Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 249. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 269  —  249. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu sjö viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Búlgaríu, Eistlands, Lettlands, Litháens, Rúmeníu, Slóvakíu og Slóveníu.

(Lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003–2004.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd sjö viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild lýðveldisins Búlgaríu, lýðveldisins Eistlands, lýðveldisins Lettlands, lýðveldisins Litháens, Rúmeníu, lýðveldisins Slóvakíu og lýðveldisins Slóveníu sem gerðir voru í Brussel 26. mars 2003.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á sjö viðbótarsamningum við Norður-Atlantshafssamninginn frá 4. apríl 1949 um aðild lýðveldisins Búlgaríu, lýðveldisins Eistlands, lýðveldisins Lettlands, lýðveldisins Litháens, Rúmeníu, lýðveldisins Slóvakíu og lýðveldisins Slóveníu sem gerðir voru í Brussel 26. mars 2003. Viðbótarsamningarnir eru prentaðir sem fylgiskjöl með tillögu þessari.
    Hér á eftir er gerð stutt grein fyrir helstu efnisatriðum viðbótarsamninganna, sem eru samhljóða, ásamt aðdraganda þeirra og þýðingu.

Helstu efnisatriði.
    Samkvæmt I. gr. viðbótarsamninganna skal framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafsbandalagsins bjóða ríkisstjórnum ríkjanna sjö að gerast aðilar að Norður-Atlantshafssamningnum þegar viðbótarsamningarnir hafa öðlast gildi. Kveðið er á um að hvert ríki verði aðili að Norður-Atlantshafssamningnum þann dag sem það afhendir ríkisstjórn Bandaríkjanna aðildarskjal sitt skv. 10. gr. Norður-Atlantshafssamningsins.
    Í II. gr. viðbótarsamninganna er kveðið á um að þeir öðlist gildi þegar allir aðilar Norður- Atlantshafssamningsins hafa tilkynnt ríkisstjórn Bandaríkjanna um staðfestingu sína á þeim. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er sem vörsluaðila viðbótarsamninganna gert að tilkynna öllum aðilum Norður-Atlantshafssamningsins hvenær henni berst hver einstök tilkynning um staðfestingu, svo og hvenær viðbótarsamningarnir öðlast gildi.
    Í III. gr. kemur fram að viðbótarsamningarnir, sem gerðir eru á ensku og frönsku þannig að báðir textar eru jafngildir, skuli varðveittir í skjalasafni ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

