Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 441. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1348  —  441. mál.




Nefndarálit



um frv. til lokafjárlaga fyrir árið 2003.

Frá minni hluta fjárlaganefndar.



    Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2003 er hið sjötta í röðinni síðan ný lög um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, tóku gildi en þau komu til framkvæmda árið 1998. Þetta frumvarp er jafnframt hugsað sem staðfesting á ríkisreikningi fyrir árið 2003.
    Í 45. gr. fjárreiðulaganna er fjallað um frumvarp til lokafjárlaga og segir þar orðrétt: ,,Með ríkisreikningi sem lagður er fram á Alþingi, sbr. 7. gr., skal fylgja frumvarp til lokafjárlaga honum til staðfestingar. Þar skal leitað heimilda til uppgjörs á skuldum eða ónotuðum fjárveitingum sem ekki eru fluttar milli ára. Jafnframt skal leggja fram sérstaka skrá ásamt skýringum yfir geymdar fjárheimildir og um þá aðila sem hafa farið fram úr fjárheimildum ársins. Heimilt er að greiða slíka umframgreiðslu af fjárveitingu næsta árs. Einnig skal gerð grein fyrir ónýttum lántökuheimildum liðins árs.“
    Ljóst er að það frumvarp sem hér er til umfjöllunar uppfyllir ekki öll skilyrði þessarar greinar. Í fyrsta lagi fylgdi frumvarpið ekki ríkisreikningi þegar hann var lagður fram á sínum tíma. Í öðru lagi eru ekki gefnar skýringar á geymdum fjárheimildum né heldur um þá aðila sem farið hafa fram úr fjárheimildum ársins. Þá er í þriðja lagi ekki gerð grein fyrir ónýttum lántökuheimildum liðins árs.
    Frumvarpið er fjórar greinar. Sú fyrsta fjallar um breytingar á fjárheimildum vegna frávika ríkistekna frá áætlun fjárlaga. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er í þessu sambandi byggt á eftirfarandi vinnureglum:
     1.      Almennt er miðað við að mismunur á álögðum tekjum stofnana samkvæmt ríkisreikningi og áætluðum tekjum fjár- og fjáraukalaga leiði til jafnmikillar breytingar á fjárheimildum ársins.
     2.      Í nokkrum tilvikum, þar sem lög ákvarða útgjöld óháð tekjum, er breyting fjárheimildar þó miðuð við skil teknanna frá ríkissjóði til stofnana, enda hefur þá verið lagt mat á fjárþörfina innan ársins við skil ríkissjóðs á mörkuðum tekjum. Þessi regla á m.a. við um útgjöld vegna atvinnuleysisbóta, útgjöld Fæðingarorlofssjóðs og útgöld Ábyrgðarsjóðs launa.
     3.      Í ákveðnum tilvikum eru ekki lagðar til breytingar á fjárheimildum frá því sem ákveðið var á Alþingi í fjár- og fjáraukalögum þótt markaðar tekjur hafi reynst vera meiri eða minni en áætlað var. Hér er yfirleitt um að ræða tilvik þar sem ekki er beint samband á milli útgjaldaþarfar stofnunar og fjármögnunar á þann hátt að sveiflur í tekjum hafi beinlínis áhrif á kostnað. Hér má helst nefna framlög til vegagerðar og þau tilvik þegar tekjustofnar hafa verið skertir með lögum eða fjárlög ekki heimilað að tekjum væri að fullu ráðstafað til gjaldahliðar.
    Hvergi er að finna í lögum um fjárreiður ríkisins ákvæði sem heimilar að fjárheimildum stofnana sé breytt með þessum hætti. Líta verður svo á að í fjárlögum sé veitt tiltekin útgjaldaheimild og síðan sýnd áætluð fjármögnun þessara útgjalda. Stofnanir hafa því ekki heimild til að fara út fyrir þann útgjaldaramma sem settur er í fjárlögum þótt ríkistekjur aukist. Það væri aðeins réttlætanlegt ef kostnaðarauki stofnunar stæði í réttu hlutfalli við tekjuaukann. Fram kemur í umsögn Ríkisendurskoðunar um frumvarpið að álitamál sé hvort þessi meðferð standist lög. Í því sambandi er bent á minnisblað frá lögfræðingi í fjármálaráðuneytinu en þar kemur fram sú skoðun að ,,í ljósi fjárstjórnarvalds Alþingis og með vísan til 41. og 42. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. einnig 21. gr. fjárreiðulaga, er ekki unnt að víkja frá þeim meginmarkmiðum sem þar koma fram um að leita skuli heimilda til greiðslna úr ríkissjóði sbr. 3. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna, sem stafa af því að markaðar tekjur og rekstrartekjur reynast hærri en áætlað var í fjárlögum“. Þá skal bent á að í 1. gr. er verið að afla heimilda til útgjalda sem ekki hafa átt sér stað. Slíkt er andstætt eðli lokafjárlaga og á þessi grein því ekki heima hér. Um slíkar heimildir á að fjalla um í fjárlögum. Að mati minni hluta nefndarinnar þarf að lögfesta þessa framkvæmd og setja um hana skýrar reglur.
    Í 2. gr. frumvarpsins er lagt til að stöður fjárheimilda í árslok verði felldar niður og flytjist því ekki yfir á næsta ár. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að stuðst er við þá meginreglu að í þeim tilvikum þegar útgjöld ráðast með beinum hætti af öðrum lögum en fjárlögum, svo sem útgjöld almannatrygginga, er staðan ekki flutt yfir til næsta árs heldur felld niður. Sama gildir um stöðu fjárlagaliða þar sem útgjöld ráðast af hagrænum breytingum, svo sem vaxtagjöld og lífeyrisskuldbindingar, eða ef útgjöld fjárlagaliðar eru ekki þáttur í rekstri tiltekins ábyrgðaraðila, svo sem útgjöld á sameiginlegum launa- og verðlagslið fjárlaga. Eins er lagt til að heimildir verkefna sem er lokið verði felldar niður. Töluvert skortir á að skýringar séu fullnægjandi á þeim liðum sem lagt er til að fjárheimild falli niður á. Gera verður þá kröfu að einstakir liðir séu skýrðir og flokkaðir, m.a. í þá flokkun sem lýst er hér að framan. Þá má benda á að aukning lífeyrisskuldbindinga umfram áætlun ræðst fyrst og fremst af þeim samningum sem ríkisvaldið gerir og stafa því alls ekki að öllu leyti af hagrænum aðstæðum. Nauðsynlegt er því að slík frávik fái efnislega umræðu á Alþingi, t.d. við afgreiðslu fjárlaga.
    Í 3. gr. frumvarpsins eru lagðar til ýmsar breytingar sem flokka má í þrennt. Í fyrsta lagi vegna endurmats á peningalegum eignum og skuldum, í öðru lagi vegna flutnings tveggja stofnana í A-hluta og í þriðja lagi vegna annarrar samræmingar á milli lokafjárlaga og ríkisreiknings. Hér er væntanlega um einskiptisaðgerðir að ræða. Þessi grein segir þó aðeins hálfa söguna. Þessi samræming er ekki aðeins í eina átt heldur liggur fyrir að gera þarf umtalsverðar breytingar á höfuðstól ýmissa fjárlagaliða í ríkisreikningi ársins 2003 til að hann sé í samræmi við þetta frumvarp til lokafjárlaga. Engar upplýsingar liggja fyrir um þetta atriði og óskar minni hlutinn eftir að slíkur listi verði lagður fram fyrir 3. umræðu.
    Nokkur umræða hefur orðið um hvort samþykkja eigi lokafjárlög hvers árs á undan útgáfu ríkisreiknings eða eftir að hann hefur verið gefinn út. Af 45. gr. fjárreiðulaganna má ráða að þetta skuli gerast samtímis og að fullt samræmi eigi að vera á milli lokafjárlaga og ríkisreiknings. Um þetta þarf skýrar reglur og verklag sem tryggir betri vinnubrögð í framtíðinni við gerð lokafjárlaga. Minni hlutinn telur að fjárlaganefnd eigi að hafa frumkvæði varðandi þetta ferli og leggja vinnu í að samræma ólík sjónarmið.
    4. gr. frumvarpsins kveður á um að lögin taki þegar gildi og yrði ríkisreikningur fyrir árið 2003 þar með staðfestur. Þar sem ekki er fullt samræmi á milli ríkisreiknings 2003 og þessa frumvarps þarf að breyta þessari grein til samræmis við sambærilega grein í lokafjárlögum áranna 2000 og 2001.     Guðjón Arnar Kristjánsson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 4. maí 2005.



