

2)    Í fjórða og fimmta undirlið 1. mgr. 2. gr. komi orðin „sem um getur í viðauka við tilskipun 77/452/EBE“ í stað orðanna „sem um getur í 3. gr. tilskipunar 77/452/EBE“.

3)    Ákvæði 3. gr. falli brott.

4)    Litið skal á tilvísanir í 3. gr. sem tilvísanir í viðaukann.

5)     Eftirfarandi greinar bætist við:

    „ 19. gr.

    Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um þau lög og stjórnsýslufyrirmæli sem þau samþykkja um veitingu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til. Framkvæmdastjórnin skal birta viðeigandi auglýsingu í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna, þar sem talin eru upp þau heiti, sem aðildarríkin samþykkja fyrir viðkomandi menntun og hæfi og, þar sem við á, samsvarandi starfsheiti.

     19. gr. b

    Svari prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ríkisborgara aðildarríkja á því sviði, sem tilskipun þessi nær til, ekki til þeirra heita sem skráð eru fyrir það aðildarríki í þessari tilskipun, skal sérhvert aðildarríki viðurkenna sem nægilega sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem þessi aðildarríki veita og þar sem með fylgir vottorð gefið út af lögbæru yfirvaldi eða stofnunum. Slíkt vottorð skal fela í sér yfirlýsingu um að viðkomandi prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi hafi verið veittur að lokinni menntun og þjálfun sem samræmist ákvæðum þessarar tilskipunar og aðildarríkið, sem veitir hann, telji hann jafngildan þeim heitum sem skráð eru þar.

     19. gr. c

    Aðildarríkin skulu kanna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi á því sviði, sem tilskipun þessi nær til, sem handhafi hefur hlotið utan Evrópusambandsins, hafi þessi prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi verið viðurkennd í aðildarríki, ásamt þjálfun og/eða starfsreynslu sem aflað er í aðildarríki. Aðildarríkið skal taka ákvörðun innan þriggja mánaða frá þeim degi er umsækjandi leggur fram umsókn sína ásamt öllum fylgiskjölum.

     19. gr. d

    Hafni aðildarríki umsókn skal það rökstyðja á tilhlýðilegan hátt ákvörðun sína um viðurkennin gu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til.

    Umsækjendu r skulu hafa áfrýjunarrétt frammi fyrir dómstólum samkvæmt landslögum. Sá áfrýjunarréttur skal á sama hátt gilda hafi ákvörðun ekki verið tekin innan tilskilins tíma.“

6)    Viðaukinn, sem birtist í IV. viðauka við þessa tilskipun, bætist við.

10. gr.


Tilskipun 80/155/EBE er breytt sem hér segir:

1)    Í 1. mgr. 1. gr. komi orðin „skráð er í viðaukanum“ í stað orðanna „skráð er í 3. gr.“

2)    Í öðrum undirlið 2. mgr. 1. gr komi orðin „sem getið er í viðauka við tilskipun 77/452/EBE“ í stað orðanna „sem getið er í 3. gr. tilskipunar 77/ 452/EBE“.

Þáttur 2.5


Arkitektar

11. gr.

Tilskipun 85/384/EBE er hér með breytt sem hér segir:

1)     Eftirfarandi greinar bætist við:

    „ 6. gr.

    Aðildarríkin skulu kanna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi á því sviði, sem tilskipun þessi nær til, sem handhafi hefur hlotið utan Evrópusambandsins, hafi þessi prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi verið viðurkennd í aðildarríki, ásamt þjálfun og/eða starfsreynslu sem aflað er í aðildarríki. Aðildarríkið skal taka ákvörðun innan þriggja mánaða frá þeim degi er umsækjandi leggur fram umsókn sína ásamt öllum fylgiskjölum.

    6. gr. a

    Hafni aðildarríki umsókn skal það rökstyðja á tilhlýðilegan hátt ákvörðun sína um viðurkenningu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til.

    Umsækjendur skulu hafa áfrýjunarrétt frammi fyrir dómstólum samkvæmt landslögum. Sá áfrýjunarréttur skal á sama hátt gilda hafi ákvörðun ekki verið tekin innan tilskilins tíma.“

2)     Ákvæði 15. gr. falli brott.

3)    Í 1. mgr. 24. gr. komi orðin „samkvæmt 17. og 18. gr. þegar um er að ræða staðfesturétt og samkvæmt 22. gr. þegar um er að ræða þjónustustarfsemi“ í stað orðanna „samkvæmt 17. og 18. gr.“

Þáttur 2.6

Lyfjafræðingar


12. gr.

Í 2. gr. tilskipunar 85/432/EBE bætist eftirfarandi liður við:

„6.    Sem bráðabirgðar áðstöfun og þrátt fyrir 3. og 5. mgr. getur Ítalía, þar sem lög og stjórnsýslufyrirmæli mæla fyrir um nám sem ekki hafði verið fyllilega samræmt námskröfum, sem mælt er fyrir um í þessari grein, fyrir þann tíma sem fastsettur er í 5. gr., látið þessi ákvæði gilda áfram um einstaklinga sem hófu nám í lyfjafræði fyrir 1. nóvember 1993 og ljúka því fyrir 1. nóvember 2003.

    Sérhverju aðildarríki skal vera heimilt að krefjast þess að handhafar prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði, sem gefin eru út á Ítalíu við lok náms sem hófst fyrir 1. nóvember 1993 og lýkur fyrir 1. nóvember 2003, leggi fram ásamt prófskírteini sínu vottorð með yfirlýsingu um að þeir hafi raunverulega stundað, á löglegan hátt, í a.m.k. þrjú ár samfleytt á næstliðnum fimm árum fyrir útgáfu skírteinisins, einhverja þá starfsemi sem um getur í 2. mgr. 1. gr., að svo miklu leyti sem slík starfsemi er lögvernduð á Ítalíu.“

13. gr.


Tilskipun 85/433/EBE er hér með breytt sem hér segir:

1)    Í 1. gr. komi orðin „sem um getur í viðaukanum“ í stað orðanna „sem um getur í 4. gr.“

2)     Ákvæði 3. gr. falli brott.

3)     Ákvæði 4. gr. falli brott.

4)    Litið skal á tilvísanir í 4. gr. sem tilvísanir í viðaukann.

5)     Eftirfarandi greinar bætist við:

    „ 18. gr. a

    Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um þau lög og stjórnsýslufyrirmæli sem þau samþykkja um veitingu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til. Framkvæmdastjórnin skal birta viðeigandi auglýsingu í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna, þar sem talin eru upp þau heiti, sem aðildarríkin samþykkja fyrir viðkomandi menntun og hæfi og, þar sem við á, samsvarandi starfsheiti.

    18. gr. b

    Svari prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ríkisborgara aðildarríkja á því sviði, sem tilskipun þessi nær til, ekki til þeirra heita sem skráð eru fyrir það aðildarríki í þessari tilskipun, skal sérhvert aðildarríki viðurkenna sem nægilega sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem þessi aðildarríki veita og þar sem með fylgir vottorð gefið út af lögbæru yfirvaldi eða stofnunum. Slíkt vottorð skal fela í sér yfirlýsingu um að viðkomandi prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi hafi verið veittur að lokinni menntun og þjálfun sem samræmist ákvæðum þessarar tilskipunar og aðildarríkið, sem veitir hann, telji hann jafngildan þeim heitum sem skráð eru þar.

     18. gr. c

    Aðildarríkin skulu kanna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi á því sviði, sem tilskipun þessi nær til, sem handhafi hefur hlotið utan Evrópusamb andsins, hafi þessi prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi verið viðurkenndur í aðildarríki, ásamt þjálfun og/eða starfsreynslu sem aflað er í aðildarríki. Aðildarríkið skal taka ákvörðun innan þriggja mánaða frá þeim degi er umsækjandi leggur fram umsókn sína ásamt öllum fylgiskjölum.

    18. gr. d

    Hafni aðildarríki umsókn skal það rökstyðja á tilhlýðilegan hátt ákvörðun sína um viðurkenningu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til.

    Umsækjandi skal hafa áfrýjunarrétt frammi fyrir dómstólum samkvæmt landslögum. Sá áfrýjunarréttur skal á sama hátt gilda hafi ákvörðun ekki verið tekin innan tilskilins tíma.“

6)    Viðaukinn, sem birtist í V. viðauka við þessa tilskipun, bætist við.

Þáttur 2.7


Læknar


14. gr.


Tilskipun 93/16/EBE er hér með breytt sem hér segir:

1)    Í 2. gr. komi orðin „talin upp í viðauka A“ í stað orðanna „talin upp í 3. gr.“

2)     Ákvæði 3. gr. falli brott.

3)     Í stað heitis II. kafla komi:

    „Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi í sérgreinum læknisfræði.“

4)     Í stað 4. gr. komi eftirfarandi:

    „ 4. gr.

