Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 324. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 604  —  324. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2003, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og bókun 37 við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Grétar Má Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti, Elínu G. Guðmundsdóttur frá Umhverfisstofnun, Jóhannes Gunnarsson frá Neytendasamtökunum og Óskar Maríusson frá Samtökum atvinnulífsins.
     Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 32/2003 frá 14. mars 2003, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og bókun 37 við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB frá 16. febrúar 1998 um markaðssetningu sæfiefna og reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1896/2000 frá 7. september 2000 um fyrsta áfanga áætlunarinnar sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um sæfiefni og 1687/2002 frá 25. september 2002 um viðbótarfrest til að tilkynna tiltekin, virk efni sem eru þegar á markaði til notkunar sem sæfiefni eins og fastsett er í 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 1896/2000.
    Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi. Nefndin vekur athygli á því að heildaryfirsýn skortir yfir efnin sem tilskipunin nær til, einkum hvar þau eru í notkun. Kerfisbundin flokkun og skráning sæfiefna mun því verða til bóta en upplýsingaöflun, rannsóknir og skráning mun kosta töluvert fé.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 8. des. 2003.Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Bryndís Hlöðversdóttir.


Jónína Bjartmarz.Drífa Hjartardóttir.


Þuríður Backman.


Einar K. Guðfinnsson.Dagný Jónsdóttir.


Ágúst Ólafur Ágústsson.