Einar Már Sigurðarson,


frsm.


Anna Kristín Gunnarsdóttir.


Jón Gunnarsson.



Helgi Hjörvar.


Jón Bjarnason.





Fylgiskjal I.


Úr umsögn Ríkisendurskoðunar um frumvörp til lokafjárlaga
fyrir árið 2002 og 2003.

(30. mars 2005.)

    Í minnisblaði Ríkisendurskoðunar til fjárlaganefndar um frumvarp til lokafjárlaga 2003 segir m.a. eftirfarandi:
    Frá því að lög um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, voru samþykkt hafa fern lokafjárlög verið samþykkt af Alþingi. Lokafjárlög fyrir árin 1998 og 1999 voru samþykkt án athugasemda 29. apríl 2002. Við samþykkt lokafjárlaga (26. maí 2004) fyrir árin 2000 og 2001 var gerð breyting á 3. gr. frumvarpsins vegna fyrirvara um samræmi á milli lokafjárlaga og ríkisreiknings. Eftir breytinguna hljóðaði greinin svo:
     Lög þessi öðlast þegar gildi og er ríkisreikningur fyrir árið 2000 (1) jafnframt staðfestur ásamt athugasemdum ríkisendurskoðanda í áritun hans á reikninginn, sbr. 45. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins.
    Í skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2000 bendir ríkisendurskoðandi m.a. á að þær fjárheimildir sem tilgreindar eru í reikningnum séu ekki í samræmi við þær heimildir til útgjalda sem Alþingi hefur samþykkt eða sem eru heimilar skv. 2. mgr. 37. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins. Sambærileg athugasemd var í áritun á ríkisreikning fyrir árið 1999.

Ákvæði fjárreiðulaga.
    Um lokafjárlög er fjallað í 45. gr. fjárreiðulaganna en einnig er þeirra getið í 44. grein:
     Með ríkisreikningi sem lagður er fram á Alþingi, sbr. 7. gr., skal fylgja frumvarp til lokafjárlaga honum til staðfestingar. Þar skal leitað heimilda til uppgjörs á skuldum eða ónotuðum fjárveitingum sem ekki eru fluttar á milli ára. Jafnframt skal leggja fram sérstaka skrá ásamt skýringum yfir geymdar fjárheimildir og um þá aðila sem hafa farið fram úr fjárheimildum ársins. Heimilt er að greiða slíka umframgreiðslu af fjárveitingu næsta árs. Einnig skal gerð grein fyrir ónýttum lántökuheimildum liðins árs.
    Í 44. gr. er kveðið á um að valdi ófyrirséð atvik, kjarasamningar eða ný löggjöf því að grípa þurfi til sérstakra fjárráðstafana sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum skuli leita heimilda í fjáraukalögum. Ef grípa þarf til slíkra ráðstafana eftir samþykkt fjáraukalaga skal heimilda leitað í lokafjárlögum, sbr. 45. gr.
    Að undanskildu ákvæði 44. gr. er lokafjárlögum ætlað að lýsa tiltekinni stöðu ríkisfjármála og gera tillögur um hvernig fara skuli með þau frávik sem orðið hafa á rekstri annars vegar og samþykktum fjárheimildum hins vegar. Vandamál gæti hins vegar komið upp ef Alþingi breytir frumvarpi til lokafjárlaga. Þá myndast ósamræmi á milli þeirra og ríkisreiknings, sem væntanlega þyrfti að taka upp. Því sýnist það mjög mikilvægt að frumvarp til lokafjárlaga sé lagt fram í nánu samráði og samvinnu við fjárlaganefnd.

Breytingar fjárheimilda.
    Eins og fram hefur komið hefur ekki náðst það markmið að leggja fram lokafjárlög á sama tíma og ríkisreikning. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Meginástæðan er sú að ekki hefur verið samræmi á milli fjárheimilda samkvæmt fjárlagakerfi fjármálaráðuneytisins og fjárheimilda samkvæmt bókhaldskerfi fjársýslunnar. Þá hafa verið gerðar ýmsar millifærslur á milli fjárlagaliða sem erfitt hefur verið að stemma af á milli þessara kerfa.
    Frá árinu 1998 hafa verið gerðar ýmsar breytingar á fjárheimildum ýmissa fjárlagaliða án þess að leitað hafi verið eftir heimildum Alþingis. Fyrst og fremst er um svokallaðar beinar breytingar að ræða en í þeim felst að fjárheimild er breytt í samræmi við niðurstöðu viðkomandi fjárlagaliðar. Þetta á aðallega við um fjárlagaliði sem flokkast ekki sem stofnanir, svo sem lífeyrisskuldbindingar, afskriftir og lögbundin framlög til aðila utan ríkissjóðs. Rökin fyrir þessu eru þau að þar sem lokafjárlög hafa ekki verið tilbúin myndi ríkisreikningur sýna óeðlilegan mun á milli fjárheimilda og rauntalna.
    Að lokum má nefna að frá og með árinu 2001 var framsetningu ríkisreiknings breytt á þann veg að í stað þess að reikningur einstakra fjárlagaliða sýndi eingöngu gjöld að frádregnum sértekjum sýnir hann nú allar tekjur viðkomandi fjárlagaliðs. Með öllum tekjum er átt við markaðar skatttekjur, rekstrartekjur og sértekjur. Reikningurinn sýnir nú hagnað eða tap af rekstri. Þessi framsetning hefur áhrif á höfuðstól fjárlagaliðarins og endurspeglar samsvarandi breytingu á fjárheimild.
    Fjárlögum hefur hins vegar ekki verið breytt í samræmi við þessa framsetningu ríkisreiknings. Fjárlögin sýna eingöngu þann útgjaldaramma sem viðkomandi stofnun er ætlað að starfa innan og síðan er sýnd áætlun um fjármögnun þessara útgjalda sem skiptist í innheimtu ríkistekna og greiðslna úr ríkissjóði.

Frumvörp til lokafjárlaga fyrir árin 2002 og 2003.
    Ekki er ástæða til að fjalla sérstaklega um hvort frumvarpið fyrir sig þar sem síðara frumvarpið er með þá lokastöðu sem lagt er til að verði samþykkt. Þær tölur sem birtast hér á eftir eiga því aðeins við um frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2003.
    Frumvarp til lokafjárlaga 2003 skiptist í fjórar greinar. Í 1. gr. eru breytingar vegna frávika ríkistekna og er þar gert ráð fyrir að fjárheimildir breytist (aukist) um 1,8 milljarða kr. Í 2. gr. er yfirlit yfir niðurfellda stöðu fjárveitinga í A-hluta. Samkvæmt frumvarpinu er staðan neikvæð sem þýðir að fjárheimildir aukast um 5,7 milljarða kr. Í 3. gr. er fjárheimildum í A-hluta breytt vegna endurmatsreikninga o.fl. og aukast fjárheimildir um tæpan 1 milljarð kr. 4. gr. fjallar síðan um samþykkt laganna og staðfestingu ríkisreiknings.

Fjárveitingar í A-hluta vegna frávika ríkistekna (1. gr.).
    Hér eru lagðar til breytingar á fjárheimildum stofnana og verkefna vegna frávika á ríkistekjum þeirra frá áætlun fjárlaga og fjáraukalaga. Í greinargerð með frumvarpinu eru tilgreindar þrjár vinnureglur í þessu sambandi:
     *      Almennt er miðað við að mismunur á álögðum tekjum stofnana samkvæmt ríkisreikningi og áætluðum tekjum fjár- og fjáraukalaga leiði til jafnmikillar breytingar á fjárheimildum ársins.
     *      Í nokkrum tilvikum, þar sem lög ákvarða útgjöld óháð tekjum, er breyting fjárheimildar þó miðuð við skil teknanna frá ríkissjóði til stofnana, enda hefur þá verið lagt mat á fjárþörfina innan ársins við skil ríkissjóðs á mörkuðum tekjum. Sú regla á t.d. við um útgjöld vegna atvinnuleysisbóta, útgjöld Fæðingarorlofssjóðs og útgjöld Ábyrgðasjóðs launa.
     *      Í ákveðnum tilvikum eru ekki lagðar til breytingar á fjárheimildum frá því sem ákveðið var af Alþingi í fjár- og fjáraukalögum þótt markaðar tekjur hafi reynst vera meiri eða minni en áætlað var. Hér er yfirleitt um að ræða tilvik þar sem ekki er beint samband á milli útgjaldaþarfar stofnunar og fjármögnunar á þann hátt að sveiflur í tekjum hafi beinlínis áhrif á kostnað. Þar má helst nefna framlög til vegagerðar og þau tilvik þegar tekjustofnar hafa verið skertir með lögum eða fjárlög ekki heimilað að tekjunum væri að fullu ráðstafað til gjaldahliðar, sbr. viðskiptahreyfingar á tekjuliðum í séryfirlitum 3 og 4 í fjárlögum.