    Sérhverju aðildarríki, með ákvæði í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum á þessu sviði, ber að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í sérgreinum læknisfræði, sem önnur aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkjanna í samræmi við 24., 25., 26. og 29. gr. og eru skráð í viðaukum B og C, með því að láta hið sama gilda um slík prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi á yfirráðasvæði sínu og þau sem aðildarríkið sjálft veitir.“

5)     Í stað 5. gr. komi eftirfarandi:

    „ 5. gr.

    Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi, sem um getur í 4. gr. og sem eru veitt af lögbærum yfirvöldum eða stofnunum, sem talin eru upp í viðauka B, eru þau sem svara, að því er varðar viðkomandi sérnám, til þeirra skírteina sem talin eru upp í viðauka C fyrir þau aðildarríki þar sem slíkt nám er fyrir hendi.“

6)     Heiti III. kafla og 6. og 7. gr. falli brott.

7)     Í 8. kafla:

    a)     b æ t i s t e f t i r f a randi undirgrein við 2. mgr.:

             „Það skal einnig taka tillit til hvers konar starfsreynslu, viðbótarþjálfunar og símenntunar á sviði læknisfræði sem þeir búa yfir.“;

    b)     komi eftirfarandi í stað 3. mgr.:

             „3. Lögbær yfirvöld eða stofnanir gistiaðildarríkis skulu, eftir að hafa metið inntak og lengd sérnáms hlutaðeigandi einstaklings á grundvelli prófskírteina, vottorða eða annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem hafa verið lögð fram, og að teknu tilliti til hvers konar starfsreynslu, viðbótarþjálfunar og símenntunar á sviði læknisfræði, tilkynna honum um viðbótarnámstímabil sem krafist er svo og þau svið sem námið skal taka til.“;

    c)     bætist eftirfarandi málsgrein við:

             „4. Aðildarríkið skal taka ákvörðun innan fjögurra mánaða frá þeim degi er umsækjandi leggur fram umsókn sína ásamt öllum fylgiskjölum.“

8)     Eftirfarandi málsgrein bætist við 9. gr.:

    „2a Aðildarríkin skulu viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi í sérgreinum læknisfræði sem veittur er á Spáni læknum sem luku sérnámi fyrir 1. janúar 1995 en sem uppfyllti ekki formlegar námskröfur, sem mælt er fyrir um í 24. til 27. gr., ef vitnisburðinum fylgir vottorð sem veitt er af lögbærum spænskum yfirvöldum og vottar að viðkomandi einstaklingur hafi staðist próf sem sýnir fram á starfsreynslu og sem skipulagt er samkvæmt sérstökum reglugerðarráðstöfunum í konunglegri tilskipun 1497/99 með það fyrir augum að sannreyna að viðkomandi einstaklingur búi yfir sambærilegri þekkingu og hæfni og læknar með prófskírteini sérfræðinga sem um getur í 3. mgr. 5. gr. og 2. mgr. 7. gr. þegar um er að ræða Spán.“

9)     Eftirfarandi málsgrein bætist við 23. gr.:

    „6.     Símenntun skal tryggja, í samræmi við gildandi ráðstafanir í hverju aðildarríki, að þeir einstaklingar sem lokið hafa námi geti tileinkað sér framfarir í læknisfræði.“

10)    Í stað a-liðar í 1. mgr. 24. gr. komi eftirfarandi:

    „a)     a ð b a k i þ e s s v e r ð u r a ð v e r a s e x á r a n á m s e m e r a ð f u l l u l o k i ð i n n a n þ ess námsferils sem um getur í 23. gr., og verður viðkomandi á þeim tíma að hafa aflað sér viðeigandi þekkingar á lyflækningum;“.

11)    Í stað 26. og 27. gr. komi eftirfarandi:

    „ 26. gr.

    Aðildarríki sem sett hafa ákvæði með lögum og stjórnsýslufyrirmælum á þessu sviði skulu sjá til þess að lágmarkslengd sérnáms sé eigi styttri en lengd námsins sem mælt er fyrir um í viðauka C að því er varðar hvers konar nám. Slíkri lágmarkslengd náms skal breytt í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 44. gr. a.“

12)    Í stað 30. gr. komi eftirfarandi:

    „ 30. gr.

    Hvert það aðildarríki sem býður á yfirráðasvæði sínu upp á það nám í heild sinni, sem um getur í 23. gr., skal koma á sérnámi í heimilislækningum, sem uppfyllir þau lágmarksskilyrði sem eru sett í 31. og 32. gr., á þann hátt að fyrstu prófskírteinin, vottorðin eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi verði veitt að slíku námi loknu eigi síðar en 1. janúar 2006.“

13)    Í stað b-liðar í 1. mgr. 31. gr. komi eftirfarandi:

    „b)    það verður að vera fullt nám sem varir í þrjú ár hið minnsta og er undir umsjón þar til bærra yfirvalda eða stofnana.“

14)    Í stað 2. mgr. 31. gr. komi eftirfarandi:

    „2.     Feli námið, sem um getur í 23. gr., í sér starfsþjálfun á viðurkenndu sjúkrahúsi eða heilsugæslustöð með viðeigandi búnaði og þjónustu á sviði lyflækninga eða á viðurkenndri almennri læknastofu eða viðurkenndri læknastöð þar sem læknar veita frumheilsugæslu, má það þjálfunartímabil vera hluti af tímabilinu sem mælt er fyrir um í b-lið 1. mgr., enda sé það ekki lengra en eitt ár. Þessi kostur skal aðeins standa til boða þeim aðildarríkjum þar sem lengd sérnáms í lyflækningum er tvö ár þann 1. janúar 2001.

    Verði framkvæmdastjórnin, við beitingu þessarar málsgreinar, vör við að aðildarríki eigi í miklum erfiðleikum að því er varðar námsstigið í b-lið 1. mgr., skal það fara að áliti nefndar háttsettra opinberra embættisma nna um almannaheil brigði, sem komið var á fót með ákvörðun ráðsins 75/ 365/EBE(*), og tilkynna það Evrópuþingi nu og ráðinu. Framkvæmd astjórnin skal, eftir því sem við á, leggja fyrir Evrópuþingi ð og ráðið tillögur sem miða að frekari samræmingu á lengd sérnáms í lyflækningu m.(*)     Stjtíð. EB L 167, 30.6.1975, bls. 19.

15)    Í öðrum undirlið 1. mgr. 34. gr. komi „50%“ í stað „60%“.

16)    Litið skal á tilvísanir í 3., 6., 7. og 27. gr. sem tilvísanir í viðauka A, 4. gr., 5. gr. og 26. gr. hverja um sig.

17)    Eftirfarandi greinar bætist við:

    „ 42. gr. a

    Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um þau lög og stjórnsýslufyrirmæli sem þau samþykkja um veitingu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til. Framkvæmdastjórnin skal birta viðeigandi auglýsingu í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna, þar sem talin eru upp þau heiti, sem aðildarríkin samþykkja fyrir viðkomandi menntun og hæfi og, þar sem við á, samsvarandi starfsheiti.

     42. gr. b

    Svari prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ríkisborgara aðildarríkja, á því sviði sem tilskipun þessi nær til, ekki til þeirra heita sem skráð eru fyrir það aðildarríki í þessari tilskipun, skal sérhvert aðildarríki viðurkenna sem nægilega sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem þessi aðildarríki veita og þar sem með fylgir vottorð gefið út af lögbæru yfirvaldi eða stofnunum. Slíkt vottorð skal fela í sér yfirlýsingu um að viðkomandi prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi hafi verið veittur að lokinni menntun og þjálfun sem samræmist ákvæðum þessarar tilskipunar og aðildarríkið, sem veitir hann, telji hann jafngildan þeim heitum sem skráð eru þar.

    42. gr. c

    Aðildarríkin skulu kanna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi, á því sviði sem tilskipun þessi nær til, sem handhafi hefur hlotið utan Evrópusambandsins, hafi þessi prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi verið viðurkennd í aðildarríki, ásamt þjálfun og/eða starfsreynslu sem aflað er í aðildarríki. Aðildarríkið skal taka ákvörðun innan þriggja mánaða frá þeim degi er umsækjandi leggur fram umsókn sína ásamt öllum fylgiskjölum.

     42. gr. d

    Hafni aðildarríki umsókn skal það rökstyðja á tilhlýðilegan hátt ákvörðun sína um viðurkenningu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem tilskipun þessi nær til.

    Umsækjendur skulu hafa áfrýjunarrétt frammi fyrir dómstólum samkvæmt landslögum. Sá áfrýjunarréttur skal á sama hátt gilda hafi ákvörðun ekki verið tekin innan tilskilins tíma.“

18)    Ákvæðum 44. gr. a er breytt sem hér segir:

    a)     h e f u r e k k i á h r i f á e n s k a t e x t a n n ;

    b)     á k v æ ð i 2 . m gr. falli brott.

19)    Viðaukar A, B og C, sem birtast í IV. viðauka við þessa tilskipun, bætast við.

