Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 735. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1233  —  735. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Chiles.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Grétar Má Sigurðsson og Önnu Jóhannsdóttur frá utanríkisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að fullgilda samning milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og lýðveldisins Chiles sem undirritaður var í Kristiansand í Noregi 26. júní 2003.
    Samningurinn kveður á um fríverslun með allar sjávarafurðir og langflestar iðnaðarvörur. Þá tekur hann til þjónustuviðskipta, verndunar hugverkaréttar, opinberra innkaupa og samkeppni auk þess að geyma ákvæði um stofnsetningarrétt. Sérstakir tvíhliða samningar hafa hins vegar verið gerðir um viðskipti með landbúnaðarafurðir og vernd fjárfestinga.
    Drífa Hjartardóttir, Magnús Stefánsson og Ágúst Ólafur Ágústsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 24. mars 2004.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Guðmundur Árni Stefánsson.


Jónína Bjartmarz.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.


Einar K. Guðfinnsson.