Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1860, 130. löggjafarþing 464. mál: umferðarlög (öryggi barna, gjöld, EES-reglur o.fl.).
Lög nr. 84 9. júní 2004.

Lög um breytingu á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Liðurinn Reiðhjól orðast svo:
    1. Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingöngu ætlað til leiks.
    2. Vélknúinn hjólastóll, sem eigi er hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. og verður einungis ekið hraðar með verulegri breytingu.
    3. Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í 15 km á klst. Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem búið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.
  2. Við liðinn Torfærutæki bætist nýr stafliður er orðast svo: Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til vöruflutninga utan vega, er a.m.k. á fjórum hjólum og innan við 550 kg að eigin þyngd án rafgeyma sé það rafknúið.


2. gr.

     6. mgr. 44. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Á eftir 44. gr. laganna kemur ný grein, 44. gr. a, er orðast svo:
     Ráðherra setur reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, þar á meðal um:
  1. notkun ökurita, sem er búnaður ökutækis þar sem skráðar eru og geymdar upplýsingar um aksturs- og hvíldartíma ökumanns, hraða ökutækis og fleira,
  2. skyldu til þess að varðveita í ökurita, á ökuritakorti eða með öðrum hætti upplýsingar um aksturs- og hvíldartíma ökumanns og veita eftirlitsmanni aðgang að þeim upplýsingum þegar þess er óskað,
  3. útgáfu, efni og form ökuritakorts, sem er lykill að rafrænum ökurita og geymir jafnframt rafrænar upplýsingar um aksturs- og hvíldartíma ökumanns,
  4. gjald fyrir ökuritakort.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Þeim er einnig heimilt að skoða upplýsingar sem varðveittar eru í ökurita ökutækis, á ökuritakorti eða með öðrum hætti.
  2. Við bætist ný málsgrein er orðast svo:
  3.      Vegagerðin annast eftirlit með reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Sérstökum eftirlitsmönnum hennar er heimilt að stöðva ökutæki til þess að skoða upplýsingar sem varðveittar eru í ökurita ökutækisins, á ökuritakorti eða með öðrum hætti. Ráðherra setur reglur um hæfi og starfsþjálfun eftirlitsmanna Vegagerðarinnar og setur þeim starfsreglur.


5. gr.

     71. gr. laganna orðast svo:
     Hver sá sem situr í sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar bifreiðin er á ferð.
     Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 150 sm á hæð. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal nota öryggisbelti fyrir barnið.
     Barn sem er lægra en 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið.
     Barn yngra en þriggja ára má ekki vera farþegi í fólks-, sendi- eða vörubifreið nema hún sé með viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði ætluðum börnum, sbr. 2. mgr.
     Eigi er skylt að nota öryggis- eða verndarbúnað þegar ekið er aftur á bak eða við akstur á bifreiðastæði, við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður.
     Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað skv. 1.–4. mgr.
     Ráðherra er heimilt að setja reglur um notkun öryggis- eða verndarbúnaðar og um undanþágu frá skyldu til að nota slíkan búnað, m.a. við sérstakan akstur.

6. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 72. gr. laganna orðast svo: Hver sá sem er á bifhjóli eða torfærutæki sem er á ferð skal nota viðurkenndan hlífðarhjálm ætlaðan til slíkra nota.

7. gr.

     Í stað orðanna „100.000 krónum“ í 1. málsl. 4. mgr. 100. gr. laganna kemur: 300.000 kr.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 102. gr. laganna:
  1. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
  2.      Nú hefur stjórnandi ökutækis brotið gegn 45. gr. og vínandamagn í blóði hans er yfir 2‰ og vínandamagn í lofti fer yfir 1,00 milligramm í lítra lofts og skal hann þá sviptur ökurétti eigi skemur en tvö ár.
  3. 3. mgr., er verður 4. mgr., orðast svo:
  4.      Nú hefur stjórnandi ökutækis áður brotið gegn ákvæðum 45. gr. eða neitað að veita atbeina sinn við rannsókn máls skv. 3. mgr. 47. gr. og hann gerist sekur um eitthvert þessara brota eða bæði brotin varða við ákvæði 2. mgr. 45. gr. og skal svipting ökuréttar þá eigi vara skemur en tvö ár. Ef einungis síðara brotið varðar við 3. mgr. 45. gr. skal svipting ökuréttar eigi vara skemur en þrjú ár.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 106. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. kemur: ríkislögreglustjóri.
  2. Orðin „en áður skal leitað umsagnar viðkomandi lögreglustjóra“ í 2. mgr. falla brott.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Heimilt er að skjóta synjun ríkislögreglustjóra á endurveitingu ökuréttar til ráðherra með kæru. Um málsmeðferðina fer samkvæmt stjórnsýslulögum. Ráðherra getur í reglugerð sett nánari reglur um endurveitingu ökuréttar.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 108. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr stafliður er orðast svo: ákvæðum um að færa ökutæki til skoðunar og á þeim reglum um skoðun ökutækja sem ráðherra setur með stoð í 67. gr.
  2. Í stað orðanna „gjalds þessa“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: gjalds skv. a–f-lið 1. mgr.
  3. Í stað orðsins „gjaldsins“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: gjalds skv. a–f-lið 1. mgr.
  4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Gjald vegna stöðvunarbrota o.fl.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 109. gr. laganna:
  1. Í stað tilvísunarinnar „skv. 1. mgr. 108. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: skv. a–f-lið 1. mgr. 108. gr.
  2. Á eftir 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Gjald vegna vanrækslu á skoðun skv. g-lið 1. mgr. 108. gr. hvílir á eiganda eða umráðamanni ökutækis.
  3. 3.–5. málsl. 1. mgr. verða 2. mgr.
  4. Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 3. mgr. komi: 3. mgr.


12. gr.

     Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun ráðsins 2002/24/EB, IV. viðauka, og til innleiðingar á tilskipun 2003/20/EB.

13. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi að undanskilinni 9. gr. sem öðlast gildi 1. september 2004.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 2004.