Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 612. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Nr. 13/130.

Þskj. 1255  —  612. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu samninga milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen o.fl.


     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirtalda samninga um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen o.fl.:
     1.      Samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen sem gerður var í Reykjavík 8. júlí 2003.
     2.      Samning milli Íslands og Grænlands/Danmerkur um gagnkvæmar veiðar í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands sem gerður var í Reykjavík 8. júlí 2003.
     3.      Tvíhliða samkomulag milli Íslands og Noregs sem gert var í Reykjavík 9. júlí 2003.

Samþykkt á Alþingi 29. mars 2004.