Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 498, 130. löggjafarþing 90. mál: fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl. (hækkun þungaskatts og vörugjalds).
Lög nr. 119 28. nóvember 2003.

Lög um breyting á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, og lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað fjárhæðanna „94.273 kr.“, „113.163 kr.“, „136.675 kr.“ og „7.819 kr.“ í 2. mgr. A- liðar 4. gr. laganna kemur: 101.815 kr.; 122.216 kr.; 147.609 kr.; og: 8.445 kr.

2. gr.

     2. mgr. B-liðar 4. gr. laganna orðast svo:
     Kílómetragjald ökutækja skv. 1. mgr. þessa stafliðar skal vera sem hér segir:
Leyfð heildarþyngd Kílómetragjald Leyfð heildarþyngd Kílómetragjald
ökutækis, kg kr. ökutækis, kg kr.
4.000–4.999 6,91 18.000–18.999 16,61
5.000–5.999 7,34 19.000–19.999 17,89
6.000–6.999 7,94 20.000–20.999 18,84
7.000–7.999 8,34 21.000–21.999 19,93
8.000–8.999 8,71 22.000–22.999 21,18
9.000–9.999 9,09 23.000–23.999 22,19
10.000–10.999 9,66 24.000–24.999 23,19
11.000–11.999 10,01 25.000–25.999 24,32
12.000–12.999 10,89 26.000–26.999 25,40
13.000–13.999 11,66 27.000–27.999 26,54
14.000–14.999 12,57 28.000–28.999 27,66
15.000–15.999 13,53 29.000–29.999 28,79
16.000–16.999 14,61 30.000–30.999 29,92
17.000–17.999 15,67 31.000 og yfir 31,05


3. gr.

     2. mgr. C-liðar 4. gr. laganna orðast svo:
     Af ökutækjum skráðum erlendis skal greiða þungaskatt fyrir hverja byrjaða viku sem ökutækið er hér á landi sem hér segir:
Þungaskattur Þungaskattur
Eigin þyngd fyrir hverja Eigin þyngd fyrir hverja
bifreiðar, kg byrjaða viku, kr. bifreiðar, kg byrjaða viku, kr.
Allt að 1.000 1.958 2.800–2.999 3.650
1.000–1.499 2.350 3.000–3.199 3.813
1.500–1.999 2.838 3.200–3.399 3.975
2.000–2.199 3.001 3.400–3.599 4.137
2.200–2.399 3.163 3.600–3.799 4.301
2.400–2.599 3.325 3.800–3.999 4.463
2.600–2.799 3.488


II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „10,50 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 11,34 kr.

5. gr.

     Í stað fjárhæðanna „28,60 kr.“ og „30,43 kr.“ í 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 30,89 kr.; og: 32,86 kr.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 1. og 3. gr. laganna öðlast þó ekki gildi fyrr en 1. janúar 2004 og 2. gr. laganna 11. febrúar 2004.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Ákvæði II. kafla laga þessara skulu gilda um allar vörur er ekki hafa verið teknar til tollafgreiðslu við gildistöku þeirra.

Samþykkt á Alþingi 27. nóvember 2003.