Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 571. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Nr. 14/130.

Þskj. 1294  —  571. mál.


Þingsályktun

um samvinnu Vestur-Norðurlanda í heilbrigðismálum.


    Alþingi ályktar, með hliðsjón af ályktun Vestnorræna ráðsins á ársfundi 2003, að fela ríkisstjórninni, í samvinnu við landsstjórnir Færeyja og Grænlands, að vinna að aukinni samvinnu í heilbrigðismálum á Vestur-Norðurlöndum og leita leiða til að löndin geti samnýtt krafta sína. Lagt er til að heilbrigðisyfirvöld gefi árlega út skýrslu um samstarfið og þau verkefni sem sameiginlega verður ráðist í.

Samþykkt á Alþingi 31. mars 2004.