Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 154. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Nr. 16/128.

Þskj. 1172  —  154. mál.


Þingsályktun

um nýtingu innlends trjáviðar.


    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að kanna möguleika á að nýta innlendan trjávið, sem fellur til við grisjun, til framleiðslu listmuna, byggingarefnis, límtrés eða til eldiviðarframleiðslu. Jafnframt verði gerð fagleg úttekt á því hvernig fullnýta megi þau verðmæti er til falla í skógum landsins.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 2003.