Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 873. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1331  —  873. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára.

(Lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003–2004.)


    Alþingi ályktar skv. 9. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000, að samþykkja eftirfarandi áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, fyrir tímabilið frá maímánuði 2004 til maímánaðar 2008.

I. Verkefni ríkisstjórnarinnar.


    Stefnumarkandi áherslusvið í jafnréttismálum fyrir næstu árin verði eftirfarandi:
     1.      Samþætting jafnréttissjónarmiða.
     2.      Fræðsla um jafnréttismál.
     3.      Jafnrétti á vinnumarkaði.
     4.      Jafnréttisáætlanir ráðuneyta.
     5.      Skilgreining á hlutverki jafnréttisfulltrúa ráðuneyta.
     6.      Eftirfylgni með framkvæmdaáætlun.

II. Verkefni ráðuneytanna.


    A. Verkefni allra ráðuneytanna.
     1.      Jöfnun á kynjahlutfalli í nefndum, ráðum og stjórnum.
     2.      Skilgreining á hlutverki jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna.
     3.      Fræðsla um jafnréttismál fyrir stjórnendur og starfsmenn ráðuneytanna.
     4.      Jafnréttisáætlanir og jafnréttisnefndir ráðuneytanna.
     5.      Skipun tengiliða jafnréttismála í öllum undirstofnunum ráðuneyta.
     6.      Jafnréttissjónarmið tryggð við stöðuveitingar.
     7.      Staða kvenna í ráðuneytunum og undirstofnunum þeirra.
    Auk þessara verkefna taki einstök ráðuneyti þátt í, eða beri ábyrgð á, eftirtöldum verkefnum:
    B. Forsætisráðuneyti.
     8.      Útgáfa jafnréttisgátlista til notkunar við stefnumótunarvinnu.
    C. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
     9.      Mansal.
     10.      Vernd vitna og þolenda afbrota.
     11.      Aðbúnaður kvenna innan lögreglunnar.


Prentað upp.


     D. Félagsmálaráðuneyti.
     12.      Jafnréttisumsagnir stjórnarfrumvarpa.
     13.      Nefndir og ráð í sveitarfélögum.
     14.      Fæðingarorlof og atvinnulíf.
     15.      Jafnrétti í vinnumiðlun.
     16.      Karlar til ábyrgðar.
     17.      Kynbundinn launamunur.
     18.      Launamyndun og kynbundinn launamunur.
    Samstarfsaðili í eftirtöldum verkefnum:
 9.    Mansal.
10.     Vernd vitna og þolenda afbrota.
31.     Konur í atvinnurekstri.
40.     Gerð tillagna til ráðherra um sérstaka vinnu- og aðgerðaáætlun um samþættingu kynjasjónarmiða í alþjóðastarfi.
    E. Fjármálaráðuneyti.
     19.      Úttekt á áhrifum launakerfis ríkisins á launamun kvenna og karla.
     20.      Úttekt á almannatryggingakerfinu.
    Samstarfsaðili í eftirtöldum verkefnum:
12.     Jafnréttisumsagnir stjórnarfrumvarpa.
17.     Kynbundinn launamunur.
    F. Hagstofa Íslands.
     21.      Konur og karlar í atvinnurekstri.
    G. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
     22.      Verkefnisstjórn um heilsufar kvenna.
     23.      Heilsufarskönnun.
     24.      Notkun kvenna og karla á heilsugæslunni.
     25.      Mat á árangri og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.
     26.      Feðrafræðsla fyrir verðandi feður.
     27.      Áhættuhegðun karla.
     28.      Sérstök herferð í forvörnum gegn fíkniefna- og tóbaksneyslu.
     29.      Jafnrétti og lýðheilsa.
    Samstarfsaðili í eftirtöldu verkefni:
16.     Karlar til ábyrgðar.
    H. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
     30.      Konur og stjórnun fyrirtækja.
     31.      Konur í atvinnurekstri.
    Samstarfsaðili í eftirtöldu verkefni:
12.     Jafnréttisumsagnir stjórnarfrumvarpa.
     I. Landbúnaðarráðuneyti.
     J. Menntamálaráðuneyti.
     32.      Konur í vísindum
     33.      Fræðsla um jafnréttismál í kennaranámi.
     34.      Jafnréttiskennsla í skólum.
     35.      Styrkir til jafnréttisfræðslu úr Þróunarsjóðum leik-, grunn-, og framhaldsskóla.
     36.      Jafnrétti kynjanna innan íþróttahreyfingarinnar.
     37.      Konur og fjölmiðlar.
     K. Samgönguráðuneyti.
     L. Sjávarútvegsráðuneyti.
     38.      Úttekt á störfum kvenna í stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi.
     39.      Úttekt á störfum kvenna í minni sjávarútvegsfyrirtækjum (fjölskyldufyrirtækjum) á Íslandi.
     M. Umhverfisráðuneyti.
     N. Utanríkisráðuneyti.
     40.      Gerð tillagna til ráðherra um sérstaka vinnu- og aðgerðaáætlun um samþættingu kynjasjónarmiða í alþjóðastarfi.
     41.      Jafnréttisstarf fulltrúa á vegum UNIFEM í löndum þar sem alþjóðlegt uppbyggingarstarf á sér stað.
    Samstarfsaðili í eftirtöldu verkefni:
     9.      Mansal.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun í jafnréttismálum fyrir tímabilið frá maímánuði 2004 til maímánaðar 2008. Hún fylgir hér á eftir:

„I. Inngangur.


    Samkvæmt 9. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000, er kveðið á um að félagsmálaráðherra leggi fram, eigi síðar en ári eftir alþingiskosningar, tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára í senn. Sú áætlun sem hér er lögð fram byggist að hluta til á fyrri framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna, sem var í gildi 2002–2004.
    Áætlunin sem hér fer á eftir er öðruvísi uppbyggð en fyrri áætlanir. Í stað þess að fjalla um hvert ráðuneyti fyrir sig verður farið í gegnum afmörkuð verkefni, og kveðið á um hvaða ráðuneyti eru ábyrg fyrir framkvæmd hvers verkefnis og hvaða aðilar aðrir komi þar að. Ýmis þeirra verkefna sem fylgja hér á eftir eru kunnugleg frá fyrri áætlunum, þótt mörgum hafi verið lokið á liðnu framkvæmdatímabili. Þó hefur fjöldi þeirra verkefna frá fyrri áætlunum sem ekki reyndist unnt að ljúka leitt til þess að sú ákvörðun var tekin að fækka frekar verkefnum. Með því verður áætlunin raunhæfari og um leið markvissari.
    Í fyrri framkvæmdaáætlunum var stefnt að því að samþætta jafnréttis- og kynjasjónarmið inn í daglegt starf allra ráðuneyta. Enn er nauðsynlegt að hafa þetta markmið að leiðarljósi þar sem árangurinn hefur ekki verið sem skyldi. Hér er þó rétt að benda á að samþætting er ekki markmið í sjálfri sér, heldur er það jafnrétti kynjanna sem er markmiðið. Það næst með því meðal annars að gera samþættingu að viðteknum vinnubrögðum í stjórnsýslunni. Samþætting er aðferðin, eða verkfærið, sem getur gert það kleift að ná markmiðinu um jafnrétti.
    Í síðustu áætlun var sérstaklega tekið fram að nauðsynlegt væri að þróa störf jafnréttisfulltrúa og skapa þeim starfsmönnum sem hlutverkinu sinna ákveðnara rými, stuðning og möguleika til að sinna starfinu. Þetta hefur þó ekki orðið, þannig að eitt helsta verkefni næstu ára verður skilgreining á starfi jafnréttisfulltrúa innan ráðuneytis, til dæmis með afmarkaðri starfslýsingu og starfshlutfalli. Þó ber að taka fram að starfshlutfallið þarf ekki að vera það sama fyrir alla jafnréttisfulltrúa því ólík hlutverk ráðuneytanna gera það að verkum að hlutföllin eru breytileg milli þeirra.
    Pólitískur vilji til að jafna hlutföll kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera hefur komið fram í fyrri framkvæmdaáætlunum. En þrátt fyrir þann vilja hefur hlutfall kvenna í opinberum nefndum, ráðum og stjórnum í heildina ekki aukist á síðustu tveimur árum. Á haustmánuðum 2003 hafði hlutfall kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum hækkað í fjórum ráðuneytum, staðið í stað í einu, en lækkað í sjö þegar borið er saman við stöðuna árið 2001. Loks er ástæða til að minnast á það að hlutur kvenna í stjórnunarstöðum innan ráðuneytanna er enn rýr, en í einu ráðuneyti er engin kona í yfirstjórn og í flestum eru þær í minni hluta. Þetta er mál sem ríkisstjórnin hyggst huga betur að á næstu árum og að því verður unnið í þessari áætlun. Þetta á þó ekki við um öll ráðuneyti, til dæmis eru konur 44% yfirstjórnar dóms- og kirkjumálaráðuneytis og 50% yfirstjórnar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis samkvæmt tölum frá október 2003, og í febrúar 2004 varð umhverfisráðuneytið fyrst til þess að hafa fleiri konur en karla í yfirstjórn. Pólitískan vilja til breytinga þarf að sýna í verki á fleiri stöðum og því er nauðsynlegt að framgangur verkefnanna í þessari áætlun verði tryggður.
    Kynbundinn launamunur er enn eitt af helstu áhersluatriðum framkvæmdaáætlunarinnar. Þróunin er vissulega í rétta átt, en upplýsingar benda til þess að betur má ef duga skal. Kyngreindar upplýsingar eru grunnundirstaða þess að hægt sé að fylgjast með þróun mála í þessum efnum. Með slíkum gögnum væri til dæmis hægt að þróa svokallaða kynjavísitölu (barometer/benchmarking) til að nákvæmar sundurgreindar upplýsingar um stöðu karla og kvenna í samfélaginu séu alltaf tiltækar.

