Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 587, 130. löggjafarþing 141. mál: talnagetraunir (framlenging rekstrarleyfis).
Lög nr. 126 16. desember 2003.

Lög um breyting á lögum um talnagetraunir, nr. 26 2. maí 1986.


1. gr.

     Í stað orðanna „Íþróttasambandi Íslands“ í 1. mgr. 1. gr. laganna og sömu orða hvarvetna í lögunum kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

2. gr.

     2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Heimild þessi gildir til 1. janúar 2019.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. desember 2003.