    Við nánari skoðun kemur í ljós að þessar vinnureglur standast ekki og ekki er innbyrðis samræmi í túlkun á þeim. Halda má því fram að þriðja vinnureglan komist næst því að vera eðlileg túlkun á vilja Alþingis. Hér er verið að leggja til m.a. að fjárheimildir stofnana verði auknar er markaðar tekjur þeirra aukast. Í fæstum tilfellum er beint samband milli aukningar tekna og útgjalda. Útgjaldarammi þessara stofnana er ákvarðaður í fjárlögum og ef breyta á honum gerist það ekki nema með samþykki Alþingis.
    Í minnisblaði Ragnheiðar Snorradóttur, lögfræðings hjá fjármálaráðuneytinu, er fjallað um álitamál sem snerta þessa grein frumvarps til lokafjárlaga. Þar er til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta þannig framsetningu fjárlaga að markaðar tekjur og rekstrartekjur yrðu dregnar frá gjöldum eins og gert er með sértekjur og þar með þyrfti ekki að leita eftir sérstakri heimild í lokafjárlögum. Þar segir orðrétt:
     Í ljósi fjárstjórnarvalds Alþingis og með vísan til 41. og 42. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. einnig 21. gr. fjárreiðulaga, er ekki unnt að víkja frá þeim meginmarkmiðum sem þar koma fram um að leita skuli heimilda til greiðslna úr ríkissjóði, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna, sem stafa af því að markaðar tekjur og rekstrartekjur reynast hærri en áætlað var í fjárlögum.
    Ríkisendurskoðun telur að núverandi verklag við að leita eftir heimildum vegna frávika á mörkuðum- og rekstrartekjum sé ekki rétt. Það getur t.d. ekki verið raunhæft að leitað sé eftir heimild Alþingis um að veita stofnun heimild til ráðstöfunar á umframtekjum löngu eftir að fjárhagsárinu er lokið og ef um er að ræða minni tekjur að draga saman útgjöld. Þar sem frávik tekna kemur fram í afkomu ársins og hún flyst milli ára eigi Alþingi að taka afstöðu til með hvaða hætti ráðstafa eigi afkomunni í framtíðinni annaðhvort í fjáraukalögum eða í fjárlögum.

Niðurfelld staða fjárveitinga í A-hluta (2. gr.).
    Í þessari grein er lagt til að stöður fjárheimilda í árslok verið felldar niður og flytjist því ekki yfir á næsta ár. Stuðst er við þá meginreglu að í þeim tilvikum þegar útgjöld ráðast með beinum hætti af öðrum lögum en fjárlögum, svo sem útgjöld almannatrygginga, er staðan ekki flutt yfir til næsta árs heldur felld niður. Sama gildir um stöðu fjárlagaliða þar sem útgjöld ráðast af hagrænum breytingum, svo sem vaxtagjöld og lífeyrisskuldbindingar, eða ef útgjöld fjárlagaliðar eru ekki þáttur í rekstri tiltekins ábyrgðaraðila, svo sem útgjöld á sameiginlegum launa- og verðlagslið fjárlaga. Þá má nefna afskriftir en niðurfelld staða þeirra nemur 5,4 milljörðum kr. Ríkisendurskoðun telur að sú sjálfvirka niðurfelling stöðu framangreindra fjárlagaliða eigi ekki að gerast heldur eigi sama regla um afgreiðslu og tilflutning milli ára að gilda um þessa liði eins og aðra fjárlagaliði og að þeir lúti sama aðhaldi og aðrir. (Sjá m.a. umfjöllun í frumvarpi, bls. 131, um þetta efni.) Í lokin er lagt til að stöður verkefna sem er lokið verði felldar niður.

Breyttar fjárheimildir í A-hluta vegna endurmatsreikninga o.fl. (3. gr.).
    Hér eru lagðar til einskiptisaðgerðir til að samhæfa uppgjör lokafjárlaga og ríkisreiknings. Í fyrsta lagi er fjárheimildum stofnana breytt í samræmi við færslur af endurmatsreikningi. Í öðru lagi er lögð til breyting á höfuðstólsstöðu Þjóðleikhúss og Hafnabótasjóðs vegna flutnings í A-hluta og í þriðja lagi eru lagðar til sérstakar breytingar frá vinnuhópi sem fór yfir ríkisreikning og lokafjárlög með það að markmiði að samræma stöður fjárheimilda og höfuðstóls í árslok 2003.

Flutningur fjárheimilda á milli ára.
    Á undanförnum árum hafa margar stofnanir flutt með sér skuldahala yfir mörg áramót og einnig hafa aðrar stofnanir „safnað“ fjárheimildum. Hvort tveggja er óeðlilegt nema komi til sérstakar tímabundnar skýringar. Segir m.a. í greinargerð með frumvarpinu að hafi stofnun t.d. ráðstafað meiru fé til rekstrar en ákveðið var með fjárlögum losnar hún ekki undan þeirri fjárhagsstöðu við áramót, heldur verður hún að vinna hana upp á komandi árum. Útfærslan á þessari reglu undanfarin ár hefur orðið til þess að skapa veruleg fjárhagsvandræði hjá fjölmörgum stofnunum auk þess sem margar þeirra hafa þurft að skerða lögboðna þjónustu. Í fæstum tilfellum hefur vandamálið verið leyst með hagræðingu í rekstri eða að skipt hafi verið um stjórnendur. Skuldin hefur haldið áfram að vaxa án þess að gerð sé raunhæf úttekt á vandanum, þ.e. á því hvort rekstrargrunnur sé vanmetinn eða viðkomandi stofnun illa rekin.
    Í frumvarpinu er gerð grein fyrir tillögum fjármálaráðuneytisins um ráðstöfun fjárheimilda í árslok. Þær byggja á vinnureglum sem vinnuhópur á vegum fjármálaráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar fjallaði um og samþykkti. Þar kemur fram að umframútgjöld liða dragist að jafnaði frá fjárveitingum næsta árs nema til komi fjögur atriði sem talin eru upp en eiga almennt ekki við rekstur ríkisstofnana. Þrátt fyrir að fjármálaráðuneytið hafi sett reglur um framkvæmd fjárlaga sem kveða á um tilteknar aðgerðir ef stofnun fer 4% fram úr fjárlögum virðast þær ekki duga til.
    Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að flytja alls 22,8 milljarða kr. afgangsheimildir og 13,0 milljarða kr. umframgjöld einstakra viðfangsefna yfir á árið 2004. Í heild flyst því 9,9 milljarða kr. jákvæð heimildarstaða í árslok 2003 yfir á árið 2004. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir sem benda til veikleika, bæði í áætlanagerð fjárlaga og rekstri opinberra stofnana.


Fylgiskjal II.

Fjármálaráðuneytið:
    

Minnisblað um umsögn Ríkisendurskoðunar um frumvörp til lokafjárlaga
fyrir árin 2002 og 2003, dags. 30. mars 2005.

(12. apríl 2005.)


    Í minnisblaði þessu verður farið yfir þær efnislegu athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerir við frumvörpin og vinnslu þeirra. Eru athugasemdirnar í sömu röð og undir sömu kaflaheitum og í umsögn Ríkisendurskoðunar.

1.     Ákvæði fjárreiðulaga.
    Ríkisendurskoðun telur að vandamál geti komið upp ef Alþingi breytir frumvarpi til lokafjárlaga því að þá myndist ósamræmi á milli þeirra og ríkisreiknings, sem væntanlega þyrfti að taka upp. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að efni lokafjárlaga fjallar annars vegar um stöðu fjárheimilda og hvernig skuli ráðstafa þeim og hins vegar um staðfestingu á ríkisreikningi. Alþingi getur tekið ákvörðun um að breyta stöðu heimilda frá frumvarpi til lokafjárlaga enda er frumvarpið lagt fram sem tillaga fyrir Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Kjósi Alþingi að fella niður stöðu fjárheimildar eða draga til baka niðurfellda stöðu í frumvarpinu breytir það ekki ríkisreikningi heldur hefur það áhrif á upphafsstöðu reiknings næsta árs í samræmi við lögin eins og Alþingi afgreiddi þau.

