Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 479. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 729  —  479. mál.
Tillaga til þingsályktunarum staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum.

(Lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003–2004.)    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirtalda samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003:
     1.      Samning milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003 sem gengið var frá með bréfaskiptum í Reykjavík og Þórshöfn 22. maí og 4. júní 2003.
     2.      Samkomulag milli Íslands og Noregs um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003 sem gert var í Ósló 26. júní 2003.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á eftirtöldum samningum um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003: 1. samningi milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003 sem gengið var frá með bréfaskiptum í Reykjavík og Þórshöfn 22. maí og 4. júní 2003, og 2. samkomulagi milli Íslands og Noregs um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003 sem gert var í Ósló 26. júní 2003.
    Samningurinn við Færeyjar er prentaður sem fylgiskjal I með þingsályktunartillögu þessari og samkomulagið við Noreg sem fylgiskjal II.
    Hinn 6. maí 1996 var undirrituð í Ósló bókun um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi. Aðilar eru strandríkin fjögur: Ísland, Færeyjar, Noregur og Rússland. Þau skuldbinda sig í bókuninni til að starfa saman að verndun síldarstofnsins, skynsamlegri nýtingu hans og stjórn veiða úr honum í því skyni að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til langs tíma. Önnur langtímamarkmið koma fram í bókuninni. Samkvæmt lið 6.2. skulu aðilar í viðræðum sínum um skiptingu aflaheimilda á komandi árum taka mið af breytingum sem verða á dreifingu stofnsins. Á grundvelli þessa ákvæðis var komið á fót vinnuhópi vísindamanna til að fylgjast með og meta þróun og dreifingu stofnsins í þessu skyni. Kveðið var á um skiptingu heildarafla samningsaðila fyrir árið 1996. Hins vegar náðist ekki samkomulag við Evrópubandalagið um takmarkanir á veiðum þess á árinu 1996 og ákvarðaði það sér einhliða kvóta.
    Brýnt var talið að ná samkomulagi allra aðila sem stunda veiðar úr stofninum. Eftir tvær samningalotur tókust í Ósló hinn 14. desember 1996 samningar strandríkjanna fjögurra og Evrópubandalagsins um veiðar á árinu 1997. Aðilar hafa síðan árlega gert fimmhliða samkomulag um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum þar til árið 2002 en þá tókst ekki að ná slíku samkomulagi um veiðar á árinu 2003.
    Í ljósi þess freistuðu aðilar þess að gera tvíhliða samninga sín á milli um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003, þar á meðal um heimildir til veiða í lögsögu hvers annars. Til grundvallar þeim tvíhliða samningum sem gerðir voru liggur að leyfilegur heildarafli úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003 sé 710.000 lestir, auk 1.500 lesta sem koma í hlut annarra ríkja samkvæmt nánari ákvörðun Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), en undanfarin tvö ár hafði leyfilegi heildaraflinn verið 850.000 lestir. Af Íslands hálfu voru gerðir tvíhliða samningar við Færeyjar annars vegar og Noreg hins vegar.
    Samkvæmt samningnum milli Íslands og Færeyja er íslenskum skipum heimilað að veiða allan sinn aflahlut úr norsk-íslenska síldarstofninum, 110.334 lestir, innan fiskveiðilögsögu Færeyja á árinu 2003. Færeyskum skipum er sömuleiðis heimilað að veiða sinn aflahlut, 38.774 lestir, úr stofninum innan efnahagslögsögu Íslands, en þar sem Færeyjar höfðu framselt 9.251 lest af aflahlut sínum er raunveruleg heimild þeirra til veiða í íslenskri lögsögu 29.523 lestir. Samningurinn gerir ráð fyrir að aflahlutdeild Íslands sé óbreytt frá árinu 2002, þ.e. 15,54%.
    Í samkomulaginu milli Íslands og Noregs er tekið fram að leyfilegur heildarafli, sem leggja skuli til grundvallar aflahlutum aðila úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003, skuli vera 711.500 lestir. Aðilar komu sér saman um að hlutur Íslands skyldi vera 110.334 lestir sem er eins og áður segir óbreytt hlutfall frá árinu 2002. Jafnframt féllst Ísland á að láta 1% af leyfilegum heildarafla, þ.e. 7.100 lestir, í skiptum fyrir aukinn aðgang að efnahagslögsögu Noregs norðan 62.N . Íslenskum skipum er nú heimilt að veiða þar 12.000 lestir af aflahlut Íslands, en á árinu 2002 nam sú heimild 5.900 lestum. Íslensk skip njóta sem fyrr ótakmarkaðs aðgangs að lögsögunni við Jan Mayen. Samkomulagið kveður á um að aflahlutur Noregs skuli vera 433.800 lestir og að norskum skipum sé heimilt að veiða 84.153 lestir af þeim hlut í efnahagslögsögu Íslands á árinu 2003.
    Samningnum við Færeyjar var beitt til bráðabirgða frá 4. júní 2003 og samkomulaginu við Noreg frá 26. júní 2003. Samkomulagið og samningurinn öðlast gildi þegar aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að stjórnskipulegum skilyrðum fyrir gildistöku þeirra hafi verið fullnægt.


