Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 277. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Nr. 25/130.

Þskj. 1824  —  277. mál.


Þingsályktun

um stofnun sædýrasafns.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna kosti og hagkvæmni þess, með tilliti til ferðaþjónustu og almannafræðslu um lífríki hafsins, að byggt verði upp veglegt sædýrasafn sem yrði í senn lifandi fiskasafn og fróðleiksnáma um lífríki Norður-Atlantshafsins, rannsóknir og vísindi, verndun og nýtingu fiskstofnanna og umgengni um hafið.
    Ríkisstjórnin skili skýrslu til Alþingis um kosti og galla slíks safns ásamt kostnaðarútreikningi og tillögu að mögulegri fjármögnun, rekstrarformi, eignarhaldi og staðsetningu fyrir 1. mars 2005.

Samþykkt á Alþingi 27. maí 2004.