2. Breyting fjárheimilda.
    Fjármálaráðuneytið og Fjársýsla ríkisins hafa nú samræmt heimildastöðu fjárlagakerfis og bókhalds þannig að upphafsstaða í ríkisreikningi fyrir árið 2004 verði í samræmi við niðurstöður lokafjárlaga 2003. Hafinn er undirbúningur þess að vinna frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2004 því sem næst samhliða ríkisreikningi. Með því er stefnt að því að frumvarp til lokafjárlaga verði tilbúið sem næst framlagningu ríkisreiknings og verði til afgreiðslu á Alþingi á haustþingi.

3. Talnalegt yfirlit.
    Ríkisendurskoðun segir í umsögn sinni að samkvæmt fylgiskjali 2 sem sýnir árslokastöðu viðfangsefna verði 4,1 milljarður kr. nettó fluttur á næsta ár. Það er misskilningur. Eins og skýrt kemur fram í greinargerð frumvarpsins og fyrirsögnum yfirlita sýnir fylgiskjal 2 einungis stöðu í lok ársins 2003 en segir ekki til um flutning eða niðurfellingu á stöðu til næsta árs, upphafstöðuna 2004 eftir niðurfellingar, það kemur fram í fylgiskjali 1 og sundurliðun 2.
    Ríkisendurskoðun bendir á að samkvæmt fylgiskjali 2 sé niðurstaða ríkisreiknings sögð vera 280.939 millj. kr. en samkvæmt ríkisreikningi nemi útgjöldin 280.712 millj. kr. Mismunurinn, 319 millj. kr., skýrist alfarið af mismunandi skilgreiningum á hvað teljast vera ríkistekjur annars vegar og sértekjur hins vegar. Mismunandi framsetning í vinnslugrunni reikningstalna að þessu leyti hefur þó engin áhrif á stöðu fjárheimilda í árslok, mismun fjárheimildar og nettóútgjalda, og hefur því enga þýðingu fyrir lagagreinar frumvarps til lokafjárlaga. Fjármálaráðuneytið og Fjársýsla ríkisins hafa farið yfir í hverju mismunandi skilgreiningar felast og munu samræma þær og er það óháð frumvarpi til lokafjárlaga. Í ríkisreikningi eru öll skólagjöld framhaldsskóla talin til ríkistekna en í fjárlögum eru eingöngu talin skráningargjöld og ekki meðtalin þátttaka nemenda í kostnaði við nám í öldungadeildum. Í öðrum tilvikum þar sem er um að ræða frávik eru leigutekjur af lóðum og löndum taldar til sértekna í fjárlögum en til ríkistekna í reikningi.

4. Fjárveitingar í A-hluta vegna frávika ríkistekna (1. gr.).
    Ábendingar Ríkisendurskoðunar um meðferð frávika í ríkistekjum eru ekki alveg skýrar. Ríkisendurskoðun telur að núverandi verklag við að leita heimilda vegna frávika á mörkuðum- og rekstrartekjum ekki rétt. Segir stofnunin það vinnulag að breyta ekki fjárheimildum til samræmis við breytingar á tekjum komist næst því að endurspegla vilja Alþingis en leggur aftur á móti til að þar sem frávik tekna komi fram í afkomu stofnana eigi að taka afstöðu til hennar (þ.e. afkomunnar). Annars vegar virðist Ríkisendurskoðun gagnrýna að fjárheimildum sé breytt vegna frávika í ríkistekjum og hins vegar virðist stofnunin leggja til að fjárheimildir breytist sjálfkrafa vegna frávikanna, án atbeina Alþingis. Lokafjárlög byggja á því sjónarmiði að fjárheimild Alþingis þurfi til allra útgjalda ríkissjóðs í samræmi við ákvæði stjórnarskrár. Eina undantekningin frá þessu er ráðstöfun sértekna og er þar stuðst við áratugalanga hefð. Í fjárlögum fyrir árið 2003 voru markaðar tekjur áætlaðar 45,5 milljarðar kr. og aðrar rekstrartekjur stofnana 5,7 milljarðar kr. Í frumvarpi til lokafjárlaga eru lagðar til breytingar á fjárheimildum er nemur 1,8 milljarði kr. vegna breytinga ríkistekna, eða sem nemur 3,5% af ríkistekjum og 0,7% af niðurstöðu fjárlaga 2003.
    Fullyrðingar um að vinnureglur um uppgjör ríkistekna standist ekki og að ekki sé innbyrðis samræmi í túlkun þeirra eru settar fram án skýringa eða rökstuðnings og telur fjármálaráðuneytið því ekki ástæðu til að fjalla um það en vísar til skýringa í greinargerð frumvarps til lokafjárlaga.

5. Niðurfelld staða fjárveitinga í A-hluta (2. gr.).
    Fjármálaráðuneytið er sammála ábendingum Ríkisendurskoðunar um að þrengja má þá skilgreiningu sem notuð er við ákvörðun um hvaða stöður skuli falla niður í árslok. Er í því sambandi vísað til greinargerðar með frumvarpi til lokafjárlaga fyrir árið 2003, bls. 101. Eðlilegt er þó að gera áfram tillögur um að fella niður stöðu heimilda á áætlanaliðum svo sem lífeyrisskuldbindingum og vaxtagjöldum. Eins og fram kemur í greinargerð frumvarpanna er megintilgangurinn með því að flytja afgangsheimildir og umframgjöld á milli ára að bæta ráðstöfun opinbers fjár og hvetja ráðuneyti og stofnanir til aðhalds og styrkari fjármálastjórnar til lengri tíma litið. Sé um fjárlagaliði að ræða sem eru reiknaðir, hafa ekki ákveðinn ábyrgðaraðila eða ráðast af öðrum lögum en fjárlögum er ekki til að dreifa þeim rökum að yfirfærsla fjárheimildar bæti fjármálastjórn.

