Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 477. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Nr. 28/130.

Þskj. 1842  —  477. mál.


Þingsályktun

um náttúruverndaráætlun 2004–2008.


    Alþingi ályktar, með vísan til 65. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999, að á næstu fimm árum skuli unnið að friðlýsingu fjórtán svæða á landinu til að stuðla að traustari vernd íslenskrar náttúru og framkvæmd alþjóðlegra samninga um náttúruvernd hér á landi. Jafnframt verði á tímabilinu unnið áfram að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.
    Náttúruverndaráætlunin taki til eftirfarandi svæða:

I. Fuglasvæði.
    Búsvæði fugla á eftirtöldum svæðum:
     a.      Álftanes – Akrar – Löngufjörur,
     b.      Álftanes – Skerjafjörður,
     c.      Austara-Eylendið,
     d.      Guðlaugstungur – Ásgeirstungur (Álfgeirstungur),
     e.      Látrabjarg – Rauðasandur,
     f.      Vestmannaeyjar,
     g.      Öxarfjörður.

II. Stækkun þjóðgarða.
     a.      Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum verði stækkaður um allt að 78 km² þannig að hann myndi samfellda heild um gljúfrin. Stækkunin nái einkum til lands austan við núverandi þjóðgarðsmörk þannig að Meiðavallaskógur, nærliggjandi svæði við norðvesturmörk hans og landræma sunnan núverandi marka verði innan þjóðgarðs.
     b.      Þjóðgarðurinn í Skaftafelli verði stækkaður um nálægt 730 km² svo að hann nái yfir allan Skeiðarársand til sjávar.

III. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.
    Unnið verði áfram að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og verndarsvæða sem munu tengjast honum á grundvelli ályktunar Alþingis frá 10. mars 1999 svo og ákvörðunar ríkisstjórnarinnar frá 26. september 2000.

IV. Plöntusvæði, gróðurfar og jarðfræði.
    Sjaldgæfar plöntutegundir, gróðurfar og jarðfræðiminjar á eftirtöldum svæðum:
     a.      Sjaldgæfar plöntutegundir:
             i.        Látraströnd – Náttfaravíkur,
             ii.    Njarðvík – Loðmundarfjörður.
     b.      Sérstætt gróðurfar: Vatnshornsskógur í Skorradal.
     c.      Jarðfræðiminjar:
             i.        Geysir í Haukadal,
             ii.    Reykjanes – Eldvörp – Hafnaberg.Fylgiskjal.


Lýsing á svæðum í náttúruverndaráætlun 2004–2008.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Samþykkt á Alþingi 28. maí 2004.