II. Verkefni ríkisstjórnarinnar.


    Í framkvæmdaáætlun þessari er lagt til að stefnumarkandi áherslusvið í jafnréttismálum fyrir næstu árin verði eftirfarandi:
          Samþætting jafnréttissjónarmiða.
          Fræðsla um jafnréttismál.
          Jafnrétti á vinnumarkaði.
          Jafnréttisáætlanir ráðuneyta.
          Skilgreining á hlutverki jafnréttisfulltrúa ráðuneyta.
          Eftirfylgni með framkvæmdaáætlun.
    Nokkur verkefni ríkisstjórnarinnar taka sérstaklega til innra starfs ráðuneytanna, en önnur þau verkefni sem fylgja hér á eftir munu að einhverju leyti fela í sér vinnu að samþættingu, fræðslu eða vinnumarkaðsmálum.

1. Samþætting jafnréttissjónarmiða.
    Markmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000, er að stuðla að jafnrétti kynjanna. Í samþættingu felst að jafnréttismál séu mál samfélagsins í heild, en ekki aðeins kvenna. Markmið samþættingar er að flétta sjónarhorn kynferðis inn í alla stefnumótun innan samfélagsins, endurskilgreina hefðbundin hlutverk kynjanna og gera bæði konum og körlum kleift að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf. Hér er nauðsynlegt að taka fram að kynhlutleysi og samþætting eru ekki eitt og hið sama þar sem kynhlutleysi lítur oft fram hjá sértækum þörfum og reynslu kvenna og karla. Þegar horft er á öll mál fyrst og fremst út frá því hvernig þau snerta konur annars vegar og karla hins vegar verða allir sem koma að stefnumótun og ákvarðanatöku að hafa þekkingu á jafnréttismálum. Fræðsla um jafnréttismál er því frumforsenda þess að samþætting verði árangursrík og að jafnrétti kynjanna verði að veruleika í samfélaginu.
    Þegar til lengri tíma er litið er markmiðið það að sjónarhorn kynferðis verði sjálfsagður hluti allrar ákvarðanatöku og verði alltaf lagt til grundvallar. Fjórar frumforsendur samþættingar eru: Upplýsingar um stöðu karla og kvenna, ábyrgð á framkvæmdinni, fræðsla um jafnréttismál og aðferðir sem hægt er að beita til að ná fram jafnrétti kynjanna á þennan hátt. Með hliðsjón af því voru framangreind sjónarmið höfð að leiðarljósi við gerð framkvæmdaáætlunarinnar þannig að þau verkefni sem lögð yrðu fram beindust að einum eða fleiri þessara þátta, þ.e. að veita upplýsingar, auka fræðslu, eða benda á aðferðir til að jafna stöðu kynjanna. Fyrir hvert verkefni er tilnefndur ábyrgðaraðili, hvort sem þeir eru einn eða fleiri, auk þess sem leitast er við að leggja fram tíma- og kostnaðaráætlanir fyrir verkefnin. Verkefni sem tengjast samþættingu eru til dæmis jöfnun kynjahlutfalls í nefndum, ráðum og stjórnum (verkefni 1) og nefndir og ráð í sveitarfélögum (13).

2. Fræðsla um jafnréttismál.
    Sérþekking og fjármagn verður að vera tiltækt til að sinna samþættingu jafnréttissjónarmiða, eins og í öllum verkefnum einstakra ráðuneyta. Nauðsynlegt er að allir þeir sem hafa með stefnumótun og ákvarðanatöku að gera hafi þekkingu á jafnréttismálum. Þess vegna er fræðsla um þessi málefni eitt af frumskilyrðum þess að samþætting eigi sér stað. Allt starfsfólk ríkis og sveitarfélaga, sem ber ábyrgð á og sér um að framfylgja stefnumótunarvinnu, þarf að fá fræðslu um þennan málaflokk til að geta sinnt verkefnum sínum fyllilega. Í þessum tilgangi verður haldið áfram með markvissa fræðslu til stjórnenda og almennra starfsmanna innan ráðuneyta. Verkefni sem tengjast þessu áhersluatriði eru til dæmis fræðsla um jafnréttismál fyrir stjórnendur og starfsmenn ráðuneyta (3) og útgáfa jafnréttisgátlista til notkunar við stefnumótunarvinnu (8).

3. Jafnrétti á vinnumarkaði.
    Skýrsla um efnahagsleg völd kvenna, sem gefin var út í febrúar 2004, sýnir að enn er til staðar kynbundinn launamunur í samfélaginu, en samkvæmt könnun sem nefndin stóð fyrir hafa konur um 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma. Samkvæmt skýrslunni má skýra 21–24% launamunarins með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi. Eftir stendur 7,5–11% launamunur sem stafar af því að hjónaband, barneignir og fleira hefur önnur áhrif á laun kvenna en karla.
    Síðustu kannanir hafa sýnt að yfirborganir og hlunnindi á almenna vinnumarkaðnum og hjá hinu opinbera gangi frekar til karla en kvenna. Einnig hefur komið fram við samanburð hefðbundinna kvennastarfsgreina og hefðbundinna starfsgreina karla sem krefjast sambærilegs námstíma að um verulegan launamismun sé að ræða. Ljóst er að leita verður leiða til að uppræta launakerfi þar sem stöðuheiti, föst yfirvinna og bílahlunnindi eru notuð til að bæta lág laun sem samið er um í kjarasamningum. Markmið ríkisstjórnarinnar er að uppræta launamun kynjanna þannig að jafnrétti náist á þessu sviði.
    Auk þess þarf að leggja áherslu á verkefni sem stuðla að aukinni þátttöku kvenna í atvinnurekstri og iðnaði. Þá er full ástæða til þess að fylgja eftir 13. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000, þar sem segir: „Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti kvenna og karla í starfsmannastefnu sinni.“ Sérstaklega er tekið fram í lögunum að í jafnréttisáætlun eða starfsmannastefnu skuli kveðið á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum launajafnrétti, aðgang að lausum störfum, starfsþjálfun og endurmenntun, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni. Loks er nauðsynlegt að marka aðkomu og ábyrgð stéttarfélaga launafólks og atvinnurekenda á jafnréttismálum. Verkefni tengd þessum lið eru til dæmis fæðingarorlof og atvinnulíf (14), konur og karlar í atvinnurekstri (21) og konur og stjórnun fyrirtækja (30).