3. þáttur


lokaákvæði


15. gr.


Eigi síðar en 1. janúar 2008 skal framkvæmdastjórnin tilkynna Evrópuþinginu og ráðinu um hver staðan er á framkvæmd 1. og 2. liðar 1. gr. í aðildarríkjunum.

Að öllum nauðsynlegum skýrslutökum loknum skal framkvæmdastjórnin leggja fram niðurstöður sínar um hugsanlegar breytingar á núgildandi fyrirkomulagi í 1. og 2. lið 1. gr. Ef nauðsyn ber til skal framkvæmdastjórnin einnig leggja fram tillögur til að bæta núgildandi fyrirkomulag.

16. gr.


1. Aðildarríkin skulu samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari fyrir 1. janúar 2003. Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

Þegar aðildarríkin samþykkja þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þær eru birtar opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.

2. Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni helstu ákvæði úr landslögum sem þau samþykkja um málefni sem tilskipun þessi nær til.

17. gr.


Tilskipun þessi öðlast gildi á þeim degi sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna.

18. gr.


Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Brussel 14. maí 2001.

Fyrir hönd Evrópuþingsins,    Fyrir hönd ráðsins,

         N. FONTAINE         A. LINDH

                   forseti.                 forseti.
I. VIÐAUKI

„VIÐAUKI


Heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga
(í almennri hjúkrun)


Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

Belgique/ België/ Belgien 1.    Diploma gegradueerde verpleger/ verpleegster
    —    Diplôme d'infirmier(ère) gradué(e)
    —    Diplom eines (einer) graduierten Kranken-pflegers (-pflegerin)
2.     Diploma in de ziekenhuisverpleegkunde
    —     Brevet d'infirmier(ère) hospitalier(ère)
    —    Brevet eines (einer) Krankenpflegers (- pflegerin)
3.     Brevet van verpleegassistent(e)
    —     Brevet d'hospitalier(ère)
    —     Brevet einer Pflegeassistentin
1.     D e e r k e n d e o p l e i d i n g s i n s t i t u t e n / l e s é t a b l i s s e m e n t s d ' e n s e i g n e m e n t r e c
Danmark Eksamensbevis efter gennemført sygeplejerskeuddannelse Sygeplejeskole godkendt af Undervisningsministeriet
Deutschland Zeugnis über die staatliche Prüfung in der Krankenpflege Staatlicher Prüfungsausschuss
E.... 1.    ...... .. .......... .../µ... ......
2.    ...... ... ......... ............ ............. ....µ.... (......)
3.     ...... ....µ...... ............
4.    ...... ....... ......µ.. ..... ........ ...... .......... ...... ... ........
5.    ...... ....... ......µ.. ... ............ ..... ........ ...... .......... ...... ... ........
6.     ...... .µ.µ.... ... .........
1.     . . . . . . . . . µ . . . . . . . .
2.     . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . µ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . µ . . . .
3.     . . . . . . . . . . . . . . . . . µ . . . .
4.     . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
5.     . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
6.     . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . µ . . . .
España Titulo de Diplomado universitario en Enfermería Ministerio de Educación y Cultura/El rector de una Universidad
France 1.     Diplôme d'Etat d'infirmier(ère)
2.    Diplôme d'Etat d'infirmier(ère) délivré en vertu du décret no 99-1147 du 29 décembre 1999
Le ministère de la santé
Ireland Certificate of Registered General Nurse An Bord Altranais (The Nursing Board)
Italia Diploma di infermiere professionale Scuole riconosciute dallo Stato

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

Luxembourg 1.    Diplôme d'Etat d'infirmier
2.    Diplôme d'Etat d'infirmier hospitalier gradué
Ministère de l'Education nationale, de la Formation professionnelle et des Sports
Nederland 1.    diploma's verpleger A, verpleegster A, verpleeg-kundige A

2.    diploma verpleegkundige MBOV (Middelbare Beroepsopleiding Verpleegkundige)
3.    diploma verpleegkundige HBOV (Hogere Beroepsopleiding Verpleegkundige)
4.    diploma beroepsonderwijs verpleegkundige - Kwalificatieniveau 4
5.    diploma hogere beroepsopleiding verpleegkundige – Kwalificatieniveau 5
1.     D o o r e e n v a n o v e r h e i d s w e g e b e n o e m d e e x a m e n c o m m i s s i e
2.     D o o r e e n v a n o v e r h e i d s w e g e b e n o e m d e e x a m e n c o m m i s s i e
3.     D o o r e e n v a n o v e r h e i d s w e g e b e n o e m d e e x a m e n c o m m i s s i e
4.     D o o r e e n v a n o v e r h e i d s w e g e a a n g e w e z e n o p l e i d i n g s i n s t e l l i n g
5.     D o o r e e n v a n o v e r h e i d s w e g e a a n g e w e z e n o p l e i d i n g s i n s t e l l i n g
Österreich 1.    Diplom als „Diplomierte Gesundheits- und Krankenschwester/Diplomierter Gesundheits- und Krankenpfleger“
2.    Diplom als „Diplomierte Krankenschwester/Diplomierter Krankenpfleger“
1.     S c h u l e f ü r a l l g e m e i n e G e s u n d h e i t s - u n d K r a n k e n p f l e g e
2.     A l l g e m e i n e K r a n k e n p f l e g e s c h u l e
Portugal 1.    Diploma do curso de enfermagem geral
2.    Diploma/carta de curso de bacharelato em enfermagem
3.    Carta de curso de licenciatura em enfermagem
1.     E s c o l a s d e E n f e r m a g e m
2.     E s c o l a s S u p e r i o r e s d e E n f e r m a g e m
3.     E s c o l a s S u p e r i o r e s d e E n f e r m a g e m ; E s c o l a s S u p e r i o r e s d e S a ú d e
Suomi/ Finland 1.    Sairaanhoitajan tutkinto / sjukskötarexamen
2.    Sosiaali- ja terveysalan ammattikorkeakoulututkinto,
    sairaanhoitaja (AMK) / yrkeshøgskoleexamen inom hälsovård och det sociala området, sjukskötare (YH)
1.     T e r v e y d e n h u o l t o -o p p i l a i t o k s e t / h ä l s o v å r d s l ä r o a n s t a l t e r
2.     A m m a t t i k o r k e a k o u l u t / y r k e s h ö g s k o l o r
Sverige Sjuksköterskeexamen Universitet eller högskola
United Kingdom Statement of Registration as a Registered General Nurse in part 1 or part 12 of the register kept by the United Kingdom Central Council for Nursing, Midwifery and Health Visiting Various“

II. VIÐAUKI

„VIÐAUKI A


Heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í tannlækningum


Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

Belgique/ België/ Belgien —    Diploma van tandarts
—    Diplôme de licencié en science dentaire
1.     De universiteiten/les universités
2.     De bevoegde Examencommissie van de Vlaamse Gemeenschap/le Jury compétent d'enseignement de la Communauté française
Danmark Bevis for tandlægeeksamen (odontologisk kandidateksamen) Tandlægehøjskolerne, Sundhedsvidenskabeligt universitetsfakultet Autorisation som tandlæge, udstedt af Sundhedsstyrelsen
Deutschland Zeugnis über die Zahnärztliche Prüfung Zuständige Behörden
E.... ...... ............. .........µ..
España Título de Licenciado en Odontología El rector de una Universidad
France Diplôme d'Etat de docteur en chirurgie dentaire Universités
Ireland Bachelor in Dental Science (B.Dent.Sc.) / Bachelor of Dental Surgery (BDS) /Licentiate in Dental Surgery (LDS) Universities / Royal College of Surgeons in Ireland
Italia Diploma di laurea in Odontoiatria e Protesi Dentaria Università Diploma di abilitazione all'esercizio dell'odontoiatria e protesi dentaria
Luxembourg Diplôme d'Etat de docteur en médecine dentaire Jury d'examen d'Etat
Nederland Universitair getuigschrift van een met goed gevolg afgelegd tandartsexamen Faculteit Tandheelkunde
Österreich Bescheid über die Verleihung des akademischen Grades „Doktor der Zahnheilkunde“ Medizinische Fakultät der Universität
Portugal Carta de curso de licenciatura em medicina dentária Faculdade / Institutos Superiores
Suomi/ Finland Hammaslääketieteen lisensiaatin tutkinto
/ odontologie licentiatexamen
1.     Helsingin yliopisto / Helsingfors universitet
2.     Oulun yliopisto
3.     Turun yliopisto
Terveydenhuollon oikeusturvakeskuksen päätös käytännön palvelun hyväksymisestä
/ Beslut av Rättsskyddscentralen för hälsovården om godkännande av praktisk tjänstgöring
Sverige Tandläkarexamen Universitetet i Umeå
Universitetet i Göteborg
Karolinska Institutet
Malmö Högskola
Endast för examensbevis som erhållits före den 1 juli 1995, ett utbildningsbevis som utfärdats av Socialstyrelsen
United Kingdom Bachelor of Dental Surgery (BDS or B.Ch.D.) / Licentiate in Dental Surgery Universities / Royal Colleges

VIÐAUKI B

Heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í sérgreinum tannlækninga


1. Tannréttingar

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

Belgique/ België/ Belgien
Danmark Bevis for tilladelse til at betegne sig som specialtandlæge i ortodonti Sundhedsstyrelsen
Deutschland Fachzahnärztliche Anerkennung für Kieferorthopädie Landeszahnärztekammer
E.... ...... ............. ........... ... ............

