Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 511. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Nr. 18/128.

Þskj. 1251  —  511. mál.


Þingsályktun

um rannsóknir á samfélagslegum áhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi.


    Alþingi samþykkir að fela Byggðarannsóknastofnun Íslands, í samvinnu við Þróunarstofu Austurlands, að fylgjast með samfélagsbreytingum og þróun byggðar og atvinnulífs á því landsvæði þar sem áhrifa álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi gætir mest. Verkefninu verði ætlað fé í fjárlögum í sex ár frá og með árinu 2004. Byggðarannsóknastofnun skili formlegum skýrslum til ráðherra byggðamála í lok árs 2005 og 2007 og síðan í lok verkefnisins. Þá verði stofnunin stjórnvöldum til ráðuneytis á tímabilinu verði þess óskað.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 2003.