4. Jafnréttisáætlanir ráðuneyta.
    Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin setji gott fordæmi fyrir atvinnulífið og því verður lögð áhersla á að öll ráðuneyti setji sér jafnréttisáætlun fyrir mitt kjörtímabil. Þessum jafnréttisáætlunum þarf að fylgja eftir með viðeigandi aðgerðum, rétt eins og kveðið er á um í 13. gr. laga nr. 96/2000. Rétt er þó að taka fram að meiri hluti ráðuneyta, þ.e. dóms- og kirkjumálaráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, menntamálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og utanríkisráðuneyti, hefur sett sér jafnréttisáætlanir. Þá hefur jafnréttisyfirlýsing verið samþykkt í samgönguráðuneyti. Forsætisráðuneyti starfar samkvæmt jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins. Fjármálaráðuneytið vinnur nú á vordögum 2004 að gerð jafnréttisáætlunar. Engin jafnréttisáætlun er til staðar á Hagstofu, í landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. Verkefnið jafnréttisáætlanir og jafnréttisnefndir ráðuneytanna (4) fjallar sérstaklega um þetta mál.

5. Skilgreining á hlutverki jafnréttisfulltrúa ráðuneyta.
    Mismunandi skilningur hefur verið lagður í hlutverk jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna. Því er ástæða til að skilgreina hlutverkið þannig að skipaður jafnréttisfulltrúi viti hvers er ætlast til af honum þegar hann tekur að sér starfið. Auk þess að samræma hlutverk og verksvið jafnréttisfulltrúanna þarf að auka vægi þeirra innan ráðuneytanna. Lagt er til að þetta verði gert með því að setja reglur um starf jafnréttisfulltrúanna þar sem kveðið sé á um skyldur þeirra og réttindi, hvaða stöðu þeir þurfa að hafa innan ráðuneytanna og gagnvart undirstofnunum og hvernig greiðslum verði hagað fyrir þessi störf. Verkefnið skilgreining á hlutverki jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna (2) er sérstaklega helgað þessu efni.

6. Eftirfylgni með framkvæmdaáætlun.
    Til að tryggja það að raunverulegur árangur náist við framkvæmd verkefna þeirra sem hér eru tíunduð er mikilvægt að gerð sé úttekt á árangri ríkisstjórnarinnar. Skilgreina verður á hvaða hátt þetta verður gert, en æskilegt er að slík úttekt verði gerð um mitt framkvæmdatímabilið og aftur í lok þess. Þá skal meta hvert verkefni, hvort sem því er lokið eða ekki, og leggja mat á þau áhrif sem það hefur haft.

III. Verkefni ráðuneytanna.


    Eftirfarandi verkefni eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og taka öll ráðuneytin þátt í þeim:
    A. Verkefni allra ráðuneytanna.
     1.      Jöfnun á kynjahlutfalli í nefndum, ráðum og stjórnum.
     2.      Skilgreining á hlutverki jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna.
     3.      Fræðsla um jafnréttismál fyrir stjórnendur og starfsmenn ráðuneytanna.
     4.      Jafnréttisáætlanir og jafnréttisnefndir ráðuneytanna.
     5.      Skipun tengiliða jafnréttismála í öllum undirstofnunum ráðuneyta.
     6.      Jafnréttissjónarmið tryggð við stöðuveitingar.
     7.      Staða kvenna í ráðuneytunum og undirstofnunum þeirra.
    Auk þessara verkefna taka einstök ráðuneyti þátt í, eða bera ábyrgð á, eftirtöldum verkefnum:
    B. Forsætisráðuneyti.
     8.      Útgáfa jafnréttisgátlista til notkunar við stefnumótunarvinnu.
    C. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
     9.      Mansal.
     10.      Vernd vitna og þolenda afbrota.
     11.      Aðbúnaður kvenna innan lögreglunnar.
     D. Félagsmálaráðuneyti.
     12.      Jafnréttisumsagnir stjórnarfrumvarpa.
     13.      Nefndir og ráð í sveitarfélögum.
     14.      Fæðingarorlof og atvinnulíf.
     15.      Jafnrétti í vinnumiðlun.
     16.      Karlar til ábyrgðar.
     17.      Kynbundinn launamunur.
     18.      Launamyndun og kynbundinn launamunur.
    Samstarfsaðili í eftirtöldum verkefnum:
 9.    Mansal.
10.     Vernd vitna og þolenda afbrota.
31.     Konur í atvinnurekstri.
40.     Gerð tillagna til ráðherra um sérstaka vinnu- og aðgerðaáætlun um samþættingu kynjasjónarmiða í alþjóðastarfi.
    E. Fjármálaráðuneyti.
     19.      Úttekt á áhrifum launakerfis ríkisins á launamun kvenna og karla.
     20.      Úttekt á almannatryggingakerfinu.
    Samstarfsaðili í eftirtöldum verkefnum:
12.     Jafnréttisumsagnir stjórnarfrumvarpa.
17.     Kynbundinn launamunur.
    F. Hagstofa Íslands.
     21.      Konur og karlar í atvinnurekstri.
    G. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
     22.      Verkefnisstjórn um heilsufar kvenna.
     23.      Heilsufarskönnun.
     24.      Notkun kvenna og karla á heilsugæslunni.
     25.      Mat á árangri og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.
     26.      Feðrafræðsla fyrir verðandi feður.
     27.      Áhættuhegðun karla.
     28.      Sérstök herferð í forvörnum gegn fíkniefna- og tóbaksneyslu.
     29.      Jafnrétti og lýðheilsa.
    Samstarfsaðili í eftirtöldu verkefni:
16.     Karlar til ábyrgðar.
    H. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
     30.      Konur og stjórnun fyrirtækja.
     31.      Konur í atvinnurekstri.
    Samstarfsaðili í eftirtöldu verkefni:
12.     Jafnréttisumsagnir stjórnarfrumvarpa.
     I. Landbúnaðarráðuneyti.
     J. Menntamálaráðuneyti.
     32.      Konur í vísindum
     33.      Fræðsla um jafnréttismál í kennaranámi.
     34.      Jafnréttiskennsla í skólum.
     35.      Styrkir til jafnréttisfræðslu úr Þróunarsjóðum leik-, grunn-, og framhaldsskóla.
     36.      Jafnrétti kynjanna innan íþróttahreyfingarinnar.
     37.      Konur og fjölmiðlar.
     K. Samgönguráðuneyti.
     L. Sjávarútvegsráðuneyti.
     38.      Úttekt á störfum kvenna í stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi.
     39.      Úttekt á störfum kvenna í minni sjávarútvegsfyrirtækjum (fjölskyldufyrirtækjum) á Íslandi.
     M. Umhverfisráðuneyti.
     N. Utanríkisráðuneyti.
     40.      Gerð tillagna til ráðherra um sérstaka vinnu- og aðgerðaáætlun um samþættingu kynjasjónarmiða í alþjóðastarfi.
     41.      Jafnréttisstarf fulltrúa á vegum UNIFEM í löndum þar sem alþjóðlegt uppbyggingarstarf á sér stað.
    Samstarfsaðili í eftirtöldu verkefni:
     9.      Mansal.

    Nánari lýsing á verkefnum ráðuneytanna:

A. Verkefni allra ráðuneytanna.
1.                 Jöfnun á kynjahlutfalli í nefndum, ráðum og stjórnum.
Meginhugmynd:    Að ná fram sem jöfnustu hlutfalli karla og kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera. Því jafnari sem hlutföll karla og kvenna eru þar sem verið er að móta nýja stefnu, því meiri líkur eru á því að ákvarðanir sem teknar eru endurspegli bæði hagsmuni kvenna og karla. Þess vegna er mikilvægt að ganga úr skugga um hvort verið sé að nýta hæfileika og menntun beggja kynjanna þegar verið er að móta stefnu og taka ákvarðanir. Þetta á einnig við þar sem verið er að setja pólitísk markmið. Þar sem kynjahlutföll eru mjög mismunandi í ráðuneytunum skal fylgjast með bæði heildartölum og skipan í nefndir, ráð og stjórnir. Þannig sést best hvort breytingar séu í framkvæmd. Hægt væri að ná fram jöfnuði með því að hvert ráðuneyti tæki upp eftirfarandi verklag:
                   –    Þegar óskað er eftir tilnefningu frá aðilum utan ráðuneytanna verði farið fram á að fyrir hvern einn fulltrúa verði tveir einstaklingar tilnefndir, hvor af sínu kyni.
                   –    Þegar skipað er í nefndir, ráð og stjórnir án tilnefninga verði þegar í stað tekin upp sú regla að kynjahlutfall sé sem jafnast innan hvers hóps.
                   –    Til að ná fram jöfnuði innan hvers ráðuneytis verði haft í huga við skipun í einstaka nefndir, ráð og stjórnir að þar sé annað kynið í meiri hluta til að rétta af ójafnvægi innan annarra nefnda.
Markmið:    Að jafna hlut kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera þannig að hlutfall kynja sé aldrei meira en 60:40 öðru kyninu í hag. Þau ráðuneyti sem þegar hafa náð þessu hlutfalli skulu gæta þess að vera áfram sem næst jafnri skiptingu kynjanna.
Ábyrgð á framkvæmd:    Ríkisstjórnin.
Aðrir þátttakendur:     Öll ráðuneyti.
Tímaáætlun:    Frá gildistöku þingsályktunarinnar skipi öll ráðuneyti jafnan hlut kvenna og karla.