Aðdragandi og þýðing.
    Í 10. gr. Norður-Atlantshafssamningsins, sem undirritaður var í Washington D.C. 4. apríl 1949, segir m.a. að aðilar geti samþykkt samhljóða að bjóða öðrum ríkjum í Evrópu aðild að samningnum, enda stuðli það að framgangi meginreglna hans og eflingu öryggis á gildissvæði hans. Á grundvelli þessa ákvæðis var Grikklandi og Tyrklandi veitt aðild að samningnum árið 1951, Sambandslýðveldinu Þýskalandi árið 1954 og Spáni árið 1982.
    Í kjölfar þeirra miklu breytinga, sem áttu sér stað í evrópskum öryggismálum með upplausn Sovétríkjanna og Varsjárbandalagsins og sameiningar Þýskalands, hófst hröð aðlögun Atlantshafsbandalagsins að breyttum aðstæðum og fjölþættari viðfangsefnum. Bandalagið stofnaði m.a. Norður-Atlantshafssamstarfsráðið (NACC) og Friðarsamstarfið (PfP) sem fljótlega leiddi til víðtæks samstarfs við Evrópuríki utan bandalagsins. Þessi þróun varð til þess að stjórnvöld í tólf ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu lýstu á næstu árum yfir vilja til að fá aðild að bandalaginu.
    Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel árið 1994 var áréttað að bandalagið stæði opið nýjum aðildarríkjum. Í kjölfar þess gerði bandalagið úttekt á forsendum og markmiðum hugsanlegrar fjölgunar aðildarríkja og var hún samþykkt árið 1995. Um svipað leyti hófu fulltrúar bandalagsins viðræður við stjórnvöld í svonefndum umsóknarríkjum til að meta pólitískar og hernaðarlegar aðstæður í einstökum ríkjum á grundvelli framangreindrar úttektar.
    Af hálfu Atlantshafsbandalagsins hefur ávallt verið lögð áhersla á að fyrirhuguð stækkun leiði til aukins stöðugleika og öryggis í Evrópu og komi til með að styrkja enn frekar þá lýðræðisþróun sem átt hefur sér stað í viðkomandi ríkjum. Bandalagið hefur jafnframt ítrekað að stækkunin sé eingöngu einn liður í margþættri viðleitni þess til að stuðla að auknum stöðugleika og öryggi í Evrópu. Í samræmi við það var ákveðið á vormánuðum 1997 að efla Friðarsamstarfið og stofna Evró-Atlantshafssamvinnuráðið (EAPC) sem kom í stað Norður- Atlantshafssamstarfsráðsins. Stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins og Rússlands var undirritaður og þar með lagður grunnur að Samstarfsráði bandalagsins og Rússlands (PJC) sem breytt var í sameiginlegt ráð í Reykjavík árið 2002.
    Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Madríd árið 1997 var ákveðið að bjóða Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi aðild að bandalaginu. Jafnframt var ítrekað að bandalagið yrði áfram opið lýðræðisríkjum í Evrópu sem gætu stuðlað að framkvæmd markmiða Norður-Atlantshafssamningsins óháð landfræðilegri legu. Viðbótarsamningar um aðild ríkjanna þriggja voru undirritaðir í Brussel í lok ársins 1997 og urðu þau formlegir aðilar að bandalaginu í mars 1999.
    Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Prag 21. og 22. nóvember 2002 var ákveðið að bjóða sjö ríkjum aðild að bandalaginu: Búlgaríu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Rúmeníu, Slóvakíu og Slóveníu. Voru viðbótarsamningar um aðild ríkjanna sjö sem fyrr segir undirritaðir í Brussel 26. mars 2003.
    Öll þessi ríki hafa frá árinu 1999 tekið þátt í svonefndri aðgerðaáætlun bandalagsins til undirbúnings aðildar ásamt Albaníu og Makedóníu og á árinu 2002 bættist Króatía í hóp umsóknarríkja. Aðgerðaáætlunin miðar að því að aðstoða umsóknarríkin við undirbúning aðildar, en umsóknarríki þurfa að uppfylla ýmis pólitísk, efnahagsleg og hernaðarleg skilyrði áður en af henni getur orðið.
    Ríkin sjö óska öll eindregið eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu og hafa lagt áherslu á að það sé mikilvægur þáttur í eflingu lýðræðisferlisins í þessum hluta Evrópu.



Fylgiskjal I.


VIÐBÓTARSAMNINGUR
við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild lýðveldisins Búlgaríu.


    Aðilar Norður-Atlantshafssamningsins sem undirritaður var í Washington 4. apríl 1949

    hafa fullvissað sig um að öryggi á Norður- Atlantshafssvæðinu mundi aukast við að lýðveldið Búlgaría gerist aðili að samningnum

    og hafa því orðið ásáttir um eftirfarandi:

I. gr.

    Við gildistöku viðbótarsamnings þessa skal framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafsbandalagsins fyrir hönd allra aðila bjóða ríkisstjórn lýðveldisins Búlgaríu að gerast aðili að Norður- Atlantshafssamningnum. Samkvæmt 10. gr. samningsins verður lýðveldið Búlgaría aðili þann dag sem það afhendir ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku aðildarskjal sitt.



II. gr.

    Viðbótarsamningur þessi skal öðlast gildi þegar allir aðilar að Norður-Atlantshafssamningnum hafa tilkynnt ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku um staðfestingu sína á honum. Ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku skal tilkynna öllum aðilum Norður- Atlantshafssamningsins hvenær henni berst hver einstök slík tilkynning, svo og hvenær viðbótarsamningur þessi öðlast gildi.