Fylgiskjal I.

SAMNINGUR
milli Íslands og Færeyja
um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003.


a. Bréf utanríkisráðherra Íslands til lögmanns Færeyja.


Reykjavík, 22. maí 2003
Hr. lögmaður
Anfinn Kallsberg
Föroya Landsstýri
Torshavn

Herra lögmaður.

    Ég leyfi mér að vísa til samtala á milli íslenskra og færeyskra stjórnvalda um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003.
    Mér skilst að samkomulag hafi orðið um eftirfarandi samning:


„Samningur
milli Íslands og Færeyja
um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003.


1. gr.

    Ísland heimilar færeyskum veiðiskipum að veiða 38.774 tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum innan efnahagslögsögu Íslands samkvæmt þeim reglum sem gilda um veiðar þar. *
    Færeyjar heimila íslenskum veiðiskipum að veiða 110.334 tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum innan fiskveiðilögsögu Færeyja samkvæmt þeim reglum sem gilda um veiðar þar.


2. gr.

    Hvor aðili um sig skal tilkynna lista með þeim veiðiskipum sem hyggjast stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum innan lögsögu hins aðilans. Veiðiskip sem eru á lista þessum hafa ein rétt til veiða innan lögsögu þess aðila.
    Áður en veiðar hefjast skal tilkynna viðkomandi yfirvöldum um nafn skips og veita aðrar upplýsingar er máli skipta.
    Skip skal tilkynna um komu inn í lögsögu og staðarákvörðun og gefa upplýsingar um afla sem veiddur hefur verið fyrir komu inn í lögsöguna og síðan daglega tilkynna um staðarákvörðun og afla. Þegar farið er úr lögsögu skal tilkynna um áætlað aflamagn.

3. gr.

    Til að tryggja skipulegar veiðar geta færeysk stjórnvöld takmarkað fjölda íslenskra skipa sem stunda samtímis veiðar innan fiskveiðilögsögu Færeyja við 25 skip og íslensk stjórnvöld takmarkað fjölda færeyskra skipa sem stunda veiðar samtímis innan efnahagslögsögu Íslands við 8 skip.

4. gr.

    Samningur þessi hefur ekki fordæmisgildi gagnvart samningum milli aðila í framtíðinni.“
    
    Ef þér staðfestið að ofangreint sé skilningur yðar leyfi ég mér að leggja til að samningur þessi taki gildi til bráðabirgða þegar svarbréf yðar þar um er dagsett og endanlega þegar tilkynnt hefur verið um að stjórnskipulegum skilyrðum hvors lands um sig hafi verið endanlega fullnægt.

    Virðingarfyllst,
    Halldór Ásgrímsson
    utanríkisráðherrab. Svarbréf lögmanns Færeyja.


Tórshavn, 4. juni 2003
Uttanríkisráðharri
Halldór Ásgrímsson
Uttanríkisráðuneytið, Ísland

Harra uttanríkisráðharri,

    Eg loyvi mær at vátta bræv tygara dagsett 22. mai 2003, sum ljóðar soleiðis:

    “Eg loyvi mær at vísa til samráðingar millum íslendskar og føroyskar myndugleikar um fyrisiting av várgýtandi norðurhavssildini í 2003.
    Eg havi skilt, at semja er vorðin um fylgjandi:

“Semja
millum Føroyar og Ísland
um fyrisiting av várgýtandi norðurhavssildini í 2003.


1. gr.

    Ísland loyvir føroyskum fiskiførum at veiða 38.774 tons av várgýtandi norðurhavssild á íslendska búskaparliga økinum undir teimum reglum, sum galda fyri fiskiskapi á hesum øki. *
    Føroyar loyva íslendskum fiskiførum at veiða 110.334 tons af várgýtandi norðurhavssild á føroyskum fiskiøki undir teimum reglum, sum galda fyri fiskiskapi á hesum øki.

2. gr.

    Partarnir skulu fráboða ein lista yvir tey fiskifør, sum ætla at veiða norðurhavssild á økjunum hjá hvørjum øðrum. Bert tey fiskifør, sum eru á hesum lista, hava loyvi at veiða á økjunum.
    Áðrenn fiskiskapurin byrjar skulu avvarðandi myndugleikar hava boð um navn á skipi saman við øðrum upplýsingum av týðningi.
    Skipið skal boða frá, tá tað kemur á veiðiøki, uppgeva knøttstøðu og veiðinøgd, sum er veidd áðrenn komu á økið og síðani uppgeva knøttstøðu og veiðu hvønn dag. Tá skip fer av veiðiøkinum skal mett veiða verða givin upp.

3. gr.

    Til tess at tryggja skipaða veiðu kunnu føroyskir myndugleikar avmarka talið av íslendskum skipum sum veiða í senn í føroyskum sjógvi til 25 skip og íslendskir myndugleikar avmarka talið av føroyskum skipum sum veiða í senn á íslendska búskaparøkinum til 8 skip.

4. gr.

    Henda avtala hevur ikki fordømisgildi fyri semjur partanna millum í framtíðini.
    
