Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 721. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1367  —  721. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2005–2008.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, Unni Gunnarsdóttur, Ingimund Sigurbergsson og Stefán Eirík Stefánsson frá samgönguráðuneyti, Kristján Vigfússon og Sigurð Áss Grétarsson frá Siglingastofnun, Þorgeir Pálsson flugmálastjóra og Jón Rögnvaldsson vegamálastjóra.
    Umsagnir bárust frá fjölda sveitarfélaga og samtökum þeirra auk umsagna frá stofnunum og frjálsum félagasamtökum.
    Meiri hlutinn leggur til eftirfarandi breytingar á einstökum hlutum tillögunnar:
     Flugmálaáætlun: Meiri hlutinn leggur til lagfæringu á töflum undir liðnum 2.1.
     Siglingaáætlun: Meiri hlutinn leggur ekki til breytingar á siglingaáætlun.
     Vegáætlun: Frá því að tillagan var lögð fram á þingi hafa fulltrúar Vegagerðarinnar fundað með þingmönnum hvers kjördæmis og kynnt vegáætlun og rætt mögulegar breytingar. Fulltrúi Vegagerðarinnar kom á fund nefndarinnar 3. maí og kynnti niðurstöður funda sinna með þingmönnum og byggjast breytingartillögur meiri hlutans á vegáætlun á þeim.
    Gert er réð fyrir því að vinnuhópur um samgöngur til Vestmannaeyja ljúki störfum haustið 2005. Í kjölfar þeirra niðurstaðna þarf að taka afstöðu til samgöngukosta við Vestmannaeyjar, svo sem jarðgöng, nýja ferju, flug og hafnaraðstöðu, og ljóst að til þeirrar niðurstöðu þarf að líta á næstu missirum.
    Meiri hlutinn leggur til eftirfarandi breytingar á tillögunni:
     1.      Lagt er til að 10 millj. kr. færist á milli verkefna á árinu 2008 undir liðnum stofnkostnaður í kafla 2.1 auk þess að töflur verði lagfærðar.
     2.      Lagt er til að allar áætlaðar fjárveitingar vegáætlunar á árunum 2006, 2007 og 2008 verði hækkaðar til áætlaðs verðlags ársins 2006, eða um 3,5% (vísitala Vegagerðarinnar).
     3.      Liðir 4.1 Fjármál og 4.2 Sundurliðun einstakra gjaldaliða breytist þar að auki í samræmi við upplýsingar sem fulltrúar Vegagerðarinnar færðu nefndinni eftir fundi með þingmönnum kjördæma.
     4.      Breytingar verði gerðar á nöfnum og lýsingum einstaka vega undir lið 4.3.
                  a.      214 Kerlingardalsvegur: Af Hringvegi að Kerlingardal. Í tillögunni er lagt til að hann nái aðeins að Höfðabrekku.
                  b.      435 Nesjavallavegur verði 435 Nesjavallaleið en Nesjavallavegur er heitir eldri leiðar. Leiðinni verði lýst svo: Af Hafravatnsvegi sunnan við Miðdal, um Miðdalsheiði, sunnan við Eiturhól á Mosfellsheiði, um Dyrafjöll, á Grafningsveg efri norðan Nesjavalla.
                  c.      365 Gjábakkavegur verði 365 Lyngdalsheiðarvegur.
                  d.      862 Hómatungnavegur verði 862 Dettifossvegur.
    Meiri hlutinn leggur til að tillagan verði samþykkt með framangreindum breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 6. maí 2005.


Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Guðjón Hjörleifsson.



Einar K. Guðfinnsson.


Magnús Stefánsson.