III. gr.

    Viðbótarsamning þennan, sem gerður er á ensku og frönsku þannig að báðir textar eru jafngildir, skal varðveita í skjalasafni ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku. Sú ríkisstjórn skal senda ríkisstjórnum allra aðila Norður-Atlantshafssamningsins staðfest eftirrit af viðbótarsamningnum.

    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir fulltrúar með umboði skrifað undir viðbótarsamning þennan.

    Undirritaður í Brussel 26. mars 2003.


PROTOCOL
to the North Atlantic Treaty on the Accession of the Republic of Bulgaria


    The Parties to the North Atlantic Treaty, signed at Washington on April 4, 1949,

    Being satisfied that the security of the North Atlantic area will be enhanced by the accession of the Republic of Bulgaria to that Treaty,

    Agree as follows:

Article I

    Upon the entry into force of this Protocol, the Secretary General of the North Atlantic Treaty Organisation shall, on behalf of all the Parties, communicate to the Government of the Republic of Bulgaria an invitation to accede to the North Atlantic Treaty. In accordance with Article 10 of the Treaty, the Republic of Bulgaria shall become a Party on the date when it deposits its instrument of accession with the Government of the United States of America.

Article II

    The present Protocol shall enter into force when each of the Parties to the North Atlantic Treaty has notified the Government of the United States of America of its acceptance thereof. The Government of the United States of America shall inform all the Parties to the North Atlantic Treaty of the date of receipt of each such notification and of the date of the entry into force of the present Protocol.

Article III

    The present Protocol, of which the English and French texts are equally authentic, shall be deposited in the archives of the Government of the United States of America. Duly certified copies thereof shall be transmitted by that Government to the Governments of all the Parties to the North Atlantic Treaty.

    In witness whereof, the undersigned plenipotentiaries have signed the present Protocol.

    Signed at Brussels on the 26th day of March 2003.
Fylgiskjal II.


VIÐBÓTARSAMNINGUR
við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild lýðveldisins Eistlands.


    Aðilar Norður-Atlantshafssamningsins sem undirritaður var í Washington 4. apríl 1949

    hafa fullvissað sig um að öryggi á Norður- Atlantshafssvæðinu mundi aukast við að lýðveldið Eistland gerist aðili að samningnum

    og hafa því orðið ásáttir um eftirfarandi:

I. gr.

    Við gildistöku viðbótarsamnings þessa skal framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafsbandalagsins fyrir hönd allra aðila bjóða ríkisstjórn lýðveldisins Eistlands að gerast aðili að Norður- Atlantshafssamningnum. Samkvæmt 10. gr. samningsins verður lýðveldið Eistland aðili þann dag sem það afhendir ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku aðildarskjal sitt.



II. gr.

    Viðbótarsamningur þessi skal öðlast gildi þegar allir aðilar að Norður-Atlantshafssamningnum hafa tilkynnt ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku um staðfestingu sína á honum. Ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku skal tilkynna öllum aðilum Norður- Atlantshafssamningsins hvenær henni berst hver einstök slík tilkynning, svo og hvenær viðbótarsamningur þessi öðlast gildi.

III. gr.

    Viðbótarsamning þennan, sem gerður er á ensku og frönsku þannig að báðir textar eru jafngildir, skal varðveita í skjalasafni ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku. Sú ríkisstjórn skal senda ríkisstjórnum allra aðila Norður-Atlantshafssamningsins staðfest eftirrit af viðbótarsamningnum.

    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir fulltrúar með umboði skrifað undir viðbótarsamning þennan.

    Undirritaður í Brussel 26. mars 2003.


PROTOCOL
to the North Atlantic Treaty on the Accession of the Republic of Estonia


    The Parties to the North Atlantic Treaty, signed at Washington on April 4, 1949,

    Being satisfied that the security of the North Atlantic area will be enhanced by the accession of the Republic of Estonia to that Treaty,

    Agree as follows:

Article I

    Upon the entry into force of this Protocol, the Secretary General of the North Atlantic Treaty Organisation shall, on behalf of all the Parties, communicate to the Government of the Republic of Estonia an invitation to accede to the North Atlantic Treaty. In accordance with Article 10 of the Treaty, the Republic of Estonia shall become a Party on the date when it deposits its instrument of accession with the Government of the United States of America.

