Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 335. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1566  —  335. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um úttekt á skipulagi sjóbjörgunarmála.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Í tillögunni er lagt til að gerð verði úttekt á skipulagi sjóbjörgunarmála og í greinargerð er sérstaklega bent á þörf fyrir akfæra vegarslóða að þeim stöðum á strönd Íslands sem teljast mjög varasamir. Mikilvægi þess að haft sé vakandi auga fyrir leiðum til að efla öryggi sjómanna er ótvírætt. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera úttekt á skipulagi sjóbjörgunarmála með það að markmiði að auðvelda og hraða björgunaraðgerðum þegar slys verða við erfiðar aðstæður.

    Þuríður Backman sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hún samþykk áliti þessu.
    Kristinn H. Gunnarsson og Birkir J. Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 29. apríl 2004.Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Einar Már Sigurðarson.Ásta R. Jóhannesdóttir.


Jóhann Ársælsson.


Guðjón A. Kristjánsson.