6. Flutningur fjárheimilda á milli ára.
    Fjármálaráðuneytið er sammála Ríkisendurskoðun um að eðlilegt sé við fjárlagagerð ár hvert að skoða stöðu fjárheimilda stofnana og verkefna og hvort fjárheimildastaða er óeðlilega há og tekin sé afstaða til langvarandi rekstrarvanda verkefna. Við fjárlagagerð ár hvert vekur fjármálaráðuneytið athygli ráðuneyta á þeim verkefnum sem hafa farið umfram fjárveitingar og safnað skuldum og lagt til að tekið verði á þeim við fjárlagagerð annaðhvort með breyttri forgangsröðun fjárveitinga eða breytingum á viðkomandi verkefnum. Í fjárlagafrumvarpi fyrir ár hvert liggur fyrir tillaga ríkisstjórnarinnar um hvernig skuli tekið á málum viðkomandi verkefna og við samþykkt fjárlaga liggur afstaða löggjafans fyrir. Séu ekki lagðar til breytingar á fjárheimildum felst í því ákvörðun um að breytingar verði gerðar á verkefnum. Það er á ábyrgðasviði hvers ráðuneytis að fylgja þeim ákvörðunum eftir og er vel að Alþingi og Ríkisendurskoðun framfylgja eftirlitshlutverki sínu gagnvart ráðuneytum af festu.
    Í umsögn Ríkisendurskoðunar er vakin athygli á að í frumvarpinu er lagt til að fluttar afgangsheimildir verði 22,4 milljarðar kr. og umframgjöld 13,4 milljarðar kr. og því færist 9,9 milljarðar kr., nettó, á milli áranna 2004. Í umsögninni eru það taldar vera gríðarlegar fjárhæðir og til marks um veikleika í áætlanagerð fjárlaga og í rekstri stofnana. Í þessu sambandi þarf þó að hafa í huga að staða afgangsheimilda og umframgjalda ræðst að hluta til af því hvaða bókhaldslega sundurgreining er notuð. Framangreindar tölur frumvarpsins miðast við stöðuna á einstöku viðfangsefnum fjárlaga en í mörgum tilvikum er jákvæð eða neikvæð staða á einu viðfangsefni vegin upp með stöðu á öðru viðfangsefni innan sama fjárlagaliðar eða stofnunar. Almennt er raunar fremur litið til þess að staða fjárlagaliða sé í jafnvægi fremur staða einstakra viðfangsefna þeirra. Þetta kemur glögglega fram í yfirliti með umsögn Ríkisendurskoðunar þar sem afgangsheimildir eru sýndar mun lægri eða um 15 milljarðar kr. og umframgjöld 5,1 milljarður kr. því að þar er miðað við stöðu einstakra fjárlagaliða fremur en viðfangsefna. Jafnvel þótt fjárheimildirnar séu gerðar upp miðað við einstök viðfangsefni þarf eins og vikið er að á bls. 102 í greinargerð frumvarpsins að taka með í reikninginn þekkt vandamál. Það felst í því að hjá mörgum stofnunum gera fjárlög ráð fyrir því að fjárheimildir skiptist á fleiri en eitt verkefni en bókhaldi hefur síðan ekki verið hagað með þeim hætti þannig að frávik verða mikil á viðfangsefnum þótt nettóstaðan sé lægri. Dæmi um þetta eru frávik á viðfangsefnum fyrir kennslu annars vegar og rannsóknir hins vegar hjá Háskóla Íslands í fylgiskjali 1 á bls. 110 í frumvarpinu. Ef leiðrétt er lauslega fyrir slíkum tilvikum þar sem útgjöld er gjaldfærð annars staðar en fjárlög gera ráð fyrir þá lækka afgangsheimildir og umframgjöld miðað við stöðu viðfangsefna um 5 milljarða kr. Við fjárlagagerð fyrir árið 2006 verður stefnt að því að fækka viðfangsefnum þar sem í reikningshaldi hefur ekki verið notast sundurliðun fjárlaga.
    Ef litið er til þess hvaða fjárheimildir er um að ræða þá kemur fram að af 15 milljarða kr. fluttum afgangi fjárlagaliða er helmingurinn eða 7,6 milljarðar kr. vegna framkvæmda, þar af er 1,1 milljarður kr. vegna menningarhúsa og 4,6 milljarðar kr. vegna samgönguframkvæmda. Í báðum tilvikum hafa verkefni færst á milli ára. Þá má nefna að 5,1 milljarða kr. umframgjöld svara til 1,8% af fjárheimildum ársins 2003. Telji Ríkisendurskoðun óðeðlilega mikinn halla eða afgang á einstökum liðum væri til bóta að fá athugasemdir um þá liði. Þeim athugasemdum yrði þá komið á framfæri við viðkomandi ábyrgðaraðila.
    Þá segir í þessum kafla umsagnar Ríkisendurskoðunar að samkvæmt fylgiskjali 1 með frumvarpinu um árslokastöður 2003 sem flytjast til ársins 2004 þurfi að breyta fluttri stöðu ríkisreiknings um 4,8 milljarða kr., sbr. talnayfirlit með umsögninni. Þetta er á misskilningi byggt. Þarna er flutt staða til ársins 2004 í frumvarpinu, þ.e. eftir niðurfellingar í árslok 2003, borin saman við heildarárslokastöðu 2003 í reikningi. Hefur því láðst að gera ráð fyrir stöðum sem eru felldar niður í lok ársins 2003 í reikningnum. Þegar tekið hefur verið tillit til þess er um að ræða 1,7 milljarða kr. sem koma til breytingar á upphafsstöðu reikningsins 2004 vegna samræmingar við lokafjárlögin. Er það ekki óeðlilegt að mati fjármálaráðuneytisins.

7. Um niðurstöðu Ríkisendurskoðunar.
    Fjármálaráðuneytið gerir athugasemdir við niðurstöður Ríkisendurskoðunar þar sem þær virðast ekki í samræmi við efni umsagnarinnar og virðast settar fram án frekari rökstuðnings. Það hefur legið fyrir og verið rætt á Alþingi að það var talið lítt ásættanlegt hve frumvarp til lokafjárlaga kom seint fram eftir framlagningu ríkisreiknings. Eins og fram kemur í umsögn Ríkisendurskoðunar hefur verið bætt úr því. Fjármálaráðuneytið hafnar því að framkvæmd fjárlaga og gerð fjáraukalaga „sé með öllu óásættanleg“ eins og komist er að orði í umsögn Ríkisendurskoðunar og telur rökstuðning skorta fyrir þeirri ályktun. Fjármálaráðuneytið tekur undir að auka þurfi aga í kerfinu og hefur unnið að því á undanförnum árum. Fjármálaráðuneytið tekur ekki undir það sjónarmið að ríkisreikningur sé ekki samanburðarhæfur við fjárlög vegna umfangs millifærslna. Óhjákvæmilegt er að millifærslur verði nokkrar ár hvert og er mest umfang þeirra vegna launa- og verðlagsmála þegar flytja þarf heimildir til stofnana vegna samninga og úrskurða kjaranefndar og Kjaradóms eftir afgreiðslu fjárlaga. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005 var í greinargerð hvers ráðuneytis tilgreint hvaða liðir eru safnliðir sem heimilt er að millifæra af eða á innan ársins og hafa ekki komið athugasemdir við þá liði eða umfang þeirra. Þá hefur fjármálaráðuneytið sett reglur um millifærslur fjárheimilda innan ársins til að tryggja að þær verði í samræmi við eðli og tilgang viðkomandi safnliðar. Því fer fjarri að úthlutun af liðunum fari eftir „geðþótta“ enda eru flestir þeirra í ákveðnum tilgangi, svo sem launa- og verðlagsliður, liðir vegna fjölda nemenda í framhaldsskólum, nýtingu rýma í hjúkrunarheimilum, safnliðir vegna námsleyfa og veikinda o.s.frv. Gagnlegra hefði verið að Ríkisendurskoðun rökstyddi ályktanir sínar með dæmum telji stofnunin að óeðlilega hafi verið staðið að millifærslum. Fjármálaráðuneytið tekur undir þá ábendingu Ríkisendurskoðunar að óeðlilegt sé að úthluta af safnliðum eftir að reikningsári er lokið og að gera eigi þá kröfu að fjárheimildir stofnana liggi fyrir eins fljótt og auðið er.






Fylgiskjal III.



     Uppruni fjárheimilda ársins 2003, reikningsfærð gjöld og staða í árslok (halli 10% eða meira í ársbyrjun)      .

Flutt frá fyrra ári


Fjárlög

Fjáraukalög

Millifært

Alls heimildir

Reikningur

Staða í árslok
F. ár sem % af fjárl.
Batnað á árinu?
00 00-101 Embætti forseta Íslands -19,5 124,7 14,3 0,5 120,0 156,8 -36,8 -15,6% Nei
01 01-201 Fasteignir forsætisráðuneytis -5,7 54,5 8,0 0,5 57,3 53,2 4,1 -10,5%
01 01-261 Óbyggðanefnd -5,0 48,1 22,6 0,0 65,7 62,8 2,9 -10,4%
02 02-211 Tækniháskóli Íslands -61,8 398,3 35,0 29,5 401,0 545,1 -144,1 -15,5% Nei
02 02-223 Námsmatsstofnun -11,1 19,7 0,0 0,1 8,7 18,0 -9,3 -56,3%
02 02-235 Rannsóknir og þróun í upplýsingatækni og umhverfismálum
-23,0

