Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 294. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 469  —  294. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samnings á sviði refsiréttar um spillingu.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas H. Heiðar og Önnu Katrínu Vilhjálmsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Dís Sigurgeirsdóttur frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að fullgilda samning á sviði refsiréttar um spillingu sem gerður var í Strassborg 27. janúar 1999 og undirritaður af Íslands hálfu sama dag.
    Gera þarf breytingar á nokkrum ákvæðum almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, með síðari breytingum, og á lögum um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslna og hryðjuverka, nr. 144/1998, með síðari breytingum. Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á framangreindum lögum (146. mál, þskj. 146) og var málið afgreitt frá allsherjarnefnd Alþingis 20. nóvember síðastliðinn.
    Jónína Bjartmarz og Guðmundur Árni Stefánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 26. nóv. 2003.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Bryndís Hlöðversdóttir.


Drífa Hjartardóttir.



Steingrímur J. Sigfússon.


Bjarni Benediktsson.


Magnús Stefánsson.



Ágúst Ólafur Ágústsson.













Prentað upp.