Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 884. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Nr. 23/130.

Þskj. 1730  —  884. mál.


Þingsályktun

um aðild að samningi um veitingu evrópskra einkaleyfa, gerð um endurskoðun samningsins og samningi um beitingu 65. gr. samningsins.


    Alþingi ályktar að heimila að Ísland gerist aðili að samningi um veitingu evrópskra einkaleyfa (evrópska einkaleyfasamningnum) sem gerður var í München 5. október 1973, gerð um endurskoðun samningsins um veitingu evrópskra einkaleyfa (evrópska einkaleyfasamningsins) sem gerð var í München 29. nóvember 2000 og samningi um beitingu 65. gr. samningsins um veitingu evrópskra einkaleyfa sem gerður var í Lundúnum 17. október 2000.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 2004.