Article II

    The present Protocol shall enter into force when each of the Parties to the North Atlantic Treaty has notified the Government of the United States of America of its acceptance thereof. The Government of the United States of America shall inform all the Parties to the North Atlantic Treaty of the date of receipt of each such notification and of the date of the entry into force of the present Protocol.

Article III

    The present Protocol, of which the English and French texts are equally authentic, shall be deposited in the archives of the Government of the United States of America. Duly certified copies thereof shall be transmitted by that Government to the Governments of all the Parties to the North Atlantic Treaty.

    In witness whereof, the undersigned plenipotentiaries have signed the present Protocol.

    Signed at Brussels on the 26th day of March 2003.
Fylgiskjal III.


VIÐBÓTARSAMNINGUR
við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild lýðveldisins Lettlands.


    Aðilar Norður-Atlantshafssamningsins sem undirritaður var í Washington 4. apríl 1949

    hafa fullvissað sig um að öryggi á Norður- Atlantshafssvæðinu mundi aukast við að lýðveldið Lettland gerist aðili að samningnum

    og hafa því orðið ásáttir um eftirfarandi:

I. gr.

    Við gildistöku viðbótarsamnings þessa skal framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafsbandalagsins fyrir hönd allra aðila bjóða ríkisstjórn lýðveldisins Lettlands að gerast aðili að Norður- Atlantshafssamningnum. Samkvæmt 10. gr. samningsins verður lýðveldið Lettland aðili þann dag sem það afhendir ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku aðildarskjal sitt.



II. gr.

    Viðbótarsamningur þessi skal öðlast gildi þegar allir aðilar að Norður-Atlantshafssamningnum hafa tilkynnt ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku um staðfestingu sína á honum. Ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku skal tilkynna öllum aðilum Norður- Atlantshafssamningsins hvenær henni berst hver einstök slík tilkynning, svo og hvenær viðbótarsamningur þessi öðlast gildi.

III. gr.

    Viðbótarsamning þennan, sem gerður er á ensku og frönsku þannig að báðir textar eru jafngildir, skal varðveita í skjalasafni ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku. Sú ríkisstjórn skal senda ríkisstjórnum allra aðila Norður-Atlantshafssamningsins staðfest eftirrit af viðbótarsamningnum.

    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir fulltrúar með umboði skrifað undir viðbótarsamning þennan.

    Undirritaður í Brussel 26. mars 2003.


PROTOCOL
to the North Atlantic Treaty on the Accession of the Republic of Latvia


    The Parties to the North Atlantic Treaty, signed at Washington on April 4, 1949,

    Being satisfied that the security of the North Atlantic area will be enhanced by the accession of the Republic of Latvia to that Treaty,

    Agree as follows:

Article I

    Upon the entry into force of this Protocol, the Secretary General of the North Atlantic Treaty Organisation shall, on behalf of all the Parties, communicate to the Government of the Republic of Latvia an invitation to accede to the North Atlantic Treaty. In accordance with Article 10 of the Treaty, the Republic of Latvia shall become a Party on the date when it deposits its instrument of accession with the Government of the United States of America.

Article II

    The present Protocol shall enter into force when each of the Parties to the North Atlantic Treaty has notified the Government of the United States of America of its acceptance thereof. The Government of the United States of America shall inform all the Parties to the North Atlantic Treaty of the date of receipt of each such notification and of the date of the entry into force of the present Protocol.

Article III

    The present Protocol, of which the English and French texts are equally authentic, shall be deposited in the archives of the Government of the United States of America. Duly certified copies thereof shall be transmitted by that Government to the Governments of all the Parties to the North Atlantic Treaty.

    In witness whereof, the undersigned plenipotentiaries have signed the present Protocol.

    Signed at Brussels on the 26th day of March 2003.
Fylgiskjal IV.


VIÐBÓTARSAMNINGUR
við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild lýðveldisins Litháens.