2.                  Skilgreining á hlutverki jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna.
Meginhugmynd:    Að skilgreina nánar hlutverk jafnréttisfulltrúa innan Stjórnarráðsins. Í hverju ráðuneyti er nú starfandi jafnréttisfulltrúi sem gegnir skyldum sem eru ákvarðaðar af ráðuneytisstjóra eða jafnréttisáætlun viðkomandi ráðuneytis. Þessir fulltrúar mynda einnig með sér starfshóp sem hittist einu sinni í mánuði og eru tengiliðir Jafnréttisstofu við hvert ráðuneyti. Starfssvið þeirra er því víðtækt og er nauðsynlegt að setja skýrari reglur um störf jafnréttisfulltrúanna.
Markmið:    Að hlutverk jafnréttisfulltrúa verði skilgreint eins í öllum ráðuneytum, en verði ekki háð huglægu mati yfirstjórnar. Að setja reglur sem kveða á um réttindi og skyldur jafnréttisfulltrúa og kjör þeirra.
Ábyrgð á framkvæmd:    Ríkisstjórnin, félagsmálaráðuneyti og Jafnréttisstofa.
Aðrir þátttakendur:    Öll önnur ráðuneyti.
Tímaáætlun:    Reglur skulu vera samþykktar fyrir endurskoðun framkvæmdaáætlunarinnar.

3.                 Fræðsla um jafnréttismál fyrir stjórnendur og starfsmenn ráðuneyta.
Meginhugmynd:    Að halda fræðslu- og umræðufundi um jafnréttismál fyrir starfsmenn ráðuneyta og undirstofnana þeirra. Að halda reglulega námskeið um jafnréttismál fyrir starfsmenn í ráðuneytum, stjórnendur og tengiliði stofnana. Að hvetja jafnréttisfulltrúa, jafnréttisnefndir og stjórnendur til að sækja námskeið og ráðstefnur um jafnréttismál.
Markmið:    Að gera fræðslu um jafnréttismál hluta af starfi ráðuneytanna og stofnana þeirra þannig að starfsmenn verði meðvitaðir um mikilvægi málaflokksins.
Ábyrgð á framkvæmd:    Ríkisstjórnin, Jafnréttisstofa og félagsmálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:    Öll önnur ráðuneyti og Reykjavíkurborg.
Tímaáætlun:    Námskeið skulu haldin út gildistíma áætlunarinnar, en æskilegt er að flestir hafi lokið námskeiði fyrir endurskoðun áætlunarinnar.
Áætlaður kostnaður:    1 millj. kr. fyrir hvert ráðuneyti á gildistíma framkvæmdaáætlunarinnar.

4.                 Jafnréttisáætlanir og jafnréttisnefndir ráðuneyta og undirstofnana.
Meginhugmynd:    Jafnréttisáætlanir eru nauðsynlegt tæki fyrir ráðuneytin til að tryggja framgang jafnréttismála. Með setningu áætlunar er það skjalfest að ráðuneytið ætli sér að sinna þessum málaflokki. Starfsmönnum og stjórnendum er þá kleift að kynna sér innihald hennar. Einnig setur það fordæmi fyrir atvinnulífið að í öllum ráðuneytum sé slík áætlun til staðar því samkvæmt lögum nr. 96/2000 er öllum fyrirtækjum og stofnunum með fleiri en 25 starfsmenn skylt að setja sér jafnréttisáætlun. Þá er nauðsynlegt að jafnréttisnefnd sé til staðar í ráðuneytunum til að tryggja órofið samhengi jafnréttismála innan ráðuneytisins. Jafnréttisnefnd er bakhjarl fyrir jafnréttisfulltrúann og er hlutverk hennar meðal annars að veita honum aðhald og aðstoð við þróun og endurskoðun áætlunar. Hvert ráðuneyti ber einnig ábyrgð á því að undirstofnanir með fleiri en 25 starfsmenn setji sér jafnréttisáætlanir. Til að tryggja áhrif nefndarinnar er mikilvægt að í henni sitji fulltrúar yfirstjórnar, til dæmis starfsmanna- eða rekstrarstjóri eða aðstoðarmaður ráðherra, auk jafnréttisfulltrúa og fulltrúa almennra starfsmanna. Hlutverk nefndarinnar verði meðal annars að fylgjast með stöðu jafnréttismála á hverjum tíma og gera viðvart ef eitthvað má betur fara á því sviði. Einnig að funda reglulega, og hið minnsta árlega með yfirstjórn ráðuneytisins, og gera tillögur um úrbætur og framfarir eftir því sem tilefni gefast. Þá skal nefndin einnig endurskoða árlega jafnréttisáætlun ráðuneytisins.
Markmið:    Að gera jafnréttisstarf sýnilegra og markvissara í ráðuneytinu. Að öll ráðuneyti setji sér jafnréttisáætlanir fyrir endurskoðun áætlunarinnar og skipi jafnréttisnefnd sem er jafnréttisfulltrúa til halds og trausts. Þau ráðuneyti sem þegar hafa sett sér jafnréttisáætlun tryggja að markmiðum hennar sé framfylgt.
Ábyrgð á framkvæmd:     Ríkisstjórnin.
Aðrir þátttakendur:    Öll ráðuneyti. Undirstofnanir með fleiri en 25 starfsmenn.
Tímaáætlun:    Jafnréttisáætlanir þurfa að vera samþykktar fyrir endurskoðun framkvæmdaáætlunarinnar.

5.                 Skipun tengiliða jafnréttismála í öllum undirstofnunum ráðuneyta.
Meginhugmynd:    Jafnréttismál skipta ekki einungis máli í ráðuneytunum, heldur einnig í undirstofnunum þeirra. Því er nauðsynlegt að jafnréttisfulltrúar myndi tengsl við undirstofnanir og að settur sé tengiliður í hverri undirstofnun sem er ábyrgur fyrir að miðla upplýsingum um jafnréttismál til starfsmanna og stjórnenda stofnunarinnar. Þar sem tengiliðir hafa verið tilnefndir þarf að fylgjast með því að sá starfsmaður sinni skyldum sínum varðandi þennan málaflokk. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á fræðslu og gera upplýsingar aðgengilegar fyrir þessa aðila. Fyrir minni stofnanir er nóg að tilnefna tengiliði, en stærri stofnanir þurfa að tilnefna jafnréttisfulltrúa og setja sér sérstaka jafnréttisáætlun. Þá skulu jafnréttisfulltrúar hafa eftirlit með framkvæmdinni.
Markmið:    Að tilnefna tengiliði sem sinna jafnréttismálum í öllum undirstofnunum ráðuneyta fyrir lok tímabilsins.
Ábyrgð á framkvæmd:     Ríkisstjórnin.
Aðrir þátttakendur:    Öll ráðuneyti.