..µ....... ............
..µ.....
España
France Titre de spécialiste en orthodontie Conseil National de l'Ordre des chirurgiens dentistes
Ireland Certificate of specialist dentist in orthodontics Competent authority recognised for this purpose by the competent minister
Italia
Luxembourg
Nederland Bewijs van inschrijving als orthodontist in het Specialistenregister Specialisten Registratie Commissie (SRC) van de Nederlandse Maatschappij tot bevordering der Tandheelkunde
Österreich
Portugal
Suomi/Finland Erikoishammaslääkärin tutkinto, hampaiston oikomishoito / specialtandläkarexamen, tandreglering 1. Helsingin yliopisto / Helsingfors universitet
2. Oulun yliopisto
3. Turun yliopisto
Sverige Bevis om specialistkompetens i tandreglering Socialstyrelsen
United Kingdom Certificate of Completion of specialist training in orthodontics Competent authority recognised for this purpose

2. Tannskurðlækningar


Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

Belgique/ België/ Belgien
Danmark Bevis for tilladelse til at betegne sig som specialtandlæge i hospitalsodontologi Sundhedsstyrelsen
Deutschland Fachzahnärztliche Anerkennung für Oralchirurgie/Mundchirurgie Landeszahnärztekammer
E.... ...... ............. ........... ... .................

..µ....... ............
..µ.....
España
France

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

Ireland Certificate of specialist dentist in oral surgery Competent authority recognised for this purpose by the competent minister
Italia
Luxembourg
Nederland Bewijs van inschrijving als kaakchirurg in het Specialistenregister Specialisten Registratie Commissie (SRC) van de Nederlandse Maatschappij tot bevordering der Tandheelkunde
Österreich
Portugal
Suomi/ Finland Erikoishammaslääkärin tutkinto, suu- ja leukakirurgia / specialtandläkarexamen, oral och maxillofacial kirurgi 1.     H e l s i n g i n y l i o p i s t o / H e l s i n g f o r s u n i v e r s i t e t
2.     O u l u n y l i o p i s t o

3.     T u r u n y l i o p i s t o
Sverige Bevis om specialistkompetens i tandsystemets kirurgiska sjukdomar Socialstyrelsen
United Kingdom Certificate of completion of specialist training in oral surgery Competent authority recognised for this purpose“

III. VIÐAUKI

„VIÐAUKI


Heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í dýralækningum

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

Belgique/ België/ Belgien —    Diploma van dierenarts
—    Diplôme de docteur en médecine vétérinaire
1.     De universiteiten/les universités
2.     De bevoegde Examencommissie van de Vlaamse Gemeenschap/le Jury compétent d'enseignement de la Communauté française
Danmark Bevis for bestået kandidateksamen i veterinærvidenskab Kongelige Veterinær- og Landbohøjskole
Deutschland Zeugnis über das Ergebnis des Dritten Abschnitts der Tierärztlichen Prüfung und das Gesamtergebnis der Tierärztlichen Prüfung Der Vorsitzende des Prüfungs- ausschusses für die Tierärztliche Prüfung einer Universität oder Hochschule
E.... ...... ............ .........µ.. ............ ... .........
España Título de Licenciado en Veterinaria Ministerio de Educación y Cultura/
El rector de una Universidad
France Diplôme d'Etat de docteur vétérinaire
Ireland Diploma of Bachelor in/of Veterinary Medicine (MVB)
Diploma of Membership of the Royal College of Veterinary Surgeons (MRCVS)
Italia Diploma di laurea in medicina veterinaria Università Diploma di abilitazione all'esercizio della medicina veterinaria
Luxembourg Diplôme d'Etat de docteur en médecine vétérinaire Jury d'examen d'Etat
Nederland Getuigschrift van met goed gevolg afgelegd diergeneeskundig/ veeartsenijkundig examen
Österreich 1.    Diplom-Tierarzt
2.    Magister medicine veterinariae
Universität 1.    Doktor der Veterinärmedi zin
2.    Doctor medicinae veterinariae
3.    Fachtierarzt
Portugal Carta de curso de licenciatura em medicina veterinária Universidade
Suomi/ Finland Eläinlääketieteen lisensiaatin tutkinto / veterinärmedicine licentiatexamen Helsingin yliopisto / Helsingfors universitet
Sverige Veterinärexamen Sveriges Landbruksuniversitet

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

United Kingdom 1.    Bachelor of Veterinary Science (BVSc)
2.    Bachelor of Veterinary Science (BVSc)
3.    Bachelor of Veterinary Medicine (BvetMB)
4.    Bachelor of Veterinary Medicine and Surgery (BVM&S)
5.    Bachelor of Veterinary Medicine and Surgery (BVM&S)
6.    Bachelor of Veterinary Medicine (BvetMed)
1.     University of Bristol
2.     University of Liverpool
3.     University of Cambridge
4.     University of Edinburgh
5.     University of Glasgow

6.     University of London“

IV. VIÐAUKI
„VIÐAUKI

Heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurfræðum

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

Belgique/ België/ Belgien —    Diploma van vroedvrouw/
—    Diplôme d'accoucheuse
1.     D e e r k e n d e o p l e i d i n g s i n s t i t u t e n / l e s é t a b l i s s e m e n t s d ' e n s e i g n e m e n t
2.     D e
Danmark Bevis for bestået jordemodereksamen Danmarks jordemoderskole
Deutschland Zeugnis über die staatliche Prüfung für Hebammen und Entbindungspfleger Staatlicher Prüfungsausschuss
E.... 1.    ...... .µ.µ.... .......... ............ ............. ...µ.... (......)
2.    ...... ... .µ.µ.... ..... ... ........ ...... ........ ...... ... ....... ........ (.....)
3.    ...... ..... ........ ...... .....
1.     . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . µ . . . ( . . . . . . )
2.     . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . µ . . . .
3.     . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
España Título de matrona / asistente obstétrico (matrona) / enfermería obstétrica-ginecológica Ministerio de Educación y Cultura
France Diplôme de sage-femme L'Etat
Ireland Certificate in Midwifery An Board Altranais
Italia Diploma d'ostetrica Schools recognised by State
Luxembourg Diplôme de sage-femme Ministère de l'Education nationale, de la Formation professionnelle et des Sports
Nederland Diploma van verloskundige Door het Ministerie van Volksgezondheid, Welzijn en Sport erkende opleidingsinstellingen
Österreich Hebammen-Diplom Hebammenakademie / Bundeshebammenlehranstalt
Portugal 1.    Diploma de enfermeiro especialista em enfermagem de saúde materna e obstétrica
2.    Diploma/carta de curso de estudos superiores especializados em enfermagem de saúde materna e obstétrica
3.    Diploma (do curso de pós-licenciatura) de especialização em enfermagem de saúde materna e obstétrica
1.     E c o l a s d e E n f e r m a g e m
2.     E s c o l a s S u p e r i o r e s d e E n f e r m a g e m
3.     E s c o l a s S u p e r i o r e s d e E n f e r m a g e m ; E s c o l a s S u p e r i o r e s d e S a ú d e
Suomi/ Finland 1.    Kätilön tutkinto / barnmorskeexamen
2.    Sosiaali- ja terveysalan ammattikorkeakoulutut-kinto, kätilö (AMK) / yrkeshögskoleexamen inom hälsovård och det sociala området, barnmorska (YH)
1.     T e r v e y d e n h u o l t o -o p p i l a i t o k s e t / h ä l s o v å r d s -l ä r o a n s t a l t e r

2.     A m m a t t i k o r k e a k o u l u t / y r k e s h ö g s k o l o r
Sverige Barnmorskeexamen Universitet eller högskola
United Kingdom Statement of registration as a Midwife on part 10 of the register kept by the United Kingdom Central Council for Nursing, Midwifery and Health visiting Various“