95,0

0,0

0,0

72,0

93,6

-21,6

-24,2%

02 02-236 Vísindasjóður -50,1 210,1 0,0 0,0 160,0 220,7 -60,7 -23,8% Nei
02 02-237 Tæknisjóður -41,0 201,9 0,0 0,0 160,9 202,6 -41,7 -20,3% Nei
02 02-239 Rannsóknarnámssjóður -38,2 40,0 0,0 0,0 1,8 56,3 -54,5 -95,5% Nei
02 02-303 Menntaskólinn að Laugarvatni -19,6 108,8 0,0 6,9 96,1 129,8 -33,7 -18,0% Nei
02 02-308 Menntaskólinn í Kópavogi -181,2 459,0 0,0 93,3 371,1 507,1 -136,0 -39,5%
02 02-350 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti -124,9 588,4 0,0 99,6 563,1 637,8 -74,7 -21,2%
02 02-351 Fjölbrautaskólinn Ármúla -74,1 313,9 0,0 121,8 361,6 433,2 -71,6 -23,6%
02 02-352 Flensborgarskóli -30,1 236,1 0,0 28,2 234,2 291,5 -57,3 -12,7% Nei
02 02-354 Fjölbrautaskóli Vesturlands -48,2 291,0 0,0 45,9 288,7 324,2 -35,5 -16,6%
02 02-356 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra -21,6 195,1 0,0 -5,8 167,7 222,1 -54,4 -11,1% Nei
02 02-359 Verkmenntaskólinn á Akureyri -96,2 540,2 0,0 85,1 529,1 628,9 -99,8 -17,8% Nei
02 02-430 Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra -4,7 23,8 5,0 11,6 35,7 34,0 1,7 -19,7%
02 02-507 Stýrimannaskólinn í Reykjavík -6,7 58,1 0,0 -5,7 45,7 60,1 -14,4 -11,5% Nei
02 02-564 Listdansskólinn -63,9 57,5 0,0 0,4 -6,0 69,7 -75,7 -111,1% Nei
02 02-804 Kvikmyndaskoðun -10,5 9,0 0,0 0,0 -1,5 12,2 -13,7 -116,7% Nei
02 02-908 Kvikmyndasafn Íslands -10,7 43,7 0,0 -14,9 18,1 19,5 -1,4 -24,5%
02 02-972 Íslenski dansflokkurinn -23,1 66,2 0,0 11,9 55,0 70,7 -15,7 -34,9%
02 02-979 Húsafriðunarnefnd -20,7 94,3 0,0 0,0 73,6 82,4 -8,8 -22,0%



Flutt frá fyrra ári


Fjárlög

Fjáraukalög

Millifært

Alls heimildir

Reikningur

Staða í árslok
F. ár sem % af fjárl.
Batnað á árinu?
03 03-101 Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa -86,8 763,8 16,2 44,4 737,6 825,0 -87,4 -11,4% Nei
03 03-190 Ýmis verkefni -47,3 40,5 0,0 -10,9 -17,7 32,8 -50,5 -116,8% Nei
03 03-302 Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn -14,4 47,2 0,0 0,4 33,2 62,8 -29,6 -30,5% Nei
03 03-304 Sendiráð Íslands í Moskvu -19,8 81,1 0,0 -8,9 52,4 70,7 -18,3 -24,4%
03 03-305 Sendiráð Íslands í Ósló -10,2 54,7 0,0 -3,6 40,9 60,4 -19,5 -18,6% Nei
03 03-308 Sendiráð Íslands í Washington -32,5 78,6 0,0 -9,1 37,0 85,8 -48,8 -41,3% Nei
03 03-309 Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og aðalræðismaður Íslands í New York
-42,1

143,9

0,0

-17,4

84,4

153,0

-68,6

-29,3%

Nei
03 03-310 Sendiráð Íslands í Brussel og hjá Evrópusambandinu -10,6 102,7 0,0 0,6 92,7 110,7 -18,0 -10,3% Nei
03 03-311 Fastanefnd Íslands hjá Norður-Atlantshafsbandalaginu -8,6 78,0 0,0 0,6 70,0 76,4 -6,4 -11,0%
03 03-315 Sendiráð Íslands í Ottawa -17,6 56,8 0,0 20,0 59,2 57,2 2,0 -31,0%
03 03-318 Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu -7,8 27,4 0,0 0,3 19,9 33,2 -13,3 -28,5% Nei
04 04-221 Veiðimálastofnun -19,1 52,3 2,5 0,1 35,8 41,4 -5,6 -36,5%
04 04-233 Yfirdýralæknir -51,6 346,1 2,0 4,8 301,3 373,4 -72,1 -14,9% Nei
05 05-203 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins -14,4 135,5 31,4 0,1 152,6 144,7 7,9 -10,6%
06 06-102 Stjórnartíðindi -14,3 4,2 0,0 0,0 -10,1 22,6 -32,7 -340,5% Nei
06 06-490 Ýmis rekstrarkostnaður sýslumannsembætta -25,2 199,4 20,0 -37,5 156,7 195,8 -39,1 -12,6% Nei
07 07-795 Framkvæmdasjóður fatlaðra -155,5 274,4 0,0 0,0 118,9 273,3 -154,4 -56,7%
07 07-980 Vinnumálastofnun -66,9 161,7 0,0 0,2 95,0 180,2 -85,2 -41,4% Nei
07 07-981 Vinnumál -6,4 28,5 3,4 -2,0 23,5 27,6 -4,1 -22,5%
08 08-201 Tryggingastofnun ríkisins -112,2 823,8 23,6 9,2 744,4 882,2 -137,8 -13,6% Nei
08 08-326 Sjónstöð Íslands -6,5 57,9 0,0 1,4 52,8 70,2 -17,4 -11,2% Nei
08 08-330 Manneldisráð -1,8 17,8 -8,8 0,5 7,7 9,7 -2,0 -10,1% Nei
08 08-381 Sjúkrahús og læknisbústaðir -109,9 306,4 266,9 -32,8 430,6 183,2 247,4 -35,9%
08 08-402 Framkvæmdasjóður aldraðra -122,8 885,0 0,0 0,0 762,2 895,2 -133,0 -13,9% Nei
08 08-427 Jaðar, Ólafsvík -14,2 19,8 0,0 -3,0 2,6 24,7 -22,1 -71,7% Nei
08 08-429 Barmahlíð, Reykhólum -6,0 48,8 0,0 -3,6 39,2 53,7 -14,5 -12,3% Nei



Flutt frá fyrra ári


Fjárlög

Fjáraukalög

Millifært

Alls heimildir

Reikningur

Staða í árslok
F. ár sem % af fjárl.
Batnað á árinu?
08 08-443 Holtsbúð, Garðabæ -19,8 116,4 47,0 26,6 170,2 151,7 18,5 -17,0%
08 08-447 Sóltún, Reykjavík -103,9 644,4 0,0 0,0 540,5 675,7 -135,2 -16,1% Nei
08 08-470 Vesturhlíð, Reykjavík -2,7 9,9 0,0 0,0 7,2 9,6 -2,4 -27,3%
08 08-474 MS-félag Íslands, Reykjavík -13,5 58,6 0,0 -4,6 40,5 58,0 -17,5 -23,0% Nei
08 08-475 Múlabær, Reykjavík -7,7 45,5 0,0 -3,3 34,5 51,3 -16,8 -16,9% Nei
08 08-476 Fríðuhús, Reykjavík -2,9 24,3 0,0 -0,4 21,0 26,3 -5,3 -11,9% Nei
08 08-505 Heilsugæsla í Reykjavík -182,6 1.077,0 0,0 177,9 1.072,3 1.308,5 -236,2 -17,0% Nei
08 08-510 Heilsuverndarstöðin í Reykjavík -54,9 429,7 0,0 92,4 467,2 531,3 -64,1 -12,8% Nei
08 08-524 Heilsugæslustöðin Ólafsvík -7,2 56,2 0,0 21,8 70,8 85,2 -14,4 -12,8% Nei
08 08-586 Heilsugæslustöðin Mosfellsbæ -17,3 98,8 0,0 32,8 114,3 137,2 -22,9 -17,5% Nei
08 08-735 Heilbrigðisstofnunin Hólmavík -19,8 92,9 1,4 13,0 87,5 107,0 -19,5 -21,3%
08 08-745 Heilbrigðisstofnunin Blönduósi -29,3 274,8 5,8 35,5 286,8 302,8 -16,0 -10,7%
08 08-761 Heilbrigðisstofnun Þingeyinga -99,6 575,8 11,1 82,3 569,6 657,9 -88,3 -17,3%
08 08-781 Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum -49,9 435,6 9,7 43,0 438,4 501,0 -62,6 -11,5% Nei
08 08-795 St. Jósefsspítali, Hafnarfirði -58,8 497,5 38,8 19,4 496,9 547,8 -50,9 -11,8%
09 09-972 Lánasýsla ríkisins -31,2 62,2 0,0 1,1 32,1 53,9 -21,8 -50,2%
10 10-481 Rannsóknanefnd flugslysa -4,7 24,7 5,8 0,0 25,8 26,4 -0,6 -19,0%
14 14-202 Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn -2,8 6,8 0,0 0,0 4,0 6,6 -2,6 -41,2%
14 14-281 Styrkir til fráveitna sveitarfélaga -41,6 220,0 0,0 0,0 178,4 253,7 -75,3 -18,9% Nei
14 14-407 Stofnun Vilhjálms Stefánssonar -3,5 18,3 0,0 0,2 15,0 11,9 3,1 -19,1%
-2.769,8 13.883,1 561,7 1.000,4 12.675,4 15.382,0 -2.706,6
Samtals fjöldi = 70
Batnað = 30
Versnað = 40


Uppruni fjárheimilda ársins 2003, reikningsfærð gjöld og staða í árslok (innistæða 10% eða meiri í upphafi árs) .

