Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 705. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1322  —  705. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um fullgildingu viðbótarsamnings nr. 14 við sáttmálann um verndun mannréttinda og mannfrelsis, um breytingu á eftirlitskerfi sáttmálans.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas H. Heiðar frá utanríkisráðuneyti og Rögnu Árnadóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að fullgilda viðbótarsamning nr. 14 við sáttmálann um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 (mannréttindasáttmála Evrópu), um breytingu á eftirlitskerfi sáttmálans, sem gerður var í Strassborg 13. maí 2004.
    Meginmarkmiðið með viðbótarsamningnum er að auka skilvirkni Mannréttindadómstóls Evrópu svo að markmiðum sáttmálans um vernd mannréttinda í Evrópu verði náð. Kærumálum hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár, aðallega vegna fjölgunar aðildarríkja, en þau eru nú orðin 45 talsins með rúmlega 800 milljónir íbúa. Með breytingunum er m.a. stefnt að því að gera dómstólnum betur kleift að einbeita sér að raunverulegum og mikilvægum álitaefnum án þess þó að raska rétti sérhvers einstaklings til að kæra meint mannréttindabrot til Mannréttindadómstólsins.
    Viðbótarsamningurinn, sem samþykktur var 13. maí 2004, öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er öll aðildarríki mannréttindasáttmálans hafa fullgilt samninginn og er stefnt að því að fullgildingarferlinu verði lokið innan tveggja ára frá undirritunardegi.
    Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um lögfestingu viðbótarsamningsins (þskj. 980, 648. mál) og er það nú til meðferðar á Alþingi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 3. maí 2005.Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Drífa Hjartardóttir.Rannveig Guðmundsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.


Gunnar Birgisson.Jónína Bjartmarz.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.