V. VIÐAUKI

„VIÐAUKI


Heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Belgique/ België/ Belgien Diploma van apotheker
Diplôme de pharmacien
1.    De universiteiten / les universités
2.    De bevoegde Examencomm issie van de Vlaamse Gemeenschap / le Jury compétent d'enseignemen t de la Communauté française
Danmark Bevis for bestået farmaceutisk kandidateksamen Danmarks Farmaceutiske Højskole
Deutschland Zeugnis über die Staatliche Pharmazeutische Prüfung Zuständige Behörden
E.... ..... ....... ...µ......... .......µ.... ..µ....... ............
España Título de licenciado en farmacia Ministerio de Educación y Cultura / El rector de una Universidad
France Diplôme d'Etat de pharmacien/Diplôme d'Etat de docteur en pharmacie Universités
Ireland Certificate of Registered Pharmaceutical Chemist
Italia Diploma o certificato di abilitazione all'esercizio della professione di farmacista ottenuto in seguito ad un esame di Stato Università
Luxembourg Diplôme d'Etat de pharmacien Jury d'examen d'Etat + visa du ministre de l'éducation nationale
Nederland Getuigschrift van met goed gevolg afgelegd apothekersexamen Faculteit Farmacie
Österreich Staatliches Apothekerdiplom Bundesministerium für Arbeit, Gesundheit und Soziales
Portugal Carta de curso de licenciatura em Ciências Farmacêuticas Universidades
Suomi/ Finland Proviisorin tutkinto / provisorexamen 1.    Helsingin yliopisto / Helsingfors universitet
2.    Kuopion yliopisto
Sverige Apotekarexamen Uppsala universitet
United Kingdom Certificate of Registered Pharmaceutical Chemist“
VI. VIÐAUKI

„VIÐAUKI A


Heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í læknisfræði

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

Belgique/ België/ Belgien —    Diploma van arts
—    Diplôme de docteur en médecine
1.     De universiteiten/les universités
2.     De bevoegde Examencommissie van de Vlaamse Gemeenschap/le Jury compétent d'enseignement de la Communauté française
Danmark Bevis for bestået lægevidenskabelig embedseksamen Medicinsk universitetsfakultet 1.    Autorisation som læge, udstedt af Sundhedsstyre lsen og
2.    Tilladelse til selvstændigt virke som læge (dokumentation for gennemført praktisk uddannelse), udstedt af Sundhedsstyre lsen
Deutschland 1.    Zeugnis über die Ärztliche Prüfung
2.    Zeugnis über die Ärztliche Staats-prüfung und Zeugnis über die Vorbereitungszeit als Medizinalassistent, soweit diese nach den deutschen Rechtsvorschriften noch für den Abschluss der ärztlichen Ausbildung vorgesehen war
Zuständige Behörden 1.    Bescheinigun g über die Ableistung der Tätigkeit als Arzt im Praktikum
2.    —
E.... ...... ........

....... ..... .........µ...
..... ......µ.. ......, .µ.µ. ........ .........µ...
España Título de Licenciado en Medicina y Cirugía Ministerio de Educación y Cultura/
El rector de una Universidad
France Diplôme d'Etat de docteur en médecine Universités
Ireland Primary qualification Competent examining body Certificate of experience
Italia Diploma di laurea in medicina e chirurgia Università Diploma di abilitazione all'esercizio della medicina e chirurgia
Luxembourg Diplôme d'Etat de docteur en médecine chirurgie et accouchements Jury d'examen d'Etat Certificat de stage
Nederland Getuigschrift van met goed gevolg afgelegd artsexamen Faculteit Geneeskunde
Österreich
Urkunde über die Verleihung des akademischen Grades Doktor der gesamten Heilkunde (bzw. Doctor medicinae universae, Dr.med.univ.)
Diplom über die spezifische Ausbildung zum Arzt für Allgemeinmedizin bzw. Facharztdiplom
1.     Medezinische Fakultät einer Universität
2.     Österreichische Ärztekammer
Portugal Carta de Curso de licenciatura em medicina Universidades Diploma comprovativo da conclusão do internato geral emitido pelo Ministério da Saúde

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

Suomi/ Finland Lääketieteen lisensiaatin tutkinto / medicine licentiatexamen 1.     Helsingin yliopisto / Helsingfors universitet
2.     Kuopion yliopisto
3.     Oulun yliopisto
4.     Tampereen yliopisto
5.     Turun yliopisto
Todistus lääkärin perusterveydenhuollon lisäkoulutuksesta / examensbevis om tilläggsutbildning för läkare inom primärvården
Sverige Läkarexamen Universitet Bevis om praktisk utbildning som utfärdas av Socialstyrelsen
United Kingdom Primary qualification Competent examining body Certificate of experience
VIÐAUKI B

Heiti prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í sérgreinum læknisfræði

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð

Vottorð sem fylgir vitnisburði

Belgique/ België/ Belgien Bijzondere beroepstitel van geneesheer- specialist/Titre professionnel particulier de médecin spécialiste Minister bevoegd voor Volksgezondheid/Ministre de la Santé publique
Danmark Bevis for tilladelse til at betegne sig som speciallæge Sundhedsstyrelsen
Deutschland Fachärztliche Anerkennung Countryesärztekammer
E.... ...... ........ ...........

..µ....... ............
..µ.....
España Título de Especialista Ministerio de Educación y Cultura
France 1.    Certificat d'études spéciales de médecine
2.    Attestation de médecin spécialiste qualifié
3.    Certificat d'études spéciales de médecine
4.    Diplôme d'études spécialisées ou spécialisation complémentaire qualifiante de médecine
1. 3. 4.    Universités
2.    Conseil de l'Ordre des médecins
Ireland Certificate of Specialist doctor Competent authority
Italia Diploma di medico specialista Universitá
Luxembourg Certificat de médecin spécialiste Ministre de la Santé publique
Nederland Bewijs van inschrijving in een Specialistenregister 1.    Medisch Specialisten Registratie Commissie (MSRC) van de Koninklijke Nederlandsche Maatschappij tot Bevordering der Geneeskunst
2.    Sociaal-Geneeskundigen Registratie Commissie van de Koninklijke Nederlandsche Maatschappij tot Bevordering der Geneeskunst
3.    Huisarts en Verpleeghuisarts Registratie Commissie (HVRC) van de Koninklijke Nederlandsche Maatschappij tot Bevordering der Geneeskunst
Österreich Facharztdiplom Österreichische Ärztekammer
Portugal 1.    Grau de assistente e/ou
2.    Titulo de especialista
1. Ministério da Saúde
2. Ordem dos Médicos
Suomi/ Finland Erikoislääkärin tutkinto / specialläkarexamen 1.    Helsingin yliopisto / Helsingfors universitet
2.    Kuopion yliopisto
3.    Oulun yliopisto
4.    Tampereen yliopisto
5.    Turun yliopisto
Sverige Bevis om specialkompetens som läkare, utfärdat av Socialstyrelsen Socialstyrelsen
United Kingdom Certificate of Completion of specialist training Competent authority

VIÐAUKI C

Heiti náms í sérgreinum læknisfræði

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Svæfingalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár

Belgique/België/Belgien Anesthésie-réanimation/Anesthesie reanimatie
Danmark Anæstesiologi
Deutschland Anästhesiologie
E.... A..............
España Anestesiología y Reanimación
France Anesthésiologie-Réanimation chirurgicale
Ireland Anaesthesia
Italia Anestesia e rianimazione
Luxembourg Anesthésie-réanimation
Nederland Anesthesiologie
Österreich Anästhesiologie und Intensivmedizin
Portugal Anestesiologia
Suomi/Finland Anestesiologia ja tehohoito / anestesiologi och intensivvård
Sverige Anestesi och intensivvård
United Kingdom Anaesthetics

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Almennar skurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien Chirurgie/heelkunde
Danmark Kirurgi eller kirurgiske sygdomme
Deutschland Chirurgie
E.... ...........
España Cirugía general y del aparato digestivo
France Chirurgie générale
Ireland General surgery
Italia Chirurgia generale
Luxembourg Chirurgie générale
Nederland Heelkunde
Österreich Chirurgie
Portugal Cirurgia geral
Suomi/Finland Yleiskirurgia / allmän kirurgi
Sverige Kirurgi
United Kingdom General surgery

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Taugaskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien Neurochirurgie
Danmark Neurokirurgi eller kirurgiske nervesygdomme
Deutschland Neurochirurgie
E.... ................
España Neurocirugía
France Neurochirurgie
Ireland Neurological surgery
Italia Neurochirurgia
Luxembourg Neurochirurgie
Nederland Neurochirurgie
Österreich Neurochirurgie
Portugal Neurocirurgia
Suomi/Finland Neurokirurgia / Neurokirurgi
Sverige Neurokirurgi
United Kingdom Neurosurgery

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Fæðinga- og kvenlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Gynécologie — obstétrique/gynaecologie en verloskunde
Danmark Gynækologi og obstetrik eller kvindesygdomme og fødselshjælp
Deutschland Frauenheilkunde und Geburtshilfe
E.... .........-............
España Obstetricia y ginecología
France Gynécologie — obstétrique
Ireland Obstetrics and gynaecology
Italia Ginecologia e ostetricia
Luxembourg Gynécologie — obstétrique
Nederland Verloskunde en gynaecologie
Österreich Frauenheilkunde und Geburtshilfe
Portugal Ginecologia e obstetrícia
Suomi/Finland Naistentaudit ja synnytykset / kvinnosjukdomar och förlossningar
Sverige Obstetrik och gynekologi
United Kingdom Obstetrics and gynaecology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Lyflækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien Médecine interne/inwendige geneeskunde
Danmark Intern medicin
Deutschland Innere Medizin
E.... .........
España Medicina interna
France Médecine interne
Ireland General medicine
Italia Medicina interna
Luxembourg Médecine interne
Nederland Inwendige geneeskunde
Österreich Innere Medizin
Portugal Medicina interna
Suomi/Finland Sisätaudit / inre medicin
Sverige Internmedicin
United Kingdom General (internal) medicine