Flutt frá fyrra ári


Fjárlög

Fjáraukalög


Millifært

Alls heimildir

Reikningur

Staða í árslok
F. ár sem % af fjárl.
Staða batnað?
01 01-190 Ýmis verkefni 268,1 187,9 35,0 29,5 520,5 399,3 121,2 142,7% Nei
01 01-203 Fasteignir Stjórnarráðsins 190,4 25,0 75,0 0,0 290,4 199,3 91,1 761,6% Nei
01 01-251 Þjóðmenningarhúsið 19,1 72,3 0,0 2,7 94,1 77,4 16,7 26,4% Nei
01 01-253 Vest-norrænt menningarhús í Kaupmannahöfn 94,2 9,7 0,0 0,0 103,9 83,0 20,9 971,1% Nei
01 01-303 Kristnihátíðarsjóður 53,7 100,0 0,0 0,0 153,7 96,4 57,3 53,7%
01 01-996 Íslenska upplýsingasamfélagið 10,9 20,0 0,0 -16,8 14,1 0,0 14,1 54,5%
02 02-199 Ráðstöfunarfé 3,0 18,0 0,0 -16,0 5,0 0,0 5,0 16,7%
02 02-202 Tilraunastöð Háskólans að Keldum 27,0 124,6 0,0 0,2 151,8 128,3 23,5 21,7% Nei
02 02-206 Orðabók Háskólans 14,4 25,2 0,0 0,0 39,6 31,2 8,4 57,1% Nei
02 02-207 Íslensk málstöð 4,2 17,2 0,0 2,4 23,8 16,5 7,3 24,4%
02 02-208 Örnefnastofnun Íslands 2,5 14,6 0,0 0,4 17,5 18,0 -0,5 17,1% Nei
02 02-238 Bygginga- og tækjasjóður 229,3 90,0 24,0 0,0 343,3 80,4 262,9 254,8%
02 02-307 Menntaskólinn á Egilsstöðum 18,3 154,2 0,0 9,5 182,0 174,4 7,6 11,9% Nei
02 02-318 Framhaldsskólar, stofnkostnaður 223,5 498,0 0,0 -60,9 660,6 444,7 215,9 44,9% Nei
02 02-319 Framhaldsskólar, almennt 277,3 1.120,0 553,0 -1.300,5 649,8 488,8 161,0 24,8% Nei
02 02-355 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 18,1 118,0 0,0 11,1 147,2 133,8 13,4 15,3% Nei
02 02-357 Fjölbrautaskóli Suðurlands 54,1 357,9 0,0 36,2 448,2 422,5 25,7 15,1% Nei
02 02-363 Framhaldsskólinn á Laugum 18,3 80,3 0,0 11,3 109,9 102,3 7,6 22,8% Nei
02 02-571 Sjómannaskólahúsið 6,5 35,4 0,0 0,0 41,9 23,0 18,9 18,4%
02 02-884 Jöfnun á námskostnaði 53,0 484,5 0,0 0,0 537,5 506,9 30,6 10,9% Nei
02 02-901 Fornleifavernd ríkisins 4,6 34,9 0,0 1,6 41,1 41,5 -0,4 13,2% Nei
02 02-902 Þjóðminjasafn Íslands 39,7 263,6 0,0 4,5 307,8 231,6 76,2 15,1%
02 02-906 Listasafn Einars Jónssonar 8,1 10,1 0,0 0,4 18,6 9,4 9,2 80,2%
02 02-907 Listasafn Íslands 15,4 88,8 0,0 2,4 106,6 78,0 28,6 17,3%
02 02-918 Safnasjóður 8,2 58,0 0,0 -3,8 62,4 55,1 7,3 14,1% Nei
02 02-919 Söfn, ýmis framlög 24,6 181,8 19,5 2,8 228,7 190,2 38,5 13,5%



Flutt frá fyrra ári


Fjárlög

Fjáraukalög


Millifært

Alls heimildir

Reikningur

Staða í árslok
F. ár sem % af fjárl.
Staða batnað ?
02 02-969 Menningarstofnanir, viðhald og stofnkostnaður 85,1 403,3 1.134,0 15,0 1.637,4 494,7 1.142,7 21,1%
02 02-976 Menningarsjóður 2,0 13,0 0,0 0,0 15,0 15,4 -0,4 15,4% Nei
02 02-978 Listasjóðir 42,6 254,3 0,0 0,0 296,9 235,7 61,2 16,8%
02 02-984 Norræn samvinna 3,2 13,0 0,0 0,4 16,6 15,8 0,8 24,6% Nei
02 02-995 Tungutækni 72,8 15,0 0,0 0,0 87,8 35,8 52,0 485,3% Nei
02 02-996 Íslenska upplýsingasamfélagið 82,6 98,5 0,0 60,2 241,3 217,2 24,1 83,9% Nei
02 02-999 Ýmislegt 10,6 92,6 9,0 18,8 131,0 107,7 23,3 11,4%
03 03-211 Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli 92,4 589,5 0,0 0,0 681,9 591,8 90,1 15,7% Nei
03 03-313 Sendiráð Íslands í Vínarborg og fastanefnd hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu 5,8 47,4 0,0 0,4 53,6 56,3 -2,7 12,2% Nei
03 03-316 Sendiráð Íslands í Tókíó 59,1 91,3 0,0 -9,3 141,1 53,9 87,2 64,7%
03 03-317 Sendiráð Íslands í Helsinki 20,9 50,1 0,0 0,4 71,4 48,4 23,0 41,7%
03 03-391 Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi 93,2 185,0 306,0 -7,5 576,7 271,2 305,5 50,4%
03 03-401 Alþjóðastofnanir 246,9 793,6 50,0 -32,2 1.058,3 712,3 346,0 31,1%
04 04-190 Ýmis verkefni 13,2 91,7 0,0 42,7 147,6 138,0 9,6 14,4% Nei
04 04-236 Aðfangaeftirlit ríkisins 8,6 23,9 0,0 0,7 33,2 26,5 6,7 36,0% Nei
04 04-831 Jarðasjóður og Jarðeignir ríkisins 83,9 72,0 0,0 0,0 155,9 114,9 41,0 116,5% Nei
04 04-843 Fiskræktarsjóður 52,9 17,0 0,0 0,0 69,9 18,5 51,4 311,2% Nei
05 05-190 Ýmis verkefni 18,2 177,8 39,0 21,2 256,2 199,8 56,4 10,2%
05 05-202 Hafrannsóknastofnunin 172,7 1.007,2 0,0 3,9 1.183,8 1.184,1 -0,3 17,1% Nei
05 05-207 Gjaldtökusjóður ólögmæts sjávarafla 49,1 35,0 0,0 0,0 84,1 66,7 17,4 140,3% Nei
05 05-213 Verðlagsstofa skiptaverðs 19,3 22,5 -5,0 0,5 37,3 20,6 16,7 85,8% Nei
05 05-272 Bygging rannsóknastofnana sjávarútvegsins 27,2 11,6 0,0 0,0 38,8 12,5 26,3 234,5% Nei
05 05-901 Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna 29,8 57,2 0,0 0,4 87,4 59,4 28,0 52,1% Nei
06 06-105 Lögbirtingablað 32,8 26,7 0,0 0,0 59,5 31,9 27,6 122,8% Nei
06 06-190 Ýmis verkefni 11,3 55,4 0,0 20,6 87,3 72,6 14,7 20,4%
06 06-201 Hæstiréttur 9,4 70,7 0,0 0,5 80,6 68,5 12,1 13,3%