    Aðilar Norður-Atlantshafssamningsins sem undirritaður var í Washington 4. apríl 1949

    hafa fullvissað sig um að öryggi á Norður- Atlantshafssvæðinu mundi aukast við að lýðveldið Litháen gerist aðili að samningnum

    og hafa því orðið ásáttir um eftirfarandi:

I. gr.

    Við gildistöku viðbótarsamnings þessa skal framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafsbandalagsins fyrir hönd allra aðila bjóða ríkisstjórn lýðveldisins Litháens að gerast aðili að Norður- Atlantshafssamningnum. Samkvæmt 10. gr. samningsins verður lýðveldið Litháen aðili þann dag sem það afhendir ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku aðildarskjal sitt.



II. gr.

    Viðbótarsamningur þessi skal öðlast gildi þegar allir aðilar að Norður-Atlantshafssamningnum hafa tilkynnt ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku um staðfestingu sína á honum. Ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku skal tilkynna öllum aðilum Norður- Atlantshafssamningsins hvenær henni berst hver einstök slík tilkynning, svo og hvenær viðbótarsamningur þessi öðlast gildi.

III. gr.

    Viðbótarsamning þennan, sem gerður er á ensku og frönsku þannig að báðir textar eru jafngildir, skal varðveita í skjalasafni ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku. Sú ríkisstjórn skal senda ríkisstjórnum allra aðila Norður-Atlantshafssamningsins staðfest eftirrit af viðbótarsamningnum.

    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir fulltrúar með umboði skrifað undir viðbótarsamning þennan.

    Undirritaður í Brussel 26. mars 2003.


PROTOCOL
to the North Atlantic Treaty on the Accession of the Republic of Lithuania


    The Parties to the North Atlantic Treaty, signed at Washington on April 4, 1949,

    Being satisfied that the security of the North Atlantic area will be enhanced by the accession of the Republic of Lithuania to that Treaty,

    Agree as follows:

Article I

    Upon the entry into force of this Protocol, the Secretary General of the North Atlantic Treaty Organisation shall, on behalf of all the Parties, communicate to the Government of the Republic of Lithuania an invitation to accede to the North Atlantic Treaty. In accordance with Article 10 of the Treaty, the Republic of Lithuania shall become a Party on the date when it deposits its instrument of accession with the Government of the United States of America.

Article II

    The present Protocol shall enter into force when each of the Parties to the North Atlantic Treaty has notified the Government of the United States of America of its acceptance thereof. The Government of the United States of America shall inform all the Parties to the North Atlantic Treaty of the date of receipt of each such notification and of the date of the entry into force of the present Protocol.

Article III

    The present Protocol, of which the English and French texts are equally authentic, shall be deposited in the archives of the Government of the United States of America. Duly certified copies thereof shall be transmitted by that Government to the Governments of all the Parties to the North Atlantic Treaty.

    In witness whereof, the undersigned plenipotentiaries have signed the present Protocol.

    Signed at Brussels on the 26th day of March 2003.
Fylgiskjal V.


VIÐBÓTARSAMNINGUR
við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Rúmeníu.


    Aðilar Norður-Atlantshafssamningsins sem undirritaður var í Washington 4. apríl 1949

    hafa fullvissað sig um að öryggi á Norður- Atlantshafssvæðinu mundi aukast við að Rúmenía gerist aðili að samningnum

    og hafa því orðið ásáttir um eftirfarandi:

I. gr.

    Við gildistöku viðbótarsamnings þessa skal framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafsbandalagsins fyrir hönd allra aðila bjóða ríkisstjórn Rúmeníu að gerast aðili að Norður-Atlantshafssamningnum. Samkvæmt 10. gr. samningsins verður Rúmenía aðili þann dag sem hún afhendir ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku aðildarskjal sitt.



II. gr.

    Viðbótarsamningur þessi skal öðlast gildi þegar allir aðilar að Norður-Atlantshafssamningnum hafa tilkynnt ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku um staðfestingu sína á honum. Ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku skal tilkynna öllum aðilum Norður- Atlantshafssamningsins hvenær henni berst hver einstök slík tilkynning, svo og hvenær viðbótarsamningur þessi öðlast gildi.