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Augnlækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár

Belgique/België/Belgien Ophtalmologie/oftalmologie
Danmark Oftalmologi eller øjensygdomme
Deutschland Augenheilkunde
E.... .....µ....
España Oftalmología
France Ophtalmologie
Ireland Ophthalmology
Italia Oftalmologia
Luxembourg Ophtalmologie
Nederland Oogheelkunde
Österreich Augenheilkunde und Optometrie
Portugal Oftalmologia
Suomi/Finland Silmätaudit / ögonsjukdomar
Sverige Ögonsjukdomar (oftalmologi)
United Kingdom Ophthalmology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Háls-, nef- og eyrnalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár

Belgique/België/Belgien Oto-rhino-laryngologie/ otorhinolaryngologie
Danmark Oto-rhino-laryngologi eller øre-næse-halssygdomme
Deutschland Hals-Nase-Ohrenheilkunde
E.... ...................
España Otorrinolaringología
France Oto-rhino-laryngologie
Ireland Otolaryngology
Italia Otorinolaringoiatria
Luxembourg Oto-rhino-laryngologie
Nederland keel-, neus- en oorheelkunde
Österreich Hals-, Nase- und Ohrenkrankheiten
Portugal Otorrinolaringologia
Suomi/Finland Korva-, nenä- ja kurkkutaudit / öron-, näs- och halssjukdomar
Sverige Öron-, näs- och halssjukdomar (oto-rhino-laryngologi)
United Kingdom Otolaryngology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Barnalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Pédiatrie/pediatrie
Danmark Pædiatri eller sygdomme hos børn
Deutschland Kinderheilkunde
E.... ...........
España Pediatría sus áreas específicas
France Pédiatrie
Ireland Paediatrics
Italia Pédiatria
Luxembourg Pédiatrie
Nederland Kindergeneeskunde
Österreich Kinder- und Jugendheilkunde
Portugal Pediatria
Suomi/Finland Lastentaudit / barnsjukdomar
Sverige Barn- och ungdomsmedicin
United Kingdom Paediatrics

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Lungnalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Pneumologie
Danmark Medicinske lungesygdomme
Deutschland Pneumologie
E.... ..µ.........-....µ........
España Neumología
France Pneumologie
Ireland Respiratory medicine
Italia Malattie dell'apparato respiratorio
Luxembourg Pneumologie
Nederland Longziekten en tuberculose
Österreich Lungenkrankheiten
Portugal Pneumologia
Suomi/Finland Keuhkosairaudet ja allergologia / lungsjukdomar och allergologi
Sverige Lungsjukdomar (pneumologi)
United Kingdom Respiratory medicine

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Þvagfæralækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien Urologie
Danmark Urologi eller urinvejenes kirurgiske sygdomme
Deutschland Urologie
E.... .........
España Urología
France Urologie
Ireland Urology
Italia Urologia
Luxembourg Urologie
Nederland Urologie
Österreich Urologie
Portugal Urologia
Suomi/Finland Urologia / urologi
Sverige Urologi
United Kingdom Urology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Bæklunarskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien Chirurgie orthopédique/Orthopedische heelkunde
Danmark Ortopædisk kirurgi
Deutschland Orthopädie
E.... ..........
España Traumatología y cirugía ortopédica
France Chirurgie orthopédique et traumatologie
Ireland Orthopaedic surgery
Italia Ortopedia e traumatologia
Luxembourg Orthopédie
Nederland Orthopedie
Österreich Orthopädie und Orthopädische Chirurgie
Portugal Ortopedia
Suomi/Finland Ortopedia ja traumatologia / ortopedi och traumatologi
Sverige Ortopedi
United Kingdom Trauma and orthopaedic surgery

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Líffærameinafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Anatomie pathologique/pathologische anatomie
Danmark Patologisk anatomi eller vævs- og celleundersøgelser
Deutschland Pathologie
E.... .......... .....µ...
España Anatomía patológica
France Anatomie et cytologie pathologiques
Ireland Morbid anatomy and histopathology
Italia Anatomia patologica
Luxembourg Anatomie pathologique
Nederland Pathologie
Österreich Pathologie
Portugal Anatomia patológica
Suomi/Finland Patologia / patologi
Sverige Klinisk patologi
United Kingdom Histopathology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Taugalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Neurologie
Danmark Neuromedicin eller medicinske nervesygdomme
Deutschland Neurologie
E.... .........
España Neurología
France Neurologie
Ireland Neurology
Italia Neurologia
Luxembourg Neurologie
Nederland Neurologie
Österreich Neurologie
Portugal Neurologia
Suomi/Finland Neurologia / neurologi
Sverige Neurologi
United Kingdom Neurology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Geðlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Psychiatrie
Danmark Psykiatri
Deutschland Psychiatrie und Psychotherapie
E.... ..........
España Psiquiatría
France Psychiatrie
Ireland Psychiatry
Italia Psichiatria
Luxembourg Psychiatrie
Nederland Psychiatrie
Österreich Psychiatrie
Portugal Psiquiatria
Suomi/Finland Psykiatria / psykiatri
Sverige Psykiatri
United Kingdom General psychiatry

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Geislagreining
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Radiodiagnostic/röntgendiagnose
Danmark Diagnostik radiologi eller røntgenundersøgelse
Deutschland Diagnostische Radiologie
E.... .................
España Radiodiagnóstico
France Radiodiagnostic et imagerie médicale
Ireland Diagnostic radiology
Italia Radiodiagnostica
Luxembourg Radiodiagnostic
Nederland Radiologie
Österreich Medizinische Radiologie-Diagnostik
Portugal Radiodiagnóstico
Suomi/Finland Radiologia / radiologi
Sverige Medicinsk radiologi
United Kingdom Clinical radiology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Geislameðferð
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Radiothérapie-oncologie/radiotherapie-oncologie
Danmark Onkologi
Deutschland Strahlentherapie
E.... ................. - .........
España Oncología radioterápica
France Oncologie radiothérapique
Ireland Radiotherapy
Italia Radioterapia
Luxembourg Radiothérapie
Nederland Radiotherapie
Österreich Strahlentherapie/Radioonkologie
Portugal Radioterapia
Suomi/Finland Syöpätaudit / cancersjukdomar
Sverige Tumörsjukdomar (allmän onkologi)
United Kingdom Clinical oncology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Klínísk líffræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Biologie clinique/klinische biologie
Danmark
Deutschland
E....
España Análisis clínicos
France Biologie médicale
Ireland
Italia Patologia clinica
Luxembourg Biologie clinique
Nederland
Österreich Medizinische Biologie
Portugal Patologia clínica
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Blóðrannsóknir
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark
Deutschland
E....
España
France Hématologie
Ireland
Italia
Luxembourg Hématologie biologique
Nederland
Österreich
Portugal Hematologia clínica
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Örveru- og gerlafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Klinisk mikrobiologi
Deutschland Mikrobiologie und Infektionsepidemiologie
E.... 1. ....... ............
2. Ì............
España Microbiología y parasitología
France
Ireland Microbiology
Italia Microbiologia e virologia
Luxembourg Microbiologie
Nederland Medische microbiologie
Österreich Hygiene und Mikrobiologie
Portugal
Suomi/Finland Kliininen mikrobiologia / klinisk mikrobiologi
Sverige Klinisk bakteriologi
United Kingdom Medical microbiology and virology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Lífefnafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Klinisk biokemi
Deutschland
E....
España Bioquímica clínica
France
Ireland Chemical pathology
Italia Biochimica clinica
Luxembourg Chimie biologique
Nederland Klinische chemie
Österreich Medizinische und chemische Labordiagnostik
Portugal
Suomi/Finland Kliininen kemia / klinisk kemi
Sverige Klinisk kemi
United Kingdom Chemical pathology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Ónæmisfræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Klinisk immunologi
Deutschland
E....
España Immunología
France
Ireland Clinical immunology
Italia
Luxembourg
Nederland
Österreich Immunologie
Portugal
Suomi/Finland
Sverige Klinisk immunologi
United Kingdom Immunology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Lýtalækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien Chirurgie plastique, reconstructrice et esthétique/plastische, reconstructieve en esthetische heelkunde
Danmark Plastikkirurgi
Deutschland Plastische Chirurgie
E.... ........ ...........
España Cirugía plástica y reparadora
France Chirurgie plastique, reconstructrice et esthétique
Ireland Plastic surgery
Italia Chirurgia plastica e ricostruttiva
Luxembourg Chirurgie plastique
Nederland Plastische chirurgie
Österreich Plastische Chirurgie
Portugal Cirurgia plástica e reconstrutiva
Suomi/Finland Plastiikkakirurgia / plastikkirurgi
Sverige Plastikkirurgi
United Kingdom Plastic surgery

