Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 571. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 861 — 571. mál.
um samvinnu Vestur-Norðurlanda í heilbrigðismálum.
Alþingi ályktar, með hliðsjón af ályktun Vestnorræna ráðsins á ársfundi 2003, að fela ríkisstjórninni, í samvinnu við landsstjórnir Færeyja og Grænlands, að vinna að aukinni samvinnu í heilbrigðismálum á Vestur-Norðurlöndum og leita leiða til að löndin geti samnýtt krafta sína. Lagt er til að heilbrigðisyfirvöld gefi árlega út skýrslu um samstarfið og þau verkefni sem sameiginlega verður ráðist í.
Tillaga þessi er sett fram á grundvelli ályktunar Vestnorræna ráðsins nr. 1/2003 sem samþykkt var á ársfundi ráðsins 14.–16. ágúst 2003. Ályktunin var efnislega á þessa leið:
Vestnorræna ráðið ályktar að fela ríkisstjórn Íslands og landsstjórnum Færeyja og Grænlands að fela heilbrigðisyfirvöldum landanna að auka samvinnu Vestur-Norðurlanda í heilbrigðismálum.
Æskilegt er að finna samskiptum vestnorrænu landanna á sviði heilbrigðismála fastan farveg og grundvöll til frambúðar. Samskipti vestnorrænu landanna á heilbrigðissviði hafa verið óformleg á ýmsa lund. Á ráðstefnu um heilbrigðismál á Vestur-Norðurlöndum, sem Vestnorræna ráðið stóð fyrir í Ilulissat í júní 2003, gátu fulltrúar sannreynt það. Á þeirri ráðstefnu kom fram að sums staðar á Vestur-Norðurlöndum skortir margvíslega heilbrigðisþjónustu, en annars staðar er þjónustustigið mjög hátt. Með meiri samhæfingu væri án efa hægt að þjóna íbúum allra Vestur-Norðurlanda betur. Nokkur formleg samvinna hefur þó verið með löndunum á þessu sviði og má þar nefna samkomulag frá árinu 1997 um flutning bráðasjúklinga frá Austur-Grænlandi til læknismeðferðar á Íslandi. Í því samkomulagi segir að stefnt skuli að enn frekara samstarfi um heilbrigðisþjónustu.
Vestur-Norðurlönd eru víðáttumikil, vegalengdir eru miklar og margir staðir afskekktir og því nokkrum erfiðleikum bundið að uppfylla ýtrustu kröfur um samræmda heilbrigðisþjónustu. Vestnorræna ráðið hefur þrátt fyrir það lagt til að heilbrigðisráðuneyti Íslands og Færeyja og heilbrigðisskrifstofa Grænlands taki upp samstarf og löndin miðli hvert til annars reynslu sinni af rekstri heilbrigðiskerfis og stjórnsýslu, skiptist á upplýsingum um fagleg málefni og kanni hvernig nýta megi krafta lækna og annars fagfólks öllum íbúum vestnorrænna landa til heilla. Þá hefur ráðið lagt til að heilbrigðisráðuneyti Íslands og Færeyja og heilbrigðisskrifstofa Grænlands láti útfæra „samvinnulíkan“ sem hægt yrði að styðjast við til að leysa ýmis úrlausnarefni. Einnig hefur ráðið lagt til að framangreind stjórnvöld láti árlega taka saman skýrslu um framvindu samstarfsins sem yrði lögð fyrir þing landanna.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 861 — 571. mál.
Tillaga til þingsályktunar
um samvinnu Vestur-Norðurlanda í heilbrigðismálum.
Flm.: Birgir Ármannsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Hjálmar Árnason,
Einar Oddur Kristjánsson, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Magnús Þór Hafsteinsson.
Alþingi ályktar, með hliðsjón af ályktun Vestnorræna ráðsins á ársfundi 2003, að fela ríkisstjórninni, í samvinnu við landsstjórnir Færeyja og Grænlands, að vinna að aukinni samvinnu í heilbrigðismálum á Vestur-Norðurlöndum og leita leiða til að löndin geti samnýtt krafta sína. Lagt er til að heilbrigðisyfirvöld gefi árlega út skýrslu um samstarfið og þau verkefni sem sameiginlega verður ráðist í.
Greinargerð.
Tillaga þessi er sett fram á grundvelli ályktunar Vestnorræna ráðsins nr. 1/2003 sem samþykkt var á ársfundi ráðsins 14.–16. ágúst 2003. Ályktunin var efnislega á þessa leið:
Vestnorræna ráðið ályktar að fela ríkisstjórn Íslands og landsstjórnum Færeyja og Grænlands að fela heilbrigðisyfirvöldum landanna að auka samvinnu Vestur-Norðurlanda í heilbrigðismálum.
Æskilegt er að finna samskiptum vestnorrænu landanna á sviði heilbrigðismála fastan farveg og grundvöll til frambúðar. Samskipti vestnorrænu landanna á heilbrigðissviði hafa verið óformleg á ýmsa lund. Á ráðstefnu um heilbrigðismál á Vestur-Norðurlöndum, sem Vestnorræna ráðið stóð fyrir í Ilulissat í júní 2003, gátu fulltrúar sannreynt það. Á þeirri ráðstefnu kom fram að sums staðar á Vestur-Norðurlöndum skortir margvíslega heilbrigðisþjónustu, en annars staðar er þjónustustigið mjög hátt. Með meiri samhæfingu væri án efa hægt að þjóna íbúum allra Vestur-Norðurlanda betur. Nokkur formleg samvinna hefur þó verið með löndunum á þessu sviði og má þar nefna samkomulag frá árinu 1997 um flutning bráðasjúklinga frá Austur-Grænlandi til læknismeðferðar á Íslandi. Í því samkomulagi segir að stefnt skuli að enn frekara samstarfi um heilbrigðisþjónustu.
Vestur-Norðurlönd eru víðáttumikil, vegalengdir eru miklar og margir staðir afskekktir og því nokkrum erfiðleikum bundið að uppfylla ýtrustu kröfur um samræmda heilbrigðisþjónustu. Vestnorræna ráðið hefur þrátt fyrir það lagt til að heilbrigðisráðuneyti Íslands og Færeyja og heilbrigðisskrifstofa Grænlands taki upp samstarf og löndin miðli hvert til annars reynslu sinni af rekstri heilbrigðiskerfis og stjórnsýslu, skiptist á upplýsingum um fagleg málefni og kanni hvernig nýta megi krafta lækna og annars fagfólks öllum íbúum vestnorrænna landa til heilla. Þá hefur ráðið lagt til að heilbrigðisráðuneyti Íslands og Færeyja og heilbrigðisskrifstofa Grænlands láti útfæra „samvinnulíkan“ sem hægt yrði að styðjast við til að leysa ýmis úrlausnarefni. Einnig hefur ráðið lagt til að framangreind stjórnvöld láti árlega taka saman skýrslu um framvindu samstarfsins sem yrði lögð fyrir þing landanna.