III. gr.

    Viðbótarsamning þennan, sem gerður er á ensku og frönsku þannig að báðir textar eru jafngildir, skal varðveita í skjalasafni ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku. Sú ríkisstjórn skal senda ríkisstjórnum allra aðila Norður-Atlantshafssamningsins staðfest eftirrit af viðbótarsamningnum.

    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir fulltrúar með umboði skrifað undir viðbótarsamning þennan.

    Undirritaður í Brussel 26. mars 2003.


PROTOCOL
to the North Atlantic Treaty on the Accession of Romania


    The Parties to the North Atlantic Treaty, signed at Washington on April 4, 1949,

    Being satisfied that the security of the North Atlantic area will be enhanced by the accession of Romania to that Treaty,

    Agree as follows:

Article I

    Upon the entry into force of this Protocol, the Secretary General of the North Atlantic Treaty Organisation shall, on behalf of all the Parties, communicate to the Government of Romania an invitation to accede to the North Atlantic Treaty. In accordance with Article 10 of the Treaty, Romania shall become a Party on the date when it deposits its instrument of accession with the Government of the United States of America.

Article II

    The present Protocol shall enter into force when each of the Parties to the North Atlantic Treaty has notified the Government of the United States of America of its acceptance thereof. The Government of the United States of America shall inform all the Parties to the North Atlantic Treaty of the date of receipt of each such notification and of the date of the entry into force of the present Protocol.

Article III

    The present Protocol, of which the English and French texts are equally authentic, shall be deposited in the archives of the Government of the United States of America. Duly certified copies thereof shall be transmitted by that Government to the Governments of all the Parties to the North Atlantic Treaty.

    In witness whereof, the undersigned plenipotentiaries have signed the present Protocol.

    Signed at Brussels on the 26th day of March 2003.
Fylgiskjal VI.


VIÐBÓTARSAMNINGUR
við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild lýðveldisins Slóvakíu.


    Aðilar Norður-Atlantshafssamningsins sem undirritaður var í Washington 4. apríl 1949

    hafa fullvissað sig um að öryggi á Norður- Atlantshafssvæðinu mundi aukast við að lýðveldið Slóvakía gerist aðili að samningnum

    og hafa því orðið ásáttir um eftirfarandi:

I. gr.

    Við gildistöku viðbótarsamnings þessa skal framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafsbandalagsins fyrir hönd allra aðila bjóða ríkisstjórn lýðveldisins Slóvakíu að gerast aðili að Norður- Atlantshafssamningnum. Samkvæmt 10. gr. samningsins verður lýðveldið Slóvakía aðili þann dag sem það afhendir ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku aðildarskjal sitt.



II. gr.

    Viðbótarsamningur þessi skal öðlast gildi þegar allir aðilar að Norður-Atlantshafssamningnum hafa tilkynnt ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku um staðfestingu sína á honum. Ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku skal tilkynna öllum aðilum Norður- Atlantshafssamningsins hvenær henni berst hver einstök slík tilkynning, svo og hvenær viðbótarsamningur þessi öðlast gildi.

III. gr.

    Viðbótarsamning þennan, sem gerður er á ensku og frönsku þannig að báðir textar eru jafngildir, skal varðveita í skjalasafni ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku. Sú ríkisstjórn skal senda ríkisstjórnum allra aðila Norður-Atlantshafssamningsins staðfest eftirrit af viðbótarsamningnum.

    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir fulltrúar með umboði skrifað undir viðbótarsamning þennan.

    Undirritaður í Brussel 26. mars 2003.


PROTOCOL
to the North Atlantic Treaty on the Accession of the Slovak Republic


    The Parties to the North Atlantic Treaty, signed at Washington on April 4, 1949,

    Being satisfied that the security of the North Atlantic area will be enhanced by the accession of the Slovak Republic to that Treaty,

    Agree as follows:

Article I

    Upon the entry into force of this Protocol, the Secretary General of the North Atlantic Treaty Organisation shall, on behalf of all the Parties, communicate to the Government of the Slovak Republic an invitation to accede to the North Atlantic Treaty. In accordance with Article 10 of the Treaty, the Slovak Republic shall become a Party on the date when it deposits its instrument of accession with the Government of the United States of America.