Flutt frá fyrra ári


Fjárlög

Fjáraukalög


Millifært

Alls heimildir

Reikningur

Staða í árslok
F. ár sem % af fjárl.
Staða batnað ?
06 06-251 Persónuvernd 17,8 60,6 0,0 1,0 79,4 46,4 33,0 29,4%
06 06-301 Ríkissaksóknari 8,6 79,7 0,0 2,5 90,8 81,7 9,1 10,8%
06 06-333 Umferðarstofa 53,0 343,1 0,0 1,8 397,9 331,4 66,5 15,4%
06 06-341 Áfengis- og fíkniefnamál 15,1 90,5 0,0 -91,3 14,3 0,5 13,8 16,7% Nei
06 06-390 Ýmis löggæslu- og öryggismál 61,9 84,9 8,0 -42,6 112,2 50,2 62,0 72,9%
06 06-391 Húsnæði löggæslustofnana 60,0 10,0 0,0 -7,4 62,6 42,3 20,3 600,0% Nei
06 06-397 Schengen-samstarf 13,5 53,6 0,0 0,0 67,1 40,8 26,3 25,2%
06 06-398 Útlendingastofnun 28,2 149,3 2,4 8,2 188,1 160,7 27,4 18,9% Nei
06 06-412 Sýslumaðurinn á Akranesi 29,8 137,4 0,0 1,6 168,8 137,4 31,4 21,7%
06 06-428 Sýslumaðurinn á Eskifirði 24,2 137,8 8,2 3,0 173,2 136,0 37,2 17,6%
06 06-491 Húsnæði og búnaður sýslumanna 105,6 67,5 0,0 -2,7 170,4 64,4 106,0 156,4%
06 06-591 Fangelsisbyggingar 70,2 10,0 0,0 -6,2 74,0 26,7 47,3 702,0% Nei
06 06-707 Kristnisjóður 7,6 61,5 3,3 0,0 72,4 69,1 3,3 12,4% Nei
06 06-996 Íslenska upplýsingasamfélagið 20,3 3,0 0,0 -0,3 23,0 0,0 23,0 676,7%
07 07-190 Ýmis verkefni 16,5 48,9 0,0 4,3 69,7 40,5 29,2 33,7%
07 07-313 Jafnréttisstofa 4,8 31,7 7,0 1,9 45,4 43,6 1,8 15,1% Nei
07 07-996 Íslenska upplýsingasamfélagið 2,3 8,5 0,0 -10,8 0,0 0,0 0,0 27,1% Nei
08 08-207 Verkgreiðslur til sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva 7,8 31,0 0,0 -38,8 0,0 0,0 0,0 25,2% Nei
08 08-324 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 18,5 99,7 0,0 67,0 185,2 161,5 23,7 18,6%
08 08-397 Lyfjastofnun 55,5 144,3 0,0 1,0 200,8 154,5 46,3 38,5% Nei
08 08-401 Hjúkrunarheimili, almennt 163,9 602,6 -310,0 -119,3 337,2 -38,7 375,9 27,2%
08 08-418 Seljahlíð, Reykjavík 41,2 122,3 0,0 -70,6 92,9 118,9 -26,0 33,7% Nei
08 08-425 Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi 5,3 39,1 0,0 -3,9 40,5 39,0 1,5 13,6% Nei
08 08-426 Fellaskjól, Grundarfirði 14,5 38,2 0,0 0,0 52,7 26,3 26,4 38,0%
08 08-436 Uppsalir, Fáskrúðsfirði 13,0 53,1 0,0 -11,3 54,8 52,5 2,3 24,5% Nei
08 08-438 Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri 7,3 65,0 0,0 0,5 72,8 69,4 3,4 11,2% Nei
08 08-439 Hjallatún, Vík 7,7 42,5 0,0 -9,0 41,2 50,4 -9,2 18,1% Nei



Flutt frá fyrra ári


Fjárlög

Fjáraukalög


Millifært

Alls heimildir

Reikningur

Staða í árslok
F. ár sem % af fjárl.
Staða batnað ?
08 08-500 Heilsugæslustöðvar, almennt 128,3 393,6 9,2 -298,5 232,6 40,8 191,8 32,6%
08 08-551 Heilsugæslustöðin Ólafsfirði 4,5 31,3 0,0 8,4 44,2 42,6 1,6 14,4% Nei
08 08-572 Heilsugæslustöðin Vík í Mýrdal 5,5 30,2 0,0 10,4 46,1 41,2 4,9 18,2% Nei
08 08-578 Heilsugæslustöðin Hveragerði 7,1 44,8 0,0 17,9 69,8 61,1 8,7 15,8%
08 08-579 Heilsugæslustöðin Þorlákshöfn 5,8 28,4 0,0 6,1 40,3 33,3 7,0 20,4%
08 08-585 Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi 26,2 154,7 0,0 7,0 187,9 151,6 36,3 16,9%
09 09-101 Fjármálaráðuneyti, aðalskrifstofa 55,9 483,1 0,0 6,3 545,3 497,0 48,3 11,6% Nei
09 09-103 Fjársýsla ríkisins 243,5 1.053,0 0,0 0,5 1.297,0 1.152,0 145,0 23,1% Nei
09 09-199 Ráðstöfunarfé 10,6 6,0 0,0 -5,5 11,1 0,0 11,1 176,7%
09 09-208 Skattstofa Suðurlands 8,3 51,6 0,0 0,5 60,4 50,6 9,8 16,1%
09 09-212 Skatta- og tollamál, ýmis útgjöld 91,0 77,9 0,0 -36,6 132,3 27,1 105,2 116,8%
09 09-214 Yfirskattanefnd 16,9 90,1 0,0 1,9 108,9 91,5 17,4 18,8%
09 09-402 Fasteignamat ríkisins 61,8 463,8 0,0 0,5 526,1 482,5 43,6 13,3% Nei
09 09-901 Framkvæmdasýsla ríkisins 21,6 2,7 0,0 0,0 24,3 5,4 18,9 800,0% Nei
09 09-990 Ríkisstjórnarákvarðanir 47,6 200,0 0,0 -231,2 16,4 0,0 16,4 23,8% Nei
09 09-996 Íslenska upplýsingasamfélagið 17,8 21,0 0,0 0,0 38,8 0,0 38,8 84,8%
09 09-999 Ýmislegt 132,7 605,8 96,5 84,6 919,6 666,4 253,2 21,9%
10 10-335 Siglingastofnun Íslands 959,0 1.704,9 28,4 -931,9 1.760,4 989,1 771,3 56,3% Nei
10 10-512 Póst- og fjarskiptastofnunin 225,7 146,4 0,0 16,3 388,4 196,9 191,5 154,2% Nei
11 11-102 Einkaleyfastofan 32,0 118,5 0,0 0,4 150,9 103,3 47,6 27,0%
11 11-240 Iðnaðarrannsóknir og stóriðja 3,4 14,4 13,4 4,5 35,7 35,1 0,6 23,6% Nei
11 11-251 Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi 104,7 75,0 0,0 0,0 179,7 26,0 153,7 139,6%
11 11-299 Iðja og iðnaður, framlög 98,4 187,9 5,0 15,1 306,4 259,1 47,3 52,4% Nei
11 11-301 Orkustofnun 176,6 272,3 45,2 8,2 502,3 294,6 207,7 64,9%
11 11-401 Byggðaáætlun 154,2 285,1 0,0 -57,0 382,3 162,1 220,2 54,1%
12 12-190 Ýmis verkefni 24,5 36,9 0,0 2,0 63,4 47,4 16,0 66,4% Nei
12 12-302 Löggildingarstofa 33,2 212,5 -9,5 0,6 236,8 192,0 44,8 15,6%



Flutt frá fyrra ári


Fjárlög

Fjáraukalög


Millifært

Alls heimildir

Reikningur

Staða í árslok
F. ár sem % af fjárl.
Staða batnað ?
12 12-402 Fjármálaeftirlitið 76,0 268,6 0,0 0,0 344,6 254,2 90,4 28,3%
14 14-190 Ýmis verkefni 28,3 162,8 13,5 35,7 240,3 220,0 20,3 17,4% Nei
14 14-301 Skipulagsstofnun 28,7 123,3 0,0 0,3 152,3 135,8 16,5 23,3% Nei
14 14-303 Skipulagsmál sveitarfélaga 132,1 82,0 0,0 0,0 214,1 89,2 124,9 161,1% Nei
14 14-321 Brunamálastofnun ríkisins 113,5 113,3 0,0 0,3 227,1 128,6 98,5 100,2% Nei
14 14-381 Ofanflóðasjóður 474,3 198,4 554,0 0,0 1.226,7 649,0 577,7 239,1%
7.455,9 18.861,4 2.714,1 -2.800,9 26.230,5 17.933,2 8.297,3 39,5%
Samtals fjárlagaliðir = 112