Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 604. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1131  —  604. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2004, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES- samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ernu S. Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Ingolf J. Petersen, Hólmfríði Einarsdóttur og Einar Magnússon frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 99/2004 frá 9. júlí 2004, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/98/EB frá 27. janúar 2003 um setningu gæða- og öryggisstaðla fyrir söfnun, prófun, vinnslu, geymslu og dreifingu blóðs og blóðhluta úr mönnum og um breytingu á tilskipun 2001/83/EB.
    Meginmarkmið tilskipunarinnar er að tryggja gæði og öryggi blóðs og blóðhluta án tillits til ætlaðrar notkunar og koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma við blóðgjöf. Tilskipuninni er þannig ætlað að marka ramma um blóðbankastarfsemi og innleiðing hennar krefst lagabreytinga hér á landi. Heilbrigðisráðherra hefur þegar lagt fram lagafrumvarp til að innleiða efni hennar (þskj. 981, 649. mál) en breyta þarf lyfjalögum og lögum um heilbrigðisþjónustu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 6. apríl 2005.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Siv Friðleifsdóttir.


Drífa Hjartardóttir.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.


Sigurður Kári Kristjánsson.



Jónína Bjartmarz.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.