    Um tygum staðfesta, at tað, ið stendur omanfyri, er í samsvar við fatan tygara, loyvi eg mær at skjóta upp, at henda avtala fær gildi fyribils, tá svarbræv tygara hesum viðvíkjandi er dagsett og endaliga, tá boðað er frá, at stýrisskipanarligu krøvini hjá hvørjum øðrum eru uppfylt.“

    Eg loyvi mær at staðfesta, at tað ið stendur omanfyri, er í samsvar við fatan Føroya landsstýris, og avtalan fær gildi fyribils í dag og endaliga, tá boðað er frá, at stýrisskipanarligu krøvini hjá hvørjum landi eru uppfylt.

    Við hávirðing
    Anfinn Kallsberg

Fylgiskjal II.

SAMKOMULAG
milli Íslands og Noregs um stjórnun veiða úr
norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003.Hr. Gunnar Pálsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, og hr. Johán H. Williams, formaður norsku sendinefndarinnar, koma sér saman um að leggja til, hver við sín yfirvöld, að eftirfarandi sérstöku samkomulagi milli Noregs og Íslands um stjórnun veiða þeirra, hvers um sig, úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003 verði komið á.

1. Leyfilegur heildarafli, sem leggja skal til grundvallar aflahlutum aðila úr norsk-íslenska síldarstofninum, hér á eftir nefndur síld, á árinu 2003, skal vera 711.500 lestir á því ári.

2. Samkvæmt framantöldu voru sendinefndirnar sammála um að leyfilegur afli á árinu 2003 skyldi vera sem hér segir:
    Ísland          110.334 lestir
    Noregur          433.800 lestir

3. Innan þeirra aflamarka sem getið er um í 2. tölulið skal Ísland yfirfæra 7.100 lestir af heildarsíldarkvóta sínum til Noregs sem eru innfaldar í norska heildarkvótanum sem getið er um í 2. tölulið.

4. Aðilar mega gera tvíhliða samkomulag við aðra aðila innan þeirra aflamarka sem getið er um í 1. og 2. tölulið, þar á meðal samkomulag um aðgang að síldveiðum og yfirfærslu heimilda til síldveiða.

5. Íslenskum fiskiskipum er á árinu 2003 heimilt að veiða 103.234 lestir af síld í fiskveiðilögsögu Jan Mayen og í efnahagslögsögu Noregs norðan 62 . N, þar af að hámarki 12.000 lestir í efnahagslögsögu Noregs norðan 62 . N.

6. Norskum fiskiskipum er heimilt að veiða 84.153 lestir af síld í efnahagslögsögu Íslands á árinu 2003.

7. Sendinefndirnar koma sér saman um að upplýsa Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndina (NEAFC) hér um.


Ósló, 26. júní 2003

Fyrir hönd íslensku sendinefndarinnar:
Gunnar Pálsson

Fyrir hönd norsku sendinefndarinnar:
Johán H. Williams

ARRANGEMENT

between Iceland and Norway on the Management of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) Herring for 2003


Mr. Gunnar PÁLSSON, Head of Delegation of Iceland and Mr. Johán H. WILLIAMS, Head of Delegation of Norway, agree to recommend to their respective authorities the following ad-hoc arrangement between Norway and Iceland on the management of their respective fisheries on Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring in 2003.
1. The basis for the Parties´ quotas in 2003 on the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock, hereinafter referred to as herring, shall be a total allowable catch (TAC) of 711,500 tonnes in 2003.
2. In keeping with the above, the Delegations agreed on the following allowable catches for 2003:
    
    Iceland          110,334 tonnes
    Norway          433,800 tonnes

3. Within the catch limits referred to in paragraph 2 Iceland will transfer 7,100 tonnes of its total catch limitation of herring to Norway, which is included in the total Norwegian catch limit in para 2.

4. Within the catch limits referred to in paragraph 1 and 2 the Parties may conclude bilateral arrangements with other Parties, including arrangements for access and transfers of fishing possibilities on herring.
5. Icelandic fishing vessels are granted access in 2003 to fish 103,234 tonnes of herring in the Fishery Zone around Jan Mayen or in the Norwegian Economic Zone north of 62 . N, of which a maximum of 12,000 tonnes of herring may be fished in the Norwegian Economic Zone north of 62 . N.
6. Norwegian fishing vessels are granted access in 2003 to fish 84,153 tonnes of herring in the Icelandic Economic Zone.
7. The Delegations agree to inform NEAFC accordingly.Oslo, 26 June 2003

Gunnar PÁLSSON
For the Delegation of Iceland

Johán H. WILLIAMS
For the Delegation of NorwayNeðanmálsgrein: 1
    *     Hér er um upphaflegan aflahlut Færeyja að ræða. Færeyjar hafa framselt 9.251 tonn og er færeyskum skipum því heimilt að veiða 29.523 tonn.
Neðanmálsgrein: 2
    *     Hetta er heildarkvotan hjá Føroyum. Burtur av hesi hava Føroyar latið 9.251 tons, so at veiða hjá føroyskum skipum eru 29.523 tons.