Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 873. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Nr. 29/130.

Þskj. 1870  —  873. mál.


Þingsályktun

um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára.


    Alþingi ályktar skv. 9. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000, að samþykkja eftirfarandi áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, fyrir tímabilið frá maímánuði 2004 til maímánaðar 2008.

I. Verkefni ríkisstjórnarinnar.


    Stefnumarkandi áherslusvið í jafnréttismálum fyrir næstu árin verði eftirfarandi:
     1.      Fræðsla um jafnréttismál.
     2.      Jafnrétti á vinnumarkaði.
     3.      Jafnréttisáætlanir ráðuneyta.
     4.      Skilgreining á hlutverki jafnréttisfulltrúa ráðuneyta.
     5.      Eftirfylgni með framkvæmdaáætlun.

II. Verkefni ráðuneytanna.


    A. Verkefni allra ráðuneytanna.
     1.      Jöfnun á kynjahlutfalli í nefndum, ráðum og stjórnum.
     2.      Skilgreining á hlutverki jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna.
     3.      Fræðsla um jafnréttismál fyrir stjórnendur og starfsmenn ráðuneytanna.
     4.      Jafnréttisáætlanir og jafnréttisnefndir ráðuneytanna.
     5.      Skipun tengiliða jafnréttismála í öllum undirstofnunum ráðuneyta.
     6.      Jafnréttissjónarmið tryggð við stöðuveitingar.
     7.      Staða kvenna í ráðuneytunum og undirstofnunum þeirra.
    Auk þessara verkefna taki einstök ráðuneyti þátt í, eða beri ábyrgð á, eftirtöldum verkefnum:
    B. Forsætisráðuneyti.
     8.      Útgáfa jafnréttisgátlista til notkunar við stefnumótunarvinnu.
    C. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
     9.      Mansal.
     10.      Vernd vitna og þolenda afbrota.
     11.      Aðbúnaður kvenna innan lögreglunnar.
     D. Félagsmálaráðuneyti.
     12.      Yfirstjórn samþættingar jafnréttissjónarmiða.
     13.      Jafnréttisumsagnir stjórnarfrumvarpa.
     14.      Nefndir og ráð í sveitarfélögum.
     15.      Áhrif laga um fæðingar- og foreldraorlof á jafnrétti kynjanna.
     16.      Fæðingarorlof og atvinnulíf.
     17.      Jafnrétti í vinnumiðlun.
     18.      Framkvæmdaáætlun um launajafnrétti.
     19.      Karlar til ábyrgðar.
     20.      Starfs- og endurmenntun.
     21.      Kynbundinn launamunur.
     22.      Launamyndun og kynbundinn launamunur.
    Samstarfsaðili í eftirtöldum verkefnum:
  9.    Mansal.
10.    Vernd vitna og þolenda afbrota.
37.     Konur í atvinnurekstri.
50.    Gerð tillagna til ráðherra um sérstaka vinnu- og aðgerðaáætlun um samþættingu kynjasjónarmiða í alþjóðastarfi.
    E. Fjármálaráðuneyti.
     23.      Úttekt á áhrifum launakerfis ríkisins á launamun kvenna og karla.
     24.      Úttekt á almannatryggingakerfinu.
    Samstarfsaðili í eftirtöldum verkefnum:
13.     Jafnréttisumsagnir stjórnarfrumvarpa.
21.     Kynbundinn launamunur.
    F. Hagstofa Íslands.
     25.      Konur og karlar í atvinnurekstri.
     G. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
     26.      Verkefnisstjórn um heilsufar kvenna.
     27.      Áhrif klámvæðingar á ungt fólk.
     28.      Heilsufarskönnun.
     29.      Notkun kvenna og karla á heilsugæslunni.
     30.      Mat á árangri og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.
     31.      Feðrafræðsla fyrir verðandi feður.
     32.      Áhættuhegðun karla.
     33.      Sérstök herferð í forvörnum gegn fíkniefna- og tóbaksneyslu.
     34.      Jafnrétti og lýðheilsa.
    Samstarfsaðili í eftirtöldu verkefni:
19.     Karlar til ábyrgðar.
    H. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
     35.      Konur og stjórnun fyrirtækja.
     36.      Stuðningur við konur í atvinnurekstri.
     37.      Konur í atvinnurekstri.
    Samstarfsaðili í eftirtöldu verkefni:
13.     Jafnréttisumsagnir stjórnarfrumvarpa.
     I. Landbúnaðarráðuneyti.
     38.      Lifandi landbúnaður – Gullið heima.
     J. Menntamálaráðuneyti.
     39.      Konur í vísindum.
     40.      Jafnrétti og listir.
     41.      Fræðsla um jafnréttismál í kennaranámi.
     42.      Jafnréttiskennsla í skólum.
     43.      Styrkir til jafnréttisfræðslu úr þróunarsjóðum leik-, grunn- og framhaldsskóla.
     44.      Jafnrétti kynjanna innan íþróttahreyfingarinnar.
     45.      Konur og fjölmiðlar.
     K. Samgönguráðuneyti.
     46.      Störf kvenna á skipum.
     L. Sjávarútvegsráðuneyti.
     47.      Úttekt á störfum kvenna í stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi.
     48.      Úttekt á störfum kvenna í minni sjávarútvegsfyrirtækjum (fjölskyldufyrirtækjum) á Íslandi.
     M. Umhverfisráðuneyti.
     49.      Konur og Staðardagskrá 21.
     N. Utanríkisráðuneyti.
     50.      Gerð tillagna til ráðherra um sérstaka vinnu- og aðgerðaáætlun um samþættingu kynjasjónarmiða í alþjóðastarfi.
     51.      Jafnréttisstarf fulltrúa á vegum UNIFEM í löndum þar sem alþjóðlegt uppbyggingarstarf á sér stað.
    Samstarfsaðili í eftirtöldu verkefni:
  9.    Mansal.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 2004.