6.                 Jafnréttissjónarmið tryggð við stöðuveitingar.
Meginhugmynd:    Það er nauðsynlegt að jafnréttissjónarmið séu viðhöfð við stöðuveitingar á vegum hins opinbera. Þetta sjónarmið verður einnig að vera sýnilegt þeim sem sækja um viðkomandi störf. Í atvinnuauglýsingum þarf að koma fram að jafnréttissjónarmið séu höfð í huga við ráðningar. Þegar um er að ræða starfsstétt eða -vettvang þar sem annað kynið er í miklum meiri hluta er sjálfsagt að taka fram að „karlar jafnt sem konur“ séu hvattir til að sækja um, með það kynið framar sem er í minni hluta. Annars er mælt með orðalaginu „að við stöðuveitingar séu jafnréttissjónarmið höfð í huga“.
Markmið:    Að jafna hlut kynjanna í starfsstéttum og á vinnustöðum og gera jafnréttissjónarmið ráðuneytanna opinbert og gegnsætt einstaklingum sem eru í starfsleit.
Ábyrgð á framkvæmd:     Ríkisstjórnin.
Aðrir þátttakendur:     Öll ráðuneyti.
7.                 Staða kvenna í yfirstjórnum ráðuneytanna og undirstofnana þeirra.
Meginhugmynd:    Að hlutfall karla og kvenna sé sem jafnast í yfirmannastöðum innan ráðuneyta og undirstofnana þeirra. Til að markmiðinu sé náð skal fara fram könnun á því hvert hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum í hverju ráðuneyti sé og í undirstofnunum. Í kjölfar þeirrar könnunar mun verða sett raunhæft markmið í samræmi við niðurstöðu hennar.
Markmið:    Að hlutfall karla og kvenna sé sem jafnast í yfirmannastöðum innan hvers ráðuneytis og undirstofnana.
Ábyrgð á framkvæmd:     Ríkisstjórnin.
Aðrir þátttakendur:    Öll ráðuneyti.

B. Forsætisráðuneyti.
8.                 Útgáfa jafnréttisgátlista til notkunar við stefnumótunarvinnu.
Meginhugmynd:    Gátlisti væri nytsamlegt tæki fyrir Alþingi, ráðuneyti, sveitarstjórnir, opinberar stofnanir, fyrirtæki og nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga til að tryggja að jafnréttissjónarmiða verði gætt við stefnumótunarvinnu. Tæki til að auka jafnrétti eiga að vera aðgengileg stjórnendum á öllum sviðum samfélagsins. Gátlisti af þessu tagi var eitt af þeim tækjum sem nefnd um hlut kvenna í opinberri stefnumótun lagði til.
Markmið:    Að spurningum um jafnrétti kynjanna verði svarað áður en lagt er út í stefnumótunarvinnu, til að mynda með notkun gátlista.
Ábyrgð á framkvæmd:     Forsætisráðuneyti og Jafnréttisstofa.
Tímaáætlun:    Gátlistann skal gefa út fyrir endurskoðun þessarar framkvæmdaáætlunar.

C. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
9.                 Mansal.
Meginhugmynd:    Ráðuneytið mun áfram leggja áherslu á aðgerðir til að koma í veg fyrir verslun með fólk sem beinist einkum að konum og börnum. Ráðuneytið mun í þessu skyni framkvæma, stuðla að eða taka þátt í eftirfarandi:
                   –    Ráðstefna um mansal og aðgerðir gegn því.
                –     Alþjóðlegt samstarf um aðgerðir gegn mansali.
                   –     Fullgilding Palermó-samningsins, samnings Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn verslun með fólk, einkum konur og börn.
                   –     Aðgerðaáætlun til að koma í veg fyrir mansal.
Markmið:     Að koma í veg fyrir verslun með fólk, einkum konur og börn.
Ábyrgð á framkvæmd:     Dómsmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Tímaáætlun:     2004–2006.
Áætlaður kostnaður:     250.000 kr.
Annað:        Dómsmálaráðuneytið tók þátt í ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið stóð fyrir 19. mars 2004. Kostnaður er áætlaður 100.000 kr. Fyrirhugað er að stofna starfshóp til undirbúnings áætlun um aðgerðir gegn verslun með fólk. Kostnaður er áætlaður 150.000 kr.

10.                 Vernd vitna og þolenda afbrota.
Meginhugmynd:    Ráðuneytið mun áfram vinna að vitnavernd og bættri réttarstöðu þolenda afbrota. Hluti af því starfi snýr að vernd kvenna sem verða fyrir ofbeldi eða hótunum frá maka eða fyrrverandi maka. Ráðuneytið mun í þessu skyni framkvæma, stuðla að eða taka þátt í eftirfarandi:
                   –    Norrænt samstarfi um vitnavernd.
                   –    Nefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum.
Markmið:     Að styrkja vitnavernd og bæta réttarstöðu þolenda afbrota, einkum kvenna og barna.
Ábyrgð á framkvæmd:     Dómsmálaráðuneytið.
Aðrir þátttakendur:     Félagsmálaráðuneytið.
Tímaáætlun:     2004–2008.

11.                 Aðbúnaður kvenna innan lögreglunnar.
Meginhugmynd:    Frá árinu 1996 hefur markvisst verið unnið að því að fjölga konum innan lögreglunnar. Þá hefur einnig verið unnið að því að hvetja konur jafnt sem karla til að sækja um lausar yfirmannastöður innan lögreglunnar. Huga þarf betur að stöðu kvenna innan lögreglunnar, þ.e. hvort nægilega vel sé að þeim búið, svo sem varðandi aðstöðu og ytri umbúnað. Til að ná þessu markmiði verður efnt til fundar með fulltrúum lögreglukvenna og yfirstjórn lögreglunnar.
Markmið:     Að huga að aðbúnaði kvenna innan lögreglunnar og gera úrbætur ef þurfa þykir.
Ábyrgð á framkvæmd:     Dómsmálaráðuneytið.
Aðrir þátttakendur:     Ríkislögreglustjóri.
Tímaáætlun:     Apríl 2004 til desember 2006.
Áætlaður kostnaður:     Óráðinn.

D. Félagsmálaráðuneyti.
12.                 Jafnréttisumsagnir stjórnarfrumvarpa.
Meginhugmynd:    Samstarfshópur þriggja ráðuneyta mun kynna sér starf sambærilegra nefnda á Norðurlöndunum. Í framhaldi af því verður unnið að tilraunaverkefni þar sem gefnar verða jafnréttisumsagnir um nokkur stjórnarfrumvörp frá þremur ráðuneytum.
Markmið:    Markmiðið er að koma á reglubundnu mati á stjórnarfrumvörpum með tilliti til jafnréttis kynjanna. Til þess verði notaður gátlisti sem hópurinn mun búa til.
Ábyrgð á framkvæmd:     Félagsmálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og fjármálaráðuneyti.
Tímaáætlun:     Samstarfshópurinn tók til starfa árið 2003 og mun ljúka störfum í lok árs 2005.
Áætlaður kostnaður:     Enginn kostnaður áætlaður vegna verkefnisins.
Annað:        Verkefninu er framhaldið frá síðustu framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.

13.                 Nefndir og ráð í sveitarfélögum.
Meginhugmynd:    Skoðað verður hlutfall kynjanna í sveitarstjórnum og byggðaráðum og öðrum nefndum og ráðum sveitarfélaga. Þá verði einnig kannað hvernig hlutfall kynjanna skiptist í nefndum miðað við eðli nefndanna.
Markmið:    Komast að því hvernig skipting kynjanna liggur í nefndum sveitarfélaga. Ef skiptingin er meiri en 60% : 40% þá verði leitað leiða til að jafna hlut kynjanna í nefndum sveitarfélaganna.
Ábyrgð á framkvæmd:     Félagsmálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Samband íslenskra sveitarfélaga.
Tímaáætlun:     Verkefni unnið á síðari hluta ársins 2005.

     14.               Fæðingarorlof og atvinnulíf.
Meginhugmynd:    Kanna hvert viðhorf foreldra sé til töku fæðingarorlofs, hvaða forsendur liggi til grundvallar töku fæðingarorlofs hjá konum og körlum. Hvernig bregst vinnumarkaðurinn við þegar foreldrar hyggjast taka fæðingarorlof. Skipuð verði nefnd fjögurra fulltrúa sem ljúki störfum með skilum á skýrslu til félagsmálaráðherra ásamt áliti.
Markmið:    Fá raunhæfa niðurstöðu um það hvort og þá hvernig lögin um fæðingar- og foreldraorlof hafi haft áhrif við að auðvelda foreldrum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
Ábyrgð á framkvæmd:     Félagsmálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Jafnréttisráð.
Tímaáætlun:     Verkefninu verður lokið í lok ársins 2005.
Áætlaður kostnaður:     Miðað við hálfs árs vinnu er kostnaður við verkefnið um 3 millj. kr.

