Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1448, 128. löggjafarþing 715. mál: tollalög (landbúnaðarhráefni).
Lög nr. 80 26. mars 2003.

Lög um breytingu á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, er verður 9. tölul., sem orðast svo: Af hráefni, efnivörum og hlutum sem bera magntoll (A1-tollur) samkvæmt viðauka I við lög þessi og ætluð eru í innlendar framleiðsluvörur, svo og af umbúðum fyrir slíkar vörur. Ef aðvinnsla sem á sér stað hér á landi er óveruleg, svo sem pökkun, umpökkun, átöppun eða blöndun, telst framleiðsluvara ekki vera innlend í skilningi þessa töluliðar.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um skilyrði niðurfellingar, lækkunar eða endurgreiðslu tolls samkvæmt þessari grein, að undanskildum 9. tölul. 1. mgr. Landbúnaðarráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um skilyrði niðurfellingar, lækkunar eða endurgreiðslu skv. 9. tölul. 1. mgr. Gera má að skilyrði lækkunar eða niðurfellingar tolls samkvæmt þessari grein að lögð sé fram fullnægjandi trygging fyrir greiðslu aðflutningsgjalda.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. mars 2003.