Article II

    The present Protocol shall enter into force when each of the Parties to the North Atlantic Treaty has notified the Government of the United States of America of its acceptance thereof. The Government of the United States of America shall inform all the Parties to the North Atlantic Treaty of the date of receipt of each such notification and of the date of the entry into force of the present Protocol.

Article III

    The present Protocol, of which the English and French texts are equally authentic, shall be deposited in the archives of the Government of the United States of America. Duly certified copies thereof shall be transmitted by that Government to the Governments of all the Parties to the North Atlantic Treaty.

    In witness whereof, the undersigned plenipotentiaries have signed the present Protocol.

    Signed at Brussels on the 26th day of March 2003.
Fylgiskjal VII.


VIÐBÓTARSAMNINGUR
við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild lýðveldisins Slóveníu.


    Aðilar Norður-Atlantshafssamningsins sem undirritaður var í Washington 4. apríl 1949

    hafa fullvissað sig um að öryggi á Norður- Atlantshafssvæðinu mundi aukast við að lýðveldið Slóvenía gerist aðili að samningnum

    og hafa því orðið ásáttir um eftirfarandi:

I. gr.

    Við gildistöku viðbótarsamnings þessa skal framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafsbandalagsins fyrir hönd allra aðila bjóða ríkisstjórn lýðveldisins Slóveníu að gerast aðili að Norður- Atlantshafssamningnum. Samkvæmt 10. gr. samningsins verður lýðveldið Slóvenía aðili þann dag sem það afhendir ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku aðildarskjal sitt.



II. gr.

    Viðbótarsamningur þessi skal öðlast gildi þegar allir aðilar að Norður-Atlantshafssamningnum hafa tilkynnt ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku um staðfestingu sína á honum. Ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku skal tilkynna öllum aðilum Norður- Atlantshafssamningsins hvenær henni berst hver einstök slík tilkynning, svo og hvenær viðbótarsamningur þessi öðlast gildi.

III. gr.

    Viðbótarsamning þennan, sem gerður er á ensku og frönsku þannig að báðir textar eru jafngildir, skal varðveita í skjalasafni ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku. Sú ríkisstjórn skal senda ríkisstjórnum allra aðila Norður-Atlantshafssamningsins staðfest eftirrit af viðbótarsamningnum.

    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir fulltrúar með umboði skrifað undir viðbótarsamning þennan.

    Undirritaður í Brussel 26. mars 2003.


PROTOCOL
to the North Atlantic Treaty on the Accession of the Republic of Slovenia


    The Parties to the North Atlantic Treaty, signed at Washington on April 4, 1949,

    Being satisfied that the security of the North Atlantic area will be enhanced by the accession of the Republic of Slovenia to that Treaty,

    Agree as follows:

Article I

    Upon the entry into force of this Protocol, the Secretary General of the North Atlantic Treaty Organisation shall, on behalf of all the Parties, communicate to the Government of the Republic of Slovenia an invitation to accede to the North Atlantic Treaty. In accordance with Article 10 of the Treaty, the Republic of Slovenia shall become a Party on the date when it deposits its instrument of accession with the Government of the United States of America.

Article II

    The present Protocol shall enter into force when each of the Parties to the North Atlantic Treaty has notified the Government of the United States of America of its acceptance thereof. The Government of the United States of America shall inform all the Parties to the North Atlantic Treaty of the date of receipt of each such notification and of the date of the entry into force of the present Protocol.

Article III

    The present Protocol, of which the English and French texts are equally authentic, shall be deposited in the archives of the Government of the United States of America. Duly certified copies thereof shall be transmitted by that Government to the Governments of all the Parties to the North Atlantic Treaty.

    In witness whereof, the undersigned plenipotentiaries have signed the present Protocol.

    Signed at Brussels on the 26th day of March 2003.