15.                 Jafnrétti í vinnumiðlun.
Meginhugmynd:    Kannað verði hvort úrræði svæðisvinnumiðlana nýtist körlum og konum jafn vel. Jafnframt verði kannað hvort um kynbundna vinnumiðlun og ráðgjöf sé að ræða og ef svo er leitað leiða til að brjóta niður það kynbundna val.
Markmið:    Að koma í veg fyrir kynbundnar hindranir í vinnumiðlun og stuðla að því að konum og körlum bjóðist í jöfnum mæli störf á svæðisvinnumiðlunum.
Ábyrgð á framkvæmd:     Félagsmálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Vinnumálastofnun.
Tímaáætlun:     2005–2006.
Annað:        Gerð verður úttekt og ef til vill sett á fót reynsluverkefni inni á einstökum vinnumiðlununum.

16.                 Karlar til ábyrgðar.
Meginhugmynd:    Framhald verkefnis frá eldri framkvæmdaáætlun. Mikilvægt er að þróaðar verði aðferðir til að aðstoða karla sem vilja hætta að beita konur ofbeldi.
Markmið:     Að boðið verði upp á meðferð fyrir karla sem beita konur ofbeldi.
Ábyrgð á framkvæmd:     Félagsmálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:    Jafnréttisstofa og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, sem og frjáls félagasamtök.
Tímaáætlun:     Verkefni til þriggja ára, þ.e. til loka ársins 2007.

17.                 Kynbundinn launamunur.
Meginhugmynd:    Að meta hugsanlegar aðferðir og leiðir til að koma í veg fyrir kynbundinn launamun. Nefnd verður skipuð sem metur aðferðir til að mæla kynbundinn launamun og lýkur störfum hennar með skýrslu til félagsmálaráðherra.
Markmið:     Finna þá aðferð sem er líklegust til að koma í veg fyrir kynbundinn launamun.
Ábyrgð á framkvæmd:     Félagsmálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Hagstofa Íslands, Reykjavíkurborg og fjármálaráðuneyti.
Tímaáætlun:     2004–2007.
Áætlaður kostnaður:     1 millj. kr.

18.                 Launamyndun og kynbundinn launamunur
Meginhugmynd:    Endurtaka könnun sem gerð var árið 1995 um þætti sem hafa áhrif á laun og starfsframa kvenna og karla. Kanna meðal annars hvort einhverju munar eftir tíu ár með tilliti til nýrra fæðingar- og foreldraorlofslaga.
Markmið:     Kanna hvort sömu þættir hafi áhrif á laun og starfsframa hjá konum og körlum.
Ábyrgð á framkvæmd:     Félagsmálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Jafnréttisráð og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Tímaáætlun:     2004–2006.
Áætlaður kostnaður:     3 millj. kr.
Annað:         Sjá útgefið rit um efnið frá 1995.

E. Fjármálaráðuneyti.
19.                 Úttekt á áhrifum launakerfis ríkisins á launamun karla og kvenna.
Meginhugmynd:    Af hálfu fjármálaráðuneytis hefur að undanförnu verið unnið markvisst að því að launagögn í nýjum fjárhags- og mannauðskerfum sem ríkið er að innleiða standist þær kröfur sem gera verður til þess að unnt sé að meta kynbundinn launamun. Hefur sú vinna legið niðri um nokkurt skeið þar sem undirbúningur og innleiðing kerfanna hefur tekið lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir. Áætlað er að ljúka frágangi launagagna á framangreindum forsendum á árinu 2004 svo hægt sé að framkvæma úttekt á árinu 2005. Í kjölfarið er lagt til að fylgst verði reglulega með þróun kynbundins launamunar.
Markmið:    Að hægt sé að meta kynbundinn launamun með launagögnum úr upplýsingakerfum ríkisins og að gerð verði úttekt á áhrifum launakerfis ríkisins á launamun karla og kvenna.
Ábyrgð á framkvæmd:     Fjármálaráðuneyti.
Tímaáætlun:     Árslok 2005.

20.                 Úttekt á almannatryggingakerfinu.
Meginhugmynd:    Sem liður í norrænu verkefni um samþættingu jafnréttis- og fjárlagagerðar sem fjármálaráðuneytið er aðili að er ætlunin að gera úttekt á því hvernig fjármunum og öðrum úrræðum á sviði almannatryggingakerfisins er skipt með tilliti til kynjanna. Hugmyndin er að skoða hvernig fjárveitingar einstakra bótaflokka skiptast milli kynjanna, en einnig að skoða hvort þættir í bótakerfinu sjálfu, eða rétturinn til greiðslu bóta sé hliðhollur öðru kyninu fremur en hinu.
Markmið:     Að kanna hvort kynin hafi sama aðgang að úrræðum í almannatryggingakerfinu.
Ábyrgð á framkvæmd:     Fjármálaráðuneytið.
Aðrir þátttakendur:     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Jafnréttisstofa.

F. Hagstofa Íslands.
21.                    Konur og karlar í atvinnurekstri.
Meginhugmynd:    Unnið verður að þróun aðferða við að meta þátttöku kvenna og karla í atvinnurekstri á grundvelli fyrirtækjaskrár til hagskýrslugerðar sem er í undirbúningi hjá Hagstofu Íslands, auk annarra gagnasafna sem Hagstofan hefur aðgang að.
Markmið:    Í framtíðinni verði hægt að gera reglubundnar mælingar sem veita margþættar upplýsingar um hlut kvenna og karla í atvinnurekstri.
Ábyrgð á framkvæmd:     Hagstofan.
Tímaáætlun:     2005–2007.

G. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
22.                 Verkefnisstjórn um heilsufar kvenna.
Meginhugmynd:    Verkefnisstjórn um heilsufar kvenna starfi áfram á vegum ráðuneytisins. Verkefnisstjórnin forgangsraðar verkefnum og gerir tillögur um aðgerðir til að ná markmiðum hennar.
Markmið:    Að þjónusta heilbrigðiskerfisins taki í auknum mæli mið af ólíkum og mismunandi aðstæðum kynjanna.
Ábyrgð á framkvæmd:     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Tímaáætlun:     2004–2006.
Áætlaður kostnaður:     350.000 kr. á ári.

23.                 Heilsufarskönnun.
Meginhugmynd:    Ráðist verði í gerð heilsufarskannana til að afla á staðlaðan og reglubundinn hátt upplýsinga um lífshætti, líðan og heilsufar og greina ólíkar þarfir kynjanna fyrir heilbrigðisþjónustu. Kannanirnar verði hluti af Eurohis-könnun (evrópsku heilsufarskönnuninni) sem gerir mögulegan samanburð við aðrar Evrópuþjóðir.
Markmið:    Að ná fram þeim langtímamarkmiðum í heilbrigðismálum sem fram koma í heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Auk þess er markmiðið að framfylgja stefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um heilbrigði fyrir alla.
Ábyrgð á framkvæmd:     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð.
Tímaáætlun:     2004 og 2005.
Áætlaður kostnaður:     15–20 millj. kr.
Annað:         Verkefninu er haldið áfram frá fyrri framkvæmdaáætlun.

24.                 Notkun kynjanna á heilsugæsluþjónustu.
Meginhugmynd:    Safnað verði upplýsingum um notkun kvenna og karla á heilsugæslunni og hvaða úrlausnir þau fá þar.
Markmið:    Að kanna hvort konur og karlar sækist eftir og fái ólíka þjónustu í heilsugæslunni og hvort úrlausnir séu háðar því hvort kynið á í hlut.
Ábyrgð á framkvæmd:     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Landlæknisembættið.
Tímaáætlun:     2004–2008.
Áætlaður kostnaður:     15 millj. kr. á ári.

25.                 Mat á árangri og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.
Meginhugmynd:    Lagt verði mat á gæði og árangur heilbrigðisþjónustunnar á reglubundinn hátt og þörf fyrir breytingar á áherslum metin.
Markmið:    Að meta þörf fyrir breytingar á áherslum í heilbrigðisþjónustu. Þrjú svið eru einkum nefnd vegna heilsu kvenna, forvarnir og meðferðarúrræði, reykingar, áfengis- og vímuefnameðferð kvenna og skimun vegna brjóstakrabbameins.
Ábyrgð á framkvæmd:     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð.
Tímaáætlun:     2004–2008.
Áætlaður kostnaður:     35 millj. kr.