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Brjóstholsskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien Chirurgie thoracique/heelkunde op de thorax
Danmark Thoraxkirurgi eller brysthulens kirurgiske sygdomme
Deutschland Herzchirurgie
E.... ........... .......
España Cirugía torácica
France Chirurgie thoracique et cardiovasculaire
Ireland Thoracic surgery
Italia Chirurgia toracica
Luxembourg Chirurgie thoracique
Nederland Cardio-thoracale chirurgie
Österreich
Portugal Cirurgia cardiotorácica
Suomi/Finland Sydän- ja rintaelinkirurgia / hjärt- och thoraxkirurgi
Sverige Thoraxkirurgi
United Kingdom Cardo-thoracic surgery

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Barnaskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark
Deutschland Kinderchirurgie
E.... ........... ......
España Cirugía pediátrica
France Chirurgie infantile
Ireland Paediatric surgery
Italia Chirurgia pediatrica
Luxembourg Chirurgie pédiatrique
Nederland
Österreich Kinderchirurgie
Portugal Cirurgia pediátrica
Suomi/Finland Lastenkirurgia / barnkirurgi
Sverige Barn- och ungdomskirurgi
United Kingdom Paediatric surgery

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Æðaskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien Chirurgie des vaisseaux/bloedvatenheelkunde
Danmark Karkirurgi eller kirurgiske blodkarsygdomme
Deutschland
E.... .................
España Angiología y cirugía vascular
France Chirurgie vasculaire
Ireland
Italia Chirurgia vascolare
Luxembourg Chirurgie vasculaire
Nederland
Österreich
Portugal Cirurgia vascular
Suomi/Finland Verisuonikirurgia / kärlkirurgi
Sverige
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Hjartalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Cardiologie
Danmark Kardiologi
Deutschland
E.... .......o...
España Cardiología
France Pathologie cardio-vasculaire
Ireland Cardiology
Italia Cardiologia
Luxembourg Cardiologie et angiologie
Nederland Cardiologie
Österreich
Portugal Cardiologia
Suomi/Finland Kardiologia / kardiologi
Sverige Kardiologi
United Kingdom Cardiology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Meltingarfæralækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Gastro-entérologie/gastroenterologie
Danmark Medicinsk gastroenterologi eller medicinske mave-tarm-sygdomme
Deutschland
E.... ................
España Aparato digestivo
France Gastro-entérologie et hépatologie
Ireland Gastro-enterology
Italia Gastroenterologia
Luxembourg Gastro-entérologie
Nederland Gastro-enterologie
Österreich
Portugal Gastrenterologia
Suomi/Finland Gastroenterologia / gastroenterologi
Sverige Medicinsk gastroenterologi och hepatologi
United Kingdom Gastro-enterology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Gigtarlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Rhumatologie/reumatologie
Danmark Reumatologi
Deutschland
E.... ...µ........
España Reumatología
France Rhumatologie
Ireland Rheumatology
Italia Reumatologia
Luxembourg Rhumatologie
Nederland Reumatologie
Österreich
Portugal Reumatologia
Suomi/Finland Reumatologia / reumatologi
Sverige Reumatologi
United Kingdom Rheumatology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Blóðmeinafræði
Lágmarkslengd náms: 3 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Hæmatologi eller blodsygdomme
Deutschland
E.... ..µ........
España Hematología y hemoterapia
France
Ireland Haematology
Italia Ematologia
Luxembourg Hématologie
Nederland
Österreich
Portugal Imuno-hemoterapia
Suomi/Finland Kliininen hematologia / Klinisk hematologi
Sverige Hematologi
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Efnaskipta- og innkirtlalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Medicinsk endokrinologi eller medicinske hormonsygdomme
Deutschland
E.... ..............
España Endocrinología y nutrición
France Endocrinologie, maladies métaboliques
Ireland Endocrinology and diabetes mellitus
Italia Endocrinologia e malattie del ricambio
Luxembourg Endocrinologie, maladies du métabolisme et de la nutrition
Nederland
Österreich
Portugal Endocrinologia
Suomi/Finland Endokrinologia / endokrinologi
Sverige Endokrina sjukdomar
United Kingdom Endocrinology and diabetes mellitus

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Orku- og endurhæfingarlækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár

Belgique/België/Belgien Médecine physique et réadaptation/fysische geneeskunde en revalidatie
Danmark
Deutschland Physikalische und Rehabilitative Medizin
E.... ...... ....... ... ............
España Rehabilitación
France Rééducation et réadaptation fonctionnelles
Ireland
Italia Medicina fisica e riabilitazione
Luxembourg Rééducation et réadaptation fonctionnelles
Nederland Revalidatiegeneeskunde
Österreich Physikalische Medizin
Portugal Fisiatria ou Medicina física e de reabilitação
Suomi/Finland Fysiatria / fysiatri
Sverige Rehabiliteringsmedicin
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Munnfræði
Lágmarkslengd náms: 3 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark
Deutschland
E....
España Estomatología
France Stomatologie
Ireland
Italia Odontostomatologia
Luxembourg Stomatologie
Nederland
Österreich
Portugal Estomatologia
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Taugageðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien Neuropsychiatrie
Danmark
Deutschland Nervenheilkunde (Neurologie und Psychiatrie)
E.... .......... - ..........
España
France Neuropsychiatrie
Ireland
Italia Neuropsichiatria
Luxembourg Neuropsychiatrie
Nederland Zenuw- en zielsziekten
Österreich Neurologie und Psychiatrie
Portugal
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Húð- og kynsjúkdómalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár

Belgique/België/Belgien Dermato-vénéréologie/dermato-venerologie
Danmark Dermato-venerologi eller hud- og kønssygdomme
Deutschland Haut- und Geschlechtskrankheiten
E.... ...µ........ - ..............
España Dermatología médico-quirúrgica y venereología
France Dermatologie et vénéréologie
Ireland
Italia Dermatologia e venerologia
Luxembourg Dermato-vénéréologie
Nederland Dermatologie en venerologie
Österreich Haut- und Geschlechtskrankheiten
Portugal Dermatovenereologia
Suomi/Finland Ihotaudit ja allergologia / hudsjukdomar och allergologi
Sverige Hud- och könssjukdomar
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Húðsjúkdómafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark
Deutschland
E....
España
France
Ireland Dermatology
Italia
Luxembourg
Nederland
Österreich
Portugal
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom Dermatology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Kynsjúkdómafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark
Deutschland
E....
España
France
Ireland Venereology
Italia
Luxembourg
Nederland
Österreich
Portugal
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom Genito-urinary medicine

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Geislalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark
Deutschland Radiologie
E.... ........... - ..........
España Electrorradiología
France Electro-radiologie
Ireland
Italia Radiologia
Luxembourg Électroradiologie
Nederland Radiologie
Österreich Radiologie
Portugal Radiologia
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Hitabeltissjúkdómafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark
Deutschland
E....
España
France
Ireland Tropical medicine
Italia Medicina tropicale
Luxembourg
Nederland
Österreich Spezifische Prophylaxe und Tropenhygiene
Portugal Medicina tropical
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom Tropical medicine

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Barnageðlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Børne- og ungdomspsykiatri
Deutschland Kinder- und Jugendpsychiatrie und -psychotherapie
E.... ...............
España
France Pédo-psychiatrie
Ireland Child and adolescent psychiatry
Italia Neuropsichiatria infantile
Luxembourg Psychiatrie infantile
Nederland
Österreich
Portugal Pedopsiquiatria
Suomi/Finland Lastenpsykiatria / barnpsykiatri
Sverige Barn- och ungdomspsykiatri
United Kingdom Child and adolescent psychiatry

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Öldrunarlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Geriatri eller alderdommens sygdomme
Deutschland
E....
España Geriatría
France
Ireland Geriatrics
Italia Geriatria
Luxembourg
Nederland Klinische geriatrie
Österreich
Portugal
Suomi/Finland Geriatria / geriatri
Sverige Geriatrik
United Kingdom Geriatrics

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Nýrnalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Nefrologi eller medicinske nyresygdomme
Deutschland
E.... ..........
España Nefrología
France Néphrologie
Ireland Nephrology
Italia Nefrologia
Luxembourg Néphrologie
Nederland
Österreich
Portugal Nefrologia
Suomi/Finland Nefrologia / nefrologi
Sverige Medicinska njursjukdomar (nefrologi)
United Kingdom Renal medicine

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Smitsjúkdómar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Infektionsmedicin
Deutschland
E....
España
France
Ireland Communicable diseases
Italia Malattie infettive
Luxembourg
Nederland
Österreich
Portugal
Suomi/Finland Infektiosairaudet / infektionssjukdomar
Sverige Infektionssjukdomar
United Kingdom Infectious diseases

