Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 254. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Nr. 37/128.

Þskj. 1435  —  254. mál.


Þingsályktun

um nefnd til að kanna rýrnun eigna íbúa landsbyggðarinnar.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að setja á stofn nefnd sem kanni þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni í samanburði við höfuðborgarsvæðið síðastliðin tíu ár. Nefndin skoði ítarlega hvernig fasteignir fólks á landsbyggðinni hafi rýrnað í verði og þá hversu mikið, leiti úrræða og komi með tillögur til úrbóta.
    Nefndin ljúki störfum fyrir árslok 2003.

Samþykkt á Alþingi 15. mars 2003.