26.                 Feðrafræðsla fyrir verðandi feður.
Meginhugmynd:    Áfram verði unnið að því að koma á sérstakri feðrafræðslu sem hluta af þeim undirbúningi sem verðandi foreldrum er boðið upp á. Jafnframt verði áframhaldandi átak til að tryggja að starfsfólk heilbrigðistofnana sé meðvitað um mikilvægi þess að feður séu virkir þátttakendur við meðgöngu, fæðingu og umönnun barna.
Markmið:     Aukinn þáttur feðra í meðgöngu, fæðingu og umönnun barna.
Ábyrgð á framkvæmd:     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Heilsugæslustöðvar og sjúkrahús.
Tímaáætlun:     2004–2008.
Áætlaður kostnaður:     Af rekstarkostnaði stofnana hverju sinni.

27.                 Áhættuhegðun karla.
Meginhugmynd:    Karlar og drengir eru mun fleiri en konur meðal þeirra sem slasast, svipta sig lífi og misnota fíkniefni. Hér er um að ræða mikið heilbrigðisvandamál og mikilvægt að leita orsaka þess. Ráðuneytið mun í samstarfi við landlæknisembættið halda áfram að kanna þátt karlmennskuímyndar í þeirri hegðun karla sem veldur slysum, sjálfsvígum og fíkniefnamisnotkun.
Markmið:    Að draga úr sjálfsvígum, slysum og misnotkun fíkniefna. Koma í veg fyrir vangreint þunglyndis- og sjálfsvígsatferli.
Ábyrgð á framkvæmd:     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð.

28.                 Sérstök herferð í forvörnum gegn fíkniefna- og tóbaksneyslu.
Meginhugmynd:    Í herferðum sem varða varnir gegn fíkniefna- og tóbaksneyslu verði unnið eftir þeim sjónarmiðum að forsendur neyslu hjá konum og stúlkum annars vegar og körlum og piltum hins vegar kunni að vera mismunandi. Gerðar verði tilraunir í þá veru að beina áróðri og fræðslu sérstaklega að ungum stúlkum.
Markmið:     Koma í veg fyrir aukna áfengis- og tóbaksneyslu stúlkna.
Ábyrgð á framkvæmd:     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Lýðheilsustöð.
Tímaáætlun:     2004–2008.
Áætlaður kostnaður:     Af tekjum forvarnasjóðs og tóbaksvarnaráðs.

29.                 Jafnrétti og lýðheilsa.
Meginhugmynd:    Að Lýðheilsustöð verði efld á sviði jafnréttismála sem snerta lýðheilsu. Lýðheilsustöð geti þannig sinnt forvörnum á sviði jafnréttismála með það að markmiði að koma í veg fyrir kynbundinn heilsufarsvanda meðal þjóðarinnar til dæmis með kynjamiðuðu áróðurs- og fræðslustarfi. Þá gæti Lýðheilsustöð framkvæmt rannsóknir á sviði jafnréttis og heilsufars til að ná fram skýrari mynd af því í hverju kynbundinn heilsufarsmunur liggur.
Markmið:    Að vinna gegn kynbundinni mismunun sem aftur veldur kynbundnum heilsufarsvanda meðal þjóðarinnar.
Ábyrgð á framkvæmd:     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Lýðheilsustöð.
Tímaáætlun:     2004–2008.
Áætlaður kostnaður:     1,3 millj. kr. á ári.

H. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
30.                 Konur og stjórnun fyrirtækja.
Meginhugmynd:    Konur hasla sér völl í atvinnulífinu í síauknum mæli. Meiri hluti nýrra háskólamenntaðra sérfræðinga eru konur. Konur eru hins vegar, enn sem komið er, í miklum minni hluta í yfirstjórnum íslenskra fyrirtækja. Þrátt fyrir að margt bendi til að það muni breytast með aukinni þátttöku vel menntaðra kvenna í atvinnulífinu eru samt sem áður hindranir í vegi því að konur veljist til forustu í stórum fyrirtækjum. Í dag er engin kona forstjóri í skráðu fyrirtæki í Kauphöll Íslands og konur eru einungis 5% stjórnarmanna. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti hyggst stuðla að umræðu um þessi mál og hvetja til breytinga. Nefnd verður skipuð sem skila á af sér fyrir árslok 2004. Verkefni nefndarinnar er að móta tillögur um það hvernig fjölga megi konum í forustu íslenskra fyrirtækja og hvort ástæða sé til að beita stjórnvaldsaðgerðum í því skyni. Nefndin skal meðal annars kanna hvort önnur lönd hafi gripið til ráðstafana í þessu skyni og bera saman stöðu kvenna í atvinnulífinu hér á landi og í nágrannaríkjunum. Framhald þessa verkefnis ræðst af þeim tillögum sem koma frá fyrrgreindri nefnd í árslok 2004.
Markmið:    Að stuðla að fjölgun kvenna í forustu íslenskra fyrirtækja. Hvatt verður til breytinga með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Skoðuð verður upphafsstaða og árangur mældur.
Ábyrgð á framkvæmd:     Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:    Stefnt að þátttöku ýmissa aðila, svo sem Samtaka atvinnulífsins, Hagstofunnar, Félags kvenna í atvinnurekstri o.fl.
Tímaáætlun:     Fyrri áfangi 2004. Seinni áfangi 2005–2006.
Áætlaður kostnaður:    Gert ráð fyrir að í fyrsta áfanga komi til kostnaður við nefndarstarf, aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga o.fl., samtals 1,5 millj. kr.

31.                 Konur í atvinnurekstri.
Meginhugmynd:    Verkefnið lýtur að hvatningu til kvenna til að hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd og stuðningi við konur í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Verkefnin eru nokkur, sum þeirra eru viðvarandi og byggð á góðri reynslu.
                   –      Þjónusta við konur í atvinnurekstri hjá Impru. Lögð er sérstök áhersla á að veita konum ráðgjöf sem eru að vinna að ákveðinni viðskiptahugmynd og hyggjast fara út í eigin rekstur.
                   –      Brautargengi. Brautargengi eru námskeið á vegum Iðntæknistofnunar og eru þau ætluð konum sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd. Þar eru kennd grundvallaratriði við stofnun og rekstur fyrirtækja.
                   –      Félag kvenna í atvinnurekstri. Félagið var stofnað árið 1999 og er meginmarkmið félagsins að gera konur í atvinnurekstri sýnilegri og um leið að mynda tengslanet fyrir þær.
                   –      Lánatryggingarsjóður kvenna. Sjóðurinn er samstarfsverkefni félagsmálaráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Sjóðurinn er í samstarfi við Landsbanka Íslands og saman veita þeir tryggingar fyrir lánum.
                   –      Atvinnurekstur kvenna á landsbyggðinni. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti mun fela Byggðastofnun að skoða stöðu kvenna í atvinnurekstri á landsbyggðinni.
Markmið:    Að hvetja konur til að hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd og styðja konur í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Ábyrgð á framkvæmd:     Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Iðntæknistofnun og Byggðastofnun.
Aðrir þátttakendur:     Félagsmálaráðuneytið og Félag kvenna í atvinnurekstri.
Tímaáætlun:     2004–2008.
Áætlaður kostnaður:     Hluti af rekstrarkostnaði Iðntæknistofnunar og Byggðastofnunar.

J. Menntamálaráðuneyti.
32.                 Konur í vísindum.
Meginhugmynd:    Menntamálaráðuneytið mun leita eftir samstarfi við aðra aðila um skipan starfshóps (tölfræði- og greiningarhóps) til að afla tölfræðilegra upplýsinga um þátt kvenna í rannsóknum. Ráðuneytið gaf út skýrslu í mars 2002 þar sem teknar voru saman tölfræðilegar upplýsingar um stöðu kvenna í vísindum á Íslandi með áherslu á konur starfandi hjá hinu opinbera. Áformað er að fylgja þeirri skýrslu eftir en bæta við og bera saman upplýsingar um stöðu kvenna í rannsóknum hjá fyrirtækjum. Í kjölfarið yrði rætt með hvaða hætti æskilegt væri að auka umræðu og tryggja virka þátttöku kvenna í vísindastarfi í samræmi við vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs frá desember 2003.
Markmið:     Að tryggja virka þátttöku kvenna í vísindum.
Ábyrgð á framkvæmd:     Menntamálaráðuneytið.
Aðrir þátttakendur:     Til dæmis iðnaðarráðuneytið, Rannís, Hagstofa Íslands og Impra.
Tímaáætlun:     Unnið verði að verkefninu á tímabilinu.
Áætlaður kostnaður:     Nefndarlaun nefndarmanna.

