Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 334. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1320  —  334. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um úttekt á aðstöðu til hestamennsku.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Félagi hrossabænda, Landssambandi hestamannafélaga, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Bændasamtökum Íslands, Eyþingi – Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Búnaðarsambandi Vestfjarða, Byggðastofnun, Ungmennafélagi Íslands og Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að fela landbúnaðarráðherra að skipa nefnd sem geri úttekt á aðstöðu til hestamennsku á landsbyggðinni og leggi fram tillögur um stuðning ríkissjóðs við uppbyggingu hennar.
    Hestamennska er sívaxandi atvinnugrein og að mati landbúnaðarnefndar einn helsti vaxtarbroddurinn í íslenskum landbúnaði og ferðaþjónustu. Þá er hestamennska mikilvægur þáttur í heilbrigðu félagsstarfi fyrir æsku landsins og eru félagsmenn í hestamannafélögum nú um átta þúsund og mynda stærsta sérsambandið innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
    Nefndin leggur til að málið verði samþykkt óbreytt.
    Sigríður Jóhannesdóttir, Guðjón Guðmundsson, Jónína Bjartmarz og Einar Oddur Kristjánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. mars 2003.



Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Karl V. Matthíasson.



Þuríður Backman.


Sigríður Ingvarsdóttir.