Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 171. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Nr. 34/128.

Þskj. 1432  —  171. mál.


Þingsályktun

um framkvæmdaáætlun um aðgengi fyrir alla.


    Alþingi ályktar að skipaður verði starfshópur með fulltrúum ráðuneytis félagsmála, menntamála, umhverfismála, heilbrigðis- og tryggingamála, dómsmála, samgöngumála og fjármála og fulltrúum frá hagsmunasamtökum fatlaðra til að semja framkvæmdaáætlun sem hefur að markmiði að tryggja aðgengi fyrir alla með hliðsjón af meginreglum Sameinuðu þjóðanna um þátttöku fatlaðra til jafns við aðra. Jafnframt geri starfshópurinn kostnaðaráætlun um verkefnið. Fulltrúi félagsmálaráðuneytisins verði formaður starfshópsins.
    Starfshópurinn leggi fram tillögur sínar fyrir 1. október 2003.

Samþykkt á Alþingi 15. mars 2003.