33.                 Fræðsla um jafnréttismál í kennaranámi.
Meginhugmynd:    Menntamálaráðuneytið mun kalla eftir upplýsingum frá háskólum sem mennta kennara um hvernig stuðlað er að kennslu í jafnrétti.
Markmið:    Að kanna hvort þeir einstaklingar sem búa sig undir kennslu og uppeldisstarf fái fræðslu í jafnréttismálum eins og kveðið er á um í 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000.
Ábyrgð á framkvæmd:     Menntamálaráðuneyti.
Tímaáætlun:     Skólaárið 2004–2005.

34.                 Jafnréttiskennsla í skólum.
Meginhugmynd:    Menntamálaráðuneytið mun áfram leggja áherslu á að skólar vinni ötullega að því að fræða nemendur um jafnrétti kynjanna. Í aðalnámskrá framhaldsskóla frá janúar 2004 er lögð rík áhersla á jafnréttismál. Þar segir á blaðsíðu 5: „Skólum ber að gæta jafnréttis nemenda til náms og bjóða þeim nám og kennslu við hæfi. Mikilvægt er að bæði piltum og stúlkum séu kynnt störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf. Skólum ber einnig að gefa nemendum tækifæri til að spreyta sig á viðfangsefnum að eigin vali. Þau þurfa að höfða jafnt til pilta og stúlkna án tillits til uppruna, í dreifbýli eða þéttbýli, fatlaðra sem ófatlaðra.“
Markmið:    Að tryggja jafnan rétt drengja og stúlkna við námsval. Vinna gegn því að nemendur festist í farvegi hefðbundinna verkaskiptingar kynjanna eins og kveðið er á um í 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000.
Ábyrgð á framkvæmd:     Menntamálaráðuneyti.

35.                 Styrkir til jafnréttisfræðslu úr Þróunarsjóðum leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Meginhugmynd:    Við úthlutun styrkja úr Þróunarsjóðum leik-, grunn- og framhaldsskóla mun ráðuneytið auglýsa einu sinni á tímabilinu sérstaklega eftir verkefnum á sviði jafnréttisfræðslu og aðgerðum til að jafna stöðu drengja og stúlkna í skólum.
Markmið:    Með þróunarverkefnum er leik-, grunn- og framhaldsskólum gert kleift að efla tilraunir og nýbreytni í skipulagi náms, kennsluháttum, kennslu, námsgögnum, námsmati og mati á skólastarfi. Markmiðið er að hvetja stofnanir til að nýta sér styrkina til að sinna jafnréttismálum.
Ábyrgð á framkvæmd:     Menntamálaráðuneyti.
Tímaáætlun:     Einu sinni á gildistíma framkvæmdaáætlunarinnar.

36.                 Jafnrétti kynjanna innan íþróttahreyfingarinnar.
Meginhugmynd:    Menntamálaráðuneytið mun kalla eftir upplýsingum frá heildarsamtökum íþróttahreyfingarinnar og félagsmiðstöðva um hvort kynjajafnréttis sé gætt í íþrótta- og tómstundastarfi. Einnig verði skoðað hvernig fjölmiðlar fjalla um íþróttir karla annars vegar og íþróttir kvenna hins vegar.
Markmið:    Að 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000, sé framfylgt og leitað leiða til úrbóta ef þurfa þykir. Að koma með ábendingar um leiðir til úrbóta hvað varðar íþróttaumfjöllun kynjanna í fjölmiðlum þar sem könnun frá árinu 2001 sýnir að hlutur kvenna í íþróttaþáttum var einungis 7,7%.
Ábyrgð á framkvæmd:     Menntamálaráðuneyti.

37.                 Konur og fjölmiðlar.
Meginhugmynd:    Að gera könnun um þátttöku kvenna í fjölmiðlum og bera saman við niðurstöður nefndar um konur og fjölmiðla sem út kom í skýrslu í febrúar árið 2001. Í framhaldi verði unnið með tillögur nefndarinnar um úrbætur til að fjölga konum í fjölmiðlum ef þurfa þykir.
Markmið:     Að auka hlut kvenna í fjölmiðlum.
Ábyrgð á framkvæmd:     Menntamálaráðuneyti.
Tímaáætlun:     Könnun verði gerð á árinu 2005 og unnið með tillögur í framhaldi af því.
Áætlaður kostnaður:     Fer eftir stærð og umfangi könnunarinnar.

L. Sjávarútvegsráðuneyti.
38.                 Úttekt á störfum kvenna í stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi.
Meginhugmynd:    Skipuð verði nefnd í byrjun ársins 2005 til að gera úttekt á störfum kvenna í stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. Tilgangurinn er að kanna við hvers konar störf konur eru í stórum sjávarútvegsfyrirtækjum, en ekki hefur borið mikið á þeim í forustu í greininni.
Markmið:    Að komast að því hvað veldur lítilli þátttöku kvenna í forustu í sjávarútvegi og skoða hvernig hægt sé að laða þær til þátttöku.
Ábyrgð á framkvæmd:     Sjávarútvegsráðuneytið.
Tímaáætlun:     Nefnd skipuð í byrjun ársins 2005.
Áætlaður kostnaður:     300.000–400.000 kr.

39.                 Úttekt á störfum kvenna í minni sjávarútvegsfyrirtækjum (fjölskyldufyrirtækjum) á Íslandi.
Meginhugmynd:    Að kanna við hvers konar störf konur eru í minni sjávarútvegsfyrirtækjum og fjölskyldufyrirtækjum í sjávarútvegi á Íslandi og hvort munur sé á eðli starfa þeirra þar og í hinum stærri fyrirtækjum. Þannig mundu niðurstöður könnunarinnar gagnast greininni vel til að laða konur til frekari þátttöku.
Markmið:    Að afla gagna til að bera saman eðli starfa kvenna í minni og stærri fyrirtækjum á sviði sjávarútvegs á Íslandi.
Ábyrgð á framkvæmd:     Sjávarútvegsráðuneyti.
Tímaáætlun:    Nefnd verði skipuð síðari hluta árs 2005 og skili tillögum til ráðherra fyrri hluta árs 2006.
Áætlaður kostnaður:     Áætlaður milli 600.000 og 900.000 kr.

N. Utanríkisráðuneyti.
40.                 Gerð tillagna til ráðherra um sérstaka vinnu- og aðgerðaáætlun um samþættingu kynjasjónarmiða í alþjóðastarfi.
Meginhugmynd:    Að leggja fram tillögur um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í alþjóðlegu samstarfi.
Markmið:    Að fram komi hvernig utanríkisráðherra fyrir hönd íslenskra stjórnvalda geti, betur en nú er, unnið að framgangi réttindamála kvenna og barna samkvæmt alþjóðasamþykktum sem Ísland er aðili að.
Ábyrgð á framkvæmd:     Utanríkisráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     Félagsmálaráðuneyti.
Tímaáætlun:     2004.
Annað:         Ráðuneytið hefur nú þegar skipað samráðsnefnd utanríkisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis um gerð slíkra tillagna.

41.                 Jafnréttisstarf fulltrúa á vegum UNIFEM í löndum þar sem alþjóðlegt uppbyggingarstarf á sér stað.
Meginhugmynd:    Utanríkisráðuneytið greiðir kostnað við starf eins fulltrúa. Um skeið hefur ráðuneytið kostað einn fulltrúa frá UNIFEM til að sinna jafnréttisstarfi í Kosovo. Starfið hefur falist í því að veita lagalega aðstoð í kynjavæðingu löggjafar. Einnig að veita aðstoð við myndun félagasamtaka sem hafa það markmið að vinna að faglegum álitsgerðum á löggjöf og framkvæmd löggjafar. Þá hefur og verið lögð rík áhersla á þjálfun og fræðslu í jafnréttismálum í Kosovo, til dæmis fyrir sveitarstjórnir.
Markmið:     Að koma jafnréttissjónarmiðum inn í stjórnkerfi viðkomandi ríkja.
Ábyrgð á framkvæmd:     Utanríkisráðuneyti.
Aðrir þátttakendur:     UNIFEM.
Tímaáætlun:    Utanríkisráðuneytið standi straum af kostnaði eins fulltrúa á vegum UNIFEM eins og verið hefur, a.m.k. út þann tíma sem framkvæmdaáætlunin tekur til, þ.e. áranna 2004–2008.“