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Félagslækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Samfundsmedicin
Deutschland Öffentliches Gesundheitswesen
E.... ......... .......
España Medicina preventiva y salud pública
France Santé publique et médecine sociale
Ireland Community medicine
Italia Igiene e medicina sociale
Luxembourg Santé publique
Nederland Maatschappij en gezondheid
Österreich Sozialmedizin
Portugal
Suomi/Finland Terveydenhuolto / hälsovård
Sverige Socialmedicin
United Kingdom Public health medicine

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Lyfjafræði (lækna)
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Klinisk farmakologi
Deutschland Pharmakologie und Toxikologie
E....
España Farmacología clínica
France
Ireland Clinical pharmacology and therapeutics
Italia
Luxembourg
Nederland
Österreich Pharmakologie und Toxikologie
Portugal
Suomi/Finland Kliininen farmakologia ja lääkehoito / klinisk farmakologi och läkemedelsbehandling
Sverige Klinisk farmakologi
United Kingdom Clinical pharmacology and therapeutics

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Atvinnusjúkdómalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Médecine du travail/arbeidsgeneeskunde
Danmark Arbejdsmedicin
Deutschland Arbeitsmedizin
E.... ....... ... ........
España
France Médecine du travail
Ireland Occupational medicine
Italia Medicina del lavoro
Luxembourg Médecine du travail
Nederland Arbeid en gezondheid, bedrijfsgeneeskunde
Arbeid en gezondheid, verzekeringsgeneeskunde
Österreich Arbeits- und Betriebsmedizin
Portugal Medicina do trabalho
Suomi/Finland Työterveyshuolto / företagshälsovård
Sverige Yrkes- och miljömedicin
United Kingdom Occupational medicine

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Ofnæmislækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Medicinsk allergologi eller medicinske overfølsomhedssygdomme
Deutschland
E.... .............
España Alergología
France
Ireland
Italia Allergologia ed immunologia clinica
Luxembourg
Nederland Allergologie en inwendige geneeskunde
Österreich
Portugal Imuno-alergologia
Suomi/Finland
Sverige Allergisjukdomar
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Meltingarfæraskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien Chirurgie abdominale/heelkunde op het abdomen
Danmark Kirurgisk gastroenterologi eller kirurgiske mave-tarm-sygdomme
Deutschland
E....
España Cirugía del aparato digestivo
France Chirurgie viscérale et digestive
Ireland
Italia Chirurgia dell'apparato digestivo
Luxembourg Chirurgie gastro-entérologique
Nederland
Österreich
Portugal
Suomi/Finland Gastroenterologinen kirurgia / gastroenterologisk kirurgi
Sverige
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Geislalæknisfræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Médecine nucléaire/nucleaire geneeskunde
Danmark Klinisk fysiologi og nuklearmedicin
Deutschland Nuklearmedizin
E.... ........ .......
España Medicina nuclear
France Médecine nucléaire
Ireland
Italia Medicina nucleare
Luxembourg Médecine nucléaire
Nederland Nucleaire geneeskunde
Österreich Nuklearmedizin
Portugal Medicina nuclear
Suomi/Finland Kliininen fysiologia ja isotooppilääketiede / klinisk fysiologi och nukleärmedicin
Sverige
United Kingdom Nuclear medicine

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Slysa- og bráðalækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark
Deutschland
E....
España
France
Ireland Accident and emergency medicine
Italia
Luxembourg
Nederland
Österreich
Portugal
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom Accident and emergency medicine

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Klínísk taugalífeðlisfræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark Klinisk neurofysiologi
Deutschland
E....
España Neurofisiología clínica
France
Ireland Neurophysiology
Italia
Luxembourg
Nederland
Österreich
Portugal
Suomi/Finland Kliininen neurofysiologia / klinisk neurofysiologi
Sverige Klinisk neurofysiologi
United Kingdom Clinical neurophysiology

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Kjálkaskurðlækningar (undirstöðunám í læknisfræði)
Lágmarkslengd náms: 5 ár

Belgique/België/Belgien
Danmark
Deutschland
E....
España Cirugía oral y maxilofacial
France Chirurgie maxillo-faciale et stomatologie
Ireland
Italia Chirurgia maxillo-facciale
Luxembourg Chirurgie maxillo-faciale
Nederland
Österreich Mund-, Kiefer- und Gesichtschirurgie
Portugal
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom

Land

Heiti vitnisburðar

Stofnun sem veitir vitnisburð


Tann-, munn- og kjálkaskurðlækningar (undirstöðunám í læknisfræði og tannlækningum)
Lágmarkslengd náms: 4 ár

Belgique/België/Belgien Stomatologie et chirurgie orale et maxillo-faciale/stomatologie en mond-, kaak- en aangezichtschirurgie
Danmark
Deutschland Mund-, Kiefer- und Gesichtschirurgie
E....
España
France
Ireland Oral and maxillo-facial surgery
Italia
Luxembourg Chirurgie dentaire, orale et maxillo-faciale
Nederland
Österreich
Portugal
Suomi/Finland Suu- ja leukakirurgia / oral och maxillofacial kirurgi
Sverige
United Kingdom Oral and maxillo-facial surgery“
Neðanmálsgrein: 1

(1)     Stjtíð. EB L 165, 21.6.2001, bls. 60 og EES-viðbætir við Stjtíð. EB nr. 2, 21.6.2001, bls. 2.
Neðanmálsgrein: 2
(2)     Stjtíð. EB L 165, 7.7.1993, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 3
(3)     Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 4
(4)     Stjtíð. EB C 241, 29.8.1994, bls. 21, eins og þau voru aðlöguð með Stjtíð. EB L 1, 1.1.1995, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 5
(*)     Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna. Engin stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 6
(1)     Stjtíð. EB C 28, 26.1.1998, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 7
(2)     Stjtíð. EB C 235, 27.7.1998, bls. 53.
Neðanmálsgrein: 8
(3)     Álit Evrópuþingsins frá 2. júlí 1998 (Stjtíð. EB C 226, 20.7.1998, bls. 26), staðfest 27. október 1999. Sameiginleg afstaða ráðsins frá 20. mars 2000 (Stjtíð. EB C 119, 27.4.2000, bls. 1) og ákvörðun Evrópuþingsins frá 5. júlí 2000 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum EB). Ákvörðun Evrópuþingsins frá 1. febrúar 2001 og ákvörðun ráðsins frá 26. febrúar 2001.
Neðanmálsgrein: 9
(4)     Stjtíð. EB L 19, 24.1.1989, bls. 16.
Neðanmálsgrein: 10
(1)     Stjtíð. EB L 209, 24.7.1992, bls. 25. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2000/5/EB (Stjtíð. EB L 54, 26.2.2000, bls. 42).
Neðanmálsgrein: 11
(2)     C-340/89 (Vlassopoulou) 1991 ECR-I-2357.
Neðanmálsgrein: 12
(3)     Stjtíð. EB L 165, 7.7.1993, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 1999/46/EB (Stjtíð. EB L 139, 2.6.1999, bls. 25).
Neðanmálsgrein: 13
(1)     Stjtíð. EB L 176, 15.7.1977, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 1994.
Neðanmálsgrein: 14
(2)     Stjtíð. EB L 176, 15.7.1977, bls. 8. Tilskipuninni var breytt með tilskipun 89/595/EBE (Stjtíð. EB L 341, 23.11.1989, bls. 30).
Neðanmálsgrein: 15
(3)     Stjtíð. EB L 233, 24.8.1978, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 1994.
Neðanmálsgrein: 16
(4)     Stjtíð. EB L 233, 24.8.1978, bls. 10. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 1994.
Neðanmálsgrein: 17
(5)     Stjtíð. EB L 362, 23.12.1978, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 1994.
Neðanmálsgrein: 18
(6)     Stjtíð. EB L 362, 23.12.1978, bls. 7. Tilskipuninni var breytt með tilskipun 89/594/EBE (Stjtíð. EB L 341, 23.11.1989, bls. 19).
Neðanmálsgrein: 19
(7)     Stjtíð. EB L 33, 11.2.1980, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 1994.
Neðanmálsgrein: 20
(8)     Stjtíð. EB L 33, 11.2.1980, bls. 8. Tilskipuninni var breytt með tilskipun 89/594/EBE.
Neðanmálsgrein: 21
(9)     Stjtíð. EB L 253, 24.9.1985, bls. 34.
Neðanmálsgrein: 22
(10)     Stjtíð. EB L 253, 24.9.1985, bls. 37. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 1994.
Neðanmálsgrein: 23
(11)     C-154/93 (Tawil Albertini) 1994 ECR I – 451.
Neðanmálsgrein: 24
(12)     C-319/92 (Haim) 1994 ECR I – 425.
Neðanmálsgrein: 25
(1)     Stjtíð. EB L 223, 21.8.1985, bls. 15. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 1994.